Þegar prófessorar leika fífl.

 

Og komast upp með það, þá sér maður hvað í raun er illa komið fyrir þjóðinni.

Þá skilur maður betur af hverju þjóðin var rænd fyrir opnum tjöldum, svívirt síðan eftir ránið með því að ræningjaöflin náðu öllum völdum með vel úthugsuðum blekkingarleik með því að skáka Sjálfstæðisflokknum til hliðar um stund á meðan hið gamla kerfi var endurreist á kostnað almennings, með blóði og svita hins almenna borgara þessa lands.

Ég hef verið mjög hugsi yfir þeirri atburðarrás sem leiddi til þeirra kosninga sem verða næsta laugardag, ég skil alveg að ærlegt fólk vilji "nútímavæða" stjórnarskrána, en að það skuli ljá nafn sitt og stuðning við þau handarbakarvinnurbrögð sem hafa einkennt allt ferlið, er mér fyrirmunað að skilja.

En meira um það á morgun, ég endurræsti víst þetta blogg þessa vikuna vegna greinar sem ég ætla að henda inn þá.

 

Það var Feisbókarfærsla á tímalínu minni eftir góðan dreng sem vakti athygli mína á nýjusta bloggpistli Stefáns Ólafssonar prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Ég las og varð orðlaus.  Þeir sem vilja verða orðlausir, geta gúglað Stefán og lesið þennan pistil hans.

Ég tek það fram að ég veit að Stefán er ekki svona heimskur eins og pistillinn sýnir, þetta er áróðurspistill, hálfsannleikur sett í skrumskælda mynd í trausti þess að trúgjarnt fólk sjái ekki í gegnum blekkingarvefinn, en það afsakar ekki manninn.

Notkun hans á staðreyndum og það samhengi sem hann setur þær í er með þvílíkum eindæmum að enginn maður, kenndur við prófessorstöðu og í vinnu hjá almenningi, getur látið svona fölsun frá sér.

 

Greinin heitir, "Óreiðuskuld Davíðs Oddssonar" og er skrifuð til að peppa upp liðið fyrir kosningarnar á laugardaginn.    Af einhverjum ástæðum virðist margir tengja saman Davíð og stjórnarskrá lýðveldisins og telja að þeir klekki á Davíð með því að styðja tillögur stjórnlagaráðs.  Þess vegna  er gömul lumma endurtekin, um að Davíð Oddsson hafi valdið þjóðarbúinu sérstökum búsifjum í aðdraganda hrunsins.

Nánartiltekið búsifjum upp á 267  milljarða eða 3,2 milljónir á hverja 4 manna fjölskyldu.

Er þá vísað í meint tap Seðlabankans vegna fall bankanna.

 

Ef fólk les án þess að hugsa þá gæti það fallið í þá gryfju að trúa þessari vitleysu.

En ef fólk hugsar, þá ætti það að sjá í hendi sér að það unnu fleiri hjá Seðlabankanum en Davíð Oddsson.  Og án þess að ég sé nokkuð að gera lítið úr Davíð Oddssyni, þá hafði hann minnst með stefnu Seðlabankans að gera, af þeirri einföldu ástæðu, hann hafði minnstu þekkinguna á peningamálum innan bankans.

Bankastjórarnir voru þrír, það var aðalhagfræðingur, aukahagfræðingur og líklegast hátt í hundrað aðrir hagfræðingar.  

Lögmaður, og fyrrum stjórnmálamaður, skipar þessum mönnum ekki fyrir verkum.  Hafði örugglega einhver áhrif, en ekki svo mikil að hann gæti neitt aðra starfsmenn bankans, þar með 2 aðra bankastjóra sem voru hreinir fagmenn, og það virtir fagmenn, til að framfylgja stefnu sem allir aðrir seðlabankar heims framfylgja þegar lausafjárerfiðleikar hrjá fjármálakerfið.

Það er að útvega fjármálakerfinu lausafé sem er aðalhlutverk seðlabanka.

 

Því í ákafa sínum við að ná höggi á Davíð, þá gætir Stefán Ólafsson ekki að því að ef Davíð Oddsson ber ábyrgð á þessum lánveitingum, þá hafa aðrir starfsmenn seðlabankans viljað gera eitthvað annað.

Til dæmis að lána ekki bönkunum, og hefði það þá í fyrsta skiptið í seðlabankasögu heimsins sem það hefði ekki verið gert.  

Og þar að auki hafi þeir allir sem einn, kyngt þessari stefnu Davíðs Oddssonar, án þess að mótmæla, án þess að láta forsætisráðherra eða fjármálaráðherra vita.

 

Að sjálfsögðu var þetta ekki þannig, seðlabankar lána í lausafjárkreppum, og allir seðlabankar heims lánuðu bönkum sínum í aðdraganda fjármálakreppunnar miklu haustið 2008. 

Líka seðlabanki Íslands.

Ekki vegna Davíðs Oddssonar, heldur vegna þess að það er það sem seðlabankar gera.

Seðlabanki Íslands hefði gert það þó Davíð Oddsson hefði verið húsvörður, en ekki bankastjóri, hann hefði gert það þó Davíð Oddsson hefði verið á móti því, hann hefði gert það þó Davíð Oddsson hefði ekki verið til.

Lánveiting seðlabankans til bankanna hafði akkúrat ekkert með Davíð Oddsson að gera.

 

Þetta er hin algjöra heimska í grein Stefáns Ólafssonar sem prófessor má ekki gera sig sekan um.  Og hann ætti að hrekjast úr embætti vegna aðhláturs.  Það er ef allt er eðlilegt hjá íslensku þjóðinni.

Blekkingin, að telja fólki í trú um að um einhverja óeðlilega athöfn hafi verið að ræða, er líka ærin ástæða til að láta manninn fara.

Það má vel vera að lærdómur fjármálakreppunnar verði sá að seðlabankar gæti betur að sér í svona lánveitingum en það er eðli lærdóms að lúta tímalínu, ég læri ekki eitthvað í dag til að bæta úr axarskapti gærdagsins.

Og seðlabankar heimsins hafa ekki ennþá dregið þennan lærdóm.  Til dæmis dælir Seðlabanki Evrópu gífurlegum fjármunum í bankakerfi evrusvæðisins og heldur því á floti á þann hátt.  Það þarf ekki að taka það fram að Davíð Oddsson ber ekki ábyrgð á þeirri ákvörðun.

 

Að lokum má benda á ranga notkun Stefáns á þessu meinta tapi.  

Seðlabankar tapa ekki peningum, þeir búa þá til.

Þeir geta tapað gullforða sínum, eða gjaldeyrisforða sínum, en þeir tapa aldrei gjaldmiðlinum sem þeir skapa.  

Dæli þeir peningum út í loftið, þá kallast það peningaprentun, sem þynnir gjaldmiðilinn, annað er það ekki.

Það greiðir enginn þessa 267 milljarða, þeir eru bara prentaðir uppá nýtt.

Ef við hefðum haft evruna, þá hefði þetta sannarlega verið tap, en sem betur fer, þá var það ekki.

 

Það skiptir kannski litlu máli að vera nöldra út af svona.

Ég veit að þeir sem trúa Stefáni, og lesa þennan pistil, þeir taka ekki neitt mark á rökum mínum.  Eða rökum yfir höfuð.  Pólitísk afstaða þeirra byggist á skoðunum eða trú, staðreyndir eða blekkingar, rök eða rökræða, fær engu breytt.

Og það er málið, það fær engu breytt.

Þjóðin er svo firrt, svo auðplötuð að ekkert fær ógnað Valdinu sem rændi okkur og svívirti.

Það tvístrar þjóðinn með allskonar blekkingarleik, og sundruð mun þjóðin ekki ná að verja framtíð sína.

 

Ég hef alltaf trúað á þjóðina, aldrei misst vonina, alltaf talið að hún myndi að lokum sjá í gegnum blekkingarvefi Valdsins.

Að hún væri slegin blindu, en ekki blind.

En núna er ég hugsi, mjög hugsi.

 

Enhvað um það, greinin um stjórnlagafárið kemur í fyrramálið.

Maður má ekki bregðast ICEsave lúserunum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


Fjármálastöðugleiki að hætti ESB.

 

Ha, ha, kunna þeir annan.

Kostaðir ICEsave lúserar  ríða röftum gegn íslensku leiðinni, að orð stjórnvalda, sem kosta ekki krónu, en þýða mikið, stöðugleika, verði afnumin og hið gjaldþrota evrópska skuldakerfi verði tekin upp þess í stað.

Evrópska skuldakerfið, kerfið sem gerir skattgreiðendur ábyrga fyrir einkabönkum, virkar ekki.  Í dag er fjármagnsflótti frá öllu evruríkjum, sem nota þetta kerfi, til Þýskalands.  Þessi fjármagnsflótti væri til Bandaríkjanna ef til væri einn frjáls dollar í Evrópu en svo er ekki, einu dollararnir sem hið gjaldþrota evrukerfi hefur, er lánalínan frá Bandaríska seðlabankanum til evrópska seðlabankans.

Sem þýðir að menn skipta á dollar og vörum, en ekki evrum og dollar.

 

Evrópska fjármálakerfið er fallið, aðeins inngrip Evrópska seðlabankans heldur því gangandi.

Samt eru til nógu mikil kostuð fífl á Íslandi sem leggja til að við tökum upp þetta evrópska kerfi, í nafni fjármálastöðugleika.  

Er íslenska fjármálakerfið óstöðugt í dag???  Leitar fé úr bönkunum???  Og þá hvert????

 

Það er sorglegt að svona bull skuli vera frétt í frjálsum fjölmiðli, þetta er líkt og fréttatilkynning Norðurkóreska matvælaráðuneytisins, um metuppskeru og sjúka bændur vegna ofáts, væri uppsláttur hjá Morgunblaðinu.

Eins og var hjá Þjóðviljanum í gamla daga sem sagði sigurfréttir af árangri hin svovéska samyrkjubúskaparkerfis.  Í miðri hungursneiðinni í Ukraníu.

Að birta bullið athugasemdarlaust, án þess að taka það fram að þetta er pólitískur áróður, liður í að innlima landið í Evrópusambandið, vekur enn og aftur spurningar um hvort gjald Óskars Magnússonar fyrir að fá skuldir gamla Moggans afskrifaðar, sé stuðningur blaðsins við Bjarna Ben og Evrópudraum hans.  Að blaðið vinni með ESB innlimuninni í fréttaflutningi sínum en tilgangur þess sé falinn á bak við leiðara Davíðs, sem eru allir eins, á móti Jóhönnu og ESB.

Það er eins og það sé enginn munur á Mogganum og Ruv, gagnrýnislaust er kostað bull ESB innlimunarsinna birt eins og um sannleik sé að ræða.  

Eins og sitt hvor deildin í Pravda.

 

En þetta er ekki sérfræðingahópur, þetta eru málaliðar ESB og þeir bulla í þágu innlimunarsinna.

Að taka mark á þeim er eins og að láta hina fornu gullgerðarmeistara taka yfir kennslu í eðlis og efnafræði við Háskóla Íslands.

Þetta er fólk sem ákveður niðurstöðuna fyrirfram og týnir svo til rök sem það heldur að það passi.

Gæti gengið, ef ekki væri árið 2012.

 

Í dag er evran hrunin, í dag er ekki til neitt sem heitir fjármálastöðugleiki hjá ESB.

Og ærlegur blaðamaður tekur það skýrt fram þegar hann birtir fréttatilkynningu brandarahópsins sem kallar sig Sérfræðingahóp um fjármálastöðugleika.

Nema að fjölmiðillinn sem hann vinnur á, sé líka einn stór brandari.

 

Og hvað er Davíð þá???

Kveðja að austan.


mbl.is Vilja afnema ábyrgðaryfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kveikti maður í húsinu.

 

Tryggingarfélagið sendi íbúunum reikninginn.

Sá sem kveikti í, skrifaði grein og hafði áhyggjur af skuldum þeirra sem þurftu að byggja sér nýtt hús.

Er þetta trúverðugt????

Kveðja að austan.


mbl.is Vöggugjöf og eignaupptökuskattur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæ ó jippí a jei, það eru að koma kosningar.

 

Ætli næsta frumvarp verði ekki um styrkingu sjúkrahúsa á landsbyggðinni.

Þar næsta frumvarp verði tekið beint uppúr frægri ræðu Jóhönnu Sigurðardóttir um Skjaldborg heimilanna.

Þar, þar næst verður frumvarp Steingríms Joð Sigfússonar um EKKI eignarhald ameríska vogunarsjóða á íslensku bönkunum.

Og þar, þar  þar næst verður eitthvað sem  mikið verður deilt um á næsta ríkisstjórnarfundi, hvað kemur næst undir liðnum "þar, þar, þar næst", það er úr svo mörgu að velja, listi hinna svikinna loforða er því sem næst ótæmandi.

Það er ef haft er í huga þeir örfáu mánuðir sem þessir leppar íslensku útrásarvíkingana hafa til ráðstöfunar.  Það er jú kosningar eftir nokkra mánuði.

 

En kannski, kannski er dularákvæði í komandi stjórnarskrárkosningum sem kveður á um að ef ríkisstjórn landsins mælist með áður óþekkt fylgi, og þá í neðri kantinum, að þá fái hún annað tækifæri.

Og þá með tilvísun í jafnréttisákvæði núverandi stjórnarskráar, að enginn megi vera of vondur við annan.

 

Ef svo er, þá Nei, það verða ekki rosa, rosa mörg jákvæð frumvörp um allt sem betur má fara, skilyrði hins annaðs tækifæris er eitt, og aðeins eitt.

Ríkisstjórnin má ekki ljúga lengur, sem þýðir, engin frumvörp, og málbann á Jóhönnu Sigurðardóttir.

En Steingrímur sleppur, hann kann ekki að ljúga, hann trúir.

Eða réttara sagt trúir sínum eigin orðum.

 

Sem þýðir að líklegast duga ekki 4 ár í viðbót.

En skiptir engu máli, skrípið næsta laugardag verður ekki kosið, þar með er úti um von ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir um second sjens.

Og "góðu" frumvörpin munu hellast yfir þjóðina.

 

Vonandi ekki í yfirvinnu þeirra starfsmanna sem þurfa að prenta svikatextann, það er of dýrt.

Það vantar pening í endurnýjun tækja á sjúkrahúsum.

 

Stjórnin þarf að springa í haust.

Kveðja að austan.


mbl.is Skerðingar lækkaðar á 4 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur allt í rúst.

 

Hvar sem hann hefur komið.  

Óháð heimsálfum, óháð stjórnarfyrirkomulagi.

Einkenni hans er að senda almenningi reikninginn vegna fjármálabrasks elítunnar.

Óráð hans felast í frjálshyggjuheimskunni að skera niður, að eyðileggja, að dýpka kreppur langt um fram það sem eðlilegt er.

 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill samt ekki allt það illa sem hann hefur gert, allavega hefur hann formlega beðist afsökunar á afglöpum og níðingsskap sínum í Suðaustur Asíu og Suður Ameríku.  

Sú afsökunarbeiðni er skjalfest, hún er staðreynd.

 

Staðreynd um víða veröld nema á ársþingi ASÍ.

Þar eru óráð sjóðsins krónunni að kenna.

Og þjáningar íslensks almennings munu verða leystar í sæluríki evrunnar.

Sæluríki þar sem alþýðan hefur ekki vinnu, þar sem alþýðan gistir strætin þegar hið Dauða fjármagn hendir henni út á gaddinn.

 

Hver er hæð mútugreiðslna ESB handa forystu ASÍ???

Eða er þetta auma fólk viljugir fylgisveinar skuldaþrælkunar íslensks almennings????

 

Hvað með verkafólk landsbyggðarinnar, er arfur þess að hneigja sig þegar fulltrúar auðvalds flytja tölur um þrælkun almennings, um þrælkun alþýðu þessa lands.

Erum við stödd á árinu 12 fyrir Krist, eða 2012 eftir Krist????

Er þrælahaldi ICEsave þjófanna okkar eina hlutskipti???

Þurfum við að hlusta á keypta menn dásama þrælabúðir evrunnar????

Hvar er reisn okkar og sæmd???

 

Ég vona að hún sé til.

Ég vona að innan um þrælastóðið sé fólk, frjálst fólk, sem muni púa og fordæma lygar og blekkingar ICEsave þjófanna.

Að ennþá sé til fólk inna Alþýðusambands Íslands.

Að mútufé ESB fái ekki allt keypt.

 

En þar fyrir utan vona ég að til sé fólk á fjölmiðlum landsins sem sjái að orsök þess að meðalfjölskylda fái ekki keypt meðalíbúð sé arðránstækið kennt við óskabarn ASÍ og Gylfa forseta, verðtryggingin.

Verðtryggingin viðheldur kaupmátt fróðukróunnar á kostnað almennings.

Verðtryggingin er leiðarvísar hins venjulega manns til að þekkja þá sem illt vilja, sem nota rök hins dauða fjármagns til að leggja hinn venjulega mann í hlekki skuldaþrældómsins.

Verðtrygginu má afnema, hún er mannanna verk.

 

Látum ekki þrælarekendur AGS villa okkur sýn.

Og ef lífið er þess virði að verja það, mætum á þing ASÍ og púum niður hið dauða fjármagn.

Púum niður hina keypta forystu.

 

Og upphefjum lífið.

Að við, hið venjulega fólk fáum lifað í þessu landi.

 

Segjum bless við fulltrúa hins dauða fjármagns.

Kveðja að austan.


mbl.is Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða stígur skref.

 

Til forystu á lausnum á efnahagsvanda þjóðarinnar.

Lesið fréttina, hef engu við að bæta.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Peningamyndun og útlánastarfsemi verði aðskilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón, segðu þig úr flokknum.

 

Eftir hverju ert þú að bíða.

Útrýmingarbúðum þjóðar vorar????

 

Ert þú maðurinn sem beiðst eftir dauðanum til að geta látið rita á legsteininn; "sagði ég ekki!!!", þegar mein hans mátti laga með pensilín????

Samstaða um lífið þarfnast góðra manna.

Góðra manna eins og þú ert Jón Bjarnason.

 

Lífið er þess virði að berjast fyrir.

Kveðja að austan.


mbl.is Gætu keypt íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hulunni svipt af Birni Vali.

 

Og aðför hans að ríkisendurskoðun.

Að sjálfsögðu var hann skósveinn Steingríms líkt og endranær.

 

Það er eins með hann og skóhorn, nafnorðið skór fær merkingu lýsingar til að tjá þann eina tilgang sem notkun leyfir.

Munurinn er að skóhorn hjálpar hælnum, en skósveinn Steingríms bítur hæla.

Og er stoltur af.

 

Hvað útskýir hvatir annarra sem tóku þátt í hælbítnum???

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segir stjórnvöld brjóta lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknir vill leiða lista hjá flokki.

 

Sem hefur það einna helst sér til frægðar unnið að reyna loka spítölum landsbyggðarinnar, undir yfirskyni sparnaðarfrasa Nýfrjálshyggjunnar.

Varðar það ekki við Hippókrates eiðinn???

Kveðja að austan.


mbl.is Ólafur Þór vill leiða lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör trúnaðarbrestur ríkir!!

 

En hver á að víkja???

Sá sem skammtar fjármuni á þann hátt að ríkisendurskoðun getur ekki uppfyllt skyldur sínar skammlaust miðað við þær kröfur sem Alþingi gerir eða sá sem þarf að velja og hafna verkefnum???

Er óeðlilegt að sá sem þarf að velja á milli aðkallandi verkefna, taki mið af áhuga þingmanna til viðkomandi verks??  

Er óeðlilegt að hann hafi það til hliðsjónar að þeir aðilar sem upphaflega báðu um viðkomandi skýrslu sýndu engin merki um að þeir hefðu áhuga að fá hana í hendur??? 

Eða átti hann að hafa samband við spákonu og fá að vita hjá henni hvaða mál myndu henta Birni Vali að leka í Kastljós þegar hann vildi forðast umræðu um það sem máli skiptir og ríkisstjórnin hefur engin áform að takast á við.

Ef trúnaðarbrestur ríkir, er þá ekki einfaldast að Björn Valur víki????   Það er hvort sem er ljóst að hann muni ekki vera endurkjörin að ári.  

Eða erum við bara í Zimbabwe????  Að vanhæfir stjórnmálamenn, sem þjóna fámennri auðklíku, að þeir geti vaðið á skítugum skónum yfir embættismenn og dómskerfið, alveg eins og þeim dettur í hug.

 

Sem betur fer er svarið Nei, hinir gjörspilltu sitja nokkra mánuði í viðbót og svo mun hin algjöri trúnaðarbrestur þjóðarinnar við þessa skósveina auðmanna sjá til þess að þeir víki.

Og það ekki tímabundið.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill að ríkisendurskoðandi víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 64
  • Sl. sólarhring: 605
  • Sl. viku: 1270
  • Frá upphafi: 1494988

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 1083
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband