Algjör trúnaðarbrestur ríkir!!

 

En hver á að víkja???

Sá sem skammtar fjármuni á þann hátt að ríkisendurskoðun getur ekki uppfyllt skyldur sínar skammlaust miðað við þær kröfur sem Alþingi gerir eða sá sem þarf að velja og hafna verkefnum???

Er óeðlilegt að sá sem þarf að velja á milli aðkallandi verkefna, taki mið af áhuga þingmanna til viðkomandi verks??  

Er óeðlilegt að hann hafi það til hliðsjónar að þeir aðilar sem upphaflega báðu um viðkomandi skýrslu sýndu engin merki um að þeir hefðu áhuga að fá hana í hendur??? 

Eða átti hann að hafa samband við spákonu og fá að vita hjá henni hvaða mál myndu henta Birni Vali að leka í Kastljós þegar hann vildi forðast umræðu um það sem máli skiptir og ríkisstjórnin hefur engin áform að takast á við.

Ef trúnaðarbrestur ríkir, er þá ekki einfaldast að Björn Valur víki????   Það er hvort sem er ljóst að hann muni ekki vera endurkjörin að ári.  

Eða erum við bara í Zimbabwe????  Að vanhæfir stjórnmálamenn, sem þjóna fámennri auðklíku, að þeir geti vaðið á skítugum skónum yfir embættismenn og dómskerfið, alveg eins og þeim dettur í hug.

 

Sem betur fer er svarið Nei, hinir gjörspilltu sitja nokkra mánuði í viðbót og svo mun hin algjöri trúnaðarbrestur þjóðarinnar við þessa skósveina auðmanna sjá til þess að þeir víki.

Og það ekki tímabundið.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill að ríkisendurskoðandi víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er ekki eins og ætti að vera allavega svo við höfum það á hreinu...

Ríkisendurskoðandi hefur verið að gagnrýna vinnubrögð fjámálaráðuneytisins og sakað það um að það sé hugsanlega verið að nota grísku leiðina hér hjá okkur og af hverju hefur það ekki verið ofar í fréttum...

Það er skelfilegt fyrir okkur Þjóðina ef að svo er verið að gera og að Ráðamönnum þykji betra að rísa upp og rýja traust þeirra sem eru að reyna að segja okkur Þjóðinni að það er ekki allt í lagi eins og er, er mjög alvaralegt og ekki í lagi...

Exel útreikningur á móti raunverulegum staðreyndar-útreikningi er tvennt ólíkt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.10.2012 kl. 14:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þér finnst ríkisendurskoðandi vera verður sinna launa eftir þessa frammistöðu? Nei auðvitað á ekki að hrófla við honum, heldur reka sendiboðann, það er hin klassíska lausn spillingarinnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 14:29

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er allavega mjög garúgt Ingibjörg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2012 kl. 14:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Axel.

Ég á svo sem ekki von á að þú rökstyðjir mál þitt en í hverju er spilling ríkisendursskoðunar fólgin??

Í því að þrýsta á þingflokk Samfylkingarinnar að gleyma hinni umbeðnu skýrslu???

Eða að hafa ekki tekið Björn Val alvarlega þegar hann sem trúnaðarmaður ríkisstjórnarinnar spurðist fyrir um  þessa skýrslu???

Eða felst spillingin í að hafa ekki viljað vinna kauplaust í frítíma við að gera allar skýrslur sem Alþingi biður um án þess að ætla til þess fjármuni???

Aðeins smá forvitni.

Svara þér svo spurningu þinni á eftir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2012 kl. 14:43

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Lá hann ekki á þessari skýrslu árum saman?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2012 kl. 15:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er hæpið Axel, það var Steingrímur sem skipaði hann. 

Varðandi spurningu þína hvort halda eigi hlífðarskyldi yfir spillta embættismenn, þá er það augljóst að slíkt er ekki gert í lýðræðisríki.

Og hefur ekki verið gert, eða veistu dæmi um annað???

Hins vegar er það háttur ofríkisstjórna að vega að embættismannakerfinu með þeim hætti sem ríkisstjórn þín gerir í þessu máli, ykkur vinstrimönnum til mikillar skammar.

Við Íslendingar eigum eitt sorglegt dæmi um slík vinnubrögð, svarta blettinn á ríkisstjórnartíð Davíðs Oddssonar.  

Og þú manst væntanlega hvaða embætti lenti í kvörn gerræðisins???  

Og varst örugglega ekki par ánægður.

Eru fúapyttir til að falla í????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.10.2012 kl. 17:36

7 identicon

Maður veltir því fyrir sér hvers vegna Valgerði Bjarnadóttur liggur svona á að losna við manninn.

http://www.dv.is/frettir/2012/10/17/oreiduskuld-davids-kostar-hvern-islending-800-thusund/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 166
  • Sl. sólarhring: 349
  • Sl. viku: 5657
  • Frá upphafi: 1327481

Annað

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 5054
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband