Sorgleg firring forsætisráðherra.

Þegar Kastljósið hristi loks af sér blekkingarhjúp spunakokka Samfylkingarinnar, og spurði út frá staðreyndum og þekkingu, þá fékk þjóðin loks naktan sannleikann inn á borð hjá sér.

Forsætisráðherra þjóðarinnar er varla lengur þessa heims.  Firring hennar og rökfærsla er þvílík, að þó núverandi leiðtogar stjórnarandstöðunnar séu varla hálfir við fyrri leiðtoga flokka sinna, þá geta þeir ekki annað en notað þetta viðtal til að afhjúpa endanlega það blekkingarhjal sem fjölmiðlar landsins hafa látið spunakokkana matreiða þjóð okkar á.

Að mörgu er að taka en ég ætla að stikla á stóru út frá því sem Jóhanna sagði um ICEsave málið.

1.  Hver lætur svona út úr sér í dag eftir Hrunið mikla haustið 2008?  "hugsanlega gætu eignir Landsbankans", "það erum við að vonast til að gerist".  Hvað voru þessi orð notuð oft í aðdraganda Hrunsins af þáverandi ráðamönnum, þeir vonuðust til að eitthvað gerðist ekki.  En það gerðist.

Eins er það að engin ráðamaður vonast til að skuld verði minni en hann skrifar upp á.  Skuldin er sú tala sem þú játar með undirskrift þinni, og það sem menn vonast til, þarf ekki alltaf að rætast.  Og hvað þá????

2.  Jóhann sagði að vextir hafi ekki lækkað vegna þess að forsetinn vísaði ICEsave ríkisábyrgðinni í þjóðaratkvæði.  Þetta er tvennskonar lygi.  Sú fyrri að skortur á undirskrift Ólafs hefur ekkert með gengið að gera í augnablikinu, gengi er það jafnvægi sem ríkir milli framboði af gjaldeyri og eftirspurnar.  Seinni lygin og kannski sú stærsta í ICEsave málinu er sú að ICEsave samkomulagið sé nauðsynlegt fyrir hækkun krónunnar.  Það er ótrúlegt að Jóhanna skuli halda þessu fram á opinberum vettvangi, hún er jú yfirmaður Seðlabankans og í skýrslum hans kemur það skýrt fram að ef þjóðin á að eiga minnstu möguleika á að borga ICEsave, þá þurfi gengið að haldast í sögulegu lágmarki, og það lágmark er það sem við þekkjum í dag.  Það er ef allt fer á besta veg með útflutning.

3. Jóhann sagði að við skiptum ábyrgðinni á ICEsave milli breta og Hollendinga þannig að við þyrftum ekki að borga nema 52% af heildar kröfunni.  Þar með er hún að viðurkenna hærri ábyrgð en þær rúmar 20.000 evrur sem reglugerð Evrópusambandsins kveður á um.  Og við hvaða lög og reglur styðst hún þegar hún segir þetta? 

Í þessu samhengi má ekki gleymast að kröfur breta og Hollendinga styðjast ekki við lög og ekki við reglur, og þeir hafa aldrei getað fært rök fyrir hærri greiðsluskyldu en þessum 20.000 evrum.  En forsætisráðherra Íslands tekur samt undir málstað þeirra með þessu 52% tali.

4. Jóhanna tekur undir aumasta hræðsluáróður breta með því að tala um að það sé mikil náð af þeirra hálfu að rukka aðeins um þessar 20.000 evrur þeir gætu rukkað um alla útistandandi skuld Landsbankans, en hafi ekki gert það vegna einhverrar óskilgreindar góðmennsku.  En ef við verðum með eitthvað múður og höfnum gæsku þeirra, þá gætum þurft að greiða allt að 1.400 milljarða til þeirra á markaðsvöxtum, eða hátt í 2.000 milljarða alls.

Nú var Jóhanna ekki að flytja ræðu á flokksþingi Samfylkingarinnar, hún var að tala við þjóð sína.  Að tala við hana eins og um ómálga smábörn sé að ræða, það er bæði niðurlæging fyrir Jóhönnu, og þjóðina sem þurfti að hlusta á þessa órökstuddu vitleysu.

 

Margt annað má týna til úr viðtalinu, vil til dæmis minna á hin hörðu viðbrögð hennar við hryðjuverkalög breta á íslenska þjóð.  Hún var víst harðorð í einkasamtölum.  En forsætisráðherra þjóðar notar lög og rétt, bæði breskan og alþjóðlegan til að vernda þjóð sína gegn órétti og kúgun, einkasamtöl eru eitthvað sem eru einka eitthvað. 

Og svona talar leiðtogi Íslands.

Firringin gerist ekki sorglegri.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Eignir Landsbankans gætu skilað meiru en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju tóku bretar að sér að borga áhættufíklum sem lögðu peninga inn á Icesave, án þess að ráðfæra sig við Íslendinga og fá formlegt leyfi til þess? Bretar tóku lán upp á ca. 2% vexti. Þeir rukka okkur svo til baka með 5,5% vöxtum. Ætli þeir séu ekki að taka ca. 20-25 milljarða í vaxtamun með þessu fyrirkomulagi!!!!!!

Jóhanna er buguð. Hún er keyrð áfram af einhverjum her aðstoðarmanna sem ganga fyrir eldsneyti sem kostað er af Össuri Skarphéðinssyni. Sá séniver er ekki líklegur til að halda þessari vél gangandi lengi.

Ríkisstjórnin er að gliðna í sundur. Það sjá og heyra allir.

joi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Joi.

Bretar tóku þessi lán af illri nauðsyn, bankakerfi þeirra var að hruni komið.  Ekkert óeðlilegt við það, ekki frekar en þær aðgerðir sem íslensk stjórnvöld gripu til að vernda innlent bankakerfi. 

Vissulega orka allir atburðir tvímælis, en ekki sú kvöð að eitthvað varð að gera.

En það sem stór hluti íslensku þjóðarinnar á mjög erfitt með að skilja, að okkur sem þjóð kom þessi gjörð bretanna ekkert við.  Ekki frekar en þér kemur það við hvað nágranni þinn gerir til að halda við sínu húsi.

ICEsave með 0 % vöxtum er líka lögleysa, og á ekkert skylt við lán.  Vegna þess að við tókum aldrei neitt lán, og ábyrgð stjórnvalda einstakra ríkja nær aðeins til þegna sinna,  og þá aðallega þeirra sem búa innan landamæra ríkisins.  Það sem gerist í öðrum löndum er eitthvað sem stjórnvöld viðkomandi landa verða að glíma við, án þess að senda svo öðrum þjóðum reikninginn.  Það er liðinn tíð að keisarar haldi veislur, og sendi síðan reikninginn til fjarlægra skattlanda.  Svona um 1.600 ár síðan.

Og sem betur fer er Jóhanna buguð, annars væri hún ekki bara skaðræði, heldur líka lífshættulegt skaðræði.  Á því er mikill munur.

Sjálfstæð þjóð segir Nei við ICEsave.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 13:23

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eins og ég hef áður sagt þá er tími Jóhönnu liðinn hún á ekkert heima þarna á þingi hún er alls ekki að verja hin almenna borgara heldur einkavini og stórglæpamenn sem tóku alla peningana úr íslenskum bönkum og sjóðum! Við verðum að fara að sjá réttlæti og það strax.

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 13:53

4 identicon

Og núna nær Samfylkingarfólkið ekki upp í nef sér yfir hversu Þóra gekk gróflega á hana með að fá svör spurninga sinna.  Á að taka á henni með öðrum og kvenlegri silkihönskum af því að hún er kona?  Eða hefur það eitthvað með hversu veikluleg framganga hennar er þegar hún kemur fram.  Var eins og Þóra hafi verið að leggja í stæði fyrir fatlaða?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 14:03

5 identicon

Klúðraði að skrifa þennan inn við vitlausan pistil Ómars, sem fer á kostum sem fyrr.

Er fólk búið að gleyma viðtalinu sem Bónus og Samfylkingar Jói fékk að taka við sjálfan sig fyrir einhverjum mánuðum?  Stjórnmálamenn og hrunverjar eru sérstaklega þjálfaðir af fagmönnum til að rúlla yfir stjórnendur og tak sjálfir stjórnina með kjaftavaðli.  Af sömu leiðbeinendunum.  Mýmörg dæmi eru til um slíka eins og forsetann, Dag B. Eggerts, Guðlaug Þór, Jón Baldvin Hannibalsson, Ingibjörgu Sólrúnu, Davíð Oddsson, Kára Stefáns og auðvitað fyrrum ofurráðherrann Björgvin G. Sigurðsson o.fl.

Skondið en afar fyrirsjáanlegt að sjá skrímsladeild Samfylkingarinnar vera komin á þá niðurstöðu að Jóhanna hafi ekki verið að gagnrýna Svavar og hans störf.  Tær snilld.  Það hefur með það að gera að hún meinti að þá hefði verið erfiðra að gagnrýna störf samninganefndarinnar.  Er ekki næst að hún meinti að þá hefði náðst jafnvel mun verri árangur með einhverjum fagmanni, en það skipti ekki neinu máli.  Formaður samninganefndarinnar hefði aldrei orðið jafn umdeilanlegur.  Þetta snýst um útlit en ekki innihald.  Samfylkingarpólitíkin í hnotskurn.  En hvernig er það með þessa blessuðu Jóhönnu.  Hugsar hún og talar ekki sjálf, og þá að viti?  Er nauðsynlegt að skrímsladeildin fái frítt spil með að segja almenningi hvernig ber að skilja hana?  Er manneskjan yfirleitt alveg í lagi?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 14:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ég sá bara bugaða konu í gær.

Og hún Þóra vann sér næstum því inn afsökunarbeiðni frá mér.  Loksins fékk maður viðtal sem var ekki hannað af þeim ágætu spunakokkum sem þú kallar skrímsladeild, sem minnir mig aftur á það, eigum við Íslendingar í þjóðsögum okkar svona hræðileg skrímsli?????

Allavega er þetta ærulaust fólk.  

En aum má sú stjórnarandstaða vera sem skrifar ekki niður viðtalið við Jóhönnu og leiðréttir allar rangfærslur hennar.  En það minnir mig aftur á það, aftur, að kannski er stjórnarandstaðan sek í anda, höll undir málflutning Jóhönnu.  Vilja bara sjálfir vera þeir sem fremja glæpinn.

Hvar er þjóðin???  Myndi hún láta leiða sig þegjandi í gasklefana, bara ef meistarar hrunsins bæðu hana um það????

Hvar endar þolinmæði hennar og andleysi???  Eins og Spaugstofan sýndi svo vel í atriðinu með Þórunni Lár.   

Hef oft spáð í þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2010 kl. 18:28

7 Smámynd: Elle_

Getur manneskjan ekki bara farið að skúra eins og ég heyrði að hún ætti gera?  Og nei, ég ætla ekki að vera neitt væg: Það verður að koma þessari manneskju burt, ellegar loka hana inni.

Elle_, 5.2.2010 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 234
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1228
  • Frá upphafi: 1321780

Annað

  • Innlit í dag: 174
  • Innlit sl. viku: 1007
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband