Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.3.2021 | 13:37
Börnin sem þykjast vita betur.
Og hafa jafnvel verið staðin að því að ybba gogg við sér eldra og reyndara fólk líkt og iðnaðarráðherra gerði svo eftirminnilega í byrjun síðasta sumars þegar hún andmælti gildum rökum Gylfa Zöega hagfræðiprófessors um að skaðinn við opnun landamæranna væri margfaldur á við þann skammtíma ávinning sem ferðaþjónustan hefði af auknum ferðamannastraumi, ávinning sem varaði aðeins á meðan ný bylgja veirunnar væri að skjóta rótum og öllu yrði lokað á ný.
"Ég tel svo ekki vera" er frægt svar iðnaðarráðherra og sú forheimska kostaði þjóðina einhver prósent í samdrátt þjóðarframleiðslunnar auk ótímabærs andlást nokkurra eldri samborgara okkar.
Núna berast fréttir að börnin sem vita betur, hafi unnið tillögur um gildi einhverra vottorða frá löndum utan Schengen, án nokkurs samráðs við sóttvarnaryfirvöld.
Eins og enginn sé lærdómurinn eða þá það sem þarf að vera til staðar svo fólk geti lært, sé ekki til staðar.
Eins fáum við fréttir um að heilbrigðisráðherra hafa sagt í Kastljósi, en ekki í grínsketsi hjá Gísla Marteini, að stjórnvöld stæðu fast við þá ákvörðun sína að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum frá og með 1. mai.
Rökin eru reyndar ekki þráin eftir að komast aftur í öruggt skjól leikskólans og fá að lita, heldur eitthvað sem heitir fyrirsjáanleiki, að það séu einhverjir í samfélaginu sem geta ekki vaknað á morgnanna og skipulagt daginn sinn nema að búa við þennan meinta fyrirsjáanleika.
Maður vorkennir Ölmu að þurfa enn einu sinni að svara þessu bulli.
"Alma D. Möller landlæknir bætti því við að kallað hafi verið eftir fyrirsjáanleika í ýmsum aðgerðum hvað faraldurinn varðar en að veiran byði ekki upp á fyrirsjáanleika og mikilvægt væri að allir væru tilbúnir í að áætlanir væru endurskoðaðar reglulega.".
Það er ekki nema von þó að Þórólfur eyði nokkrum orðum í að útskýra efnislega að hann gegni embætti sóttvarnalæknis og hlutverk hans er samkvæmt lögum að koma með tillögur og annað sem taka tillit til aðstæðna hverju sinni, með því markmiði að vernda almenning gagnvart hinni alvöru farsótt sem herjar á heimsbyggðina.
Hans hlutverk er ekki að hlusta á börn.
Hvort sem þau þykjast vita betur eða ekki.
Loksins kom að því að Þórólfur lét ekki lengur bjóða sér þennan ruglanda.
Hann hefði betur gert það fyrir ári síðan, en hann lærir.
Enda löngu orðinn fullorðinn og laus við barnsskóna.
Og hann er í þeirri stöðu í dag að eiga síðasta orðið.
Þjóðin líður ekki annað.
Kveðja að austan.
![]() |
Erfitt að vita nákvæmlega hvaðan fólk kemur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2021 | 17:56
Elliært gamalmenni stuðlar að heimsófriði.
Það er vissulega alveg rétt að forseti Rússa, Pútín, beri ábyrgð á dauðsföllum andstæðinga sinna.
En aðeins elliært gamalmenni horfir ekki í eigin barm, og fattar að í embætti hans felst ákvörðun um að drepa andstæðinga þjóðar sinnar.
En vissulega þarf Biden ekki að vera elliær, hann getur höfðað til heimsku og forheimsku fólks, líkt og til dæmis við þekkjum vel hér á Moggablogginu, sem kannast aldrei við bein dráp bandaríska stjórnvalda, en halda síðan lærðar ræður um lýðræði eða mismunun á milli þeirra sem drepa með sprengiefni tengt við fólk, eða þeirra sem drepa miklu fleiri með því að sprengja allt í loft upp með drónum.
Eitthvað sem allir vita nema hugsanlega Björn Bjarnason og Davíð Oddsson.
Breytir engu um það að hið meinta stríð við meint hryðjuverkasamtök, ber beina ábyrgð á dauða saklausra, svo það tæki jafnvel Pútín áratugi að ná einu ári í beinum morðum bandarískra stjórnvalda.
Trump var vissulega kaupsýslumaður, en engin dæmi eru um að hann hefði verið svona heimskur að saka rússnesk stjórnvöld um að vera morðingjar.
Enda nýtti Trump sér óspart að vega og drepa meinta andstæðinga stjórnvalda í Washington.
Eftir stendur hvaða fífl og fábjáni leyfði hinu elliæra gamalmenni að tjá sig án þess að hið elliæri sem tryggði þessu fólki völdin, væri ekki ritskoðað.
Þetta er alvarlegra en aumkunarverðar tilraunir Brussel til að drepa bólusetningar AstraZenita, bein afleiðing þess er aðeins ótímabær andlát þúsunda, en þegar Haukarnir fá free spil með að efna til ófriðar, að skapa stríðsástand, þá þarf mannkynið að spyrna við fótum.
Og krefjast þess að leifarnar að lýðræðinu í Bandaríkjunum hafi hemil á stríðsæsingamönnum sem efna til ófriðar í þeim eina tilgangi að auka hagnað sinn og tekjur vegna aukins herbúnaðar hin stríðshrjáðra andrúmslofts.
Elliært gamalmenni, hinir aumkunarverðu félags og vinstrimenn sem seldu sálu sína í glóbalvæðingu frjálshyggjunnar, og heimurinn er á barmi staðbundinna átaka sem sagan kennir að leiða að lokum til allsherjarstríðs.
Ef hið elliæra gamalmenni hefði ekki verið birtingarmynd nútímalæknavísinda um að hægt sé að hægja á eða jafnvel í miðri kosningabaráttu, láta líta út að þegar ga ga stjórnmálamaður, sé ekki svo ga ga, og jafnvel þau öfl sem að baki standa, vilja gera hið veikburða veldi Pútíns að óvini, þá er ekki hægt að líða slíkt feik og fals.
Sem er hin vanheilaga glóbalvæðing (alþjóðavæðing) auðs og hinna Örfáu auðmanna og alþjóðlegra stórfyrirtækja sem kerfisbundið hafa fært þekkingu og framleiðslu til Kína, sem og annarra þrælabúða alþjóðavæðingarinnar.
Trump reisti upp varnargirðingar með þekktum árangri, lífskjör vinnandi fólks í Bandaríkjunum náði sögulegum hæðum ásamt þess að ríkiskassinn fékk áður óþekktar upphæðir sem áður fóru í skattaskjól alþjóðavæðingarinnar, en núna á að snúa því tímahjóli við.
Hinn raunverulegi óvinur vestrænna ríkja, velmegunar þeirra og lífskjara, fær aftur frítt spil eftir að hafa smitað heimsbyggðina af nýjum veirusjúkdómi, hinn forni óvinur, sem er líklegast eldri en þegar Biden varð elliær, tók við áróðurskeflinu.
Eftir standa hérlendis fíflin sem taka undir.
Þeirra heimska er botnlaus hít, svo jafnvel elliglöp og heilarýrnun fær aldrei botnað og unnið gegn.
Sem og heimurinn, sem er uppfullur af lífi sem við ólum öll.
Hvernig gat hið svarta afl Wall Street, hið siðlausa ómennska fjármagn, stolið forsetakosningunum í höfuðvígi vestræns lýðræðis??
Og talið "rétthugsunina" og fíflin þar að baki í trú um að elliært gamalmenni væri leiðtogi sem við gætum fylgt okkur um??
Aflið sem rústaði hinum vestrænu velferðarsamfélögum, fjármagnaði forsetakosningu Bidens, og höndina sem benti á ógnina frá Kína, hún fékk sitt show með því að benda á Rússa og hið aldna kjarnorkubúr þeirra.
Á meðan við erum endanlega rænd og rupluð, allt sem við gerðum vel, og höfum gert vel, hefur hið svarta fjármagn þess í neðra, flutt í alræðisstjórn kommúnistanna í Kína.
Svo jafnvel þegar kommúnistarnir afneituðu tilvist Covid veirunnar, þá komust þeir upp með að sýkja heimsbyggðina, og sú gjörð var ekki þeirra fyrsta.
Vestræn ríki í fjötrum Cóvid, Kína sem sannarlega dreifði veirunni um heimsbyggðina, eflist á kostnað þeirra starfsemi sem alþjóðavæðingin hafði ekki frekar gert út um, það er eytt, útrýmt, útvsitað með allri þekkingu og kunnáttu til meðreiðarsveina hins kínverska kommúnistaríkis.
Og vörnin er að hið elliæra gamalmenni bendir á Pútín, og þann litla stöðugleika sem við búum við í Austur Evrópu og Mið Asíu.
Ekki að hinn meðaljóni sem býr á meðal okkar, skynji vandann eða ógnina að baki óstöðugleika á þeim slóðum, en sú skynjun er forsenda alls sem kenna má við stjórnun og ákvörðunartöku okkar í Vestur Evrópu.
Svo látum við hið skítuga fjármagn frjálshyggjunnar og alþjóðavæðingarinnar komast upp með að elliært gamalmenni var kosið forseti Bandaríkjanna.
Líkt og við séum ekki til, í það minnsta eigum ekki líf sem við viljum verja.
En er það svo?
Skynjum við ekki tilveru okkar og líf á móti??
Ef svo er, þá skulum við spyrna á móti.
Ef við lesum svona rugl, fordæmum það.
Trúum að það sé von á móti.
Kveðja að austan.
![]() |
Biden segist sammála því að að Pútín sé morðingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.3.2021 | 14:04
Dauðans alvara er handan við næsta horn.
Og því megum við ekki núna eftir alla þessa mánuði þar sem samfélagið var meira eða minna í höftum sóttvarna, vanvirða ráðgjöf og ráðleggingar Þórólfs um að við stígum varlega til jarðar, gætum að okkur og hvert og eitt skref til opnunar samfélagsins sé tekið að varúð, og við séum öll meðvituð um að gæta að hegðun okkar.
Það er svo auðvelt fyrir veiruna að skjóta hér rótum aftur, alveg eins og það er svo auðvelt fyrir okkur að ná að útrýma henni úr samfélaginu svo við getum tekið upp eðlilega lífshætti á ný.
Þetta tóks í Whuan, 11 milljóna manna borg, eftir 76 daga útgöngubann, þá hófst þar ferli þar sem samfélagslegum lokunum var aflétt í áföngum, og þegar komið var fram á sumarið var eins og engin farsótt geisaði i heiminum.
Mannlíf var þar því sem næst eðlilegt, fólk gætti vissulega að persónulegum sóttvörnum (kínverska gríman) en vörnin var staðin á borgarmörkum og síðan við landamæri Kína.
Það er svo mikilvægt fyrir okkur að skilja að fólk þurfti ekki svo mikið að deyja í þessum heimsfaraldri, ekki ef ríki gripu strax til þeirra ráðstafana að loka á smitleiðir veirunnar og verja síðan landamærin.
Ekki bara Kínverjar, samlandar þeirra i Taiwan eru með dánartöluna 0,4 per milljón, Thailand er með 1 per milljón, Nýja Sjáland með 5, eitthvað meira í löndum eins og Hong Kong og Singapúr.
Á sama tíma hundsuðu vestræn stjórnvöld alvarleik veirunnar, þegar bönd virtust vera komin á hana í byrjun sumars, faraldurinn var að deyja út, þá í forheimsku sinni var Evrópa opnuð fyrir umferð, án þess tryggt væri að smit bærust ekki milli landa. Svipað gerðist í Bandaríkjunum.
Hundruð þúsunda dóu að óþörfu, frá því í fyrsta faraldri hefur dánartala flestra Evrópulanda þrefaldast ef ekki meir.
Við megum ekki gleyma þessum napra raunveruleika, hinir látnu eiga þá kröfu að afglöpin séu viðurkennd, af þeim dreginn lærdómur, svo fall þeirra hafi ekki verið til einskis.
Og tökum dæmi um þennan napra raunveruleika, gott er að miða við 1. júní, því þá var ljóst að faraldurinn var búinn í Whuan.
Ísland fór úr 11 í 29, tæp þreföldun, dánarhlutfallið 83 per milljón íbúa.
Danmörk fór úr 576 í 2.361, rúmleg fjórföldun, dánarhlutfallið 407 per milljón.
Svíþjóð fór úr 4.661 í 12.826, tæplega þreföldun (2,7), dánarhlutfallið 1.265.*
Portúgal fór úr 1.424 í 16.276, rúm 11 földun, dánarhlutfallið 1.603 per milljón.
Tékkland fór úr 318 í 20.396, rúm 64 földun, dánarhlutfallið 1.909 per milljón.
Ítalía fór úr 33.568 í 97.699, tæplega þreföldun, dánarhlutfallið 1.617 per milljón.
Spánn fór úr 29.079 í 69.142, rúmlega tvöföldun, dánarhlutfallið 1.478 per milljón.
Frakkland fór úr 28.808 í 86.454, þreföldun, dánarhlutfallið 1.323 per milljón.
Þýskaland fór úr 8.618 í 70.687, rúmlega 8 földun, dánarhlutfallið 842 per milljón.
Bretland fór úr 37.529 í 122.849, rúmlega þreföldun, dánarhlutfallið 1.803 per milljón.
Bandaríkin fóru úr 110.116 í 525.778, tæplega 5 földun, dánarhlutfallið 1.582 per milljón íbúa.
Og þessi aukning varð þrátt fyrir að á lokum var gripið til umfangsmikilla samfélagslegra lokana í öllum þessum löndum, og þær hafa staðið víðast lengur yfir en það tók Kínverja að útrýma farsóttinni úr landi sínu.
Ávinningurinn af heimskunni er því enginn fyrir utan ótímabæran dauða og margfalds efnahagslegs tjóns en hefði orðið ef veirunni hefði strax verið útrýmt í fyrstu bylgju og landamæri síðan varinn.
Vissulega hefði veiran blossað upp, en aðeins staðbundið og henni hefði þá aftur verið útrýmt með sömu aðferðarfræði.
Gleymum svo heldur aldrei að það var endalaust verið að naga niður sóttvarnir hérlendis með tilvísan í eitthvað sem átti að ganga betur í öðrum löndum þar sem að sögn miðuðust sóttvarnir við meðalhóf.
Gott og blessað, allir vita hvernig það endaði hjá þessum hinum, því raunveruleikinn er sá að annað hvort lokar þú á smitleiðir, eða þú situr uppi með faraldur fyrr eða síðar.
Við megum ekki gleyma þessu.
Styðjum núna Þórólf allt til enda.
Hann á það inni hjá okkur.
Kveðja að austan.
![]() |
Mótefnamælingar beðið vegna smitsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2021 | 08:24
Osló lokar.
Á meðan við opnum.
Ástæðan er að okkar landamæri halda á meðan þeirra leka.
Eitt af því sem hefur skipt gífurlega miklu máli hér er að fólk hefur almennt farið eftir reglum, sem skýrir að í þessum örfáum tilvikum þar sem breska afbrigði hefur sloppið inní landið og náð að smita aðstandanda eða aðstandendur komufarþega, þá hafa viðkomandi einstaklingar virt heimkomusóttkvína og veiran því ekki náð að dreifa sér út fyrir hana.
Hefði fólk verið kærulaust þá gætum við verið í sömu sporum og Óslóarbúar í dag, að herða samkomutakmarkanir svo jarða við samfélagslega lokun, í stað þess að við erum að opna landið hægt og hljótt, án þess að fá aukningu veirusmits í kjölfarið.
Þetta skulum við hafa í huga þegar nagið gegn sóttvörnum hefst á ný.
Og sóttvarnaryfirvöld skömmuð fyrir að gera ennþá kröfur um grímuskyldu eða hafa ennþá takmarkanir á mannfjölda á samkomum, í verslunum og svo framvegis.
Það er ekki að ástæðulausu, það er einfaldlega hugsað til að koma í veg fyrir nýja bylgju þegar létt er á sóttvörnum í áföngum.
Stundum borgar sig að flýta sér hægt.
Þetta kemur allt með hækkandi sól.
Kveðja að austan.
![]() |
Í dag má vera mæðulegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2021 | 21:11
Í myrkrinu býr fól.
Sem gleðst yfir dauða og eymd.
Frá fyrsta degi hinnar alvarlegu farsóttar hefur það afvegleitt umræðuna, gróðursett falsfréttir í bland við gróusögur, jafnvel gert fólk það heimskt að það afneitar nútíma þekkingu og vísindum.
Samt ekki með reykmerkjum eða bréfdúfum sem mætti ætla miðað við fólk sem afneitar þekkingu og ætti því með réttu ekki að nýta sér afrakstur hennar, heldur með nútíma tölvum á samskiptanetinu sem við köllum alnet eða internet.
Afleiðingarnar eru hroðalegar, ótímabær dauði hundruð þúsunda sem hefðu ekki þurft að falla ef strax hefði verið gripið til nauðsynlegra sóttvarna á fyrstu dögum útbreiðslu veirunnar, hún einangruð og síðan útrýmt úr samfélögum okkar.
Eitthvað sem er mjög gerlegt, og hefur víða verið gert.
Að ekki sé minnst á samfélagslegar lokanir sem frysta allt mannlíf og hafa orðið nauðvörn fjölda ríkja sem féllu í gildru þeirrar heimsku sem var kölluð "að gæta meðalhófs" í sóttvörnum, hugtak úr lögum sem veiran hefur engan skilning á enda frumstæðasta lífsformið, ólæs og óskrifandi, þarf hýsilfrumu með kjarna til að viðhalda sér.
Dánartölurnar tala sínu máli, frá því í sumar, eftir að fyrsti faraldurinn var að mestu genginn yfir Evrópu, hafa dauðsföll víða yfir þrefaldast ef ekki meir, samt var þá allt vitað um alvarleik veirunnar, útbreiðsla hennar seinni hluta vetrar og í vor kom kannski á óvart því öld var liðin frá síðasta heimsfaraldri drepsóttar, og því var of seint gripið til samfélagslegra lokana, en sú afsökun var ekki gild eftir það.
Eitthvað garúgt, eitthvað gruggugt, talaði niður sóttvarnir, með þeim afleiðingum að opnað var fyrir smitleiðir hennar áður en henni var útrýmt, hinar miklu fórnir vetrar og vors voru því til einskis, opnað var á nýjar hörmungar og ennþá alvarlegri samfélagslegri lokanir með haustinu.
Með þekktum afleiðingum og það er ljóst að það eru öfl í þessum heimi sem vinna gegn lífinu.
Eymd, dauði og djöfull er ekki lengur eitthvað sem aðeins er greint frá í bókmenntum.
Heldur blákaldur raunveruleiki sem ógnar tilvist mannsins í dag.
Því þetta er aðeins byrjunin, aðeins upphafið, sagan segir að sé svona illska látin óáreitt, þá þekkir hún engin takmörk, og það kostar gífurlegar fórnir að koma á hana bönd.
Spyrjið Æsi, nógu mikið tók á slagurinn við Fernisúlf á sínum tíma.
Þessir frétt greinar frá einni birtingarmynd þessarar flærðar og fólsku, skurðgreftinum gegn bóluefnum og allar gróusögurnar og falsfréttirnar sem ætlað er að gera þau tortryggileg.
Þjóðernisrembingur er virkjaður líkt og sést á viðtökum Evrópusambandsins á hinu ágæta bóluefni Astrazeneca eða að bóluefnin sem komu seinna á markaðinn séu ekki eins góð og þau sem komu fyrst.
Hvað fólinu gengur til, jú fyrir utan eymd, dauða og djöful, má guð vita.
En ótrúlegt er að sjá hvað það á marga bandamenn og því skuli hafa tekist að gera fólsku sín að pólitískum átrúnaði á ysta hægrivæng stjórnmálanna.
Lærðum við ekkert af nasismanum og kommúnismanum??, eða er þetta hin vestræna nálgun á miðaldahugsun íslamskra öfgamanna??
Eða er mannkyninu ásköpuð þau örlög að vera svag fyrir heimsku og vitleysu, jafnvel þó í henni felist ógn við tilvist þess??
Ekki veit ég, ekki frekar en af hverju glæpasamtök hérlendis fái að starfa óáreitt fyrir framan nefnið á lögreglunni en ég veit að í myrkrinu býr fól.
Óáreitt nema kannski að kaþólska kirkjan reynir að hamla gegn því með særingarprestum sínum.
Það er eins og við séum búin að gefast upp, glatað trúnni, lifum í tómi, að ekkert sé þess virði að verja, ekki einu sinni lífið sem við ólum.
Sjálfstæði okkar, arfleið, menning, svo við lítum okkur nær, einskis vert ef það krefst fyrirhafnarinnar að verja, velmegun okkar og velferð, aðeins ránsfengur fyrir örfáa.
Samþjöppun auðs, útvistun framleiðslu í nútímaútgáfu þrælabúa hinna fornu Rómverja, skattaskjólin, hið frjálsa flæði glæpa, mannsals og eiturlyfja, allt birtingarmynd þess sama á heimsvísu, samfélögin eru ekki varin, grafið er markvisst undan framþróun tímans sem vann að útrýmingu örbirgðar, sjúkdóma og misréttis, í átt að velmegunar og velferðar fjöldans.
Fólið grefur, í besta falli felst vörn mannsins að henda einni og einni skóflu í gröfina á móti, annars er þetta að mestu látið viðgangast.
Heimurinn verður bólusettur svo þessi faraldur verður brátt að baki sem ógn þó hann muni alltaf krefjast aðgæslu.
En fólið sem fékk að grafa undan lífinu óáreitt, það heldur áfram að grafa.
Sínar þekktu grafir og þær nýju sem bjóðast.
Þannig er það þangað til að við tökum ákvörðun að breyta því.
Við Íslendingar gætum tekið stórt skref í næst kosningum með því að kjósa með sjálfstæði þjóðarinnar.
Því til þess fáum við ekki annað tækifæri, eftir þær verðum við fest endanlega í hjáleigusambandið við Brussel.
Sjálfstæði að nafninu til en lútum stjórn þess í einu og öllu í gegnum EES samninginn.
Fólið í myrkrinu á sér nefnilega margar birtingarmyndir.
Og það er á okkar valdi að takast á við sumar þeirra.
Eða sæta afleiðingum aðgerðarleysisins.
Kveðja að austan.
![]() |
Tæki hvaða bóluefni sem er í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2021 | 09:47
Sum fyrirtæki þekkt.
En bíddu við, af hverju er þau þá ennþá starfandi??
Afhverju eru glæpahópar þekktir og fyrirtæki sem þvo glæpsamlega fengna fjármuni þekkt??
Af hverju er ekki rætt um hlutina í þátíð??
Hver er verndarhöndin sem sér til þess að það er talað um nútíð?
Að starfsemin sé þekkt, fyrir framan af löggæslunni??
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
![]() |
Íslenskir glæpahópar umsvifamiklir erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2021 | 10:18
Maður líttu þér nær.
Það er gott og blessað að dómsmálaráðherra skuli nýta sér mafíumorðið í Rauðgerði sem tilefni til að lýsa yfir stríði á hendur skipulögðum glæpahópum og glæpastarfsemi í landinu.
Það er með slíka hópa líkt og kórónuveiruna, ef vilji er til staðar er auðvelt að uppræta slíka hópa innanlands, og verjast ágangi þeirra við landamærin.
En það er þetta með viljann.
Og það er þetta með tengslin.
Tengslin inní lögregluna, inní dómskerfið, inní stétt lögfræðinga.
Og þegar endalaust er horft í hina áttina, þá verður maður að spyrja sig um fjárstreymið inní stjórnmálin, og samtvinnun hins ólöglega, þess sem er á gráa svæðinu og þess sem er löglegt í heimi viðskiptanna.
Glæpamannaiðnaðurinn er jú einn af 5 stærstum atvinnugreinum heimsins, líklegast sá arðbærasti, og fjárstreymið frá honum er gífurlegt.
Faktur sem þarf að feisa ef það á að gera óværuna útlæga.
Eftir morðið í Rauðgerði skrifaði lögreglumaður á eftirlaunum færslu á lokuðum feisbókarhópi þar sem hann spurði; "Getur verið að á Íslandi þrífist umfangsmikil og skipulögð fíkniefnadreifing og innflutningur, spilling ?". Færsla hans fór hraðar um netheima en skógareldar um kjarrið í Kaliforníu, greinilegt að almenningur sættir sig ekki lengur við blinda augað eftir það sem undan er gengið.
"Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum. .. Á þetta hefur ítrekað verið bent bæði af almenningi og ekki síst af þeim lögreglumönnum sem vinna að þessum málaflokki, af heiðarleika, heiðarlegum lögreglumönnum en hvorki æðstu stjórnendur fíkniefnarannsókna eða skattayfirvöld hafa sinnt frumkvæðisskyldu til að kanna málið frekar. Fullkomið rannsóknarefni! Í dag er viðkomandi kallaður athafnamaður.".
Á mannamáli, um áratuga skeið hafa aðilar í undirheimum Íslands vaðið uppi óáreittir og miðað við síðustu uppljóstranir heiðarlegra lögreglumanna, stjórnað fíkniefnaaðgerðum íslenskra löggæsluyfirvalda, löggan hefur þá verið í svona verktöku til að hindra utanaðkomandi samkeppni og að nýir aðilar komi inná fíkniefnamarkaðinn.
Plein staðreynd sem ekki er hægt að rífast um, nema menn náttúrulega fái borgað fyrir að segja eitthvað annað, eða hafi annarlega hagsmuni af málinu. Svona svipað og í mannsalmálinu sem afhjúpaði ljótt innræti margra góðborgara í gær.
Við almenna lögreglumenn er við fæsta að sakast, þeir vinna eftir því umhverfi sem yfirmenn þeirra setja, yfirmennirnir eru í skjóli yfirstjórnar lögreglunnar, yfirstjórnin í skjóli stjórnmálamanna.
Svo er það dómskerfið og þar er hnífur í kú sem ég vil ræða betur.
Það er ekki þannig að lögreglan, eða réttara sagt hluti hennar, hafi ekki reynt að koma hinum meinta athafnamanni í bönd laganna, en þá hafa tengslin inní dómskerfið algjörlega verið afhjúpuð.
Langar að vitna í frétt í DV, Partípabbi ársins sagður vera uppljóstrari lögreglunnar um árabil; þar er rakin ferill hins meinta athafnamanns og þar stingur margt í hjartastað venjulegra borgara sem héldu að það væru lög og reglur í landinu.
"Aftur stefndi Anton ríkinu árið 2015. Tildrög þess máls vörðuðu upplýsingar sem lögreglu bárust um hugsanlega kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði að Síðumúla. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit og lagt hald á kannabisplöntur og fleiri sakargögn. Meðal þess sem fannst voru skattframtöl merkt Antoni og gögn sem tengdust honum, sem og fingraför hans. Því fékk lögregla heimild til húsleitar að Sparhafi þar sem Anton var meðal leigjenda. Mikið magn kannabisefna fannst í húsinu, kannabisgræðlingar í ræktun og búnaður tengdur ræktun kannabisefna. Eins smelluláspokar sem innihéldu marijúana og grammavog. Í svefnherbergi Antons fundust tvö peningabúnt, samtals 442 þúsund krónur, myndavél og ýmis gögn, m.a. teikningar sem sýndu ætlaða uppsetningu ræktunar í öðru húsnæði. Á myndavélinni fundust myndbönd sem sýndu fjórar ræktanir.
Lögreglu þótti eins grunsamlegt að Anton og samleigjandi hans greiddu 600.000 krónur á mánuði í leigu en skráðar tekjur hans væru langt undir þeirri fjárhæð. Hins vegar var Anton sýknaður af ákæru í málinu. Lögreglu hafi verið veittur aðgangur að tölvupósti og fjarskiptum Antons sem og bankaupplýsingum en Héraðsdómur mat það svo að það tímabil hafi verið óþarflega langt. Því fékk Anton 400.000 krónur í bætur.".
Já 400.000 krónur í bætur, ef hinn meinti athafnamaður hefur ekki skipt bótunum jafnt með dómaranum, þá hefði hann allavega átt að bjóða honum á barinn og veita veglega.
Það er ekkert eðlilegt við svona dóma, en þeir eru bara ekki einsdæmi.
Eigum við að rifja upp þegar hópur Litháskra glæpamanna ógnuðu 2 lögreglumönnum á Laugaveginum og gengu í skrokk á þeim, en voru allir sýknaðir því ekki var hægt að sanna hverjir höfðu kýlt og lamið. Eins og það skipti einhverju máli, þeir voru allir sekir um árásina, sú krafa réttarins að lögreglumennirnir sem áttu líf sitt undir, hefðu talið höggin og skráð hvert og eitt á viðkomandi einstakling, er svo fáránleg að jafnvel í gjörspilltum löndum eins og Mexíkó þar sem eiturlyfjasalar eiga dómskerfið og stóra hluta lögreglunnar, þá hefðum gjörspilltum dómara, hvað þá dómara sem óttaðist um líf sitt eða fjölskyldunnar, ekki dottið í hug slíkan kattarþvott til að láta glæpamenn komast upp með ógnanir sínar gagnvart lögreglunni.
Við getum líka rifjað upp drápið í Mosfellsbænum þar sem handrukkun fór úr böndum. Þar mætti þekktur leiðtogi handrukkara með skósveina sína, einn skósveinninn var dæmdur fyrir manndráp, foringinn slapp.
Hvaða réttarfar er þetta??, hvernig gátum við leyft svona óeðli að þróast innan réttarkerfisins??
Það þarf reyndar ekki að vera að þarna séu beint fjárstreymi á milli, menn séu klókari en það.
Líklegast er þetta samlífi sem þekkt er úr dýraríkinu, glæpaiðnaðurinn skaffar best, og því er allt gert til að hann fái þróast og þrifist þrátt fyrir lög og reglur landsins.
Og ekki er hægt að útiloka beinar ógnir, að ítök glæpaiðnaðarins séu það sterk, að að þeir stjórni í raun að tjaldabaki með hótunum og ógnunum líkt og mafían á Suður Ítalíu og Sikiley.
En það skiptir engu máli hver skýring óeðlisins er, þessu þarf að linna.
Og síðan, og síðan, þurfum við sem þjóð að spyrja;
Hví þetta friðhelgi??
Þeirri spurningu þurfa stjórnmálamenn okkar að svara.
Er þetta nýja átak hugsað sem yfirhylming aðgerðarleysis, til að róa þjóðina, eða er alvara að baki??
Ef blaðamenn spyrja ekki þessara spurninga þá er ljóst að hendur þeirra eru bundnar.
Fjárstreymið frá glæpaiðnaðinum er mikilvægara en heiðarleg blaðamennska.
Ef stjórnmálamenn spyrja ekki þessara spurninga, þá er ljóst að þeir eiga hagsmuna að gæta.
Það er þá einhver hönd sem fæðir þá sem þeir vilja ekki styggja.
Ef lögfræðingar sem heild, sem og þeir sem tengjast dómskerfinu, spyrja ekki um sinn þátt, og ræða af hreinskilni hvernig hlutirnir þróuðust úti í þetta kviksyndi óeðlisins, þá er ljóst að samsektin er þeirra.
Eða óttinn, skiptir svo sem litlu máli, þá er aðeins ljóst að ef þjóðin ætlar að ná að útrýma ítökum glæpamannaiðnaðarins, þá þarf hún að afnema einkaleyfi lögfræðingastéttarinnar á því sem einu sinni var réttarkerfi, og fá jafnvel aðrar stéttir til að skipa dóma þar sem fjallað er um glæpamenn og afbrot þeirra.
Til dæmis heimspekinga eða skúringarkonur, þetta snýst jú allt um heilbrigða skynsemi og dómgreind.
Allavega, það þurfa margir að líta sér nær.
Þar á meðal við, hinn almenni borgari þjóðarinnar.
Af hverju látum við bjóða okkur þetta??
Er ekki mál að linni.
Kveðja að austan.
![]() |
Skera upp herör gegn glæpahópum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2021 | 09:51
Fór eitthvað úrskeiðis í uppeldi þessa manns??
Vond og á köflum ill meðferð farandverkafólks í skjóli hins frjálsa flæðis Evrópusambandsins er illkynja æxli á evrópskum vinnumarkaði.
Fyrir utan siðleysi, hina taumlausu græðgi og algjöra mannfyrirlitningu sem knýr óhæfuna, þá skekkir þetta samkeppnisstöðu ærlegs fólks og ærlegra fyrirtækja, í kerfi sem hefur bundið það í lög að ætíð skuli taka lægsta tilboði.
Eflingardæmið á sér margar bræður um alla Evrópu, tugþúsundir svona málaferla eru í gangi á hverju ári, íslensku úrþvættin eiga einnig stóran frændgarð um allan hinn vestræna heim.
Þeir sem mannsal stunda og græða fúlgur á illri meðferð fátæka náunga okkar, hafa fyrir löngu komist að því að í stað þess að reyna að eltast við að SÝNAST gera rétt, þá er ódýrara að kaupa sér lögfræðinga til að fara yfir starfsemi þeirra frá fyrsta degi til að passa uppá formið og vera síðan með þá tilbúna í réttarsölum, gráa fyrir járnum, gegn því fátæka fólki sem þó reynir að leita réttar síns.
Því einhver hefur logið því að því að vestræn ríki séu réttarríki þar sem allir eru jafnir fyrir lögum.
Þó Eflingardæmið vísi í þekkta sögu og aðstæður mannsals, sem er skjalfest í lögreglustöðvum um alla Evrópu, og hið fátæka farandverkafólk segir satt og skilmerkilega frá, sögu sem við vitum að á sér ótal hliðstæð dæmi hér innanlands, við höfum séð myndir, hlustað á viðtöl við fórnarlömb hinnar siðblindu græðgi, þá er það ekki nóg fyrir héraðsdómara.
Í yfirlætistón sem allir þekkja sem hafa séð bísperrta laganema í Vöku, útskýrir hann fyrir hinu fátæka misnotaða farandverkafólki að því hafi láðst að fá sér lögfræðing frá fyrsta degi til að gæta að formi málssóknar sinnar, fá sönnunargögn skjalfest og svo framvegis.
Og síðan, öðrum til viðvörunar, dæmir hann hina fátæku, sem voguðu sér að kvarta og kæra, til þungra sektar, öðrum til viðvörunar í sömu stöðu.
Svo er fólk hissa á því að mansal, hvort sem það er í byggingariðnaði, vændisiðnaði svo dæmi séu nefnd, grasseri og sé samfélagsleg meinsemd og ljótur blettur á samvisku Evrópu, skinhelgi hennar er að verða skrum um algjöran ljótleika.
Svona eru lögin segja margir og yppta öxlum, telja þá axlarypptingu rúmast innan þess að vera ærleg og heiðarleg manneskja.
En þá vil ég vitna í skrautlega sögu hins meinta glæpakóngs Íslands sem núna situr í gæsluvarðhaldi því aftakan í Rauðagerði braut niður skjaldborg hans innan lögreglunnar.
Eitt sinn þegar hann var að byggja upp það sem meðvirkir kalla athafnaferil sinn, þá var hann sóttur til saka fyrir kannabisræktun, þar sem hann leigði íbúðina sem hún var í á 600 þúsund á mánuði, þó engar voru tekjurnar á skattskýrslunni, heima hjá honum fannst teikning af kannabisrækt í heimahúsum auk margra annarrar sönnunargagna.
En að sjálfsögðu var hann sýknaður af einhverjum bísperrtum, ekki hafði hann hugmynd um af hverju þessi teikning væri heima hjá honum, þó hann leigði íbúðina þá vissi hann nákvæmlega ekkert hvað fór fram í henni og ekki er það glæpur hjá tekjulausum manni að leigja íbúð á 600 þúsund.
Kommon sagði héraðsdómarinn og ekki veit ég hvort í þetta skiptið hefði hinn blásaklausi athafnamaður sem varð ríkur af því að anda að sér loftinu fengið dæmdar bætur vegna lögregluofsókna, en flest mál á hendur honum enduðu þannig.
Málið er nefnilega að þjóðfélag gegnsýrt af skipulagðri glæpastarfsemi, hvort sem það er á svið hvítglæpa eða þeirra hefðbundnu, er aldrei án forsenda og það er löngu liðin tíð að leigumorðingi sé mikilvægast vinnumaður mafíustarfseminnar, heldur er það stétt sem kennd er við lögfræði.
Með einokun sinni á réttarkerfinu selur hún þjónustu sína dýrt, svo það er löngu liðin tíð að venjulegt fólk getur vænst nokkurs réttlætis ef það tekst á við peninga.
En það er ekki tilefni þessa greinar eða ég sé á nokkurn hátt að velta fyrir mér uppeldi héraðsdómarans.
Þetta er svona og við látum þetta viðgangast.
Það er maðurinn sem hæðist að Eflingu eftir niðurstöðu héraðsdóms og talar um sneypuför.
Vinnandi fyrir samtök sem hafa lengi barist gegn svörtum vinnumarkaði, mannsali og öðru óeðli sem hefur viðgengst á vinnumarkaði í skjóli óljósra laga og því sem virðist vera algjört viljaleysi framkvæmdarvaldsins að framfylgja þó þeim lögum sem eru í gildi.
Vegna þess að Samtök atvinnulífsins byggja á heiðarleika og að leikreglur markaðarins séu gegnsæjar, að það sé farið eftir þeim, og frávik eins og mannsal sem skekkja samkeppnisforsendur fyrirtækja, milli heiðarlegra versus hinna, séu ekki liðin.
Og um það er framkvæmdarstjóra Samtaka atvinnulífsins fullkunnugt, enda tekið fullan þátt í þeirri vinnu, og oft á tíðum verið andlit hennar út á við.
Samt klappar hann og blístrar eins og hver annar ótýndur götustrákur.
Hvert vitið er þar að baki, í ljósi þess sem ég útskýrði hér að ofan, og hver trúverðugleiki baráttu Samtaka atvinnulífsins er á eftir, gerir hann upp við sína vinnuveitendur.
Allavega eru það svona mál sem sker úr um hvað býr að baki hinu fögru orðum, hvort um fagurgala sé að ræða þar sem engin alvara býr að baki.
En það er innrætið.
Gleymum ekki um hvað málið fjallar.
Um níðingsskap sem er þekkt samfélagslegt mein, bæði hér og í öðrum Evrópulöndum.
Þar sem er níðst á fátæku fólki og komið fram við það sem skít.
Það er ekki bara að maður gerir ekki svona.
Heldur samþykkir maður ekki að aðrir geri svona.
Hvað þá að lög okkar og reglur leyfi mönnum slíka hegðun.
Því það eru svona má sem dæma manns innri mann.
Um það hafa allar íslenskar ömmur verið sammála í gegnum tíðina.
Okkur getur öllum orðið á og gert eitthvað miður fallegt, en að hlakka yfir níðingsskap, er það ekki einhver mörk sem við förum treg yfir??
Það sem þú gerir mínum minnsta bróðir, það gerir þú og mér, var einu sinni sagt.
Og á að segjast meðan siðmenningin lifir, og er sagt á meðan einhver amma kennir og hlúir.
En það var ekki sagt í þessari frétt.
Langt í frá.
Kveðja að austan.
![]() |
Segja Eflingu hafa farið sneypuför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2021 | 13:13
Hvenær fær Inga Sæland afsökunarbeiðni??
Núna þegar Ísland er orðið veirulaust, og landið varið gegn smiti á landamærum, þá er tími til kominn að vega og meta hvað vel hefur verið gert, en ekki hvað síst að spyrja;
Af hverju fyrst núna??
Af hverju fyrst núna, um ári eftir að Kínversk stjórnvöld hættu að þráast við að afneita alvarleik kóvid veirunnar og lokuðu á smitleiðir hennar í Whuan.
Í um ár höfum við vitað að það er ekki hægt að lifa með þessari veiru, hún er það bráðsmitandi, finnur sér alltaf leiðir framhjá hefðbundnum sóttvörnum, og hún er banvæn fólki í áhættuhópum, og hún getur leikið fullfrískt fólk grátt þannig að heilsa þess verður kannski aldrei söm á eftir.
Við þurfum þetta uppgjör, við þurfum að læra jafnt af mistökum okkar sem og því sem vel er gert, því það eru veirur þarna úti, jafnt í dýraríkinu sem og á tilraunastofum sýklahernaðarins, sem eiga eftir að gera strandhögg og drepa milljónir ef við þróum ekki tækni okkar að skera á smitleiðir.
Fyrsta skrefið væri að fígúrurnar og álitsgjafarnir, sem höfðu Ingu Snæland að spotti fyrir ári síðan þegar hún barðist fyrir lokun landamæranna, að veiran yrði stöðvuð þar en ekki leyft að dreifa sér út í samfélagið, að þeir komi fram og biðji hana afsökunar.
Gísli Marteinn gæti til dæmis riðið á vaðið í næsta föstudagsþætti sínum.
Yrði maður að meiri, sannaði jafnvel að baki strákslegu yfirborðinu er fullorðinn maður.
Inga barðist nefnilega fyrir lífi samborgara sinna, og því að þjóðfélagið yrði ekki stöðugt í herkví sóttvarna.
Hún var sögð ekki hafa vit á málinu og það væri ómögulegt að loka landinu.
Sem kom á daginn að var hægt og hefur bjargað lífi tugi eða hundruða samlanda okkar.
En hefðu menn ekki þjóskast við og lamið hausnum í hinn margfræga stein, og gripið til sömu ráðstafana og Kínverjar, Ný Sjálendingar, Taivanir og fleiri þjóðir og lokað landamærunum strax og alvarleiki kóvid veirunnar var ljós, þá væru margir lifandi í dag, sem dóu ótímabærum dauða vegna kóvid, einhverjir úr fyrstu bylgjunni en allir sem dóu í seinni bylgjunni, því þá hefði aldrei orðið nein seinni bylgja.
Um það þarf ekki að rífast í dag, tíminn hefur skorið úr um að landamærin halda þegar réttum vinnubrögðum er beitt.
Þessu megum við ekki gleyma, verðum að halda til haga, því annars gerist þetta bara aftur og aftur að fíflin spotta og kæfa hina vitrænu umræðu, sem er ekki líðandi á dauðans alvöru tímum.
Síðan, síðan verða þeir að sæta ábyrgð sem hleyptu veirunni inní landið í byrjun sumars, þvert gegn aðvörunum lækna og virtra hagfræðinga, þeir stórsköðuðu þjóðina og í besta falli erum þeir sekir um manndráp að gáleysi.
Það getur enginn sagt; úps, ég vissi það ekki, þegar banvæn drepsótt herjar á heimsbyggðina.
Það var ekki vitað hverjir myndu deyja, en það var vitað að einhverjir myndu deyja.
Einbeittari getur brotaviljinn ekki verið.
Og fyrir utan bankaræningjana okkar sem kenndu sig við útrás, þá hefur þjóðarbúið aldrei orðið fyrir eins miklu skaða vegna einbeitts brotavilja örfárra.
Það á að rannsaka ákvörðunartökuna, hvað gerðist í bakherbergjum valdsins, hvaða hagsmunir toguðu í spotta, hverjir í raun réðu hinni röngu ákvörðunartöku.
Sérstaklega þarf að rannsaka hvernig sóttvarnaryfirvöld voru kúguð til að kóa með vitleysunni, því ef svo er ekki, þá er ljóst miðað við málflutning Þórólfs og félaga í dag, miðað við það sem sagt var í byrjun sumars 2020, og fram eftir öllu því sumri, að ekki er um sama einstaklinga að ræða, grunur hlýtur því að beinast að geimverum um að hafa skipt þeim út. Og þá til að bjarga þjóðinni.
En djóklaust.
Það er ekkert eðlilegt við þennan umsnúning, að baki hlýtur að búa óeðlilegur þrýstingur sem þarf að koma uppá yfirborðið, svo svona atburðir endurtaki sig ekki aftur þegar á reynir, að stjórnsýslan virki og reyni að tækla erfiðar aðstæður út frá þekkingu og staðreyndum en ekki einhverju öðru.
Feisum þetta, rannsökum þetta, og munum að Landsréttur hefur verið kallaður saman af minna tilefni.
Ekki að þess þurfi heldur eiga menn að hafa þann manndóm að geta gert upp það sem miður fór, játað mistök sín og beðist afsökunar á þeim.
Slíkt er forsenda lærdóms.
Og guð hjálpi okkur ef við höfum ekkert lært þegar næst veira ræðst á heimsbyggðina.
Það er ekki lengur hægt að hundsa sérfræðinginn sem sagði eins og biluð plata og enginn nennti að hlusta, þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær.
Hann hafði rétt fyrir sér.
Og hefur ennþá rétt fyrir sér.
Eftir stendur, höfum við þroska til að læra?
Kveðja að austan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
23.2.2021 | 23:22
Á hvaða öld lifum við??
Er það ekki á þeirri 21. þar sem vestræn samfélög súpa seyðið af frjálshyggju síð 20. aldarinnar, einkavæðingu grunngæða, sjálftöku fjármálamarkaðarins með þekktum afleiðingum, útvistun grunnframleiðslu til Kína svo ekki stendur steinn eftir í áður óvinnandi múrum iðnaðar okkar og velmegunar.
Hnignun innviða svo til hamfara horfir, niðurbrot velferðar svo gjáin milli þeirra sem eiga og hafa góða vinnu, sem og allra hinna, er að verða óbrúanleg með tilheyrandi ólgu sem líklegast mun enda í borgarstríði líkt og allt bendir til að muni verða í Bandaríkjunum.
Undirrótin er sú hugmyndafræði sem taldi sjálftöku auðs og auðmanna vera forsenda framþróunar og velferðar, hið frjálsa flæði frjálshyggjunnar.
Eða eigum við að rifja upp lok þeirrar 18. og byrjun þeirra 19. þar sem stórríkin töldu grunnþjónustu eins og póstflutninga vera límið sem héldi saman samfélögum, þess vegna kostaði það sama seinna meir að senda bréf frá París til Lyon, eða um hálfan hnöttinn til Tahití í Kyrrahafinu, því eitt ríki, sama þjónusta.
Útjaðrar áttu að hafa sama hag og kjarninn að tilheyra alríkinu, sömu bönd, sömu hagsmunir.
Sama hugsun, sama aðferðafræði og gerði Ísland byggilegt í nútímanum, hinar dreifðu byggðir framleiðslunnar nutu sömu verðlagningar og þéttbýlið í Reykjavík, flutningskostnaður var jafnaður út, vegakerfið, dreifikerfi rafmangs, símalínur, allt tekið úr sama potti og fjármagnað.
Ein þjóð í einu landi.
Svo kom Davíð og frjálshyggjan.
Svo kom Evrópusambandið og frjálshyggjan.
Landsbyggðin hefur goldið fámennisins, en hefur ekki snúist til varnar og krafið þéttbýlið um arðinn af orkunni eða fiskauðlindinni, þar sem landfræðilega aðeins núll komma eitthvað tilheyrir suðvestur horni landsins.
Því við erum ein þjóð í einu landi.
Svo kemur svona viðrinisfrétt um einhvern sjálfstæðismann sem enginn veit hvað heitir, sem ætlar að slá sig til riddara í prófkjöri flokksins á suðvestur horninu.
Og blaðamaðurinn nýtir sér að það er ekki runnið af öllum eftir Klaustursumblið.
Afhjúpar líklegast að Sigmundur Davíð hefur litla stjórn á sínu fólki, enda framboð hans til í fljótheitum og varð að nýta það sem bauðst.
Eftir stendur, hver er stefna Sjálfstæðisflokksins?
Hvaða skilaboð er varaformaður samgöngunefndar að flytja út til hinna dreifðu byggða??
Sundrungu og ósætti??
Er það leiðin til að einhver sem enginn veit hvað heitir, fái fylgi og kjör ofarlega á lista flokksins í þéttbýlinu??
Vill flokkurinn virkilega þessa umræðu í aðdraganda kosninganna??
Eða er þetta tilbúin frétt hönnuð af hagsmunum eiganda blaðsins sem fjárfestu í póstdreifingafyrirtæki og vilja samnýta fjárfestingu sína til að bæta rekstrargrundvöll samstæðunnar.
Mogginn sé svona eins og fjölnota sendibíll sem dreifir bæði blaði og pósti, ekki sjálfstæður fjölmiðill sem á aðeins eina eign, trúverðugleika sinn, sem byggist á áratuga langri fagmennsku og hlutleysi hvað fréttaflutning varðar.
Já, bjóðum út.
Bjóðum út, bjóðum út.
Árið er 1991, útboð og einkavæðing lofar gulli og grænum skógum.
Reyndin varð bara önnur.
Og við erum ennþá að súpa seyðið.
Sem er beiskt, án næringar, líkt og svala þorsta með söltum sjó.
Árið er 2021, sjálfstæði og velmegun þjóðar er í húfi.
Forræði orkunnar er komin til Brussel, í æ ríkari mæli víkja innlend lög fyrir tilskipun skriffinna þess.
Verði ekki snúist til varnar, þá er engin vörn þegar næst verður kosið 2025.
Um annað á ekki að ræða.
Og allra síst að láta tímaskekkju fallinna hugmyndafræði eða innihaldslausra slagorða afvegleiða þá umræðu.
Því tilgangur þess er aðeins einn.
Afvegleiða, að láta umræðuna snúast um annað en það sem skiptir máli.
Árið er 2021.
Árið sem við þurfum að verja sjálfstæði okkar og framtíð.
Árið er 2021.
Kveðja að austan.
![]() |
Sammála um að bjóða ætti út póstþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar