29.11.2012 | 13:11
Heimskan ber í milli.
Kallast veiðileyfagjald, landsbyggðarskattur eða annað sem Stalínistar Íslands kjósa að nefna atlögu sína að sjávarútveginum.
Fatti Sævar það ekki, þá er hann ekki hæfur til að leiða kjarabaráttu sjómanna.
Fyrst þurfa menn að snúa bökum saman og verja tilverugrundvöll atvinnugreinarinnar, svo geta menn farið að deila um kaup og kjör.
Því er ekki skipt sem ekki er til.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
![]() |
Tugmilljarða ber í milli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2012 | 06:16
Máttur orða og hugsunar.
Lilju Mósesdóttur hefur skilað þeim árangri að sjálft fjármálakerfið er farið að móta tillögur og hugmyndir til að leysa hina miklu Vá sem við blasir af hinir algjöru forheimsku, og já glæp gegn þjóðinni, að amerískum vogunarsjóðum var afhendir bankar okkar á spottprís.
Fjármálakerfið af öllum aðilum.
Ekki stjórnmálamenn, nema þá með örfáum undantekningum sem heita Tryggvi Þór Herbertsson og Illugi Gunnarsson, ekki stjórnmálaflokkar.
Sérstaklega er það áberandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið til metorða fólk sem hefur annaðhvort þagað svo fast að enginn veit neitt um þeirra hugmyndir eða skoðanir, eða þá það leggst á móti öllum tillögum sem gætu orðið heimilum landsins, og þjóðinni að gagni.
Máttur orðsins er mikill.
Máttur heiðarlegs stjórnmálamanns er mikill.
Kveðja að austan.
![]() |
Uppgjör í krónum afstýrði hættu á efnahagsáfalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2012 | 21:53
Þegar kerfið lifir fyrir sjálft sig.
Þá verður einstaklingurinn undir.
Gömul saga og ný.
En af hverju er svona komið á Íslandi á nýrri öld upplýsingar og mannúðar?
Að form, og röng nálgun á þessu formi, sé tekin fram yfir velferð einstaklingsins?
Vitur maður sagði hér á árum áður, "það sem þér gerið mínum minnsta bróðir, gerið þér mér og líka".
Ég held að þetta sé ennþá í gildi í dag.
Kveðja að austan.
![]() |
Okkar vilji skiptir engu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2012 | 17:54
Blóðmjólka, blóðmjólka.
Blóðmjólka almenning.
Blóðmjólka, blóðmjólka, blóðmjólka almenning.
Blóðmjólka almenning.
Hvar skyld Drakúla greifi halda sig þessa dagana??
Kveðja að austan.
![]() |
Taka milljarða úr Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2012 | 11:33
Hvað ætlar Ólafur Darri að leika lengi hirðfífl evrunnar???
Að hætti Pontíusar þvær hann hendur sínar af óraunhæfum kjarasamningum sem gerðu ráð fyrir hagvexti sem var aldrei í kortunum.
Kennir krónunni um. Undirliggjandi áróður að þetta hefði ekki gerst ef við hefðum draumamyntina sjálfa, evruna.
Hvert geta krónuhækkanir umfram kaupmátt þjóðarbúsins leitað annað en útí verðlag???
Hvernig getur gengið annað en lækkað þegar saminn kaupmáttur krónunnar helst ekki í hendur við aukningu á tekjum þjóðarbúsins???
Jú ef við höfum evru, þá helst gengið stöðugt segir Ólafur að hætti hirðfífla miðalda sem sögðu það sem húsbændur þeirra vildu heyra.
Og það er rétt, evran myndi ekki falla þó ASÍ semji eins og fífl. Evran myndi ekki falla þó vogunarsjóðir fari með hávaxtagróða sinn (ASÍ studdi samkomulagið við AGS sem kvað á um hávaxtavelferð krónubréfseiganda) úr landi, evran fyndi ekki fyrir hinni íslensku heimsku.
En þjóðarbúið myndi gera það í formi fjárskorts og síðan gjaldþrots.
Launþegar myndu gera það þegar eina úrræði stjórnvalda væri að fyrirskipa launlækkun líkt og gert var á Írlandi, Grikklandi og Portúgal. Auk hinnar opinberu launalækkunar myndu þeir horfast í augun á uppsögn og endurráðningu á ennþá lægri kjörum.
Að ekki sé minnst á hina endanlegu launlækkun, atvinnuleysið sem ryki upp úr öllu valdi.
Þetta veit Ólafur Darri, hann hefur menntun til að skilja þetta einfalda samhengi og er þar að auki enginn bjáni. Enda voru bjánar sjaldnast ráðnir í stöðu hirðfífls hjá konungum sem eitthvað áttu undir sér.
En hann segir þetta samt því húsbóndi hans krefur hann um áróðurinn.
Húsbóndi hans vill upphefð og fremd í Brussel og til þess þarf að plata þjóðina í ESB.
Það er illa komið fyrir góðum dreng, hugsjónamanni að enda ævi sína sem hirðfífl evrunnar á Íslandi.
Og það er illa komið fyrir verkalýðshreyfingunni að styðja hel og örbirgð íslensk launafólks.
Skuldaþrælkun og erlenda ánauð.
Og það er illa komið fyrir þjóðinni að hirðfífl skuli eiga hina opinberu umræðu.
Slíkt endar aðeins á einn veg.
Í svarthol ameríska vogunarsjóða.
Þaðan sem enginn á afturkvæmt.
Kveðja að austan.
![]() |
Hagfræðingur ASÍ: Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.11.2012 | 09:43
"Helgur réttur"
Sumt þarf að segjast, og þegar það er sagt vel, þá er full ástæða til að vekja athygli á því.
Fyrirsögn mín hér að ofan er tekin úr grein eftir Óla Björn Kárason í Morgunblaðinu í dag. Og textinn hér á eftir er beint peistaður úr þeirri grein.
"Það er helgur réttur sjálfstæðra og frjálsra þjóða að grípa til varna ef á þær er ráðist. Sá réttur getur aldrei orðið skálkaskjól fyrir hernað gegn saklausum borgurum. Slíkan hernað á að fordæma. En eitt og hið sama verður yfir alla að ganga. Við getum ekki beitt mismunandi mælistiku eftir því hver á hlut að máli. Árásir Hamas-samtakanna á óbreytta borgara í Ísrael eru viðurstyggileg með sama hætti og þegar ísraelskir hermenn ráðast á saklausa Palestínumenn. Þjóðarmorð sýrlenskra stjórnvalda vekja óhug og þeim á að mótmæla. Við Íslendingar eigum einnig að nota hvert tækifæri til að mótmæla grófum mannréttindabrotum jafnt í Kína sem í öðrum löndum. En barátta fyrir mannréttindum, friði og frelsi, verður aldrei trúverðug þegar tvískinnungur vinstrimanna ræður för. Það sem meira er; hún mun litlum árangri skila, öðrum en þeim að nýtast sem pólitísk höfuðlausn nokkrum dögum fyrir val á framboðslista"
Þetta er kjarni þess sem fólk þarf að skilja, það sem er rangt, er rangt, hver sem á í hlut.
En fólk á svo erfitt að líta í eigin barm, að gagnrýna þá sem standa því næst.
Og oft er tilgangurinn á bak við beinskeytta gagnrýni á það sem miður fer, eða harmleiki eins og þá sem eiga sér stað í Palestínu, að upphefja sjálfan sig og sína.
Við Íslendingar sáu þetta svo vel við stjórnarskiptin vorið 2009.
Alltí einu hættu íslenskir vinstrimenn að tala um óhæfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, það var ekki lengur níðingsháttur að koma afleiðingum fjármálakreppa á almenning. Og amerískir vogunarsjóðir voru orðnir ásættanlegir eigendur bankanna. Meira að segja stuðningur við fjárkúgun Evrópusambandsins var eðlilegur því hann var forsenda þess að landið fengi inngöngu í Evrópusambandið.
Þeim fannst það duga að halda áfram að tala illa um Sjálfstæðisflokkinn og allar hans syndir. Það var eins og Sjálfstæðisflokkurinn væri ennþá í ríkisstjórninni og bæri ábyrgð á öllu því slæma sem gert var almenningi, eða þá það sem verra var, að illar gjörðir væru réttlætanlegar ef rétta fólkið framkvæmdi þær.
Við erum einnig að sjá þetta í dag þegar fólkið sem reis upp gegn Hrunverjum og bauð sig fram undir merkjum Borgarahreyfingarinnar, að það er núna allflest komið í Dögun, og er þar í verktakavinnu fyrir ameríska vogunarsjóði til að hindra að gagnrýni almennings snúist gegn fyrirætlun þeirra að skuldaþrælka þjóðina um ókomna tíð.
Dögunarfólkinu virðist vera sama um þessa skuldaþrælkun því það eru útlendingar sem standa fyrir henni, eða allavega er talað með amerískum hreim, sem einu sinni þótti svo fínt. Það telur mikilvægara að berjast við fallna útrásarvíkinga, sægreifa og að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokkinn, aðila sem eru ekki gerendur í dag, en gætu vissulega verið það, fengju þeir tækifæri til þess.
Það sem er rangt, er ekki lengur rangt, ekki ef menn sjá tækifæri fyrir sig og sína, tækifæri sem þýðir völd og áhrif, jafnvel aðeins í örskamman tíma, þann tíma sem auðvaldið hefur gagn af svikum manns við réttlætið og þann "helga rétt" sem allir hafa til lífs og lima, þá er það tækifæri gripið og allt sem áður var sagt, gleymt og grafið.
Tvískinnungurinn ræður för.
Fórnarlambið er sakleysið. Börnin okkar, framtíð þeirra.
Því ef við verjum ekki framtíð barna okkar, hver ver hana þá???
Amerísku vogunarsjóðirnir???
Kveðja að austan.
28.11.2012 | 08:11
Blóðmjólkun endar alltaf á einn veg.
Í uppdráttarsýki og síðan hægfara dauða.
Og ef sá sem blóðmjólkar á allt sitt undir afurðum mjólkurkúarinnar, þá bíða hans sömu örlög.
Á þetta bentu vísir menn því heimska fólki sem studdi fjármagnseigendur í að gera ekkert fyrir skuldara landsins.
Uppdráttarsýki skuldaranna er komin á það alvarlegt stig að hinn opinberi blóðmjólkunarstjóri ríkisins er kominn með sömu sjúkdómseinkenni.
Og mun að lokum enda á sama veg.
Í gjaldþroti.
Sem sýnir að heimska borgar sig aldrei.
Förum við ekki að fá nýja ríkisstjórn???
Kveðja að austan.
![]() |
Þarf tugi milljarða í viðbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2012 | 23:09
Er þetta ekki einelti???
Össur blaðrar endalaust, jafnt heima sem erlendis.
Og enginn segir neitt, allavega ekki lengur.
En Sigríður, sem dreymir um að verða formaður í pínu pínu flokknum, eftir kosningar, hélt að hún yrði að vera eins og Össur, og blaðra dulítið, til að geta sagst hafa réttu reynsluna, til að koma til greina sem formaður í flokknum sem á enga samleið með raunveruleikanum, hún er tekin á beinið.
Í Morgunblaðinu.
Samt segir Davíð í leiðara að hún sé enginn bógur.
Samt fær hún á sig sérstakt viðtal, og er búin að vera efst á listanum sem er helst í fréttum, á Mbl.is.
Myndi Mogginn gera þetta við bóg????, eða karlmann???
Allavega man ég eftir vísdómi sem ég heyrði á unglingsárum mínum sem höfð voru eftir manni, sem var ekki stór, en átti það til á böllum að vera upptekinn við að ögra heilum skipshöfnum, þegar böllin voru og hétu á síldarárunum, og í kjölfarið vera laminn í klessu, að hann væri vissulega ekki stór, en hann væri ekki fyrir það að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur.
Hann réði ekki stærðinni, en hann réði áskorunum sínum.
Hann var ekki fyrir auðveldan sigur.
Hann var ekki í eineltinu.
Kveðja að austan.
![]() |
Óheppileg ummæli Sigríðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2012 | 19:17
Er EES samningurinn ekki þá sjálfdauður???
"Af Íslands hálfu lýsti utanríkisráðherra þeirri afstöðu, að æ fleiri mál sem taka þurfi upp í samninginn sköpuðu stjórnarskrárbundin vandamál fyrir Ísland, þar sem í þeim fælist framsal valds umfram það sem stjórnarskráin heimilaði.
Gæti þetta leitt til vandkvæða varðandi fulla þátttöku Íslands í samningnum í framtíðinni að óbreyttri stjórnarskrá."
Allavega þarf annaðhvort að víkja, stjórnarskráin eða EES.
Sem vekur uppi spurningu hvort stjórnarskrá sjálfstæðs ríkis geti innihaldið fullveldisafsal????
Er það ekki þversögn??? Ósamræmanlegt??
En maður skilur betur aðförina að stjórnarskránni.
Kveðja að austan.
![]() |
Lagðist gegn ályktun um makríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2012 | 14:09
Salómonsdómur hins vitfirrta.
Í stað þess að höggva báðar hendur af fórnarlambi sínu, þá er aðeins önnur höggvin, og það kallað "ákveðin lending".
Og allir eiga að vera sáttir.
En ég spyr, hýsir rétt opinber stofnun þetta fólk???
Svarið fæst í næstu kosningum.
Kveðja að austan.
![]() |
Leggur til 14% skatt á gististaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.11.2012 kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 24
- Sl. sólarhring: 566
- Sl. viku: 1230
- Frá upphafi: 1494948
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1047
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar