"Eru engin takmörk fyrir þeim fávitahætti sem starfsmenn Spegilsins bjóða þjóð sinni upp á."

 

Þegar Eva Joly fékk Alain Lipietz, hagfræðing og þingmann á Evrópuþinginu, til að afhjúpa lygar Samfylkingarinnar að ICEsave krafa breta og Hollendinga væri lögleg.  Í bloggfærslu sama dag spáði ég því að áróðursdeild Samfylkingarinnar myndi strax hefja gagnsókn, og frambjóðendur hennar á Ruv yrðu þar í lykilhlutverki.  

Og ég reyndist sannspár.  Spegillinn dró í viðtal konu, sem kallaði sig stjórnsýslufræðing, og hún hafði fundið það út að Eva Joly væri fórnarlamb í hlutverkaleiknum, Deila og Drottna, sem spilaður væri af formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.  Svona voru viðbrögðin við þeim stórtíðindum að innanhúsmaður hjá ESB staðfesti málflutning þeirra Stefáns Más Stefánssonar, Lárusar L. Blöndal og Sigðurðar Líndals.  

Einhver hefði haldið að hinn "gagnrýni" fréttaþáttur Spegillinn hefði notað þessar upplýsingar til að ganga á stjórnvöld og spyrja þau út þau lagaálit sem lágu til grundvallar þeirri fullyrðingu í greinargerð Svavarsfrumvarpsins hins fyrra að krafa breta og Hollendinga væri byggð á reglugerð ESB um innlánstryggingar.  En Spegillinn var gagnrýninn, en þá voru frambjóðendur Samfylkingarinnar utan stjórna en langaði inn.

 

Þegar þeir Sigurður Líndal og Jón Steinar Gunnlaugsson skrifuðu tímamótagrein sína í Morgunblaðið og bentu á þá grunnforsendu réttarríkisins að dómstólar skæru úr um ágreiningsefni, þá kom það áróðursdeild Samfylkingarinnar illa.  Og aftur var haft sambandið við frambjóðendur Samfylkingarinnar hjá Ruv, og þeir beðnir um eitt stykki gagnárás.

Og hún kom í gær, í einhvern skólann, var stúlkukrakki sóttur, rétt kominn af grunnskólaaldri, fengin til að vitna um að ESB samningurinn væri svo gallaður að það væri ekki bara gert ráð dómstólum í EES samningnum, ekki ef upp kæmi ágreiningur milli EFTA ríkis annars vegar og ESB  ríkis hins vegar.  

Með öðrum orðum þá byggðist samningurinn um Evrópska efnahagssvæði á sandi.  Ríki gætu einhliða túlkað lög og reglur samningsins, og lagt sitt eigið mat á reglur Evrópusambandsins, sem eru leikreglur hins innra markaðar.  Þau gætu þetta einhliða ef fórnarlamb þessarar lögleysu (einhliða túlkun er alltaf lögleysa, jafnvel þó hún sé rétt) tilheyrði hinum ríkjahópnum.

Ef rétt væri þá gætu til dæmis Norðmenn lagt súpertolla á alla Norðmenn sem fara til Svíþjóðar til að versla sér ódýrt áfengi.   Það væri bara algjör misskilningur að fólk mætti þetta og þar sem Svíþjóð er ESB ríki, þá gæti enginn dómstóll úrskurðað um lögmæti hinnar þröngu túlkunar á regluverkinu um frjálst vöruflæði.

Og Spánverja gætu komið með togarana sína á morgunn og byrjað að veiða fisk samkvæmt þeirra túlkun á regluverki ESB um fiskveiðar.  Kallað þetta síðan deilu og neitað að láta dæma í málinu því væru ESB ríki og Íslendingar EFTA ríki. 

Og nú spyr ég; Trúir einhverju að hinn innri markaður sé svo gallaður að ekki sé til lögformleg leið til að skera úr um ágreiningsefni milli EFTA ríkis annars vegar og ESB ríkis hins vegar?????

Ég vil taka það skýrt fram að það er ekki nóg að hafa vottorð um löggiltan hálfvitaskap ef svarið er já.

Aðeins botnlaus fávitaskapur fær fólk til að bera svona vitleysu á borð fyrir þjóð sína.

Og þegar 507milljarðar, hið minnsta eru í húfi, þá er viðkomandi fávitaskapur ekki einkamál starfsmann Ruv. 

Það eru til lög um svona athæfi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt að segja er ég hættur að hlusta á Spegilinn.  Er kominn með mikið meira en nóg af þessum einhliða áróðri sem þar er haldið fram.  Og mas. þarf ég að borga fyrir ruglið.  Ásama hátt myndi ég hætta að lesa blogg, ef allt væri eins og skrifað af Jóni Frímann, Gísla Baldvins, Auðuni Gíslasyni og Ómari Bjarka Kristjánssyni.  Alltaf sama gamla rispaða platan.  Spegillinn er því miður aðeins með hlið ofantalinna fjórmenninga hvað varða málefni tengdum Icesave, Evrópusambandið og Icesave.

Mbk.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Spegillinn er því miður eitthvað sem enginn má vanmeta.

Hann er skoðanamyndandi og heldur utan um sjálfsímynd stjórnarsinna.  Og ef þú íhugar þjófa pistil minn, þá sérðu af hverju ég er kominn úr hýði.  Tveir + tveir eru fjórir.  

Það á að telja þjóðinni i trú um að ekki sé hægt að fara dómstólaleiðina.

Og semja síðan um einhverja vaxtalækkun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 1078
  • Frá upphafi: 1321841

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 896
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband