Hvaða hálfvitagangur er þetta??

Mjög alvarlegar ásakanir hafa komið fram af hálfu hollenskra embættismann í garð íslenska fjármálaeftirlitsins.

Svona ásökunum verður að rannsaka og fá botn í, gjörsamlega óháð ICEsave fjárkúgun Hollendinga.

Æra embættismannakerfis Íslands er í húfi.

Og þá vísar yfirmaður viðkomandi stofnunar ekki á einhverja rannsóknarnefnd Alþingis, að hún viti kannski eitthvað um það??'

Hvað er hún veit ekki neitt??'

Eiga þá ásakanirnar að standa?????

Á þá ekki að rannsaka málið neitt frekar, láta embættismenn okkar sitja undir þessum áburði????

En ef þessi rannsóknarnefnd veit eitthvað um hinn meinta atburð, á þá hún að hafa alla hentisemi á hvernig málið er unnið??  Á hún að hreinsa kerfið, eða kenna því þann lærdóm sem það þarf að læra ef ásakanir Hollendingsins séu réttar?????

Aðeins gjörsamlega óhæfur ráðherra vísar á einhverja nefnd út í bæ þegar svona alvarlegar ásakanir koma fram.

 

En það er ekki það alvarlegasta í málinu.  Vegna hinna meintu lyga, eða mistaka eða hvað sem þetta var, því það á víst enginn að vita það nema einhver nefnd út í bæ, þá hefur fjármálaráðherra landsins lýst því opinberlega yfir að viðkomandi afglöp, lygar, eða hvað sem þetta átti að vera en enginn samt veit, að það sé skýring þess að hann telji ICEsave ríkisábyrgð upp á um 1.000 milljarða með vöxtum vera einhverja gæfulausn því ef Hollendingar komist af þessum meintum lygum eða afglöpum, þá geti þeir stefnt þjóðinni fyrir dóm og haft af henni miklu meiri pening en þessa 1.000 milljarða.

En hann megi samt ekki tjá sig því þetta sé allt leyndó.

Það virðist vera engin endamörk á þeim hálfvitaskap sem okkur er boðið upp á í stuðningi stjórnvalda við ólöglegar fjárkröfur breta og Hollendinga.  

Engin takmörk fyrir þeim afglöpum og lygum sem á borð eru borinn.

En ef þetta síðasta útspil er látið líðast, að skuldinni á ICEsave ríkisábyrgðinni sé skellt á embættismenn án rannsóknar og sakfellingar, þá er Ísland ekki lengur sjálfstætt lýðræðisríki.

Svona aftaka án dóms og laga hefur ekki sést frá því að Himmler kveikti í þýska þinghúsinu og skellti svo skuldinni á þroskaskertan mann sem átti leið fram hjá.  Þá var tækifærið notað til að afnema lýðræði í Þýskalandi.

Ef þetta verður látið viðgangast þá hefur ICEsave stjórnin komist upp með sambærilegan gjörning, gjörning sem hingað til hefur verið kenndur við einræði og kúgun.

Ef ICEsave stjórnin hefur ekki upplýst málið fyrir föstudaginn, gert allar hinu meintu ávirðingar opinberar, þá er Ísland ekki lengur lýðræðisríki.  

Engin lýðræðisþjóð lætur ríkisstjórn sína komast upp með svona vinnubrögð.

Hún á að víkja, þjóðarinnar vegna.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Rannsakað hvort erlendar eftirlitsstofnanir fengu rangar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já ríkistjórnin var víst að borða grænmetis köku og drekka ávaxta safa í tilefni af eins árs setu í ríkisstjórn. Þeir hefðu frekar átt að hafa rottueitur á boðstólnum það hefði verið  betur við hæfi!!.

Elís Már Kjartansson, 2.2.2010 kl. 19:00

2 identicon

Sæll.

Var að spökulera í, - hvers vegna var hann og hollenska fjármálaeftirlitið að spá í Icesave yfirleitt ef þeir segjast að það hafi aldrei átt að vera á þeirra könnu, sem og að ábyrgðin átti alfarið að vera hjá íslenska ríkinu ef illa færi?  

Er ekki alveg að koma þessu heim og saman, nema að ábyrgðin var Hollendingana eins og margir vilja meina, þó svo þeir vilja ekki viðurkenna hana í dag.

Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 19:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Mótsögn, ekkert annað.  Og kattarþvottur.  En skiljanlegur samt, þetta er jú Hollendingur að tala við sína heimamenn.

En að íslenskur ráðherra skuli gefa þessum orðum vængi og krossfesta embættismenn með þeim orðum að þó lagaleg staða breta sé engin (mín túlkun reyndar á hans orðum) að þá þýði ekki að fara með málið til dómstóla því þá getir þeir dæmt okkur til skaðbótaábyrgðar vegna hinna meintu afglapa.  

Önnur mótsögn, hver trúir því að ef bretar og Hollendingar sæju hinu minnstu leið til að hækka kröfu sína, að þeir myndu ekki fara hana.

Ég er orðinn leiður á því að hvaða heimska sem er, er borin á borð þjóðarinnar, athugasemdarlaust af hálfu fréttamanna.  

Hvar eru takmörk þeirra??  Eða eru þau engin þegar ráðamenn eiga í hlut????

En þjóðin er aum er hún lætur Steingrím komast upp með þennan róg og þessar dylgjur.  Og aum þjóð hefur ekkert við sjálfstæði að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.2.2010 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1081
  • Frá upphafi: 1321844

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 899
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband