28.2.2020 | 11:35
Heimurinn slæst við kórónuveiruna.
Nema náttúrulega við Íslendingar, hér gilda önnur lögmál, og hér er upphaflegri taktík beitt og var í árdaga veirusmitsins í Kína.
Vandinn talaður niður, fólk sem varar við er ofsótt, engar ráðstafanir gerðar til að hindra að hún komi til landsins.
Raftar ríða röftum með barnaskap eins og að þetta sé eins og hver önnur flensa, nema drepi færri.
Hve heimskt má fólk vera ef það heldur að allur þessi viðbúnaður útí hinum stóra heimi sé vegna meinlausrar flensu, og óttinn sé eingöngu bundinn við framandi nafn veirunnar.
Í þessari frétt er vakinn athygli á því að "aukningin á fjölda smitaðra er þar með meiri en tilkynnt hefur verið um í Kína, þar sem veiran greindist fyrst.".
Sérstaklega athyglisvert því að í Kína fékk veiran að dreifa sér óáreitt í rúman mánuð, á einu þéttbýlasta svæði landsins, en í Suður Kóreu hefur verið barist frá fyrstu mínútu að hefta útbreiðslu veirunnar.
Það þarf ekki að hafa mikla dómgreind eða ályktunarhæfni að sjá að tölurnar frá Kína eru skáldaðar, hver sem skýringin á því er. Á þetta hafa fjölmiðlar sem hafa tengsl við Kína ítrekað bent á.
Falsið er samt notað til að réttlæta aðgerðaleysið, og fóðrar heimskuna um samanburðinn við meinlausa flensur.
Og fólk er blekkt með samanburði á fjölda greindra með smit og dánartölum, sem er alltaf rangt því það er ekki sama tímalínan.
Það rétta er að bera saman fjölda þeirra sem ná fullum bata við dánartöluna. Í dag er það hlutfall 7% samkvæmt opinberum kínverskum tölum, og munum að það er ekki hægt að treysta upplýsingum frá kínverskum stjórnvöldum.
Þetta er skýringin á því hve heimurinn hefur brugðist harkalega við útbreiðslu kórónuveirunnar.
Stöðugt berast fréttir af fyrirbyggjandi ráðstöfunum eins og lokun skóla í Japan eða bann við fjöldasamkomum í Sviss.
Ítalir reyna að loka veiruna inni og Kínverjar viðhalda ennþá sínum ströngu takmörkunum á ferðum fólks á smituðum svæðum.
Öll efnahagsstarfsemi slokknar á þessum smitsvæðum og slíkt gera menn ekki nema af brýnni nauðsyn þegar önnur ráð duga ekki.
Þannig er raunveruleikinn í dag útí hinum stóra heimi.
Ferðamenn gufa upp, hlutabréf eru í sögulegu falli, bæði vegna áhrifanna í Kína, sem og að ferðamannaiðnaðurinn er það mikilvægur að djúpstæð kreppa þar hefur dómínóáhrif á aðra þætti heimshagkerfisins.
Nái veiran að breiðast út í öðrum löndum eins og hún gerir í dag í Suður Kóreu, þá er ljóst að sóttkvíar verða um allan heim með tilheyrandi afleiðingum á efnahagslíf, að ekki sé minnst á að deildarkeppnir í fótbolta verða ekki kláraðar í bráð.
Sem er svo sem minnsti vandinn en táknrænt fyrir það sem á eftir að gerast.
Þetta eru bara áhrifin á mannlífið.
Á efnahagslífið.
Áhrif vegna fyrirbyggjandi aðgerða svo hægt sé að stöðva útbreiðslu veirunnar, einangra hana og láta hana svo deyja hægt og rólega út með því að koma í veg fyrir nýsmit.
En ef það mistekst þá er illt í efni.
Því þetta er ekki flensa.
Þetta er sótt sem drepur hluta af þeim sem fá hana.
Og enginn veit hve margir munu falla ef veira fær að dreifa sér stjórnlaust.
Nema það er vitað að þeir verða ekki fáir.
Kveðja að austan.
![]() |
Hátt í 600 ný tilfelli í S-Kóreu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2020 | 22:51
Er líf okkar komið undir þessu fólki??
Sem veit ekki einu sinni hvernig veiran smitast.
Og þarf blaðafulltrúa til að leiðrétta vitleysu sína.
Eins og menn séu elliærir eða með Alzheimer.
Eða hvað skýrir beina flugið frá smitsvæðum Ítalíu??
Kveðja að austan.
![]() |
Einkennalausir geta smitað aðra af kórónuveiru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2020 | 21:14
Mikil er ábyrgð þeirra sem gera lítið úr dauðans alvöru.
Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni er lítil sem engin ástæða til að óttast útbreiðslu kórónuveirunnar.
Versta hugsanlega sviðsmyndin er um 300 tilfelli, og upp undir tíu dauðsföll svo vitnað sé beint í frétt Mbl.is.
Og það hlýtur að vakna sú spurning, til hvers eða eyða öllum þessum fjármunum og tíma í að undirbúa eitthvað sem næstum ekkert er
Hafa þeir ekkert annað að gera þarna hjá almannavarnaráði??
Er ekki að koma eldgos einhvers staðar??
Enn stærri furður eru þessu ofsafengnu viðbrögð um allan heim.
Þegar þetta er ekki neitt, neitt, af hverju eru kínversk stjórnvöld að loka tugmilljóna inná heimilum sínum, lama allt atvinnulíf í hjarta iðnframleiðslu sinnar, og eiga á hættu fjöldagjaldþrot fyrirtækja og efnahagskreppu.
Á vef DV má lesa þessa frétt, vitnað í Bloomberg.
"Kínverskt efnahagslíf hefur ekki farið varhluta af COVID-19 kórónaveirunni. Stór hluti fyrirtækja á miklum vandræðum því starfsemi þeirra hefur raskast mikið vegna aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gjaldþrot vofir því yfir milljónum fyrirtækja.".
Er ekki alltí lagi með þetta fólk, veit það ekki það sem við vitum??
Af hverju var verið að reka embættismenn sem sögðu einmitt þetta í upphafi, að þetta væri ekki neitt, neitt og yrði að hafa sinn gang?? Skyldu þeir geta fengið vinnu hjá íslenskum stjórnvöldum, orði svona sérstakir ráðgjafar þjóðaröryggisráðs??
Og hvað var eiginlega að þessum lækni sem dreifði þeim meinta hræðsluáróðri að kórónaveiran væri bráðsmitandi og alvarleg ógn við lýðheilsu fólks??
Það er kannski erfitt að spyrja hann, því hann er dauður, en hann hefur örugglega dáið úr hræðsluáróðri en ekki veirusýkingunni, enda deyja ekki svona bráðungir menn, 34 ára úr þessari veiru. Og ef hann hefur sýkst, þá hefur hann feikað bæði útlit og fæðingarár,, örugglega verið 84 á eftirlaunum, og örugglega ekki verið augnlæknir sem var að skoða augnsýkingu hjá barni, heldur bráðaliði sem var alltaf að bora í nefið á sér eftir að hafa sinnt bráðveikum eldri borgurum.
Eða eitthvað, alla vega allt annað en hann raunverulega var. Ungur maður sem reynt var að þagga niður í, stálhraustur, en féll samt.
Raunveruleiki sóttvarnarlæknis hefur heldur ekki skilað sér til Ítalíu.
Þar hafa nokkrir sveitabæir verið einangraðir, um 60 þúsund manns segir Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona.
Þar hafa þegar fallið 12 einstaklingar, allt eldra fólk.
En veiran aðeins nýgengin.
Það er eins og eitt allsherjar samsæri sé í gangi gagnvart íslenskum stjórnvöldum og sérfræðingum þeirra.
Kínverjar ráku þá sem sögðu einmitt það sem sagt var á blaðamannafundinum í dag. Þeir lokuðu sýktum svæðum, og tóku þar með áhættu á alvarlegum áföllum í efnahagslífinu.
Eins og það sé ekki nóg, þá rífst raunveruleikinn við hinar hófstemmdu yfirlýsingar, fólk virðir ekki hina íslensku tölfræði, og fellur langt umfram hana.
Í dag er skráð dánarhlutfall 8%, það er fjöldi látinna miðað við fjöldann sem hefur fengið fullan bata. Það aftur virðist vera mun hærra hjá þeim sem fá hina alvarlegu lungnasýkingu.
Þetta er svona eins og að vera Palli litli einn í heiminum.
Svo er bara spurning, hverju trúir fólk??
Raunveruleikanum eða stjórnvöldum??
Það er mikið undir, sjálft lífið.
Það er nefnilega dauðans alvara að gera lítið úr drepsótt.
Eitthvað sem til dæmis kínversk stjórnvöld sáu að gengi ekki.
Við þykjumst vita betur.
Eða réttara sagt, ráðafólk okkar telur sig vita betur.
Mikil er ábyrgð þess.
Kveðja að austan.
![]() |
Heilbrigðiskerfið ráði við það versta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2020 | 14:11
Alvarleiki heimsfaraldursins er að renna upp fyrir fólki.
Fólk hættir ekki bara að ferðast, fólk hættir líka að mæta á mannamót, hvort sem það eru íþróttaviðburðir eða annað þar sem fjöldi fólks safnast saman á lítið svæði.
Og á meðan engin lækning er til, þá virðist eina ráðið til að hemja drepsóttina vera að loka á allt mannlíf á sýktum svæðum.
Með tilheyrandi afleiðingum á framleiðslu og dreifingu vara, hvort sem það eru iðnaðarvörur, matvæli eða lyf.
Þannig er raunveruleikinn í Kína, þannig er raunveruleikinn að verða á Norður Ítalíu, og enginn veit hvaða lönd munu bætast í hópinn á næstu dögum.
Nema við Íslendingar erum lígeglaðir.
Við sættum okkur við stjórn fávísra barna sem afrekuðu það helst á síðasta ári að innleiða regluverk um markaðsvæðingu orkunnar þar sem aðeins tímaspursmál er hvenær hún verður seld á evrópskum samkeppnismarkaði.
Eins bregðast þau við ógninni af fjölónæmum sýklum með því að aflétta helstu vörn þjóðarinnar, banni við innflutningi á ófrosnu kjöti, þvert gegn ítrekuðum aðvörunum sóttvarnarlækna sem vara við að slíkir sýkla séu helsta ógn við lýðheilsu mannkyns.
Og þau keyptu einn hvítan gám sem sóttkví og þar með er málið afgreitt hvað þau varðar. Eru staðföst í þeirri trú að kórónaveiran forðist hvíta sóttkvíargáma og muni því ekki láta sjá sig hérna á skerinu.
Þau höfðu ekki kjark að loka strax á aðstreymi ferðamanna frá sýktum löndum, og síðan þá hefur aðeins kjarkleysið aukist.
"Þetta er óþekkt vá sem enginn veit hvernig mun þróast" sagði prófessor við Háskóla Íslands, sérsvið, sóttvarnir, í útvarpsviðtali í morgun.
Auðheyrt var að hann skyldi ekki þá fávisku að líkja drepsóttinni saman við flensu.
Enda skilur fullorðið fólk ekki slíka veruleikafirringu.
En við erum varnarlaus, ægimáttur peninganna kom til valda börnum sem vita ekki hvað þau gjöra.
Sami ægimátturinn dreifir núna út sögusögnum og slúðri um að ekkert sé að óttast, eða hver er hræddur við flensu, deyr ekki bara gamla fólkið úr henni??
Svona er Ísland í dag.
Og það er engum nema okkur sjálfum að kenna.
Kveðja að austan.
![]() |
Verður Ólympíuleikunum aflýst? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2020 | 17:35
Sýklar hafa ekki tilkynningarskyldu.
Þeir eru jafnvel svo einfaldir að þeir þekkja hvorki eyðublöð eða regluverk Evrópusambandsins.
Sem þýðir að stimpluð eyðublöð skriffinna hefta ekki útbreiðslu þeirra.
Þetta vissu menn í gamla daga af biturri reynslu.
Sem dæmi má nefna að rétt fyrir utan höfnina í Feneyjum er eyja sem notuð var sem sóttkví þegar vitað var að drepsóttir voru í nánd.
Samt voru þá til eyðublöð, en of mikið var í húfi að láta fífl stjórna.
Því drepsóttir drepa.
Og því miður falla fíflin ekki fyrst,.
Kveðja að austan.
![]() |
Enginn sérstakur viðbúnaður við heimkomu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2020 | 13:43
Úrkynjun skriffinna
Er að afgreiða sýkla með þeim orðum að ekki hafi fundist salmonella í sýnum.
Eins og að salmonella ógni íslenskum búfjárstofnum.
Forheimskan og fávitahátturinn verður aðeins útskýrður með greiðslum, og áður en hinir siðblindu gróðafíklar fái réttlæta sig með því að keyptir sérfræðingar kenndir við dýralækna hafi skrifað uppá innflutning á sýklum, munum að sóttvarnarlæknar hafa fordæmt þennan innflutning.
Sýklar virða ekki landamæri, þeir eru ekki keyptir, þeir skrifa ekki álitsgerðir hinna siðblindu sem hafa raðast í samtök sem kennd eru við atvinnulíf, verslun og þjónustu eða önnur samtök þar sem hugmyndafræði andskotans hefur grafið um sig.
Sýklar og veirur drepa, ekki bara einangraða búrfjárstofna, við sjáum í dag heim á heljarþröm þar sem aðeins sóttkví fær hamið drápsveiru.
Börnin og fávitarnir sem samþykktu frjálsan innflutning á sýklum, sem er beint tilræði við íslenska búfjárstofna, og aðeins seinna beinn innflutningur fjölónæmum bakteríum, stjórna varnarviðbrögðum þjóðarinnar gagnvar Kóranaveirunni, sem drepur um það bil fjórðung af þeim sem fá lungnasýkingu afbrigði hennar.
Þeirra eina vörn er deila um hvort þau séu börn, eða fávitar, en sú réttlæting breytir ekki þeirri staðreynd að að þetta er fólkið sem stjórnar vörnum þjóðarinnar gagnvart frjálsum innflutningi á búfjársjúkdómum, á fjölónæmum sýklum, og í dag, vörnum okkar gagnvart Kóranveirunni.
Hver er gæfa þjóðar sem hefur ekki betra mannaval??
Þegar börnin okkar eru undir.
Kveðja að austan.
![]() |
Ein sending af ófrosnu kjöti skoðuð frá áramótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.2.2020 | 13:36
Dánarhlutfallið er einn á móti fjórum.
Þegar fyrstu fréttir bárust af kórónaveirunni þá fylgdi með fréttinni að um fjórðungur þeirra sem sýktust, fengju lungasýkingu sem virtist vera banvæn í flestum tilvikum.
Af einhverjum duldum ástæðum hafa margir ábyrgðaraðilar gert lítið úr þeirri staðreynd, bent á að færri hafi ennþá fallið en úr mislingafaraldri, og vísað í að fjöldi látinna sé aðeins nokkur prósent af staðfestum sýkingartilfellum.
Rökvillan er tvennskonar.
Annars vegar þá fær mislingurinn að ganga frjáls, fólk sem greinist er ekki sett í sóttkví, eða á nokkurn hátt sé gripið til ráðstafana til að hefta útbreiðslu hans. Sem þýðir að fjöldinn sýkist, og þá eðlilega eru dánartölur háar, ef miðað er við fjölda, þó hlutfallslega séu mjög í lægri kantinum.
Hins vegar þá er rangt að bera dánartölur við fjölda nýsmitaðra, veiran hefur sinn meðgöngutíma, þannig að með því eru ólíkar tímalínur bornar saman.
Það rétta er að bera saman fjölda látinna við fjölda læknaðra, og í dag er fullyrt að 3.838 hafi læknast á móti þeim 910 sem hafa látist.
Fyrstu fréttir eru því réttar, þetta er mannskæð sótt og það er í raun heiðarleg tilraun til fjöldamorða að gera lítið úr alvarleik hennar.
Hér heima fáum við þær fréttir að innlendir sem hafa heimsótt Kína séu beðnir að halda sig heima í sóttkví, en kínverskir ferðamenn fái hins vegar að valsa óhindrað um og dreifa veirunni óhindrað, séu þeir á annað borð smitberar.
Uppgefinn ástæða er hagur ferðaþjónustunnar, og ekki skal gert lítið úr þeim hag, en hversu margir mega deyja til að vernda þann hag??
Er ekki lágmarkið að sú tala sé gefin út??
Það er eins og við séum það veruleikafirrt að við áttum okkur ekki á hvað felst í orðinu veldisaukningu, sem er stærðfræðin að baki útbreiðslu veira.
Þær eru aðeins hamdar í upphafi, síðan er skaðinn skeður.
Í þessu tilviki óbætanlegur skaði.
Þessi veruleikafirring er að sama meiði og sú heimska barnanna sem stjórna þjóðinni, að leyfa örfáum siðblindum gróðafíklum frían innflutning á sýklum til landsins.
Þvert á brýnar aðvaranir helstu sérfræðinga þjóðarinnar að slíkt sé glapræði sem ekki bæði ógni heilbrigði búfjárstofna okkar, heldur líka lífi barna okkar í náinni framtíð.
Þeir benda á að ekki séu bara búfjárstofnar okkar berskjaldaðir fyrir sýklum sökum margra alda einangrunar, heldur líka sé framleiðsla matvæla í stóriðjubúum græðginnar með þeim hætti,að aðeins sé tímaspursmál hvenær fjölónæmir sýklar breiðist út frá þeim sökum gegndarlausrar sýklalyfjanotkunar í verksmiðjum þar sem alltof mörgum gripum er hrúgað saman.
Þetta er tímaspursmál, samt notuðum við síðustu andartökin til að eyðileggja þá sérstöðu þjóðarinnar að hafa aðgang að matvælum sem eru framleidd á heilbrigðan hátt.
Er hægt að vera meiri fífl, er hægt að vera meiri fávitar??
Síðan er það öruggt að frjáls innflutningur á sýklum mun slátra innlendum landbúnaði, svo eftir verður aðeins innlend framleiðsla handa efnuðum sérvitringum.
Þjóðin verður alfarið háð innflutning á matvælum.
Í heimi þar sem eina vörnin gegn skæðum drepsóttum er að skera á flutninga milli landa.
Og það er ekki aðeins fólk sem mun falla þegar fjölónæmu sýklarnir komast á kreik, búfjárstofnar verksmiðjubúanna munu þurrkast út, og þá er ekki gáfulegt að hið frjálsa flæði siðblindu og græðgi hafi útrýmt innlendum landbúnaði, líkt og hið frjáls regluverk hótar að gera víðast hvar á evrópska efnahagssvæðinu.
Hvað heljarítök hafa þessir siðblindu græðgiskrímsli á samfélögum okkar??
Af hverju látum við þá komast upp með þessa afmennsku samfélaga okkar??
Eiga þeir ekki nóg, hafa þeir ekki grætt nóg??
Sjáum við ekki að það gengur ekki að heimurinn sé orðinn eitt þorp, þar sem megnið af framleiðslunni á sér stað í þrælabúum, þrælaverksmiðjum fjarlægra fátækra landa??
Ef ekki finnst fljótlega lækning við kórónaveirunni þá munu Kínverjar ekki getað hamið hana án þess að loka alla inni, og á meðan mannar enginn færibönd hinna siðblindu þrælahaldara.
Og aðrar þjóðir geta ekki forðað sér frá miklum hörmungum nema með því að skera á öll tengsl við sýkt svæði.
Það fyrsta sem fellur er glóbal hagkerfið, og þá standa þær þjóðir ekki vel sem hafa leyft þessum Örfáum að útvista megnið af framleiðslu sinni.
Hvort sem það tekst að hemja þennan faraldur eða ekki, þá er ljóst að þessi veira er aðeins aðvörun um það sem koma skal.
Að halda annað er afneitun á þeim bitra raunveruleik að sýklarnir virðast ætla að vinna stríðið við sýklalyfin.
Og heimsþorpið er berskjaldað gagnvart komandi faröldum og líklegt að það gliðni þegar hver fyrir sig reynir að verja sitt nærumhverfi.
Í þessu dæmi er ekki tryggt eftirá.
Þjóðir þurfa að reikna með þeim raunveruleika að vera sjálfum sér nægar um brýnustu lífsnauðsynjar í lengri eða skemmri tíma, og þær sem hundsa þá staðreynd munu upplifa örlög Rómarborgar hinnar fornu sem hafði leyft þrælahöldurum að útrýma allri matvælaframleiðslu í nærumhverfi með innflutningi á ódýru korni frá fjarlægum þrælabúum.
Róm með sínum milljón íbúa fór niður í örfá þúsund á nokkrum misserum.
Skýringin var ekki slátrun erlendra herja, heldur var skorið á matvælaflutninga til borgarinnar þegar Vandalir lögðu undir sig kornræktarlönd Norður Afríku.
Eitthvað slíkt gerist alltaf fyrr eða síðar.
Og þá sveltur sá sem leyfði útvistun matvælaframleiðslu sinnar.
Í dag búum við að okkar.
Fífl á þingi í vasa Örfárra gróðafíkla vilja útvista því sem við eigum og höfum átt í hundruð ára.
Og við segjum ekkert.
Hvað veldur.
Kveðja að austan.
![]() |
Gærdagurinn sá mannskæðasti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2020 | 00:30
Fávitavæðing Alþingis.
Gjaldþrot vitsmunumræðu þjóðarinnar, er samþykkt Alþingis á þessari tillögu stjórnarandstöðunnar.
Hvað greiðir þú fyrir veiðirétt ef þú þarft ekki að virða vestræna kjarasamninga, hvað þá innlenda sem kveða á um skiptan hlut milli útgerðar og sjómanna, og þú berð enga ábyrgð eða skyldur gagnvart fólki eða samfélögum sjávarbyggðanna?
Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að bera þetta saman??
Í stærra samhengi, hver er framtíð þjóðar sem kýs fífl til að stjórna??
Það er hægt að deila um ólíka sýn á samfélagið, hvaða kerfi eða stefna er heilladrýgust til lengri tíma varðandi velferð og velmegun fjöldans, sem og við mistreystum einstaklingum til að stjórna og stýra.
En það deilir enginn um tæra heimsku.
Eðli hennar er að hún er óumdeilanleg.
Nema á Alþingi Íslendinga.
Kveðja að austan.
![]() |
Einhverskonar pólitískur loddaraskapur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2020 | 09:35
Trúverðugleiki er auðlind.
Sem fæst ekki keypt útí búð.
Mér minnisstæð ein saga frá unglingsárum mínum þegar drengur einn góður, jafnaldri minn, gat ekki sinnt vinnu sinni einn daginn því hann þurfti að rúnta um bæinn og segja nýjustu fréttina, þetta var fyrir daga Séð og Heyrt og Smartlands, og þegar hann fann að honum var lítt trúað, þá sagði hann; "þetta er alveg satt, ég er ekki að ljúga". Eins og að hann gerði sér grein fyrir að hann hefði orð á sér að skálda upp sögur.
Hann hafði nefnilega glatað trúverðugleik sínum.
Þjóðverjar lentu í þessu sama þegar þeir kölluðu til Rauða Krossinn og erlenda sendifulltrúa (Sviss) og sýndu þeim líkamsleifar allt að 20.000 hertekinna pólskra liðsforingja sem þeir sögðu að Rauði herinn hefði myrt eftir uppgjöf Póllands.
"Við gerðum þetta ekki", vitandi uppá sig skömmina að þeir hefðu alveg getað framið slíkt illvirki.
Og þeim var ekki trúað, þeir höfðu logið of miklu, of oft, of ítrekað.
Vandi alræðisstjórna fyrr og síðar, þeim er ekki trúað því sannleikurinn er valkvæður, aðeins nýttur þegar hann hentar.
Hafa engan trúverðugleik.
Bandaríkin, þetta forystuland vestrænna lýðræðisþjóða, naut þess að umgjörð lýðræðisins gerir ráð fyrir sannsögli ráðamanna, bæði veita frjálsir fjölmiðlar aðhald, slíkt er hlutverk stjórnarandstöðu, og víða varðar það við lög, til dæmis í Bandaríkjunum en ekki á Íslandi, að ljúga að þjóðþingi.
Í Kalda stríðinu naut Bandaríkin þess að þeim var trúað miklu frekar en Sovétmönnum, og þó oft væri reynt á þann trúverðugleik, til dæmis í Víetnam stríðinu, að þá treysti fólk því að á ögurstundu í ögurmálum sögðu leiðtogar þess satt.
Þess vegna var þeim trúað í aðdraganda innrásarinnar í Írak, þó strax hringdu aðvörunarljós þegar það átti að hengja illvirki Alkaida á Saddam Hussein, þeir sem fylgdust með alþjóðlegum fréttum vissu annars vegar að veraldlegu einræðisherrarnir í arabaheiminum litu á íslamska bókstafstrú sem ógn, og Islamistar voru réttdræpir í löndum eins og Írak og Sýrlandi, hins vegar að allir þræðir árásanna á Tvíburaturnanna lágu til Ryad höfuðborgar Sádi Arabíu. Sem og það er vitað að Sádar fjármagna hatursorðræðu og öfga í moskum um allan heim, sérstaklega á Vesturlöndum.
Ríkisstjórn Bush kaus hins vegar að ráðast inní Írak á fölskum forsendum, hver sem ástæðan var, þá var hún aldrei gefin upp, heldur aðeins uppdiktaður sögur um gjöreyðingarvopnaeign Saddams og logið upp tengslum við Islamista og hryðjuverk þeirra.
Og þegar heimsbyggðin áttaði sig á því að þetta var allt saman lygi, þá misstu bandarísk stjórnvöld trúverðugleik sinn, þeim var ekki treystandi að segja satt á ögurstundu, og beittu afli sínu til að telja stuðningsfólki eða fylgjendum sínum í trú um að lygi væri sönn, fóru þar í brunn áróðursmeistara alræðisríkjanna, að markaðssetja lygina sem sannleik þegar það hentaði.
Donald Trump segir í dag að Íranar hafi ætlað að ráðast á fjögur bandarísk sendiráð og til að hindra þær árásir hafi verið nauðsynlegt að drepa herforingjann sem skipulagði þessar árásir.
Þetta vekur uppi tvennar spurningar, af hverju yfir höfuð ættu Íranar að standa í slíku veseni og til hvers, sem og hefur Donald Trump sagt satt orð í þessu máli eftir að hann fyrirskipaði launmorðið á Soleimani.
Fyrri spurningin reynir aðeins á heilbrigða skynsemi fólks (sem allir hafa þó margir kjósi vissulega að afneita henni), af hverju ættu Íranar núna að vera skipuleggja slíkar árásir uppúr þurru og hver er ávinningur þeirra??
Það er ekki hægt að vísa í söguna, og ef menn ætla sér að efna til ófriðar, taka menn þá uppá því að ráðast á best vörðu húsakyn heimsins í dag, sem þar að auki innlend stjórnvöld bera ábyrgð á öryggisgæslu??
Slíkt er óðs manns æði, og það er ekkert sem bendir til þess að sá launmyrti, eða aðrir ráðamenn Írans séu óðir, þeir virðast tefla sína stórveldisskák (þeir eru stóra ríkið á svæðinu) nokkuð örugglega og út frá þeirra forsendum og styrk, skynsamlega.
Gæti samt verið, en þá reynir á trúverðugleika Trumps.
Hann hélt ræðu eftir launmorðið þar sem hann útskýrði tilræðið og þar var ýmislegt fullyrt.
Hér á Moggablogginu er ákaflega vandað blogg þar sem höfundurinn Einar Björn Bjarnason er víðlesinn, fjallar ítarlega um einstök efni og vísar iðulega í skrif og heimildir í pistlum sínum áður en hann dregur af þeim ályktanir.
Þetta er það sem Einar segir um hvernig Trump höndlar sannleikann;
"Úr ræðu Tumps.
As the head of the Quds Force, Soleimani was personally responsible for some of the absolutely worst atrocities...He viciously wounded and murdered thousands of U.S. troops, including the planting of roadside bombs that maim and dismember their victims.
Ræða Trumps er afar sérkennileg -- hann virðist kenna Quassem Soleimani um dauða sérhvers bandarísks hermanns, sem farist hefur -- síðan formlegu stríði lauk í Írak eftir innrás 2003. --En þ.e. eina leiðin sem ég fæ fullyrðingu hans, um dauða þúsunda hermanna, að ganga upp.
En Bandaríkin sannarlega urðu fyrir töluverðu manfalli, í Írak - þegar átök þar voru við al-Qaeta, og einnig í Afganistan þ.s. átök hafa verið við Talibana. --En þ.e. algerlega absúrd, að tengja dauða þessara hermanna við Íran. Eina skiptið sem hugsanlega má tengja dauða bandar. hermanna við Íran -- er á 9. áratug 20. aldar, Lýbanon sprengjutilræði framkv. af Hezbollah. --En það var auðvitað löngu áður en Quassem Suleimani kom við sögu.
Vandamál við tal Trumps -- er hvað það er oft fullt af - bullshit.
Soleimani directed the recent attacks on U.S. personnel in Iraq that badly wounded four service members and killed one American, and he orchestrated the violent assault on the U.S. embassy in Baghdad.
Hópur íraskra Shíta reyndi að storma bandar. sendiráðið í Írak - það var eldflauga-árás á bandar. herstöð sem rakin er til annars vopnaðs shíta hóp í Írak. --Ef Trump hefur einhverja réttlætingu fyrir drápi á Soleimani, þá er það dauði þessa eina hermanns. Bandaríkin hafa lengi haft þá stefnu að hefna harkalega fyrir -- fall á eigin hermanni. Hinn bóginn sé venja að -- senda sprengjur á einhverja herstöð þess lands, sem talið er bera ábyrgð -- ekki að drepa einn af helstu leiðtogum þess. A.m.k. man ég ekki eftir nokkru dæmi þess, Bandar. hefni sín með nákvæmlega þessum hætti - þegar einn maður fellur. --Þegar Bandaríkin eru ekki í formlegu stríði.
Hinn bóginn, hafa fullyrðingar Trumps á þann veg Soleimani beri ábyrgð á dauða -- þúsunda bandar. hermanna í gegnum árin, engin veruleika-tengsl. Að kalla hann, fremsta hryðjuverkamann heims -- farsakennt.
Irans hostilities substantially increased after the foolish Iran nuclear deal was signed in 2013, and they were given $150 billion, not to mention $1.8 billion in cash...Then, Iran went on a terror spree, funded by the money from the deal, and created hell in Yemen, Syria, Lebanon, Afghanistan, and Iraq.
Eitt versta vandamálið við ræður Trumps - er bullið í þeim. Þarna endurtekur hann þráð, sem kennir Íran um allt sem miður hefur farið í Mið-Austurlöndum sl. áratug - sbr. stríðið í Sýrlandi, átök í Afghanistan og Írak. Rugl er of veikt orðalag - allir vita að Írak varð fyrir innrás ISIS 2013, og meira að segja Trump ætti að vita, að íranskir aðilar tóku þátt í aðgerðum í samvinnu við bandarískan her, til að kveða niður Íslamska ríkið. Að sjálfsögðu ber Íran ekki ábyrgð eitt á þeirri átakasyrpu sem spratt af stað í Sýrlandi. Að tengja Íran við átök þ.s. Bandar. voru í árekstri við Talibana -- fær mann til að velta fyrir sér, hvað Trump var að reykja -- þetta er slíkt bull.
They must now break away from the remnants of the Iran deal - or JCPOA - and we must all work together toward making a deal with Iran that makes the world a safer and more peaceful place...Peace and stability cannot prevail in the Middle East as long as Iran continues to foment violence, unrest, hatred, and war....Today, I am going to ask NATO to become much more involved in the Middle East process.
Eina ferðina enn, vandamálið við ræður Trumps er bullið í þeim. Trump sem sagt, miðar út frá kenningu sem á engan stað í raunveruleika, þ.s. Íran er erki óvinur alls góðs í Mið-Austurlöndum, bakvið allt slæmt sem gerist og hefur gerst. Kenning sem er fullkomnir órar.".
Það er eiginlega sjaldgæfari atlaga að sannleikanum en þessi ræða Trump.
En atlagan að lýðræðinu er samt fólkið sem tekur undir bullið þó það viti betur.
Það er lýgur gegn betri vitund.
Alþekktur siður hjá stuðningsmönnum alræðisstefna, plága sem hrjáði lýðræðislega umræðu til dæmis á dögum Kalda stríðsins þegar kommúnistar litu á orð Stalíns sem heilög orð meitluð á steintöflu.
Við upplifum þessar lygar og falsarnir á Íslandi í dag.
Elsti og virtasti fjölmiðill landsins er í þessu fúafeni og virtir sérfræðingar um erlend málefni skrifa greinar í blöðin og vitna í fjarstæðuskrif máli sínu til stuðnings.
Það er sök sér að réttlæta launmorð með því að viðkomandi hafi ekki verið góð manneskja en það er aldrei réttlætanlegt að gera slíkt með beinum lygum, eða vitna í beinar lygar máli sínu til stuðnings.
Slíkt er ekki gengisfelling viðkomandi, slíkt er ekki einu sinni atlaga að trúverðugleik viðkomandi.
Heldur endalok hans.
Er Trump þess virði??
Kveðja að austan.
![]() |
Áætluðu árásir á fjögur bandarísk sendiráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2020 | 21:31
Bandamenn fagna launmorðinu.
Sem Morgunblaðið af sinni alkunnri kurteisi kallar víg líkt og þegar kappar drápu hvorn annan á söguöld Íslendingasagnanna.
Þessir bandamenn eiga ekkert skylt við bandalagsþjóðirnar sem lögðu skrímsli nasismans að velli, eða þá sem snéru bökum saman við að fella annað skrímsli, og það nýrra, Ríki Íslams, heldur eru bandamenn hinir nýju þeir Donald Trump Bandaríkjaforseti, viðskiptafélagi hans, Múhameð Bin Salman krónprins Sádi Arabíu og miðaldamorðingjarnir sem spruttu út úr Wahhabismanum sem er ríkistrú Sáda.
Fyrir Donald er þetta bisness, og það arðsamur, fyrir Salman er þetta tilbúinn blóraböggull fyrir öll voðaverk Sáda og fyrir Ríki Íslams er þetta kærkomin grið frá aðgerðum Kúrda, Írana og jú Bandaríkjanna sem næstum höfðu gengið frá samtökunum dauðum.
Hafi menn einhvern tímann efast um snilld Donald Trumps, þá þarf ekki frekari vitnanna við, hann getur gert utanríkismál öflugasta ríkis heims, að viðskiptatækifæri fyrir sjálfan sig.
Og fer léttara með að sannfæra stuðningsfólk sitt en sjálfur frelsaranum tókst með sína, því Jesú dugði ekki kraftaverkin, heldur þurfti hann krossfestinguna og upprisuna til að lærisveinar hans í raun fóru að taka mark á honum.
Áður virtist hann hafa verið bara svona skaffari.
Hvernig Donald Trump fer að þessu má guð vita.
En hann fer að þessu.
Herinn setur sig ekki upp á móti.
Þeir sem græða á átökum eða styrjaldarástandi, standa þétt að baki Trump.
Og fjöldinn vitnar þrátt fyrir að varla er liðin vika síðan Íslamistar voru efstir á blaði yfir óvini hins hvíta kristna miðaldra manns.
Trump er síðan húmoristi, hann vill fá friðarverlaun fyrir að æsa til ófriðar.
Sem og að gefa hryðjuverkafólki frið og næði til að safna kröftum og skipuleggja frekari ódæði gagnvart kristnu fólki, hvort sem það erum við hin réttdræpu á Vesturlöndum (opinbert námsefni í skólum Sáda), eða það sem ennþá hefur þraukað í vöggu kristninnar í Miðausturlöndum.
Þetta er ekki öllum gefið.
Eiginlega engum.
Kveðja að austan.
![]() |
Ríki íslams fagnar vígi Soleimani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 543
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 5334
- Frá upphafi: 1488221
Annað
- Innlit í dag: 485
- Innlit sl. viku: 4613
- Gestir í dag: 430
- IP-tölur í dag: 416
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar