Hvenær fær Inga Sæland afsökunarbeiðni??

 

Núna þegar Ísland er orðið veirulaust, og landið varið gegn smiti á landamærum, þá er tími til kominn að vega og meta hvað vel hefur verið gert, en ekki hvað síst að spyrja;

Af hverju fyrst núna??

Af hverju fyrst núna, um ári eftir að Kínversk stjórnvöld hættu að þráast við að afneita alvarleik kóvid veirunnar og lokuðu á smitleiðir hennar í Whuan.

 

Í um ár höfum við vitað að það er ekki hægt að lifa með þessari veiru, hún er það bráðsmitandi, finnur sér alltaf leiðir framhjá hefðbundnum sóttvörnum, og hún er banvæn fólki í áhættuhópum, og hún getur leikið fullfrískt fólk grátt þannig að heilsa þess verður kannski aldrei söm á eftir.

Við þurfum þetta uppgjör, við þurfum að læra jafnt af mistökum okkar sem og því sem vel er gert, því það eru veirur þarna úti, jafnt í dýraríkinu sem og á tilraunastofum sýklahernaðarins, sem eiga eftir að gera strandhögg og drepa milljónir ef við þróum ekki tækni okkar að skera á smitleiðir.

 

Fyrsta skrefið væri að fígúrurnar og álitsgjafarnir, sem höfðu Ingu Snæland að spotti fyrir ári síðan þegar hún barðist fyrir lokun landamæranna, að veiran yrði stöðvuð þar en ekki leyft að dreifa sér út í samfélagið, að þeir komi fram og biðji hana afsökunar.

Gísli Marteinn gæti til dæmis riðið á vaðið í næsta föstudagsþætti sínum.

Yrði maður að meiri, sannaði jafnvel að baki strákslegu yfirborðinu er fullorðinn maður.

 

Inga barðist nefnilega fyrir lífi samborgara sinna, og því að þjóðfélagið yrði ekki stöðugt í herkví sóttvarna.

Hún var sögð ekki hafa vit á málinu og það væri ómögulegt að loka landinu.

Sem kom á daginn að var hægt og hefur bjargað lífi tugi eða hundruða samlanda okkar.

 

En hefðu menn ekki þjóskast við og lamið hausnum í hinn margfræga stein, og gripið til sömu ráðstafana og Kínverjar, Ný Sjálendingar, Taivanir og fleiri þjóðir og lokað landamærunum strax og alvarleiki kóvid veirunnar var ljós, þá væru margir lifandi í dag, sem dóu ótímabærum dauða vegna kóvid, einhverjir úr fyrstu bylgjunni en allir sem dóu í seinni bylgjunni, því þá hefði aldrei orðið nein seinni bylgja.

Um það þarf ekki að rífast í dag, tíminn hefur skorið úr um að landamærin halda þegar réttum vinnubrögðum er beitt.

Þessu megum við ekki gleyma, verðum að halda til haga, því annars gerist þetta bara aftur og aftur að fíflin spotta og kæfa hina vitrænu umræðu, sem er ekki líðandi á dauðans alvöru tímum.

 

Síðan, síðan verða þeir að sæta ábyrgð sem hleyptu veirunni inní landið í byrjun sumars, þvert gegn aðvörunum lækna og virtra hagfræðinga, þeir stórsköðuðu þjóðina og í besta falli erum þeir sekir um manndráp að gáleysi.

Það getur enginn sagt; úps, ég vissi það ekki, þegar banvæn drepsótt herjar á heimsbyggðina.

Það var ekki vitað hverjir myndu deyja, en það var vitað að einhverjir myndu deyja.

Einbeittari getur brotaviljinn ekki verið.

Og fyrir utan bankaræningjana okkar sem kenndu sig við útrás, þá hefur þjóðarbúið aldrei orðið fyrir eins miklu skaða vegna einbeitts brotavilja örfárra.

 

Það á að rannsaka ákvörðunartökuna, hvað gerðist í bakherbergjum valdsins, hvaða hagsmunir toguðu í spotta, hverjir í raun réðu hinni röngu ákvörðunartöku.

Sérstaklega þarf að rannsaka hvernig sóttvarnaryfirvöld voru kúguð til að kóa með vitleysunni, því ef svo er ekki, þá er ljóst miðað við málflutning Þórólfs og félaga í dag, miðað við það sem sagt var í byrjun sumars 2020, og fram eftir öllu því sumri, að ekki er um sama einstaklinga að ræða, grunur hlýtur því að beinast að geimverum um að hafa skipt þeim út.  Og þá til að bjarga þjóðinni.

 

En djóklaust.

Það er ekkert eðlilegt við þennan umsnúning, að baki hlýtur að búa óeðlilegur þrýstingur sem þarf að koma uppá yfirborðið, svo svona atburðir endurtaki sig ekki aftur þegar á reynir, að stjórnsýslan virki og reyni að tækla erfiðar aðstæður út frá þekkingu og staðreyndum en ekki einhverju öðru.

Feisum þetta, rannsökum þetta, og munum að Landsréttur hefur verið kallaður saman af minna tilefni.

Ekki að þess þurfi heldur eiga menn að hafa þann manndóm að geta gert upp það sem miður fór, játað mistök sín og beðist afsökunar á þeim.

 

Slíkt er forsenda lærdóms.

Og guð hjálpi okkur ef við höfum ekkert lært þegar næst veira ræðst á heimsbyggðina.

Það er ekki lengur hægt að hundsa sérfræðinginn sem sagði eins og biluð plata og enginn nennti að hlusta, þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær.

 

Hann hafði rétt fyrir sér.

Og hefur ennþá rétt fyrir sér.

 

Eftir stendur, höfum við þroska til að læra?

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um hverja ertu að tala hverju sinni? "Við þurfum þetta uppgjör, við þurfum að læra jafnt af mistökum okkar"... "Og fyrir utan bankaræningjana okkar"... "Og guð hjálpi okkur ef við höfum ekkert lært"... ..."höfum við þroska til að læra?"

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 24.2.2021 kl. 15:09

2 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar

Merkilegt hvað þau sem hæst höfðu gegn sóttvarnaraðerðunum láta lítið fyrir sér fara núna.

kv hrossabrestur.

Hrossabrestur, 24.2.2021 kl. 15:20

3 Smámynd: Hrossabrestur

Sóttvarnaraðgerðunum átti þetta að vera.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 24.2.2021 kl. 15:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja minn.

Þetta heitir að tala tungum og ef þú skilur ekki, þá ráðlegg ég þér að hafa samband við góðan táknmálstúlk.

Já, finnst þér það ekki Hrossabrestur góður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2021 kl. 16:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Inga Sæland en ekki "Snæland".

Hvorki hefur verið farið að vilja mörlenskra frjálshyggjumanna né einangrunarsinna og flogið með íslenska og erlenda farþega til og frá Íslandi allt síðastliðið ár. cool

30.10.2020:

Yfir 95% Íslendinga treysta Þríeykinu

Þorsteinn Briem, 24.2.2021 kl. 17:00

6 identicon

Af hverju heldurðu að þú þurfir táknmálstúlk til að skiljast?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 24.2.2021 kl. 17:27

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það ætti nú að vera lítið mál fyrir Gísla Martein að biðja Ingu afsökunar, en það gæti vafist meira fyrir kjósendum hennar því þeir eru margir hverjir orðnir atvinnulausir.

Magnús Sigurðsson, 24.2.2021 kl. 19:00

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki ég Esja minn.

Það varst þú sem varst eitthvað í erfiðleikum með skilninginn

Svo að í vinsemd minni reyndi ég að láta mér detta í hug lausn þér til handa, en kannski þjáist þú bara af eftirskjálfta?

Hvað veit ég greyið sem bý á solid jörð þar sem ekkert skelfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2021 kl. 19:29

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Point taken Steini og hér með leiðrétt en hvað er eitt e-nn á milli vina?

Restin er mér með öllu óskiljanleg en þér að segja þá ber þríeykið ekki ábyrgð á þeim hörmungum sem stjórnvöld leiddu vísvitandi yfir þjóðina í byrjun sumars, en það lét kúga sig en það er önnur saga.

Við erum sem betur fer ekki stödd í sænsku velferðinni þar sem sá sem er kúgaður af eineltispúkum, sé látinn biðja kúgara sinn fyrirgefningar.

Það er nú svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2021 kl. 19:32

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú heldur það Magnús, er Gísli ekki bara Tinni inn við beinið, eilífðar strákur en sjáum til.

Hins vegar skuldar Inga ekki kjósendum sínum afsökunarbeiðni, þeir eru kannski í láglaunastörfum vegna skorts á hinni svokölluðu æðri menntun, en það gerir fólk ekki sjálfkrafa það vitlaust að það kenni henni um heimsfaraldur kóvid veirunnar og þær afleiðingar sem hann hefur haft á heimshagkerfið.

Og ef útí það er farið þá held ég ekki að erlenda farandverkafólkið sem hélt ferðaþjónustunni gangandi hafi kosið Ingu eða yfir höfuð kosið á Íslandi, ekkert er með öllu svo illt að ekki megi eitthvað jákvætt finna, og það var tilbreyting að geta notað íslenskuna í greiðaskála KHB, og ef ég man rétt þá var einn íslenskumælandi á pizzustaðnum þegar við fjölskyldan komu þar síðsumar, en maður var ekki svo heppinn í haust þegar við hjónin fengu okkur kaffi á Salt

Það var pointið sem Gylfi Zöega benti á grein sinn í Vísbendingu, þensla undanfarinna ára var ekki sjálfbær, hún byggðist að stórum hluta á erlendu farandvinnufólki, innviðir þoldu hana ekki og svo framvegis.  Höggið var ekki meir en það sagði Gylfi en að þjóðarframleiðslan dróst saman á það level sem hún var 2016, sem mig minnir að hafi verið hið fínasta ár, og það sem meira er sagði Gylfi, innlenda hagkerfið er að taka við sér, það er allt uppá við, atvinnuleysi að minnka, neyslan að aukast, Íslendingar í hrönnum að ferðast um landið sitt, allskonar afþreying var bókuð langt inná haustið.

En það var ekki hlustað á aðvörunarorð hans, ekki hans frekar en annarra, með þekktum afleiðingum, samfélagslegar lokanir og að sjálfsögðu nýr samdráttur í kjölfarið.

Eflaust má finna einhvern Sjálfstæðismann sem reynir að koma sök á saklausa, en ef svo er þá eru þeir ekki margir.

Nei Magnús, ég held að þú hafir Ingu fyrir rangri sök.

Kveðja úr neðra.

Ómar Geirsson, 24.2.2021 kl. 19:55

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú verð ég að setja ofaní við þig Ómar. Þú skalt ekki voga þér að bendla KHB sáluga við lífeyrissjóðina.

Ég var nú meira með Hildibrand í huga þegar kemur að afsökunarbeiðnum.

Það vill nú þannig til að kjósendur skynja hver vill þeim raunverulega vel þó svo að medían sé einróma.

Það verður að virða Ingu það til vorkunnar að hún hefur ekki tólin til að míga á bæði borð. 

En við skulum sjá til skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit.

Magnús Sigurðsson, 25.2.2021 kl. 05:59

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Magúns minn, þó milljón fjárhöndlarar hafi leikið sér að kaupa og selja greiðaskálann, kaupfélagið eða annað þarna hjá ykkur uppá Héraði, þá er það nú bara svo ég fer í kaupfélagið, og ég fer í greiðaskálann, hjá KHB.

Þeir kaupa samt ekki sálu okkar.

Skil samt ekki að öðru leiti orð þín um Ingu út frá því samhengi sem ég er að pistla, hef ekki hugmynd um núverandi stöðu hennar á kosningamarkaðnum enda lítt áhugasamur um flokk hennar.

En ef þú ert að tala um Hildibrand minn, þá held ég að þrátt fyrir þykkan skráp enda vanur að gera út á öðruvísin, þá held ég að honum sárni ef einhver bendlar hann við Ingu og Flokk Fólksins.

Drengurinn er jú gegnheill framsóknarmaður í marga ættliði, afkomandi Guðraðar frænda míns sem var Kaupfélagsstjóri okkar Norðfirðinga með stóru K-ái.  Framsóknarmenn eiga kannski í vandræðum með að finna fjöl sína þessa dagana enda tvær í boði, en eitthvað sem var soðið þarna saman á suðvestur horningu, nei takk.

Enn og aftur kveðja úr blíðunni hér í neðra.

Febrúar hvað.

En að austan að sjálfsögðu.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 07:42

13 identicon

Sæll Ómar,


Þessari farsótt er haldið upp með óáreiðanlegum og ónákvæmum PCR skimunum, svo og hræðsluáróðri. Þessar PCR skimanir hafa EKKI Gold Standard
, auk þess sem þessar PCR skimanir (polymerase chain reaction) eru þekktar fyrir false jákvæðar niðurstöður.

"However, there is no gold standard exists for the comparison" https://www.researchgate.net/post/Sensitivity-and-specificity-when-no-gold-standard-exists

"False-positive COVID-19 results: hidden problems and costs" https://www.thelancet.com/journals/lanres/article/PIIS2213-2600(20)30453-7/fulltext

"WHO Changes PCR Test Criteria to Cover-up False Positives  "https://humansarefree.com/2021/01/who-changes-pcr-test-criteria-to-cover-up-false-positives.html?fbclid=IwAR19U08fUiL9CsoLHucUZhlIAxsSJDZLE4uax7YJzv4vSziPo3UDkYUedCQ


En hvað yfirvöld hér á landi  vilja alls ekki tala um false jákvæðar niðurstöður , því að allt svoleiðis eyðileggur allan hræðsluáróðurinn, eins og þúi veist. 
PCR kjarnsýrukannanir eða PCR skimanir gerir ekki nein greinamun á því hvort þú sért með kvef, árstímabundna flensu, eða hvað þá covid19. Þetta er allt orðið svo vitlaust hér á landi, þar sem að ekki finnst lengur nein árstímabundin flensa tölulega séð, þar sem að heilbrigðisstarfsfólk fer algjörlega bókstaflega og án efasemda beint eftir þessum PCR skimunar niðurstöðum, svo og þar sem alla jákvæðar niðurstöður eru allar flokkaðrar sem eingöngu covid19 og annað ekki.

Embætti landlæknis hefur verið í því leynt og ljóst að halda þessari farsótt áfram gangandi, svo og með því að reyna að þröngva fólki í óáreiðanlegar og ónákvæmar PCR skimanir á landamærum,  og allt til halda uppi þessu farsóttarstigi með hræðsluáróðri. Hér á landi hefur þríeykið og/eða Embætti landlæknis  haldið uppi  daglegum hræðsluáróði, þrátt fyrir að hafa EKKI eina einustu vísindalega sönnun fyrir því að SARS-CoV-2 vírusinn hafi verið einangraður, myndaður, hreinsaður og fjölfaldaður.

Leading Corona researchers admit that they have no scientific proof for the existence of a virus https://telegra.ph/Leading-Corona-researchers-admit-that-they-have-no-scientific-proof-for-the-existence-of-a-virus-07-31?fbclid=IwAR0Ctsyg-XCrkhOpY0TGcNi06NkuimqiQ8bldmzJ4u6PKwmWHBa0DoBl7u4

Even the Robert Koch Institute and other health authorities cannot present decisive proof that a new virus named SARS-CoV-2 is haunting us.https://off-guardian.org/2021/01/31/phantom-virus-in-search-of-sars-cov-2/?fbclid=IwAR30jLIyuyl-Oy_wq4chpEN8aKzZJNhMgZFVND8JF7Ul9BCPYZGqZCupsdU 

"Since no quantified virus isolates of the 2019-nCoV are currently available, assays designed for detection of the 2019-nCoV RNA were tested with characterizes stocks of in vitro transcribed full length RNA."https://www.fda.gov/media/134922/download

"..virus called SARS-CoV-2 is therefore based on faith alone, not on facts." https://off-guardian.org/2021/01/31/phantom-virus-in-search-of-sars-cov-2/?fbclid=IwAR30jLIyuyl-Oy_wq4chpEN8aKzZJNhMgZFVND8JF7Ul9BCPYZGqZCupsdU

Áróður heilbrigðisyfirvalda er nú hins vegar orðin mjög grunsamlegur, svo og þegar menn eru víða farnir sjá að BÓLUEFNIÐ VIRKAR EKKI NEITT, en þá byrja heilbrigðisyfirvöld víða með þetta kjaftæði um eitthvað  breskt afbrigði, brasilískt afbrigði osfrv. nú og eins áður án þess að hafa eina einustu vísindalega sönnun fyrir því að vírusinn SARS-CoV-2 (er sagður er valda covid19 veikindum) hafi verið einangraður,  og eins og áður Ekki neinar haldbærar vísindalegar sannanir og/eða hvað þá myndir af einangruðum SARS-CoV-2 vírus.

Er það nokkur furða að bóluefnið virkar ekki neitt?

"OC Man Tests Positive For COVID-19 Weeks After Getting Second Vaccine Dose" https://losangeles.cbslocal.com/2021/02/12/orange-county-man-tests-positive-covid-19-vaccine/?fbclid=IwAR05ZZeU3_j9oOeyerw1YTSJeXcthh1BR7PDOWgJvsSuBfFqzAHCCFL1788 

"Four people in Oregon who received both doses of vaccine test positive for coronavirus" https://www.nbcnews.com/news/us-news/four-people-oregon-who-received-both-doses-vaccine-test-positive-n1257886?cid=sm_npd_nn_fb_ma&fbclid=IwAR1KHMZjw0pMaD2H9jPpw-O-23oO0mizJKQ72U1wrER9lVB0reUbn1kZAGg

"ER nurse tests positive for COVID-19 eight days after receiving vaccine" https://www.abc15.com/news/local-news/er-nurse-tests-positive-for-covid-19-eight-days-after-receiving-vaccine?fbclid=IwAR1bcb1WigklXsW4A3iH72xJQCPmZ65xbuX8z-Hfos0zzh7QN216Xq5Oa6E

"Thousands of Israelis Tested Positive for Coronavirus After First Vaccine Shot" https://www.haaretz.com/israel-news/thousands-of-israelis-tested-positive-for-coronavirus-after-first-vaccine-shot-1.9462478    

"Ex-chief rabbi tests positive for coronavirus, days after getting 2nd vaccine dose" https://www.timesofisrael.com/liveblog_entry/ex-chief-rabbi-tests-positive-for-coronavirus-days-after-getting-2nd-vaccine-dose/?fbclid=IwAR23OjyueY74nmIM_53s0kz-RqZDa_l9muuQBneFjlQCzwud98PhdCNSE-0  

San Diego County Reports 1st Case of Fully Vaccinated Person Getting COVID-19
https://www.nbcsandiego.com/news/local/san-diego-county-reports-1st-case-of-fully-vaccinated-person-getting-covid-19/2525199/?fbclid=IwAR1_uFU_dzBgJS39MJbloDzSWgxRiumnkFelmELpnQBv2p5kmOLpS9n4kuA

 

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2021 kl. 10:43

14 identicon

Leiðr.

PCR kjarnsýrukannanir eða PCR skimanir gerir ekki nein greinamun á því hvort þú sért með kvef, árstímabundna flensu,  eða hvað þá einhverjar eitranir. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2021 kl. 10:52

15 identicon

Sjá hérna: 

No photo description available.

"Since no quantified virus isolates of the 2019-nCoV are currently available, assays designed for detection of the 2019-nCoV RNA were tested with characterizes stocks of in vitro transcribed full length RNA."https://www.fda.gov/media/134922/download

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.2.2021 kl. 11:03

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá eiga Hildibrandar landsins líkt og Framsóknarmenn það til að hafa Íslendinga í vinnu, -jafnvel á launaflokki fólksins. 

Nú er KHB reyndar orðið brugghús í neðra Múlaþingi. Svo á hann Stebbi æskufélagi minn það til að bjóða mér í flugferð á TF-KHB hérna í efra, -NEI þú skalt ekki leggja nafn KHB við hégóma.

Með sólskins kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 25.2.2021 kl. 13:26

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Kaupfélag fyrir það, kaupfélag fyrir það Magnús, alveg eins og þið heitið Hérar þarna uppfrá en ekki Múlar eða þingmenn, nema náttúrulega Jón Kristjánsson, hann er þingmaður, þó hann sé kannski fluttur.

Þú segir það með Hildibranda, að þeir eigi til að hafa Íslendinga í vinnu, heldurðu að það sé mikið meir en pabbi hans og mamma??

En rökvillan er að lokun landamæra hefði fækkað störfum, hún hefði lágmarkað skaðann, haldið innlendu hagkerfinu sterku, og jafnvel skapað grundvöll fyrir flóttaferðamennsku, það er fólk hefði komið hingað í lengri ferðir þar sem það gæti verið óhult fyrir veiruskrattanum og lifað nokkuð eðlilegu lífi sem ferðafólk, eftir 5 daga hvíld í næði í upphafi ferðarinnar.

Raunveruleikinn hefur skorið úr um hitt, þær þjóðir sem þráuðust við, þær enduðu á ströngum samfélagslegum lokunum, og þá fyrst tapast störf.

Massa ferðamannaiðnaðurinn lagðist hins vegar af um allan heim vegna farsóttarinnar, opnun eða lokun íslensku landamæranna hafði ekkert með þann fakt að gera.

Svo ég ítreki það sem Gylfi Zöega sagði, innlenda hagkerfið var að taka við sér í vor, þrátt fyrir þurrðina á erlendu ferðafólki, og þegar upp er staðið þá var skaðinn af opnun landamæranna í byrjun sumarsins margfaldur á við ávinninginn af þessum nokkur þúsund ferðamönnum sem komu fram eftir sumri.

Bæði hið beina tjón margra atvinnugreina af hinum samfélagslegu höftum, sem og hið óbeina, ferðahaust Íslendinga sem ekki varð.  En það var áberandi hvað margir ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni voru farnir að láta sér detta í hug þjónustu sem höfðaði til samlanda sinna, en varð ekkert úr vegna tilmælanna að halda sig sem mest heima við.

Ég fór til dæmis í skemmtilega helgarferð á Akureyri og gisti á Hótel KEA, og náði indælum rétti dagsins í hádeginu á föstudeginum, er ennþá að smjatta þegar ég hugsa til hans, man þetta svo glöggt því þá um kvöldið var öllu skellt í lás.

Góð minning engu að síður sem ég hefði aldrei átt nema vegna góðra tilboða KEA manna, sem og ferðaávísunarinnar sem Bjarni sendi mér í póstinum.  Sbr að eigi er allt svo illt, að ekki megi finna einhverja ljósa punkta.

En sólarkveðjur uppí Hérað, megi blíðan og hiti elta okkur inní marsmánuðinn.

PS. ég veit kannski um fleiri innlenda hjá Hildibrandi, allavega var hjá þeim síðustu sumar afbragskokkur og svo vinnur nágranni minn, sem á ofboðslega flotta tvíbura (maður fylgist með slíku eftir maður átti eina sjálfur), hjá þeim.  Það sem ég sagði hér að ofan var meir svona að kröfu stílsins en að vera alveg sannleikanum samkvæmt, en það munaði samt ekki miklu.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 14:16

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Gastu ekki látið það duga að peista þessu inná síðuna hans Geirs, ég sá þetta hjá honum og hann er miklu mildari gagnvart svona náhirðisspömum en ég.

En þú mátt eiga að þú hefur haldið þig lengi til hlés, vona að það stafi ekki að neinu slæmu, að heilsan sé góð og hugurinn áfram frjór.

Hvað viltu að ég segi??, bla bla, nei engin svona leiðindi.

Hafðu það sem best og reyndu að tala næst út frá eigin brjósti en ekki spami klippiborðsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 65
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 5273
  • Frá upphafi: 1328086

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 4732
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband