Kjarninn er svo einfaldur.

 

Þetta gerist og mun alltaf gerast, á meðan ekki er séð til þess að þetta gerist ekki.

Sóttkví milli skimana þarf að vera örugg, ekki háð brotavilja einstaklingsins.

 

Þjóðerni smitberans, erindi hans til landsins, hæð, kyn, útlit, ekkert af þessu skiptir máli.

Heldur að smit leiti ekki inn í samfélagið.

 

Það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að svo verði.

Annars eru þau ekki starfi sínu vaxin.

 

Og þá ber þeim að víkja.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Smitrakning nær óvenjulangt aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingur sem virti ekki sóttkví.

 

Segir Víðir Reynisson, sami Víðir Reynisson sem varði hið óverjanlega, að sóttkví við landamærin sé ekki örugg, með þeim orðum að ekki væri hægt að banna allt flug til landsins.

 

Hvað er svona flókið við það að hafa örugga sóttkví?

Og hví í andskotanum ef hún er ekki örugg, af hverju kóa almannavarnir með og lýsa jafnvel ánægju sína með núververandi fyrirkomulag.

Að pappírar séu teknir gildir en ekki tvöföld skimun með sóttkví á milli, eða fólki sé í sjálfvald sett hvort það virði sóttkvína eða ekki, og þá með þekktum afleiðingum.

 

Það er hlutverk almannavarna að tryggja öryggi landsmanna, og það er þeirra að gera kröfu á löggjafann að enginn vafi sé á lagagrundvelli þeirra aðgerða sem taldar eru nauðsynlegar á hverjum tíma til að tryggja þetta öryggi.

Hlutverk þeirra er ekki að leika hlýðna eða vanhæfa embættismenn sem bakka upp vitleysu ráðherra, eða sjá jafnvel ekkert athugavert við hana.

Þeirra hlutverk er að falla með tillögum sínum, fái þær ekki brautagengi ráðamanna, segja þjóðinni sannleikann og tilkynna síðan afsögn sína ef tillögur ráðaherra ganga þvert gegn þeim.

 

Það er vitað í dag að fólk með pappíra getur borið með sér smit inní landið, það er raunveruleiki veirunnar að hún getur smitað aftur, og hún getur smitað bólusetta.

Það er líka vitað að fólk virðir ekki sóttkví, líkt og það er vitað að fólk virðir ekki umferðarlög, skattalög, allskonar lög.  Við því er að sjálfsögðu viðurlög, en í þessa eina tilviki, brot á sóttkví, eru afleiðingarnar innanlandssmit sem sóttvarnaryfirvöld berjast gegn með allskonar kvöðum og takmörkunum á daglegt líf fólks.

Slíkar kvaðir og takmarkanir eru alltaf umdeilanlegar, og þess vegna er siðferðisleg forsenda þeirra að þessi sömu yfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra smit yfir landamærin.

Og það er ekki gert í dag, því sóttkví er ekki örugg á meðan það er komið undir brotavilja hvort hún haldi eður ei.

 

Játning Víðis í dag.

Hópsmitið í Mýrdalnum.

Landamærin halda ekki.

 

Svarið er ekki eins og haft er eftir Víði Reynissyni, að næstu tveir til þrír dagar skipti sköpum hvort herða þurfi sóttvarnaraðgerðir innanlands.

Svarið er að stöðva lekann á landamærunum, biðja síðan þjóðina auðmjúklega afsökunar á þeim glöpum að fyrirsjáanlegur leki skyldi ekki vera stöðvaður, og þá er hægt að ræða hertar sóttvarnir, enn einu sinni enn.

Aðeins afglapinn svarar að við þessu sé ekkert að gera, að lekinn á landamærunum sé eins og heilög kýr á Indlandi, ósnertanlegur og þjóðin skuli bara enn einu sinni búa sig undir að missa af vorinu og síðan sumrinu.

 

Núna reynir á þjóðina að láta ekki bjóða sér þessa vitleysu.

Daglegt líf hennar er undir.

 

Hún á að gera kröfu á sóttvarnaryfirvöld að segja henni satt og koma með tillögur sem duga.

Hún á að gera kröfu á stjórnvöld að lagagrundvöllur sé til staðar, þurfi til þess neyðarlög, þá á hún að gera kröfu á setningu þeirra.

Flækist viðrini eða óvitar á Alþingi fyrir, og ríkisstjórnin hafi ekki meirihluta fyrir lögum sínum, þá þjóðin að gera þá kröfu á forseta Íslands að hann víki þingi frá með þeim orðum að það hafi engan rétt að vinna gegn þjóðinni á neyðartímum.

 

Síðan á Sjálfstæðisflokkurinn ekki að komast upp með að hafa barn í stöðu dómsmálaráðherra og forsætisráðherra ekki að líða að innan ríkisstjórnar sé ráðherra sem opinberlega brúkar munn við hann um nauðsyn sóttvarna.

Þetta er alvaran, ekki barnaleikur, það veit enginn hvernig málin eiga eftir að þróast með þessa veiru, tíminn til að sigrast á henni með bólusetningum virðist vera renna út, banvæn afbrigði veirunnar geta borist aftur og aftur að ströndum þjóðarinnar.

Þess vegna er það skylda stjórnmálanna að sjá til þess að fullorðið fólki leiði varnir hennar og það sé fullorðið fólk sem taki ákvarðarnir á öllum stigum málsins.

 

Það rífst enginn við raunveruleikann án þess að tapa þeirri rimmu.

Á annað ár höfum við leyft veirunni að leka inn fyrir landamærin, og allan þann tíma verið meir eða minna í fjötrum sóttvarna, vissulega ekki eins alvarlegra og víða erlendis, þökk sé snerpunni í að rekja smit og senda alla í sóttkví sem gætu verið smitaðir, en sóttvarna engu að síður sem hafa stjórnað daglegu lifi okkar allan þennan tíma.

 

Rifrildið þarf því að taka enda.

Sættumst við raunveruleikann og gerum það sem við þurfum að gera.

Það er vissulega fordæmalaust en við lifum bara fordæmalausa tíma.

Þar gamla orðtakið að duga eða drepast, er ekki lengur vísan í að drepast í óeiginlegri merkingu.

 

Það er bara svo.

Þetta er ekki val.

Kveðja að austan.


mbl.is Hópsmit í leikskólanum rakið til brots á sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ný bylgja í uppsiglingu??

 

Og þar með sóttvarnir hertar á ný??

Þá er grundvallaratriði að almenningur fái svar við spurningunni einu.

Hvaðan kemur þetta smit??

 

Er þetta sami stofn veirunnar og var að angra okkur fyrir páska??

Eða er þetta nýtt smit sem hefur sloppið inní landið líkt og gerðist í Mýrdalnum??

 

Grundvallarspurning sem sóttvarnaryfirvöld þurfa vinsamlegast að svara.

Kveðja að austan.


mbl.is Þrettán smit innanlands – átta utan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2021

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband