Maður líttu þér nær.

 

Það er gott og blessað að dómsmálaráðherra skuli nýta sér mafíumorðið í Rauðgerði sem tilefni til að lýsa yfir stríði á hendur skipulögðum glæpahópum og glæpastarfsemi í landinu.

Það er með slíka hópa líkt og kórónuveiruna, ef vilji er til staðar er auðvelt að uppræta slíka hópa innanlands, og verjast ágangi þeirra við landamærin.

 

En það er þetta með viljann.

Og það er þetta með tengslin.

 

Tengslin inní lögregluna, inní dómskerfið, inní stétt lögfræðinga.

Og þegar endalaust er horft í hina áttina, þá verður maður að spyrja sig um fjárstreymið inní stjórnmálin, og samtvinnun hins ólöglega, þess sem er á gráa svæðinu og þess sem er löglegt í heimi viðskiptanna.

Glæpamannaiðnaðurinn er jú einn af 5 stærstum atvinnugreinum heimsins, líklegast sá arðbærasti, og fjárstreymið frá honum er gífurlegt.

Faktur sem þarf að feisa ef það á að gera óværuna útlæga.

 

Eftir morðið í Rauðgerði skrifaði lögreglumaður á eftirlaunum færslu á lokuðum feisbókarhópi þar sem hann spurði; "Getur verið að á Íslandi þrífist umfangsmikil og skipulögð fíkniefnadreifing og innflutningur, spilling ?". Færsla hans fór hraðar um netheima en skógareldar um kjarrið í Kaliforníu, greinilegt að almenningur sættir sig ekki lengur við blinda augað eftir það sem undan er gengið.

"Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum. .. Á þetta hefur ítrekað verið bent bæði af almenningi og ekki síst af þeim lögreglumönnum sem vinna að þessum málaflokki, af heiðarleika, – heiðarlegum lögreglumönnumen hvorki æðstu stjórnendur fíkniefnarannsókna eða skattayfirvöld hafa sinnt frumkvæðisskyldu til að kanna málið frekar. Fullkomið rannsóknarefni! Í dag er viðkomandi kallaður “athafnamaður”.".

Á mannamáli, um áratuga skeið hafa aðilar í undirheimum Íslands vaðið uppi óáreittir og miðað við síðustu uppljóstranir heiðarlegra lögreglumanna, stjórnað fíkniefnaaðgerðum íslenskra löggæsluyfirvalda, löggan hefur þá verið í svona verktöku til að hindra utanaðkomandi samkeppni og að nýir aðilar komi inná fíkniefnamarkaðinn.

Plein staðreynd sem ekki er hægt að rífast um, nema menn náttúrulega fái borgað fyrir að segja eitthvað annað, eða hafi annarlega hagsmuni af málinu.  Svona svipað og í mannsalmálinu sem afhjúpaði ljótt innræti margra góðborgara í gær.

 

Við almenna lögreglumenn er við fæsta að sakast, þeir vinna eftir því umhverfi sem yfirmenn þeirra setja, yfirmennirnir eru í skjóli yfirstjórnar lögreglunnar, yfirstjórnin í skjóli stjórnmálamanna.

Svo er það dómskerfið og þar er hnífur í kú sem ég vil ræða betur.

 

Það er ekki þannig að lögreglan, eða  réttara sagt hluti hennar, hafi ekki reynt að koma hinum meinta athafnamanni í bönd laganna, en þá hafa tengslin inní dómskerfið algjörlega verið afhjúpuð.

Langar að vitna í frétt í DV, „Partípabbi ársins“ sagður vera uppljóstrari lögreglunnar um árabil; þar er rakin ferill hins meinta athafnamanns og þar stingur margt í hjartastað venjulegra borgara sem héldu að það væru lög og reglur í landinu.

"Aftur stefndi Anton ríkinu árið 2015. Tildrög þess máls vörðuðu upplýsingar sem lögreglu bárust um hugsanlega kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði að Síðumúla. Í kjölfarið var framkvæmd húsleit og lagt hald á kannabisplöntur og fleiri sakargögn. Meðal þess sem fannst voru skattframtöl merkt Antoni og gögn sem tengdust honum, sem og fingraför hans. Því fékk lögregla heimild til húsleitar að Sparhafi þar sem Anton var meðal leigjenda. Mikið magn kannabisefna fannst í húsinu, kannabisgræðlingar í ræktun og búnaður tengdur ræktun kannabisefna. Eins smelluláspokar sem innihéldu marijúana og grammavog. Í svefnherbergi Antons fundust tvö peningabúnt, samtals 442 þúsund krónur, myndavél og ýmis gögn, m.a. teikningar sem sýndu ætlaða uppsetningu ræktunar í öðru húsnæði. Á myndavélinni fundust myndbönd sem sýndu fjórar ræktanir.

Lögreglu þótti eins grunsamlegt að Anton og samleigjandi hans greiddu 600.000 krónur á mánuði í leigu en skráðar tekjur hans væru langt undir þeirri fjárhæð. Hins vegar var Anton sýknaður af ákæru í málinu. Lögreglu hafi verið veittur aðgangur að tölvupósti og fjarskiptum Antons sem og bankaupplýsingum en Héraðsdómur mat það svo að það tímabil hafi verið óþarflega langt. Því fékk Anton 400.000 krónur í bætur.".

 

Já 400.000 krónur í bætur, ef hinn meinti athafnamaður hefur ekki skipt bótunum jafnt með dómaranum, þá hefði hann allavega átt að bjóða honum á barinn og veita veglega.

 

Það er ekkert eðlilegt við svona dóma, en þeir eru bara ekki einsdæmi.

Eigum við að rifja upp þegar hópur Litháskra glæpamanna ógnuðu 2 lögreglumönnum á Laugaveginum og gengu í skrokk á þeim, en voru allir sýknaðir því ekki var hægt að sanna hverjir höfðu kýlt og lamið.  Eins og það skipti einhverju máli, þeir voru allir sekir um árásina, sú krafa réttarins að lögreglumennirnir sem áttu líf sitt undir, hefðu talið höggin og skráð hvert og eitt á viðkomandi einstakling, er svo fáránleg að jafnvel í gjörspilltum löndum eins og Mexíkó þar sem eiturlyfjasalar eiga dómskerfið og stóra hluta lögreglunnar, þá hefðum gjörspilltum dómara, hvað þá dómara sem óttaðist um líf sitt eða fjölskyldunnar, ekki dottið í hug slíkan kattarþvott til að láta glæpamenn komast upp með ógnanir sínar gagnvart lögreglunni.

Við getum líka rifjað upp drápið í Mosfellsbænum þar sem handrukkun fór úr böndum.  Þar mætti þekktur leiðtogi handrukkara með skósveina sína, einn skósveinninn var dæmdur fyrir manndráp, foringinn slapp.

Hvaða réttarfar er þetta??, hvernig gátum við leyft svona óeðli að þróast innan réttarkerfisins??

 

Það þarf reyndar ekki að vera að þarna séu beint fjárstreymi á milli, menn séu klókari en það. 

Líklegast er þetta samlífi sem þekkt er úr dýraríkinu, glæpaiðnaðurinn skaffar best, og því er allt gert til að hann fái þróast og þrifist þrátt fyrir lög og reglur landsins.

Og ekki er hægt að útiloka beinar ógnir, að ítök glæpaiðnaðarins séu það sterk, að að þeir stjórni í raun að tjaldabaki með hótunum og ógnunum líkt og mafían á Suður Ítalíu og Sikiley.

En það skiptir engu máli hver skýring óeðlisins er, þessu þarf að linna.

 

Og síðan, og síðan, þurfum við sem þjóð að spyrja;

Hví þetta friðhelgi??

 

Þeirri spurningu þurfa stjórnmálamenn okkar að svara.

Er þetta nýja átak hugsað sem yfirhylming aðgerðarleysis, til að róa þjóðina, eða er alvara að baki??

 

Ef blaðamenn spyrja ekki þessara spurninga þá er ljóst að hendur þeirra eru bundnar.

Fjárstreymið frá glæpaiðnaðinum er mikilvægara en heiðarleg blaðamennska.

 

Ef stjórnmálamenn spyrja ekki þessara spurninga, þá er ljóst að þeir eiga hagsmuna að gæta.

Það er þá einhver hönd sem fæðir þá sem þeir vilja ekki styggja.

 

Ef lögfræðingar sem heild, sem og þeir sem tengjast dómskerfinu, spyrja ekki um sinn þátt, og ræða af hreinskilni hvernig hlutirnir þróuðust úti í þetta kviksyndi óeðlisins, þá er ljóst að samsektin er þeirra.

Eða óttinn, skiptir svo sem litlu máli, þá er aðeins ljóst að ef þjóðin ætlar að ná að útrýma ítökum glæpamannaiðnaðarins, þá þarf hún að afnema einkaleyfi lögfræðingastéttarinnar á því sem einu sinni var réttarkerfi, og fá jafnvel aðrar stéttir til að skipa dóma þar sem fjallað er um glæpamenn og afbrot þeirra.

Til dæmis heimspekinga eða skúringarkonur, þetta snýst jú allt um heilbrigða skynsemi og dómgreind.

 

Allavega, það þurfa margir að líta sér nær.

Þar á meðal við, hinn almenni borgari þjóðarinnar.

 

Af hverju látum við bjóða okkur þetta??

Er ekki mál að linni.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Skera upp herör gegn glæpahópum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Sæll Ómar.

Og enn og aftur komum við að lögfræðingaslegtinu.

Krabbameininu og aðal næringunni í sjálfstæðisglæpaflokki landsins.

Lærðu lögfræði.Nýttu þér þekkinguna til að fara á skjön við lög og reglur ekki til að fara eftir þeim.

Plantaðu óferminu inn í æðstu kima stjórnmála,útgerðar,Alþingis viðskipta og lögkerfis á Íslandi.

Það eru nebblega flestir tilbúnir að tilheyra aðlinum þrátt fyrir glæpatengingu.

Hér breytist ekkert fyrr en við fáum risa risa náttúruhamfarir þar sem aðeins hinir hæfustu munu lifa af.

Góðar stundir. undecided

Ragna Birgisdóttir, 26.2.2021 kl. 12:59

2 identicon

Það verður að teljast ólíklegt að þú viljir endurskoða túlkun þína en óþarfi að láta það koma í veg fyrir að þér sé leiðbeint um að athuga hvort í túlkununum þínum á dómskerfinu [dómurum] sjáist þér yfir ákæruna og lögin, hvort tveggja setur dómurum skorður og ramma.

"Lögreglu hafi verið veittur aðgangur að tölvupósti og fjarskiptum Antons sem og bankaupplýsingum en Héraðsdómur mat það svo að það tímabil hafi verið óþarflega langt."

Er ekki málefnalegra að nota tilvitnuð orð sem ástæðu til að vekja athygli á tímanum sem lögjafinn skammtar lögreglu en að láta sem héraðsdómarinn hafi farið öfumegin framúr og látið það ráða dómsniðurstöðunni?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 26.2.2021 kl. 14:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Esja minn hvað get ég sagt við þig.

Vitnað í sjoppueigandann og allt muglig konuna í Britt Marie biður að heilsa, þrátt fyrir þá fötlun að vera bundin í hjólastól, þá reddaði hún öllu og átti svar við öllu, þar á meðal pirring miðaldra karla.

Hún vildi meina að þeir höguðu sér eins og þeir hefðu óvart fest sítrónu uppí óæðri enda sinn, og það skýrði pirringinn og hegðun þeirra.

Eða að vísa í forspá mína sem átti að svara svona vitleysu; "Plein staðreynd sem ekki er hægt að rífast um, nema menn náttúrulega fái borgað fyrir að segja eitthvað annað, eða hafi annarlega hagsmuni af málinu.".

Svona í ljósi þess að ég sagði margt Esja, þá er athugasemd þín eitthvað svona út úr kú.

Sem er reyndar ekki það sama og þegar hnífur stendur í kúnni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2021 kl. 14:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragna.

Sjónarmið, en ég hygg að það sé aðeins einn hluti af þeim fíl sem blindu mennirnir reyndu að lýsa, og þrefuðu um.

Sem og þetta er ekki séríslenskt fyrirbrygði þó eins og með útrýmingu veirunnar, þá standa fáar þjóðir eins vel að vígi og við að útrýma svona skipulögðum glæpahópum.

Hins vegar held ég að heimskan í umræðunni í þjóðfélaginu sé á því stigi að  þetta líður hjá án þess að glæpamannaiðnaðinum sé á nokkurn hátt ógnað.

En gæti skilað nokkrum atkvæðum til Sjálfstæðisflokksins.

Þetta átak er samt mun skárra en fíkniefnalaust Ísland árið 2000, og ætlaði síðan Ingibjörg Sólrún sér ekki að eyða dópi úr höfuðborginni??

Show eða sýnd stjórnmálamanna eiga sér engin takmörk, svona á meðan atkvæði trúgjarna eru í boði, og engin hætta er á að samtryggingu spillingarinnar sé ógnað.

Hvað þá fjárflæðinu frá glæpamannaiðnaðinum í hið löglega.

Það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2021 kl. 14:55

5 identicon

Leitt að heyra að þú stríðir við "pirring miðaldra karla."

En eins og ég sagði fyrr í dag: "Það verður að teljast ólíklegt að þú viljir endurskoða túlkun þína en óþarfi að láta það koma í veg fyrir að þér sé leiðbeint" [...]

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 26.2.2021 kl. 16:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm þú segir það Ejsa, kannast ekki við sítrónuna en samt viss viska fólgin í þessari heimspeki sjoppueigandans.

En eigum við þá ekki að sættast á að það er ekki öllum gefið að leiðbeina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.2.2021 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband