Þegar krosstré bregðast.

 

Þá kemur einstaklingurinn til bjargar.

Og við munum örugglega upplifa þetta aftur og aftur á þessum fordæmalausum tímum.

 

Einhver hefði getað spurt, gat ráðfólk okkar ekki gert annað en að setja inn statusa á feisbók þar sem það hvatti til samstöðu um sýkingu þjóðarinnar?

Til dæmis með því að hvetja til að strengir væru stilltir og öll ráð væru úti til að klófesta lífsnauðsynleg lækningatæki.

 

Þó má segja þessu blessaða fólki til vorkunnar, þó skömm þeirra og smán sé engu að síður algjör, að sóttvarnarlæknir sagði að það væri ekki að óttast.

Miðað við lokað Kína þá sýktust aðeins örfáir, og heildarfjöldi á gjörgæslu myndi varla ná þeirri tölu sem öndunarvélar ná að telja á Landspítalanum.

En hvað sem skýrði þau fáráð, þá er það engin afsökun fyrir ráðafólk að hafa sett dómgreind sína á ís og trúa allri vitleysu sem þeim er sagt, þó sérfræðingur sé hafður fyrir.

 

Dauðatölurnar frá Ítalíu, núverandi útbreiðsla drepsóttarinnar hér á landi, hafa algjörlega slegið þetta bull út af borðinu, reyndar líka nýjasta bullið sem kölluð er spá um útbreiðslu og afleiðingar og napur raunveruleikinn blasir við.

Að fólkið sem kóaði með og spilaði sig hálfvita á feisbók, að það hafði ekki unnið vinnuna sína.

Þrátt fyrir að vera í hópi best launuðu ráðamanna heimsins, og þá er ekki miðað við hausafjölda.

 

Fordæmalaus faraldur hefur náð fótfestu á landinu, og munum, í boði sóttvarnaryfirvalda og íslenskra stjórnvalda, og hann hótar að drepa okkur.

Umvörpum.

 

Það eina sem dugar til bjargar eru öndunarvélar.

Og það er aldrei til of mikið af þeim.

 

Þökk sé einstaklingnum.

Þá hefur allavega verið gefið í.

Fari allt á verri veginn, þá mun þessi gjöf bjarga mörgum.

 

Mannslífum.

Fólki sem við þekkjum.

Náunga okkar, ættingjum okkar, vinum.

Samborgara okkar.

 

Smán þeirra sem ekkert gerðu.

Er algjör.

 

Hafi hinir æðstu þökk fyrir.

Kveðja að austan.


mbl.is „Við erum mjög, mjög þakklát“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Kæri Ómar.:

 Þú villt semsagt meina það, að með algerri einangrun Íslands og lokun alls, utgöngubanni og algerri frelsissviptingu allra Íslendinga, hefði þessi veira aldrei komið til landsins?

 Hvaða ár sæirðu þá fyrir þér að hægt hefði verið að opna aftur fyrir mannaferðir? Hvað telur þú að svona faraldur ætti að standa lengi yfir? 

 Faraldurinn er staðreynd. ´´Deal with it´´! 

 Skaðaminnkun er eina leiðin til að takast á við hann! Sú minnkun verður með engu móti fengin, nema með þeim aðgerðum sem nú er verið að framkvæma. Ein af ástæðum þess að hátt í hálft þúsund manna deyja af völdum veirunnar á Ítalíu er sú, að þar dembist faraldurinn yfir á örskömmum tíma. 

 ´´Get it´´?

 Legg til að þú reynir aðeins að hemja bölmóðinn og ásakanirnar í garð fólks sem er að gera sitt besta, miðað við aðstæður og með morgundaginn í huga, en ekki síðustu vikur. Fólks sem hóf undirbúning sinn löngu áður en þú hefur hina minnstu hugmynd um.

 Vitir þú allt betur um þetta allt fyrirfram, fyrir alla muni leyfðu okkur að heyra. Ekki um liðna daga heldur morgundaginn og alla daga þar á eftir.

 Ónefndum velgjörðarmönnum okkar í BNA verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir stuðninginn. Ekki misskilja mig með það. 

 Góðar stundir, kæri Ómar, með kveðju úr Mosfellsbæ.

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2020 kl. 20:29

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hálft þúsund manna á dag, átti þetta nú að vera, þarna í einhverri línunni, um Ítalíu.

 Áfram bestu kveðjur.

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2020 kl. 21:22

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Fáfræði er eitt, vanþekking er annað, saman er þetta banvænn kokteill á dauðans alvöru tímum.

Það er svo sem ekkert að því að vita lítt um veirufaraldra, leiðirnar til að berjast við þá, stærðfræðina á bak við hvernig þeir magnast upp, alvarleika þeirra og annað, við vitum ekki allt, en verra er að gera sér upp vanþekkingu, að þykjast ekki vita staðreyndir mála.

Það er líklegt að venjulegt fólk hafi ekki þekkingu til að skilja hugtak eins og að loka á smitleiðir, eða láta veiru deyja út með því að loka á öll samskipti fólks þar til hún finnur sér ekki nýjan hýsil, en fólk getur aflað sér upplýsinga um það ef það vill, og þar með hætt að vera fáfrótt.

Varðandi kórónavírusinn getur það lesið sér til um alvarleika hans, almenna aðferðafræði í vírusvörnum, stærðfræðina að baki útbreiðslu hans, og skýringarnar á aðgerðum Austur Asíuþjóða sem gripu til aðgerða á fyrstu stigum með því að loka á smitleiðir, ásamt því að berjast við að einangra þegar komin smit, sem og ef allt er komið í hund og kött, vegna þess að veiran fékk að dreifast óhindrað fyrstu daga, hvað þá er til ráða.


https://medium.com/@tomaspueyo/coronavirus-act-today-or-people-will-die-f4d3d9cd99ca

Eitt hægrismell og þekkingin er komin, fáfræðin fyrir bí.

En jú jú Halldór, það er viss lífsstíll að vera fáfróður, og til dæmis unglingar í Danmörku stæra sig á samfélagsmiðlum, hvað þau eru fáfróð og hundsa alvarleik mála.

En það breytir því ekki að sóttvarnaryfirvöld víða um heim eru ekki fáfróð, og þau hafa gripið til þeirra aðgerða að skera á smitleiðir, um leið og þær hafa verið staðfestar.

Og árangurinn lýgur ekki, Hong Kong, fjöldi smita 256, 34 á hverja milljón íbúa. Taivan 135 smit, 6 á hverja milljón íbúa. Japan 963 smit, 8 á hverja milljón íbúa og loks Singapúr með 385 smit, 66 per milljón íbúa.

Til samanburðar er Ísland með 409 eða 1.199 smit per milljón íbúa.

Það sem þessi lönd gerðu eru að þau lokuðu STRAX á smitleiðir, og slógust svo við hvert tilfelli.

Það sem við gerðum er að við leyfðu landinu að smitast, en lokum svo á smitleiðir þegar veiran verður ekki hamin nema með drastískum aðgerðum.

Þessi lönd sem ég taldi upp hér að ofan fengu sín fyrstu smit rúmum mánuði á undan okkur, og ef þau hefðu farið í sama ferli og við, þá væri faraldurinn óviðráðanlegur og fjöldinn farinn að falla.

Frá fyrsta degi voru þau með 14 daga sóttkví hjá þeim sem komu frá smituðum svæðum, smitið sem þau hafa kom frá Kína áður en ljóst var að um alvarlegan vírusfaraldur væri að ræða.  Þau eru ekki með samkomubann eða annað sem hamlar mannlífi hjá okkur í dag.

Þessi orð þín Halldór; "Þú villt semsagt meina það, að með algerri einangrun Íslands og lokun alls, utgöngubanni og algerri frelsissviptingu allra Íslendinga, hefði þessi veira aldrei komið til landsins?" eru í engu samræmi við þær aðgerðir sem þessar þjóðir gripu til, og lýsa á engan hátt ástandinu í þessum löndum í dag.  Hins vegar má lesa í fréttum að þær séu uggandi, og harðari aðgerðir í undirbúningi.

Aðeins vanþekking getur útskýr þessi orð þín.

Taivan lokaði landamærum sínum í gær, nema fyrir þá sem eiga erindi varðandi viðskipti og annað en reglan er 14 daga sóttkví.  Hún mun vara jafnlengi og veiran er stjórnlaus í öðrum löndum, en ákaflega líklegt að landamærin verði opnuð gagnvart þjóðum sem hafa náð stjórn á útbreiðslu veirunnar, náð að einangra hana og halda henni í algjöru lágmarki.

Evrópa hefur hins vegar lokað landamærum sínum eftir að veiran varð stjórnlaus, og hennar bíður ekkert annað en að grípa til sömu aðgerða og kínversk stjórnvöld gerðu í Hubei héraði, nú þegar hafa Ítalía og Spánn gripið til aðgerða sem ganga mjög langt í að stöðva allt mannlíf til að veiran deyi út líkt og hún gerði í Hubei.

Því það er ekkert val að sætta sig við drepsótt.

Evrópuríki unnu eftir svipaðri hugmyndafræði og við Íslendingar gerum, þar á meðal Ítalía og Spánn.  Reynsla þessara tveggja ríkja er þannig, það er stjórnlaus drepsótt, að önnur ríki hafa hætt við þessa stefnu, það er að reyna stýra eða hægja á útbreiðslu hennar.  Fyrir utan okkur er líklegast Svíþjóð síðasta ríkið sem heldur sig við þessa stýrðu útbreiðslu.

Ekkert ríki sem hefur tekið slaginn og reynt að drepa veiruna, í stað þess að hún drepi íbúana, hefur spáð í þessari spurningu; "Hvaða ár sæirðu þá fyrir þér að hægt hefði verið að opna aftur fyrir mannaferðir? Hvað telur þú að svona faraldur ætti að standa lengi yfir".  Þau vita líklegast að sigur vinnst að lokum, og þá þarf ekkert að vitna í árangurinn í Austur Asíu, nútíma saga mannsins segir þetta.  Heimurinn er fullur af hættulegum smitsjúkdómum en þeir eru einangraðir við fátæk vanþróuð svæði þar sem slagkrafturinn er ekki nægur til að útrýma endanlega viðkomandi smitsjúkdómi.

Staðreynd vegna þess að nútímaríki, og þá er ég að vitna í síðustu 100 ár eða svo, sætta sig ekki við að drepsóttir séu komnar til að vera, þar er hvergi sagt; Get it eða deal with it.

Það er bara slegist þar til sigur er unninn.

Miðað við mannfallið á þessum tímapunkti á Ítalíu, þá eru það 24 einstaklingar sem væru dánir á Íslandi, ef við tökum bara Norður Ítalíu, þá eru það 54.

En ekkert af þessu er réttur samanburður, það var fyrst reynt að stýra útbreiðslu veirunnar í nokkrum bæjum á Norður Ítalíu, með svona málamynda einangrun og svo framvegis.  En þeir voru fyrstir til að sýkjast.

Miðað við tölurnar í gær, þá er mannfallið um 400 manns í 122 þúsund manna bæ, Bergamo.  Sama veira hjá okkur, sama aðferðafræði, sama sprengingin i fjölda smitaðra.

Ef restin á ferlinu fær dóminn "sama". þá væru það 1.200 dauðsföll, eftir 3-5 vikur.

Þetta er ástæðan fyrir því sem má lesa í pistli Friðriks Hansen; "Lokið öllu strax segir þessi Ítalski læknir. Þessi farsótt er ekki flensa heldur drepsótt.".

Þetta er drepsótt.

Hún er ekki farin að drepa hérna, en það er óþarfi að láta reyna á það Halldór.

Þess vegna slæst ég.

Ég hef nefnilega manndóm til þess.

Það er ekkert til sem heitir ásættanlegt mannfall í mínum huga.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.3.2020 kl. 22:44

4 identicon

Takk fyrir löðrungspistla þína Ómar.  Þeir eru þarfir.  Menn verða að vakna.

Æ fleiri ríki viðurkenna núna varúðarorð ítalska læknisins sem sagði að þessi farsótt væri ekki flensa, heldur drepsótt.

Þegar drepsótt geisar er þörf á hröðum og hörðum inngripum. Og því fyrr því betra.

Á tímum drepsóttar er það að hika hið sama og tapa. Tíminn er núna, að gera hið rétta.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.3.2020 kl. 22:45

5 identicon

Drepsóttin geisar nú um alla heimsbyggðina.

Æ fleiri ríki grípa nú til hörðustu viðbragða.  M.a.s. California hefur sett á útgöngubann.  Það hefur Bayern einnig gert. Spánn lokað öllum hótelum og svo mætti lengi telja.

Mér finnst það sorglegt að Halldór Egill o.fl. reyni að gera lítið úr þeirri lífsins herhvöt sem þú flytur hér, í pistli eftir pistli, til þinna vænstu bloggvina.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.3.2020 kl. 23:08

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Vanþekking mín er eflaust takmarkalaus á þessum málum, Ómar og ég alger fáviti. Um það efast enginn minna en skítseyðið ég. Einmitt af þeim sökum hef ég ákveðið að grjóthalda kjafti hér eftir. Fyrirgefðu mér skoðanir mínar og hugarangur.

 Góðar atundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2020 kl. 00:10

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Aðeins eitt að lokum.:

 Þú reddar engu í þessum faraldri með bölmóði. 

 Þú svarar heldur engu, er ég spurði.

 Ekki það skipti neinu úr þessu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2020 kl. 00:25

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

“Ultimo finale” .:

 Ekki trúa öllu sem þú lest á internetinu;-)

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2020 kl. 00:29

9 identicon

@Halldór Egill, ég fékk skammir frá Ómari fyrir stuttu.  Og vel má vera að hann vilji skamma mig meira.  En því verðum við báðir, Halldór, að taka af karlmennsku.  Ómar á þann heiður skilinn að við lyppumst ekki niður þegar hann blæs í herlúðrana.  Nei, þá rísum við upp til baráttunnar fyrir lífið.  Nú á tímum dauðans alvörunnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.3.2020 kl. 00:30

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Heiðurinn skef ég aldrei af Ómari.

 ´´Ég var móðgaður, hæddur, svívirtur, kvalinn og kúgaður

af kumpánum nokkrum, sem allt virtust geta og mega,

 Og þótt ég sé maður á sigur sannleikans trúaður,

sýndist mér stundum þó von mín í flestu geiga.´´

 (Steinn Steinarr)

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2020 kl. 02:52

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit og hvatningu Pétur Örn.

Mér fannst þessi lýsing þín falleg;

"löðrungspistla".

Það er skáldtaug í henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2020 kl. 13:19

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Hættu þessu væli Halldór Egill.

Sá eini sem kallar þig fávita ert þú sjálfur, ef þú hinsvegar getur vottað að þú sért sammála öllu sem ég segi, þá skal ég gefa þér skriflegt vottorð um að þú sért fáráðlingur, þú ræður svo hvort þú viðbótarmóðgast fyrir vikið.

Ég hef ítrekað svarað þér af hverju ég tek þennan vírus alvarlega, vísað í gögn máli mínu til stuðnings, og ég hef ítrekað bent þér á aðgerðir þeirra þjóða sem hafa náð árangri.  Núna síðast var framkvæmdarstjóri WHO að hrósa kínverskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra í Whuan, en þar var tekin pólitísk ákvörðun um að hvorki deala við stjórnlausan faraldur, eða sætta sig við hann.

Ég hef ítrekað bent á aðgerðir í Taivan og Singapúr, vitnað í linka.

https://en.wikipedia.org/wiki/2020_coronavirus_pandemic_in_Singapore

https://en.wikipedia.org/wiki/2020_coronavirus_pandemic_in_Taiwan

Að stöðva á smitleiðir í tíma var ekki mín uppfinning, þeir leituðu ekki ráða hjá mér.  Og þetta virkar.

Það er ekki bolmóður að vara við alvarlegri drepsótt eða vanmati á henni.  Það er bolmóður að sætta sig við hana eða gefast upp.

Og það er ekki ásakanir að benda á mistök, dómgreindarleysi eða annað sem mun kosta saklaust fólk lífið ef fram fer sem horfir.

Það er borgarleg skylda  sem og skylda þeirra sem eru í stjórnmálum.  Það hefur ekki verið gert hér en Bretar þakka enn þann dag í dag að á fjórða áratugnum skyldi hafa verið til stjórnmálamaður sem hafði kjark til að fara gegn hjarðhegðun heimskunnar og vara þjóð sína við nýju árásarveldi sem myndi ráðast á nágrannaríki sín.  Hann var skammaður útí eitt með ekkert ósvipuðum orðum, en hafði það samt í gegn að miklir fjármunir voru settir í endurnýjun á tækjum og tólum breska flotans.  Sem reyndist svo vera eina haldreipi bresku þjóðarinnar þegar til átaka kom, herinn var hins vegar vanbúinn og illa stjórnað.

Menn þegja nefnilega ekki á dauðans alvöru tímum, jafnvel þó þeir þeir séu sakaðir um bölmóð eða þarflausar ásakanir á okkar besta fólk sem er að gera sitt besta. Ekkert sem hér hefur verið sagt,hefur ekki verið rökstutt, og nú þegar hafa menn leiðrétt sumar af staðleysunum sem þeir byggðu ákvarðanir sínar á.  Dæmi þar um er nýtt áhættumat enda brandari að vitna í það gamla sem sóttvarnarlæknir byggði tölum frá Kína og raun viðurkenning á mistökunum á að setja Ítalíu ekki strax á áhættulista, með því að gera það þegar faraldurinn sprakk út.  Það var ekki svo mikið mál eftir allt saman. 

Eins er búið að loka á ferðalög Íslendinga, nema að þeir fari í sóttkví við heimkomuna. 

Réttar ákvarðanir, bara og seint um rassinn gripið, eins er það með samgöngubannið, of seint að grípa til þess eftir að veiran er búin að dreifa úr sér.

Réttar ákvarðanir, of seint, eru í raun rangar ákvarðanir.

Þó fólk sé að gera sitt besta.

Það veit sveitarstjórinn á Súðavík sem rýmdi ekki í tíma, manna best.

Ef sama aðferðafræði væri áfram notuð, þá væri það borgarleg skylda fólks að mótmæla, jafnvel þó slíkt væri kallað ásakanir gagnvart okkar besta fólki.  En menn lærðu, og það er það sem skiptir máli.

Að lokum,  Steinn var gott skáld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2020 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband