Samherji bítur frá sér.

 

Leiðréttir rangfærslur og staðleysur.

 

Helgi Seljan afhjúpaði sig í gær sem bullukoll þegar hann svaraði efnislegri gagnrýni Samherja með því að vísa í blaðagrein sem fjallaði um margt í namibískum sjávarútvegi, en ekkert sem við kom rangfærslum Helga.

Fréttastofa Rúv er núna á bláþræði, ef hún tekur Helga á málið þá er ljóst hundurinn Lúkas er afturgenginn.

Hann reyndar dó aldrei þó múgurinn hefði næstum því aflífað meinta drápara hans.

 

Sem minnir á beina sök Morgunblaðsins þegar lapið var upp frétt hjá ríkisútvarpinu um að framkvæmdarstjóri Síldvarvinnslunnar hefði staðið fyrir beinum blekkingum til að svo ég vitni í varnarræðu Síldarvinnslunnar; "hvernig blekkja mætti Grænlendinga til að komast yfir veiðiheimildir og kvóta.".

Og í beinu framhaldi " Þessi frétt er algjörlega röng og í reyndinni merkilegt hvernig blaðamaður getur lesið þetta út úr þeim tölvupósti sem vitnað er til.".

Varnarræðu sem var ekki svarað, sem segir aðeins eitt, svörin voru engin, um gönuhlaup var að ræða.

 

Það ætlast enginn til að málaliðar hrægammanna á ríkisútvarpinu biðjist afsökunar, þeir eru jú bara í vinnunni, en Morgunblaðið gefur sig ennþá út fyrir að vera fjölmiðill.

Og gönuhlaup blaðamanna eru á ábyrgð ritstjóra þess.

 

Sem og ríkisútvarpið ber ábyrgð gagnvart almenningi, kostunaraðila þess.

Breytir engu þó einstakir blaðamenn þess, eða jafnvel stofnunin í heild hafi kosið að þjóna öflum sem vilja sjálfstæði þjóðarinnar dautt og að auðlindir þjóðarinnar verði samlagaðar hinu frjálsa flæði auðsins, markaðsvæddar og auðurinn renni í vasa hins alþjóðlega fjármagns sem er hafið yfir landamæri eða lögsögu einstakra ríkja.

Frá því fjármagni streyma kannski mútur eða einstaklingsmiðaðar kostunargreiðslur, en það er samt almenningur sem fjármagnar ríkisútvarpið, og ætlast til þess að laun einstakra fréttamanna komi frá ríkissjóði samkvæmt þeim kjarasamningum sem gilda um stofnunina.

Og almenningur ætlast ekki til þess að ríkisútvarpið ljúgi eða blekki í fréttaflutningi sínum, hvað þá þegar kostað markmið er að taka niður einstök fyrirtæki eða stjórnmálamenn.

 

Almenningur ætlast til þess að Ruv svari efnislega þessari leiðréttingu Samherja, að rök komi á mótum rökum.

Hann ætlast ekki til þess að Helgi Seljan sé tekinn á málið.

 

Núna reynir á staðreyndir.

Séu þær ekki til staðar, þá er allt málið fallið.

Því sá sem hefur vísvitandi rangt fyrir sér í einu, honum er ekki treystandi fyrir öðru.

 

Því þegar upp er staðið snýst þetta allt um traust.

Allavega þegar ríkisfjölmiðill á í hlut.

Kveðja að austan.

 

PS. Eftir að pistill var sleginn inn, þá var Mbl lesið í botn og þar rakst ég á frétt þar sem Kveikur svarar Samherja.

Ekki ætla ég að leggja dóm á það svar, vonast aðeins að rök takist á, en hvorugur aðili taki Helga á málið.

Sbr, "núna reynir á staðreyndir"

Því það er svo mikilvægt að mótrök komi fram, og þau séu vegin og metin.

Eitthvað sem ríkisútvarpið forðast ákaflega þegar það er í vinnumennsku fyrir auðinn eða erlend kúgunaröfl, hrægamma eða önnur slík kvikyndi.

Síðast hræða sporin úr orkupakkaumræðunni þar sem einn dagskrágerðarmaður, í einum Kastljósþætti, leyfði sjónarmiðum þjóðarinnar að koma fram.

Versus margir dagskrárgerðarmenn í næstum því ótal þáttum gerðu það ekki.

En fortíð er aðeins vísbending, þó hún sé tilefni þess hvassa tóns sem skín í gegn í skrifum mínum um Ruv.  Það lengir lífið að vera batnandi, og morgundagurinn mun reyna á þann bata Ruv, Samherji mun svara, og vonandi verður honum svarað.

Eftir stendur umræða sem upplýsir, en múgæsir ekki.

Og það er ekkert að því.

Aftur er það kveðjan.


mbl.is Á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari hinna rétttrúuðu.

 

Að gangast undir aðferðafræði frjálshyggjunnar að skattleggja hina fátæku svo þeim sé gert ókleyft að taka þátt í nútímasamfélagi, er gegnum gangandi í hugmyndafræði góða fólksins.

 

Það eru fátæklingarnir sem menga með því að keyra gamla bíla, þeirra er því kolefnaskatturinn, það er utanlandsferð þeirra, þessi eina sem safnað er fyrir á árinu, eða þegar börnin eru mörg og tekjur bara venjulegar launatekjur, þá er þessi eina farin á nokkurra ára fresti,það er hún sem mengar í háaloftunum.

Góða fólkið sem hefur efni á skattleysi rafmangsbílanna, eða telur það sjálfsögð mannréttindi að fara 5-10 í utanlandsferð á ári, og ekki skaðar ef vinnan kallar á nokkrar slíkar í viðbót til að ræða við viðbrögð við manngerðum loftslagsbreytingum, það veit eins og er að fátæklingarnir eru ekki bara fjölmennir, heldur liggja þeir við höggi, að flatur skattur á samgöngur, er skattur sem dregur úr mengun hinna fátæku.

Góða fólkið er ekki heimskt, það veit frjálshyggjan hafði alveg rétt fyrir sér að komugjöld í heilbrigðisþjónustunni drógu úr álagi á kerfið, sá sem hefur ekki efni á að borga, hann leitar ekki eftir þjónustunni.

 

Góða fólkið er heldur ekki á nokkurn hátt það heimskt að það trúi að fátæklingarnir mengi, en en það er svo gott fyrir tölfræðina að slá á fjöldann sem er hluti af nútíma samfélagi.

Þá líður því betur, trúir að það sé að gera eitthvað.

 

Góða fólkið er hins vegar svo heimskt að það trúir að meint kolefnisjöfnun þess, að borga fyrir plöntun trjáa, hafi eitthvað með loftslag að gera.

Það er bara svo, að hærri meðalhiti, ásamt auknu magni koltvísýrings í andrúmslofti, eykur styrkleika gróðurþekjunnar, fyrir hvert tré sem plantað er, sér náttúran um að ótal fjöldi fræja nær að spíra og verða að trjám. 

Nærtækasta dæmið er Skeiðarársandur, þar sem enginn plantaði, en kolefnisjafnaði ótal flugferðir góða fólksins, bara þess vegna getur það margfaldað notkun sína á einkabílum, því góða fólkið fer ekki í strætó, slíkt gera bara aðeins fátæklingarnir, að ekki sé minnst allar ferðarnar á loftslagsráðstefnur ýmiskonar.

 

Góða fólkið er nefnilega mjög hlynnt því að berjast fyrir hönd annarra, en ekki eins hrifið af því að axla ábyrgð sjálft.

Það talar um svifryksmengun, en það dreifir salti og sandi á götur og torg, en salt og sandur er fóðrið í slíkri mengun.

Það talar um útblástur, sem mengar, en vinnur markvisst að því að fjölga umferðarhnútum, hægja á umferð, og annað sem ýtir undir hægagang bílaflotans, en slíkt er bein ávísun á aukinn útblástur og þar með aukna mengun.

 

Góða fólkið gerir nefnilega ekki greinarmun á orðum, og athöfnum.

Það er gott vegna þess að það segist vilja vel.

 

Athafnir þess eru sjaldnast í takt við orðin.

En í huga þess er slíkt ekki einu sinni aukaatriði.

Það er ekkert atriði.

 

Þess vegna er vegið að innlendri framleiðslu sem nýtir endurnýjanlega orku, hún annað hvort hrakin úr landi, eða í náðarfaðm brennsluorkugjafa.

Þess vegna eru skattar á nýja bíla ekki lækkaðir til að flýta fyrir endurnýjun bílaflotans.

Þess vegna eru allar manngerðu umferðartafirnar í Reykjavík.

 

Eitthvað sem í raun skiptir ekki máli, vissulega fyrir mengun, en ekki fyrir staðfestu góða fólksins.

Það nefnilega nýtir skattinn á fátæka fólkið til að stofna sjóð, Loftslagssjóð.

Og eyðir einhverjum milljónum í kynningu og kynningarefni þar um.

 

Þar með er kátt í höllinni.

Það þarf ekki meira til.

Kveðja að austan.


mbl.is Loftslagssjóður úthlutar 500 milljónum á fimm árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2019

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 616
  • Sl. sólarhring: 634
  • Sl. viku: 4696
  • Frá upphafi: 1326147

Annað

  • Innlit í dag: 541
  • Innlit sl. viku: 4138
  • Gestir í dag: 499
  • IP-tölur í dag: 478

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband