Þú uppskerð eins og þú sáir Helgi minn.

 

Þú og þín samtök styðja hinn ólöglega skatt til breta og Hollendinga.

Þú og þín samtök voru í hópi þeirra liðleskja sem kölluðu eftir aðstoð mestu illmenna sem núna ganga lausir á jörðinni.  

Menn sem hafa alls staðar eyðilagt og rústað samfélögum fólks þar sem þeir hafa fengið að drepa niður fæti.

 

Og þú sendir reikninginn til almennings, ICEskave skattinn og velferðareyðileggingu AGS.

Og þú ert svo hissa að fólk skuli sýna gremju sína með orðum. 

Annars staðar væri búið að bylta ykkur burt.

Með skít og skömm.  

Þú og þínir komu þjóðinni á hausinn, og þið hafið ekki síðan manndóm til að bregðast við því eins og manneskjur.  Með samúð og samhygð þannig að fólk héldi heimilum sínum og ætti von í skuldabasli sínu.

Nei, ykkar endurreisn fólst í blóðfórnum meðbræðra þinna, og svo vælir þú yfir afleiðingunum.

Það mun engin sátt ríkja um ykkur og ykkar störf, fyrr en þið segið Nei við ICEsave, og Nei við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Og lýsið yfir stuðningi við Hagsmunasamtök heimilanna.

Vegna þess Helgi, fólk lætur ekki gremju sína í ljós nema það upplifir að ómenni stjórni landinu.

Ef þið sýnið mennsku og mannúð, þá mun þjóðin sameinast.

Ekki fyrr.

Kveðja að austan.


mbl.is Frjór jarðvegur fyrir hefnigirni og hatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég er orðinn þreyttur á að lesa ræður svona manna eins og Helga sem kennir öllu utanaðkomandi um og stundum "flatskjárkaupum" eins hlægilegt og það nú er. Athugaðu málfarið: XYZ dundi á okkur. Eins og sjávarrok eða snjóflóð. Náttúrukraftar sem við réðum engu um. Og segir fólk vera að reiðast einhverju sem enginn réð við.

Ég vona að fólk átti sig almennilega á orðavalinu hjá verjendum hrunkónganna. Það er engu hægt að breyta hjá þessu liði án frekari aðgerða.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2010 kl. 15:05

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er athyglisvert að orðbragð bloggara sem eru á móti samningum við aðrar þjóðir er einsog í áróðursneplum kommúnista fyrir 30 - 50 árum.

Þetta er orðið fínt í dag en úreldist hratt enda leiðinda snakk með þjóðrembu og réttlætisþembu. Ekkert innihald.

Gísli Ingvarsson, 4.3.2010 kl. 15:06

3 identicon

Heill og sæll; Ómar, æfinlega - og sælir, þið aðrir, hér á Ómars eykt !

Þakka þér fyrir; verskuldaða sneiðina, til spjátrungsins Helga Magnússonar. 

Misminni mig ekki; var hann einn yfirdansara frjálshyggju Djöfladansins, 2002 - 2008; og er kannski enn, helvízkur.

Rúnar Þór ! 

Þakka þér  fyrir; einnig, ágæta frásögu, sem oftar.

Gísli Ingvarsson !

Þú skalt ekkert; vera að reyna, að höggva til Ómars Geirssonar - né annarra land- og þjóðvina, ágæti drengur.

Skoða þú; þinn rann - og sjá þú; hvers lags illfyglum;; ég og þú, sem og aðrir landsmenn höfum haldið uppi, að óverðskulduðu, sem eru stjórnmála afæturnar - viskipta fíflin, sem og aðrir háðuglegir, hverjum lúskra þarf all rækilega á, svo eftir muni - bölvaðir.

Með beztu kveðjum; sem oftar og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 15:33

4 Smámynd: Elle_

Nú er Gísli mættur hér eins og hjá Rafni, vini okkar, og farinn að verja það að semja við kúgara um skuld sem við skuldum ekki og ennfremur ráðast með rökleysu að aðalbaráttumenn réttlætis í landinu, eins og Ómar.  Maður semur ekki við mafíu um það sem maður ekki skuldar.  Viltu ekki fara að skilja það?

Elle_, 4.3.2010 kl. 15:59

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Með fullri virðingu og vinsemd í garð allra þeirra sem að vilja viðra skoðanir sínar þá heyrist mér þið vera full af reiði og hatri. Þar að auki eru þíð full af ásökunum í garð allra þeirra sem að þið teljið að hafa komið ykkur, í þá stöðu sem að þið og þjóðin eruð í. Allt þetta er fullkomlega eðlilegt en hve lengi? Ætlum við endalaust að ala á reiði, hatri og vera uppfull af sjálfsvorkunn eða ætlum við á einhverjum tímapunkti að snúa baki við reiðinni og hatrinu og fara að takast á, í sameiningu við þá stöðu sem að þjóðin er í? Ef það er eitthvað sem að gulltryggir fall þjóðarinnar þá er það þessi niðurrifsöfl sem að eru á fullu að rífa niður, hefna sín á þeim sem að þau telja á einhvern hátt eiga sökótt við.

Eins og ég upplifði árin fyrir hrun, þá dönsuðu allir kringum gullkálfinn. Vitaskuld voru það ekki flatskjáskaup sem að felldu efnahagskerfi okkar, auðvitað voru það fyrst og fremst áhættusæknir bankar, lélegt eftirlit og rangar mikilvægar ákvarðanir sem að felldu þjóðina. En í þessari kreppu eru engin fórnarlömb, þó svo að mjög mörgum er mjög í mun að leika sífellt fórnarlamb. Í þessari kreppu eru aðeins þátttakendur sem að í mismiklum mæli þó tóku þátt í partíinu og súpa nú seyðið af timburmönnunum. Horfist þið í augu við ykkur sjálf og spyrjið þið ykkur hvort þið á einhverjum tímapunkti hefðuð ekki á einhverjum tímapunkti mátt haga fjármálunum öðru vísi og að þið eigið kannski pínu, bara pínulítinn þátt í hvernig fyrir ykkur er komið.

Ég held að þið ættuð að velta fyrir ykkur vandlega hvort að þið viljið virkilega vera hluti af þeim neikvæðu niðurrifsöflum eða hvort að við getum sett fallið að baki okkur og sameinast í að byggja landið upp að nýju.

Jóhann Pétur Pétursson, 4.3.2010 kl. 17:03

6 identicon

Helgi er einn af þeim dæmigerðu í hrunaliðinu.  Breytti blómlegu iðnfyrirtæki fjölskyldunnar, málningarverksmiðjunni Hörpu, í vörulager fyrir hina Dönsku Flugger liti og fékk þannig skotsilfur í aflandseyja svikamylluna. 

Það er sérkennilegt að samtök sem kenna sig við iðnað skulu flagga formanni sem hefur verið margdæmdur fyrir bókhaldsbrellur og samkeppnislagabrot.

Jói Innherji (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 17:28

7 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jóhann Pétur !

Þakka þér fyrir; alla jákvæða uppörvun - sem einarðlega framsetningu alla, á þínum viðhorfum.

En; því miður - verður aldrei, af neinni raunhæfri uppbyggingu, hér á Fróni, á ný, fyrr en helztu skítseyði stjórnmála og viðskipta, verði afmáð, úr sam félagi okkar; og þá helzt, með varanlegri útlegð, eftir að búið er að hrista skotsilfrið, úr vösum þessarra ómenna, ágæti drengur.

Þá fyrst; getum við farið að sjá til lands, að nýju - þér; að segja.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 17:31

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann Pétur.

Fyrst þegar ég las innslag þitt þá varð mér hugsað hvort ég hefði rekist á þá frekar sjaldgæfu tegund sem er hreinræktuð, en svo las ég seinna innslag Óskars, og reyndi að rekja mig áfram eftir einarðlegri framsetningu.

Og jú, ef þú ert einn af þeim heppnu sem búa á hótel Mömmu á gamals aldri þá gætir þú verið real,  einnig er fræðilegur möguleiki að þú sért auðmannssonur sem er að reyna að vera kammó.  En þá eru svo miklar líkur á að þú sért að spíka ensku á einhverjum flottræfilsklúbb í London að tala  við einhvern sem þú sért handviss um að sé James Bond.

Fleiri möguleika dettur mér ekki í hug.  En í jákvæðu ljósi má hafa gaman að málflutningi þínum, sjá hann jafnvel í spélegu ljósi.  Einhvern tímann las ég samantekt á þeim ummælum sem voru algjörlega út úr kú miðað við aðstæður, lýstu mikilli firringu þeirra sem mæltu þau fram af mikilli alvöru.  Tvennt man ég en ekki hvar það var í röðinni á listanum en alltí lagi að rifja upp svona í þakklætisskyni fyrir fyndni þína.

María Antoinette Austurríkisprinsessa.

 "Hvað geta þau ekki fengið sér kökur"

Sumir segja að þessi orð hafi verið upphaf frönsku stjórnarbyltingarinnar.

Elena Ceausescus, nokkrum mínútum fyrir aftöku sína.

"Ég var ykkur sem móðir".

Þetta er kosturinn við firringu mannskepnunnar Jóhann, það má alltaf hafa gaman að henni, eftir á.

En fólkið sem var að missa húsið sitt  í dag er ekki hlátur í huga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 20:10

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gísli minn.

Ég hélt að þú værir ekki svona gamall, slærð ellismellum eins og mér við, og gott er minnið þitt að muna hvað félagarnir í byltingunni sögðu þá.

En mér finnst þú ekki hafa mikla sjálfsvirðingu að eltast við bloggara án innihalds.  Slíkt legg ég mig ekki niður við.  Enda kíkti ég oft á þig þegar ég las innslög þín á flakki mínu um Netheima, og  las þig mér til ánægju, verst hvað þú ert latur að blogga. 

Og ég á eina færslu, þegar ég skoðaði nokkur ykkar í bretavinafélaginu, dagana eftir að Ólafur bannaði bretaskattinn.  Ég stofnaði meira að segja möppu ykkur til heiðurs, til að geyma mergjaðar færslur og metlaða framtíðarsýn  sem þar var að finna.  

Og þessi hér er sko með innihaldi, það eitt er víst.

"kemur hrunið...það hafði tekist að fresta verstu áföllunum...en núna höfum við ekkert val annað en að taka skrefið afturábak inn í framtíðina. Forsetaembættið verður vonandi lagt niður sem fyrst."

Hver segir svo að það sé ekki hægt að vera spámaður í sínu föðurlandi.

Vinsamleg kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 20:24

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Og annað gott fólk hér á síðu.

Takk fyrir innlitið.  Og varnir í fjarveru minni, Elle og Óskar landvarnarmaður.

Rúnar, ég held að þú sért allur að kveikja, Helgi kann ekki að skammast sín, en það er þó ekki hann sem er með þau lyklavöld í dag að geta hleypt Óbermunum inn í landið.

Sjáumst í byltingunni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 20:26

11 Smámynd: Elle_

Já, það var óskiljanlegt sem kom úr lyklaborði Jóhannesar, allavega kannaðist ég ekki við að hafa verið viðriðin neinn glæpa-ófögnuð auðróna og bankamanna.  Og ekki kannast ég heldur við neina fjárans eyðslu, sem hann, fyrirgefið - lyklaborðið hans, sakar okkur um.  Jóhannes, passa sig að stimpla ekki ókunnuga.  Fjöldi, fjöldi almennnings í landinu er ósekur um það sem þú ranglega ætlar þeim.  Gjörðir vitleysinganna koma þeim m. ö. o. ekkert við.  

Elle_, 4.3.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 617
  • Sl. sólarhring: 1337
  • Sl. viku: 2630
  • Frá upphafi: 1323430

Annað

  • Innlit í dag: 579
  • Innlit sl. viku: 2282
  • Gestir í dag: 565
  • IP-tölur í dag: 553

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband