Salómonsdómur hins vitfirrta.

 

Í stað þess að höggva báðar hendur af fórnarlambi sínu, þá er aðeins önnur höggvin, og það kallað "ákveðin lending".

Og allir eiga að vera sáttir.

 

En ég spyr, hýsir rétt opinber stofnun þetta fólk???

Svarið fæst í næstu kosningum.

Kveðja að austan.


mbl.is Leggur til 14% skatt á gististaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verða ALLIR að taka þátt í rekstri þjóðfélagsins. Þjóðin græðir heldur ekkert á algjöru stjórnleysi í málefnum ferðaþjónustunnar þar sem græðgi,svindl og svínarí þrífst á kostnað heiðarlegra ferðaþjónustuaðila.

Sveinn (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 17:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sveinn.

Gæti ekki verið meira sammála þér en sé ekki samhengið við efni málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2012 kl. 17:17

3 identicon

Skatt eins og á alla aðra ! Punktur.

Sveinn (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 17:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þá væri nær að spá í að lækka virðisaukaskatt á alla aðra.

En fjárfesting sem aðeins er nýtt hluta af ári er viðkvæm fyrir skattlagningu, sérstaklega í upphafi hennar.   Bæði dregur þetta úr hvata til nýfjárfestingar sem og hitt að sú sem þegar er hafin, og er með rekstur í járnum, gæti lent í alvarlegum rekstrarerfiðleikum.

Gott og vel, segir þú Sveinn, þá á hún ekki rétt á sér.  Sem er sjónarmið þeirra sem ekki skilja hvernig eitt leiðir að öðru.

Gistirými er lykilatriði að hægt sé að taka á móti ferðamönnum.  Önnur starfsemi sem tengist ferðamannaiðnaði er háð því að fá ferðamenn.  Enginn ferðamaður, engin seld þjónusta.

Sem er kjarni málsins.

Og þá er spurningin, til hvers er verið að skattleggja???

Til að gæta jafnræðis, eða til að hafa tekjur????

Sá sem svarar tekjur, skilur samlíkingu mína í fyrirsögn þessa pistils.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2012 kl. 17:36

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

10% VSK á allt, óháð öllu. Bara eitt kerfi. pappírskostnaðurinn við að hafa margar skattprósentur sparast, og lækkaður VSK á allt sem áður var á 25% hleypir lífi í kerfið. Væri mikil snilld. Verður þess vegna aldrei gert.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.11.2012 kl. 17:36

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Svo gargandi snilld að þú gætir endað á Kleppi Ásgrímur ef burókratið frétti af þessu.

Veistu ekki að það lifir á pappírshöndlun??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2012 kl. 18:21

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Frábær hugmynd hjá Ásgrími en ekki er hún ný og það þarf að hlúa að henni betur.

En þar sem Samfylkingunni er svo umhugað umferðaþjónustuna, þá er ég viss um að Katrín ætlar að  láta ALLA styrki frá ESB renna til hennar. Hún horfir fram á veginn og uppgjöfin fyrir aðild blasir við henni. Allir vitibornir SF menn vita að það væri styrkur ESB að upplýsa landslýð um framtíð Evrópu, afarkosti atvinnulausra, framtíð eldri borgara, fall gamalgróna ríkja, niðurbrot milljóna íbúða í Þýskalandi, úlfúð sem kraumar hjá ungviðinu og hörkunni sem er hjá hinum eldri.

Allt þetta er  að magnast á meðan ég er að skrifa.

Uppbygging ferðaþjónustu  á Íslandi með styrkjum  ESB, mun stuðla að því að framtíðarstraumur ferðamanna verður til Evróðu. Ferðamenn vilja  sjá undur og atburði komandi ára í Evrópu. Fall ríkja ,stríða þeirra á millum, allt horft á í öruggri fjarlægð. Ferðamannastraumurinn verður lífæð evrópsk fólks í komandi framtíð.

Keppst verður að finna Evruseðla eða mynt í rústunum, því ferðamaðurinn mun kaupa upp gjaldmiðilinn sem varð Evrópu að falli. Allir aðrir gjaldmiðlar munu vega 5 -10 falt í þeim skiptum og líklega okkar dýrmæta Króna þar á milli.

Þetta sér Katriín Júlíusdóttir, þegar hún setur sinn Salamóndóm. Ætlar að nota styrki ESB til handa ferðamannaíðnaðs til að niðurgreiða 11,5% af fullu gjaldi þar til að  ferðamannaskrifstofa Evrópu,stödd á Íslandi, mun miðla straumi ferðamanna til og frá Evrópu.

Því segi ég að hugmyndin er hýst hér og kosningar munu leiða í ljós stefnuna sem tekin verður.

Eggert Guðmundsson, 27.11.2012 kl. 22:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Eggert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2012 kl. 23:11

9 identicon

Síðan hvenær var "Salómónsdómur" blótsyrði. Salómon konungur var vitrastur allra manna.

Bloggari (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 00:12

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég var að lýsa vitræni og framsýni í aðgerðum Katrínar Bloggari minn góður.

Eggert Guðmundsson, 28.11.2012 kl. 00:34

11 identicon

Hér hefur enginn minnst á eina svera vitleysu í þessu, sem er að vera að hringla með þetta svo mánuðum skiptir. Það vill svo til, að gistiþjónusta landsmanna gefur út verð árlega til erlendra, og er sá tími liðinn hvað varðar næsta ár. Þetta er samningsmál einstaklinga til ferðaskrifstofa, og svo frá þeirra hálfu til erlendra ferðaskrifstofa.

Þar er þrennt í gangi:

1: Verð með fyrirvara um skyndilega skatthækkun. Útleggst sem verð með fyrirvara um stjórnmálainngrip í þessu bananalýðveldi.

2: Verð með hækkun upp í 25.5% sem er sú skattprósenta sem var í umræðunni þegar frestir til að skila verðum runnu út. Þessir aðilar hækka blindandi þar sem þeir treysta engu og ná þá VSK af samstarfsaðilanum í stað þess að þurfa að blæða sjálfir.

3: Verð með 7% þrepinu, sem var í gangi áður. Þessir aðilar lenda í skattheimtu sjálfir ef hækkar, en eru þá með lægri verð skráð en ella.

Þetta hringl er þegar búið að valda það miklum skaða, að óvíst er að uppí hann náist með aukinni skattlagningu. Svo má spyrja sig umhvenær má innheimta VSK og hvenær ekki, - útflutningur er t.d. undanþeginn VSK.  Erlendur Túristi sem er í gistingu hjá mér getur t.d. fengið "tax free" vottorð í búðinni hér í plássinu á því sem hann kaupir.

Ekkert vitrænt við þetta, - skólabókardæmi um það hve stjórnmál geta verið firrt veruleikaskyni þegar kemur að rekstri.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 07:00

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bloggari góður.

Mér vitanlega var enginn að blóta hér á þessum þræði, og það er rétt að Salómonsdómur er kenndur við vit og visku.

Og vitfirrtir geta líka sýnt visku, og kveðið upp Salómónsdóma.  En því miður hættir þeim dómum að endurspegla brenglun þeirra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2012 kl. 08:16

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Logi.

Það er margt sem hangir á spýtunni og á bak við þann "Salómonsdóm" að afsaka þetta fólk með vitfirringu þó líklegast sé um hreina heimsku að ræða, er einmitt öll sú umræða og gagnrýni sem dunið hafa á stjórnvöldum vegna þessarar fyrirhugaðar skattlagningu.  

Það þarf ákaflega mikla heimsku til að ráðast á gullgæsina og reyna að gelda hana.

Reyndar ómælda.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 28.11.2012 kl. 08:20

14 identicon

Já góðan dag;)

Einmitt! En þarf þetta þó ekki að fara í gegn um þingið? Ef svo er verður forvitnilegt að fylgjast með því hverjir það afgreiða og hvernig.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 08:28

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú, jú, ESB er ekki ennþá búið að yfirtaka skattheimtuna.

Það þarf að breyta stjórnarskránni fyrst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2012 kl. 08:43

16 identicon

Þá geta þingmenn vorir spreytt sig á því hvort þetta sé 7% hækkun yfir í 14, eða 100% hækkun, þar sem margir virðast ekki átta sig á muninum á prósentu og prósentustigi. 25.5% hefði reyndar nálgast fjórföldun í skattlagningu. Sem ætti kannski ekki að vera nein....

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 09:38

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Uss, uss, það þýðir ekkert að halda einhverjum geimvísindum að þingmönnum, auðvita vita þeir að þetta er 7% hækkun sem er ekkert til að tala um.

Eða þannig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2012 kl. 09:45

18 identicon

Tjaaaaahhhh, það væri nú kannski flytjendum frumvarpsins fyrir bestu að lesa þennan þráð. Gaman að vita hvort þeir skilja nokkuð af honum.
MBK af miðsuðurlandi

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 11:06

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Það held ég varla, það er aðeins einna fasa rafmagn milli heilafruma þeirra.

Það myndi allt slá út.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2012 kl. 11:35

20 identicon

Þá vantar Amperin. Og spurning með Herzin. Og hvort Voltin séu vitlaus, - svona vitleysu er allri hægt að koma fyrir á einum fasa....

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 16:39

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, það er víst rétt, það er einfaldara að telja það upp sem ekki vantar.

Og það er grunnhyggni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2012 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 80
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1639
  • Frá upphafi: 1321531

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 1396
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband