Dauðans alvara er handan við næsta horn.

 

Og því megum við ekki núna eftir alla þessa mánuði þar sem samfélagið var meira eða minna í höftum sóttvarna, vanvirða ráðgjöf og ráðleggingar Þórólfs um að við stígum varlega til jarðar, gætum að okkur og hvert og eitt skref  til opnunar samfélagsins sé tekið að varúð, og við séum öll meðvituð um að gæta að hegðun okkar.

Það er svo auðvelt fyrir veiruna að skjóta hér rótum aftur, alveg eins og það er svo auðvelt fyrir okkur að ná að útrýma henni úr samfélaginu svo við getum tekið upp eðlilega lífshætti á ný.

 

Þetta tóks í Whuan, 11 milljóna manna borg, eftir 76 daga útgöngubann, þá hófst þar ferli þar sem samfélagslegum lokunum var aflétt í áföngum, og þegar komið var fram á sumarið var eins og engin farsótt geisaði i heiminum.

Mannlíf var þar því sem næst eðlilegt, fólk gætti vissulega að persónulegum sóttvörnum (kínverska gríman) en vörnin var staðin á borgarmörkum og síðan við landamæri Kína.

 

Það er svo mikilvægt fyrir okkur að skilja að fólk þurfti ekki svo mikið að deyja í þessum heimsfaraldri, ekki ef ríki gripu strax til þeirra ráðstafana að loka á smitleiðir veirunnar og verja síðan landamærin.

Ekki bara Kínverjar, samlandar þeirra i Taiwan eru með dánartöluna 0,4 per milljón, Thailand er með 1 per milljón, Nýja Sjáland með 5, eitthvað meira í löndum eins og Hong Kong og Singapúr.

 

Á sama tíma hundsuðu vestræn stjórnvöld alvarleik veirunnar, þegar bönd virtust vera komin á hana í byrjun sumars, faraldurinn var að deyja út, þá í forheimsku sinni var Evrópa opnuð fyrir umferð, án þess tryggt væri að smit bærust ekki milli landa.  Svipað gerðist í Bandaríkjunum.

Hundruð þúsunda dóu að óþörfu, frá því í fyrsta faraldri hefur dánartala flestra Evrópulanda þrefaldast ef ekki meir.

Við megum ekki gleyma þessum napra raunveruleika, hinir látnu eiga þá kröfu að afglöpin séu viðurkennd, af þeim dreginn lærdómur, svo fall þeirra hafi ekki verið til einskis.

 

Og tökum dæmi um þennan napra raunveruleika, gott er að miða við 1. júní, því þá var ljóst að faraldurinn var búinn í Whuan.

 

Ísland fór úr 11 í 29, tæp þreföldun, dánarhlutfallið 83 per milljón íbúa.

Danmörk fór úr 576 í 2.361, rúmleg fjórföldun, dánarhlutfallið 407 per milljón.

Svíþjóð fór úr 4.661 í 12.826, tæplega þreföldun (2,7), dánarhlutfallið 1.265.*

Portúgal fór úr 1.424 í 16.276, rúm 11 földun, dánarhlutfallið 1.603 per milljón.

Tékkland fór úr 318 í 20.396, rúm 64 földun, dánarhlutfallið 1.909 per milljón.

Ítalía fór úr 33.568 í 97.699, tæplega þreföldun, dánarhlutfallið 1.617 per milljón.

Spánn fór úr 29.079 í 69.142, rúmlega tvöföldun, dánarhlutfallið 1.478 per milljón.

Frakkland fór úr 28.808 í 86.454, þreföldun, dánarhlutfallið 1.323 per milljón.

Þýskaland fór úr 8.618 í 70.687, rúmlega 8 földun, dánarhlutfallið 842 per milljón.

Bretland fór úr 37.529 í 122.849, rúmlega þreföldun, dánarhlutfallið 1.803 per milljón.

Bandaríkin fóru úr 110.116 í 525.778, tæplega 5 földun, dánarhlutfallið 1.582 per milljón íbúa.

 

Og þessi aukning varð þrátt fyrir að á lokum var gripið til umfangsmikilla samfélagslegra lokana í öllum þessum löndum, og þær hafa staðið víðast lengur yfir en það tók Kínverja að útrýma farsóttinni úr landi sínu.

Ávinningurinn af heimskunni er því enginn fyrir utan ótímabæran dauða og margfalds efnahagslegs tjóns en hefði orðið ef veirunni hefði strax verið útrýmt í fyrstu bylgju og landamæri síðan varinn.

Vissulega hefði veiran blossað upp, en aðeins staðbundið og henni hefði þá aftur verið útrýmt með sömu aðferðarfræði.

 

Gleymum svo heldur aldrei að það var endalaust verið að naga niður sóttvarnir hérlendis með tilvísan í eitthvað sem átti að ganga betur í öðrum löndum þar sem að sögn miðuðust sóttvarnir við meðalhóf.

Gott og blessað, allir vita hvernig það endaði hjá þessum hinum, því raunveruleikinn er sá að annað hvort lokar þú á smitleiðir, eða þú situr uppi með faraldur fyrr eða síðar.

 

Við megum ekki gleyma þessu.

Styðjum núna Þórólf allt til enda.

 

Hann á það inni hjá okkur.

Kveðja að austan.


mbl.is Mótefnamælingar beðið vegna smitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Samt eru háværar raddir sem vilja að við förum að gefa eftir hluta af bóluefninu til að bólusetja ríkisstjórnina í Namibíu

þó svo að meirihluti íslendinga sé enn óbólusettur

Grímur Kjartansson, 2.3.2021 kl. 10:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur, það er eins og það er, við erum hluti af því sem kallast glóbal, þannig séð er erfitt að vera eyland, sem er bólusett, þegar streymi fólks er óheft á slík svæði.

Þetta er jafnvægi sem snýr hvorki að mér eða þér, en að baki er viss lógík.

Síðan má bæta við Grímur, að frá okkar fyrstu kynnum, þá hef ég upplifað málefnalega nálgun sem og sjónarmið, sem vert er að ræða, bæta bæði í efni pistla sem og spyrja um rök og sjónarmið.

Eitthvað sem ég hef tekið eftir á öðrum þræðum.

Gangi þér vel með það Grímur, þitt hlutverk er ekki síðra en þeirra sem pistla.

Þannig séð hefur umræðan aldrei skaðað neinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2021 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 1525
  • Frá upphafi: 1321533

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband