Er flótti Samfylkingarinnar byrjaður????

 

Er þetta fyrsti spuninn til að mæta hinu fyrirsjáanlegu tapi??

Og gott og vel, samstarf við þjóðina um sátt i ICEsave deilunni er eini valkostur Samfylkingarinnar ef hún ætlar að lifa af þetta öldurót.

Vegna þess að æ fleiri lygablekkingar hennar hafa verið afhjúpaðar.

Fyrst fram eftir vetri og langt fram á sumar var talað um að þjóðin skuldaði þessa peninga vegna regluverks ESB.  Ætli dagurinn í dag hafi ekki verið síðasti naglinn í þá röksemdarfærslu.

Næsti lygavaðallinn var sú kenning að jafnræðisregla ESB, regla sem ESB þjóðar fara sjálfar ekki eftir á erfiðleikatímum, að hún geri Íslendinga greiðsluskylda.  Þessa röksemd hröktu lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal, og úrskurður ESA staðfesti þeirra röksemdir.

Síðan var því haldið fram að himinn og jörð myndu farast ef Ísland stæði á rétti sínum, það væri enginn skilningur á því í löndum Evrópu.  Nú hafa hvorki himinn og haf hrunið og fréttir utan úr Evrópu sína að þar er fullur skilningur á málstað Íslands, og í raun reynir enginn vitiborinn maður að rökstyðja málstað breta og Hollendinga, enda um innistæðulausar fjárkúganir og lögleysu að ræða.

Og síðan hafa þungvigtar hagfræðingar bent á og rökstutt að Ísland standi aldrei undir þessum skuldum, nema til komi hrun lífskjara landsmanna.  Um sé að ræða kröfu um að setja heila þjóð í skuldaánauð vegna skulda einstaklinga og gjaldþrota fyrirtækja þeirra.

 

Núna er undanhald samkvæmt áætlun byrjað hjá Samfylkingunni.

En undir fölskum formerkjum.  Þjóðin þarf ekki utanaðkomandi hjálp til að standa á rétti sínum.  Henni nægir að láta á málið reyna fyrir EFTA dómsstólnum og fylgja því síðan eftir hjá Sameinuðu þjóðunum og Nató þegar dómur fellur á þessa ólöglegu kúgun breta og Hollendinga.

Því öll alþjóðlög banna framferði eins og þessar þjóðir sýna Íslendingum.  

Það er til lítils hjá vestrænum þjóðum að fordæma hryðjuverkasamtök Al Qaeda, en leyfa síðan efnahagsleg hryðjuverk gagnvart varnalausri smáþjóð, sem er ein af stofnþjóðum Sameinuðu þjóðanna.

Slíkt gengur aldrei upp.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Leita þarf utanaðkomandi aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Margur samfylkingarmaðurinn sem ég hef heyrt í undanfarna daga er búinn að snúast á sveif með þjóðinni þegar hann sá að það var stuðningur við þjóðina og heimsendaspárnar voru ekkert annað en rangar spár.

En við verðum líka að gefa þeim tækifæri til að bakka með smá reisn því annars munum við aldrei sameinast almennilega gagnvart mótherjum okkar Bretum og Hollendingum.

Carl Jóhann Granz, 10.1.2010 kl. 22:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Carl.

Vissulega, enda hef ég hrósað skynsamlegri grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.  Svona í anda þess að við Steingeiturnar stöndum saman.

En lausnin þarf að byggjast á lögum, eins og ég hef margbent á í bloggi þessu.  

En Samfylkingin er ekki ein um að hafa ekki fattað það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.1.2010 kl. 22:45

3 identicon

Mér finnst Carl einmitt hitta naglann á höfuðið þarna. Þeir sem hafa mælt gegn þessari ánauð mega ekki leggjast of hart á það brjálæði sem hefur komið frá ríkisstjórninni í gegnum flest allt ferli þessa máls. Það sem skiptir mestu er að núna fylkist fólk bakvið málstað Íslands og við, þeir sem hafa talað gegn samningnum(og þá sérstaklega seinustu drögum) verðum að geta leyft þeim að standa með okkur gegn viðsemjendum okkar.

Ég væri í sjálfu sér jafnvel sáttur við að samningurinn með fyrirvörunum frá því í ágúst lok verði samþykktur. Núna hef ég lesið bloggið þitt nokkuð mikið í sambandi við Icesave og veit að þú ert búinn að koma þér þónokkuð inn í þetta mál. Ég var því að spá, hvað telur þú ásættanlegt? Held flestir vilji fara með þetta fyrir dóm, en þar sem Bretar og Hollendingar hljóta að tapa töluvert miklu face-i á því, efast ég um raunsæi í þeim kosti, svo já telur þú að Íslendingar eigi að halda í það sjónarmið fram í rauðann dauðann eða að sætta sig við að taka einhverja ábyrgð á því sem fór(s.s. með fyrirvörunum)?

Gunnar (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 02:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar og takk fyrir innlitið.

Jú, jú, við eigum að vera góð við Samfylkinguna.  Maður á alltaf að vera aumingjagóður sagði mamma við okkur strákana þegar við vorum litlir.  Og þess vegna þorðum við aldrei að stríða fólki sem átti erfitt.

En góðsemi okkar á þau takmörk að hún má ekki vera á kostnað þjóðarinnar.  Þjóðin á ekki og má ekki taka á sig skuldbindingar nema samkvæmt skýrum reglum.  Íslendingar störfuðu eftir regluverki ESB, og hafi fólk orðið fyrir miska vegna þessa regluverks, þá er það sameiginleg ábyrgð aðildarríkja hins innra markaðar að takast á við þann skaða.  Þetta er jú einu sinni einn sameiginlegur markaður, með eitt sameiginlegt regluverk.

Það er forsendubrestur á hinum innra markaði, ef þjóðerni eiganda þeirra sem olli hinum meinta miska, sé látið ráða um ábyrgðina.  Þar með er markaðurinn ekki lengur sameiginlegur, hver hugsar um sína, eins og var áður en hinn innri markaður kom til.

Ég er að taka þetta fram til að þú skiljir að málið er ekki svo einfalt að við sættum okkur við að "taka einhverja ábyrgð á því sem fór".  Og engin lausn á milliríkjadeilu, sem gengur gegn viðteknum lögum og reglum sem um málið gilda, er lausn.  Annað hvort er um kúgun að ræða, eða þá svik þeirra sem með umboð fara fyrir þjóðina sem sættist á ólögin.

Og hvað breta og Hollendinga varðar, þá eru þessar þjóðir ekki hafnar yfir lög og reglur.  Og þar sem þær vitna í regluverk EES til að réttlæta sína kúgun, þá verða þær að fara eftir því regluverki.  Ég hef oft bloggað um þetta, en ætli síðasta blogg mitt sé ekki frá 17.12 og linkurinn er hér. http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/993678/

Það er ekkert, nema þá meintur landráðavilji núverandi stjórnvalda, sem hindrar þjóðin að virkja þessi réttarúrræði EES samningsins.  Það eru engin aukaákvæði í EES samningnum sem kveða á um að ef bretar vilji eitthvað, þá gilda ekki lög og reglur lengur.   Og þegar niðurstaða er fengin, þá þarf að fara eftir henni.

Falli hún gegn bretum og Hollendingum, þá er allur botn dottinn úr málflutningi þeirra og hann mun ekki einu sinni finnast suður í Borgarfirði.  Jafnvel þó allir bretavinir landsins bjóði bretum aðstoð sína við að leita að honum. 

Falli dómur gegn okkur, sem er mjög ólíklegt og myndi rústa öllum forsendum réttarríkisins Evrópu, þá yrðum við að semja.  En sá samningur yrði að byggjast á alþjóðlögum um fullveldi þjóða og taka tillit til þess ákvæðis Vínarsamningsins að "ófyrirsjáanlegar afleiðingar milliríkjasamnings" sem hafa í för með skerðingu á fullveldi ríkja, að þær gangi ekki eftir, svo ég hafi þetta eftir eftir minni.  Og þá má íhuga eitthvað í þá veru sem Alþingi samþykkti í byrjun sept.

Það má líka hugsanlega ímynda sér að ESB setjist niður með Íslendingum og Bretum og ræði um hvernig megi leysa málið á vitrænan hátt.  Mér finnst til dæmis augljós lærdómur af þessu máli að einum markaði fylgi einn tryggingasjóður og lausn deilunnar gæti tengst því að allar þjóðir hins sameiginlega markaðar taki á sig ICEsave tjónið.  Og íslenska þjóðin myndi hugsanlega axla táknræna ábyrgð og stofna sjóð sem bætti líknarfélögum og öðrum góðgerðarsamtökum tjón sitt.  Þeirra tjón er eiginlega það sem mér finnst sárast í þessu máli, í raun ömurlegt að fjármálasjónhverfingar skyldu hafa slíkar afleiðingar.

En þetta eru bara pælingar.  En um forsendur sátta getur þú lesið í bloggi mínu frá 31.12 þar sem ég lagði út frá orðum Þorgeirs Ljósvetningagoða.  Linkurinn er hér.  http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/998407/

Og þeir sem skilja ekki að sátt, hvorki pólitísk eða önnur, þarf að byggjast á lögum og reglu, þeir geta ekki sætt andstæðar fylkingar.  Sáttatal þeirra er þá aðeins tilraun til að skapa nýja vígstöðu til að fá sitt fram að lokum. 

Menn mega aldrei falla í þá gryfju, sem augljóst er að bretar eru að grafa með aðstoð innlendra Leppa, að samþykkja ekki eitthvað sem er ólöglegt og menn hefðu aldrei samþykkt við eðlilegar aðstæður.  Bara vegna þess að fyrstu kröfurnar voru það yfirgengilegar og algjörlega út úr korti við lög og reglu, að málamiðlun virtist vera varnarsigur.  En upprunalegt markmið fjárkúgarans var einmitt þessi varnarsigur. 

Þekkt taktík sem margur mætur maðurinn hefur fallið fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2010 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 4196
  • Frá upphafi: 1338895

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 3758
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband