Þegar krosstré bregðast.

 

Þá kemur einstaklingurinn til bjargar.

Og við munum örugglega upplifa þetta aftur og aftur á þessum fordæmalausum tímum.

 

Einhver hefði getað spurt, gat ráðfólk okkar ekki gert annað en að setja inn statusa á feisbók þar sem það hvatti til samstöðu um sýkingu þjóðarinnar?

Til dæmis með því að hvetja til að strengir væru stilltir og öll ráð væru úti til að klófesta lífsnauðsynleg lækningatæki.

 

Þó má segja þessu blessaða fólki til vorkunnar, þó skömm þeirra og smán sé engu að síður algjör, að sóttvarnarlæknir sagði að það væri ekki að óttast.

Miðað við lokað Kína þá sýktust aðeins örfáir, og heildarfjöldi á gjörgæslu myndi varla ná þeirri tölu sem öndunarvélar ná að telja á Landspítalanum.

En hvað sem skýrði þau fáráð, þá er það engin afsökun fyrir ráðafólk að hafa sett dómgreind sína á ís og trúa allri vitleysu sem þeim er sagt, þó sérfræðingur sé hafður fyrir.

 

Dauðatölurnar frá Ítalíu, núverandi útbreiðsla drepsóttarinnar hér á landi, hafa algjörlega slegið þetta bull út af borðinu, reyndar líka nýjasta bullið sem kölluð er spá um útbreiðslu og afleiðingar og napur raunveruleikinn blasir við.

Að fólkið sem kóaði með og spilaði sig hálfvita á feisbók, að það hafði ekki unnið vinnuna sína.

Þrátt fyrir að vera í hópi best launuðu ráðamanna heimsins, og þá er ekki miðað við hausafjölda.

 

Fordæmalaus faraldur hefur náð fótfestu á landinu, og munum, í boði sóttvarnaryfirvalda og íslenskra stjórnvalda, og hann hótar að drepa okkur.

Umvörpum.

 

Það eina sem dugar til bjargar eru öndunarvélar.

Og það er aldrei til of mikið af þeim.

 

Þökk sé einstaklingnum.

Þá hefur allavega verið gefið í.

Fari allt á verri veginn, þá mun þessi gjöf bjarga mörgum.

 

Mannslífum.

Fólki sem við þekkjum.

Náunga okkar, ættingjum okkar, vinum.

Samborgara okkar.

 

Smán þeirra sem ekkert gerðu.

Er algjör.

 

Hafi hinir æðstu þökk fyrir.

Kveðja að austan.


mbl.is „Við erum mjög, mjög þakklát“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleikinn ræðst á sóttvarnaryfirvöld.

 

Segir svona á mannamáli að þau séu fífl þegar þau spá heildarfjölda smita kringum 1.000.

Raunveruleikinn ætlar að ná þeim fjölda um og uppúr helgi, hann kann nefnilega stærðfræði, kann veldisútreikninga á bak við útbreiðslu vírusa.

 

Raunveruleikinn segir okkar líka fréttir um að hátt í 400 manns hafi fallið í litlum bæ á Norður Ítalíu, og menn rétt farnir að telja.

Hann hlær að fíflunum sem segja að það gildi ekki um Ísland, við höfum sko spálíkan um að veiran sé saklaus flensa á Íslandi.

 

Samt segir raunveruleikinn að hún sé svo bráðsmitandi að eitt fótboltamót, innan fólk sem var lítt eða ekkert smitað, beri ábyrgð á fjöldasmiti í Vestmannaeyjum, þar sem enginn virðist vera endirinn.

Raunveruleikinn sagði okkur líka frá því hvað gerist á fiskiskipum okkar sem eiga að bera björg í bú.

Eitt smit, og fárveik áhöfn kemur í land.

 

Raunveruleikinn segir að þetta sé rétt að byrja.

En hjarðhegðun heimkunnar hlustar ekki á raunveruleikann, hún leitar athvarf hjá þeim sem hlæja, gera lítið úr ógninni eða segja að þær þjóðir heims sem snúast hafa til varnar, séu fífl, allavega stjórni fífl þeim, sem hlusti ekki á íslensk sóttvarnaryfirvöld.

Og sé efi til staðar, þá munu enn ein fíflaskilaboðin berast frá Bessastöðum, um að við eigum að standa saman.

Að fara með bros á vör inní gripaflutningavagna kórónuveirunnar.

 

Meinið er að raunveruleikinn ræður.

Ekki fíflin, ekki hjarðhegðun heimskunnar.

 

Það fer núna hver að verða síðastur að gera lítið úr þessari drepsótt.

En það verður reynt.

 

Á meðan er það ekki gert sem þarf að gera.

Kveðja að austan.


mbl.is 409 smitaðir af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn á Bergamo og Íslandi??

 

Jú íbúafjöldinn, það búa aðeins 122 þúsund í þessum litla ítalska bæ.

Og fjöldi látinna af kórónuveirunni.

 

Gefum bæjarstjóra Bergamo orðið;

"Gi­orgio Gori, borg­ar­stjóri Bergamo, skor­ar á ráðamenn alls staðar að sofna ekki á verðinum og nýta tím­ann vel til að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar og lenda ekki í sömu hremm­ing­um og íbú­ar Bergamo".

 

Af hverju er hann svona dramatískur, miðað við sviðsmynd færustu íslenskra vísindamanna og sóttvarnaryfirvalda þá ættu ekki nema um 300 mann smitast í bænum, og vel innan við 10 deyja.

Meinið er að kórónaveiran hefur ekki frétt af þessari sviðsmynd, og í vanþekkingu sinni fer hún sínu fram;

"Hátt í fjög­ur hundruð manns hafa látið lífið í Bergamo í Lang­b­arðalandi. Þar vant­ar grím­ur, önd­un­ar­vél­ar, lækna og hjúkr­un­ar­fólk og súr­efni er af skorn­um skammti. Her­inn hef­ur sent tutt­ugu her­lækna á vett­vang til að aðstoða. Á miðviku­dag hafði fjöldi smitaðra næst­um tvö­fald­ast á fjór­um dög­um og fjöldi lát­inna þre­fald­ast.".

 

Mikil er hjarðhegðun heimskunnar að láta bjóða sér þetta kjaftæði.

Hví átt menn sig ekki á hinni dauðans alvöru??

Og hætta að rífast við raunveruleikann.

 

Mér er spurn.

Kveðja að austan.


mbl.is Líklegt að 1.000 smitist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2020

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 999
  • Frá upphafi: 1321551

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 838
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband