Hver er munurinn á Bergamo og Íslandi??

 

Jú íbúafjöldinn, það búa aðeins 122 þúsund í þessum litla ítalska bæ.

Og fjöldi látinna af kórónuveirunni.

 

Gefum bæjarstjóra Bergamo orðið;

"Gi­orgio Gori, borg­ar­stjóri Bergamo, skor­ar á ráðamenn alls staðar að sofna ekki á verðinum og nýta tím­ann vel til að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar og lenda ekki í sömu hremm­ing­um og íbú­ar Bergamo".

 

Af hverju er hann svona dramatískur, miðað við sviðsmynd færustu íslenskra vísindamanna og sóttvarnaryfirvalda þá ættu ekki nema um 300 mann smitast í bænum, og vel innan við 10 deyja.

Meinið er að kórónaveiran hefur ekki frétt af þessari sviðsmynd, og í vanþekkingu sinni fer hún sínu fram;

"Hátt í fjög­ur hundruð manns hafa látið lífið í Bergamo í Lang­b­arðalandi. Þar vant­ar grím­ur, önd­un­ar­vél­ar, lækna og hjúkr­un­ar­fólk og súr­efni er af skorn­um skammti. Her­inn hef­ur sent tutt­ugu her­lækna á vett­vang til að aðstoða. Á miðviku­dag hafði fjöldi smitaðra næst­um tvö­fald­ast á fjór­um dög­um og fjöldi lát­inna þre­fald­ast.".

 

Mikil er hjarðhegðun heimskunnar að láta bjóða sér þetta kjaftæði.

Hví átt menn sig ekki á hinni dauðans alvöru??

Og hætta að rífast við raunveruleikann.

 

Mér er spurn.

Kveðja að austan.


mbl.is Líklegt að 1.000 smitist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband