Alvarleiki heimsfaraldursins er að renna upp fyrir fólki.

 

Fólk hættir ekki bara að ferðast, fólk hættir líka að mæta á mannamót, hvort sem það eru íþróttaviðburðir eða annað þar sem fjöldi fólks safnast saman á lítið svæði.

 

Og á meðan engin lækning er til, þá virðist eina ráðið til að hemja drepsóttina vera að loka á allt mannlíf á sýktum svæðum.

Með tilheyrandi afleiðingum á framleiðslu og dreifingu vara, hvort sem það eru iðnaðarvörur, matvæli eða lyf.

Þannig er raunveruleikinn í Kína, þannig er raunveruleikinn að verða á Norður Ítalíu, og enginn veit hvaða lönd munu bætast í hópinn á næstu dögum.

 

Nema við Íslendingar erum lígeglaðir.

Við sættum okkur við stjórn fávísra barna sem afrekuðu það helst á síðasta ári að innleiða regluverk um markaðsvæðingu orkunnar þar sem aðeins tímaspursmál er hvenær hún verður seld á evrópskum samkeppnismarkaði.

Eins bregðast þau við ógninni af fjölónæmum sýklum með því að aflétta helstu vörn þjóðarinnar, banni við innflutningi á ófrosnu kjöti, þvert gegn ítrekuðum aðvörunum sóttvarnarlækna sem vara við að slíkir sýkla séu helsta ógn við lýðheilsu mannkyns.

Og þau keyptu einn hvítan gám sem sóttkví og þar með er málið afgreitt hvað þau varðar.  Eru staðföst í þeirri trú að kórónaveiran forðist hvíta sóttkvíargáma og muni því ekki láta sjá sig hérna á skerinu.

Þau höfðu ekki kjark að loka strax á aðstreymi ferðamanna frá sýktum löndum, og síðan þá hefur aðeins kjarkleysið aukist.

 

"Þetta er óþekkt vá sem enginn veit hvernig mun þróast" sagði prófessor við Háskóla Íslands, sérsvið, sóttvarnir, í útvarpsviðtali í morgun.

Auðheyrt var að hann skyldi ekki þá fávisku að líkja drepsóttinni saman við flensu.

Enda skilur fullorðið fólk ekki slíka veruleikafirringu.

 

En við erum varnarlaus, ægimáttur peninganna kom til valda börnum sem vita ekki hvað þau gjöra.

Sami ægimátturinn dreifir núna út sögusögnum og slúðri um að ekkert sé að óttast, eða hver er hræddur við flensu, deyr ekki bara gamla fólkið úr henni??

 

Svona er Ísland í dag.

Og það er engum nema okkur sjálfum að kenna.

Kveðja að austan.


mbl.is Verður Ólympíuleikunum aflýst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 519
  • Sl. sólarhring: 620
  • Sl. viku: 684
  • Frá upphafi: 1320527

Annað

  • Innlit í dag: 457
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 425
  • IP-tölur í dag: 422

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband