17.12.2012 | 15:53
Vilhjálmur lýgur hagvexti uppá hagkerfið.
En sú lygi dugar ekki til.
Forsendur kjarasamninga eru brostnar.
Sá litli hagvöxtur sem var síðastliðin 2 ár, á sér tvær meginskýringar.
Önnur er raunveruleg, sem er góð staða útflutningsatvinnuveganna.
Hin er loft, einkaneysla sem búin var til með verðbólgukjarasamningum.
Loftið er farið úr einkaneyslunni, blikur eru á lofti í útflutningnum.
Áhrif heimskreppunnar er farin að síast inn.
Og þjóðfélagið riðar á barmi gjaldþrots vegna skulda.
Samt eru menn að spá hagvexti á næsta ári, og þar næsta og þar næsta, en allar spárnar taka ekki mið að raunveruleikanum, heldur á aðstæðum sem voru, en eru ekki í dag.
Spárnar eru jafn loftkenndar eins og spárnar í aðdraganda fjármálahrunsins. Svo seint sem í júní 2008 spáði Seðlabankinn að það ár yrði gert upp með 1% hagvexti, og samdrátturinn yrði um 2% bæði 2009 og 2010. Það má finna spár frá AGS svo seint sem í okt það ár þar sem það er spáð lítilháttar hagvexti á evrusvæðinu, þó var ljóst að fjármálakreppa var skollin á.
Spárnar brugðust vegna þess að menn tóku ekki mark á vísbendingum um fjármálakreppuna.
Það sama gildir í dag, það eru engar forsendur fyrir jákvæðninni, hvað þá að það sé hægt að setja hagvöxtinn í pottinn og éta.
Atvinnulífið þarf að horfast í augun á því að þjóðin þarf að lifa þó það sé ekki stöðugur hagvöxtur,
Og það þýðir ekki endalaust að lofa að öll vandamál leysist með einhverjum hagvexti í framtíðinni.
Þjóðin þarf að lifa í dag, hún þarf lausn á sínum vandamálum í dag.
Annars verður vandinn óviðráðanlegur á morgun.
Þess vegna þarf athafnir, ekki lygar og blekkingar.
Strax, ekki seinna.
Ein hungurjól eru einum hungurjólum of mikið.
Kveðja að austan.
![]() |
Vantar 100 milljarða í hagkerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2012 | 13:53
Hagvöxtur byggist ekki á blekkingum.
Eða lygi.
Eða verður ekki til úr neinu.
Hagvöxtur krefst ákveðinna forsenda.
Að öllu jöfnu er mjög ólíklegt að mikill hagvöxtur verði í mjög skuldsettu þjóðfélagi, sérstaklega ef það fer saman mikil skuldsetning heimili og fyrirtækja.
Bætist það ofaná efnahagsstefna sem byggist hávaxtastefnu, þá er mjög líklegt, til lengri tíma, að stöðnun og samdráttur ríki í viðkomandi þjóðfélagi.
Þetta er eins öruggt og tveir + tveir eru fjórir, hagsagan kann ekki dæmi um annað.
Þetta vita allir nema hálfvitar, eða þeir sem hafa hagsmuni af kreppunni, því kreppa getur gert marga ríka þó fjöldinn verði fátækari.
Og þetta er skýring þess að vextir eru við núllið um allan hinn vestræna heim sem glímir við mikla skuldsetningu.
Frávikið frá þessu er þegar menn keyra niður laun og innlend verðmæti (miðað við aðra gjaldmiðla) og laða þannig til sín hina svokallað erlenda fjárfestingu.
Til skamms tíma bætir það ástandið en til lengri tíma verða viðkomandi þjóðfélög fátækari því arðurinn af fjárfestingunni fer úr landi. Einfalt samband sem öllum er ljóst, nema hálfvitum.
Þetta skýrir þá tilhneigingu ríkja að reyna komast í þá stöðu að geta þvingað önnur ríki til að taka við fjárfestingum frá sér, nýlenduútþensla vestrænna stórvelda á 19. öld er gott dæmi þar um.
Árásarstríð á önnur ríki er annað dæmi, þau eru ekki háð vegna þess að mönnum finnst svo gaman að berjast, heldur er markmið þeirra að ná tökum á öðrum ríkjum til að sjúga út úr þeim fjármuni.
Skattlandakerfi Rómverja er dæmi þar um. Eða árásir Þýskalands á nágrannaríki sín 1936-1941.
Sjálfstæð ríki reyna að forðast slíkar fjárfestingar eftir fremsta megni, með einstaka undantekningum. Tengist yfirleitt hagsmunum yfirstéttar sem sér auravon í molunum.
Endurreisnin eftir hrunið byggðist á þessari lógík arðránsins, að keyra niður innlendan kostnað og laða að erlenda fjárfesta. Það var meginröksemd ICEsave samninganna, og þannig átti að standa undir lántökunni hjá AGS, sem var hugsuð til að greiða út króneigendur á yfirverði, erlend fjárfesting átti að auka gjaldeyristekjur, sem síðan átti nota til að borga ICESave og AGS til baka.
Forsenda þessa er að sjálfsögðu að kjör almennings batni ekki.
ICEsave er að baki, en vandamálið með krónueign útlendinga er mun umfangsmeiri en áður var talið, eða réttara sagt, áður var logið því þetta lá fyrir allan tímann.
Og þessa krónueign, á að borga með erlendri fjárfestingu, á þeim forsendum sem raktar er hér að ofan.
Gallinn er bara sá, að í miðri heimskreppu er ekki mikið fjárfest.
Íslenskir blekkingarsmiðir hafa reynt að telja almenning í trú um að slíkt hafi ekkert að segja, að það sé tregða núverandi stjórnvalda sem skýri að ekkert hafi orðið af nýjum stóriðjuframkvæmdum.
Rök sem halda ekki því þá er máttur ríkisstjórnarinnar meiri en nokkurs annars stjórnvalds í heiminum því kreppan er alþjóðlegur vandi þar sem mjög mörg ríki eru að glíma við sömu vandamálin. Skorti á fjárfestingu, skorti á alþjóðlegri fjárfestingu.
Undantekningin gengur því ekki upp. Erlend fjárfesting verður aldrei í miklu magni næstu árin og frekar ættu menn að hafa áhyggjur af þeirri starfsemi sem fyrir er.
Eftir stendur hið skuldsetta þjóðfélag í samdrætti og stöðnun.
Berskjaldað gagnvart heimskreppunni. Því hið viðkvæma jafnvægi sem þó hefur náðst, mun fljótt riðlast ef útflutningstekjur dragast saman.
Og sú staðreynd blasir við að lygin er ekki forsenda hagvaxtar.
Ekki það að þjóðin hafi ekki verið vöruð við.
Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz kom hingað til lands og minnti okkur á að kreppuráð AGS, hávextir og skarpur niðurskurður, ásamt því að skuldsetja þjóðir í erlendum gjaldeyri, drægju allan þrótt úr efnahagslífinu.
Þau dýpka kreppuna, og lengja.
Nóbelshafinn Kenneth Rogoff varaði við skuldakreppunni sem tæki við af fjármálakreppum ef skuldir í hagkerfinu yrði ekki færðar að greiðslugetu.
Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins töldu sig vita betur.
Reynslan hefur leitt í ljós að svo var ekki.
Þjóðfélagið er fast í vítahring skuldanna og atvinnulíf án fjárfestinga dagar smán saman uppi.
Þá ætti að vera kominn tími á að hlusta á hagfræðinga, alvöru hagfræðinga, ekki skuldainnheimtumenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Losið um skuldirnar sögðu alvöru hagfræðingarnir.
Og það er það sem þarf að gera.
Mesta kjarabótin í dag er jól án verðtryggingar.
Og að lán verði leiðrétt miðað við stöðu vísitölunnar þegar kreppan skall á.
Þá mun birta til.
Þá verða jólin björt í ár.
Þjóðinni og okkur öllum til heilla.
Kveðja að austan.
![]() |
Ætla ekki að segja upp samningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2012 | 08:18
Hvað hefur þetta fallega orð Frelsi.
Gert Bandaríkjamönnum.
Það er varla til það óeðli sem þeir tengja ekki við orðið Frelsi.
Hvað kemur það við þeirri hugsjón sem orðið Frelsi táknar, sú árátta að vera sífellt að drepa fólk???
Er til meiri nauðgun á orðinu Frelsi en að tengja það við þann voðverknað að mega fara út í búð og kaupa sér hríðskotabyssu og halda í næsta leikskóla til að drepa lítil börn.
"Frelsi til að drepa börn".
Margt má segja um þennan alvarlegan atburð, en orðið Frelsi kemur ekkert þar við sögu.
Það má vel vera að byssuframleiðendur í Bandaríkjunum hafi rétt til að markaðsetja morðvopn eins og um leikfangabyssur sé að ræða eða aspiríntöflur.
En sá réttur tengist ekkert Frelsi, menn geta notað orðið brenglun, firringu, taumlausa gróðahyggju, siðblindu, illsku eins og ríkisstjórinn í Connecticut notaði og fangaði vel rót meinsins, en ekki Frelsi.
Frelsi er fallegt orð, frelsi er göfugt orð.
Og í frjálsu samfélagi geta menn ekki keypt hríðskotabyssur til að drepa leikskólabörn.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
![]() |
Frelsið of dýru verði keypt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.12.2012 | 21:23
Björt Framtíð að verki.
Að fjarlæga sumarhús við Elliðavatn.
Vegna þess að þau eru ekki á skipulagi, vegna þess að viljum það.
Vegna þess að .....
Atlagan að sumarhúsaeigendunum við Elliðavatn hefur ekki fengið mikla athygli enda aðeins venjulegt fólk, ekki flott fólk, ekki fólk á síðum Séð og Heyrt, ekki fínt fólk, ekki popparar, aðeins fólk sem gæti verið ég og þú, eða vinir okkar eða kunningjar.
Bótalaust, án nokkurrar viðvörunar er það rekið burt, fyrir eigin kostnað.
Ráðríkið, ofríkið er algjört, þetta er eins og frétt frá Kína, að það vanti land undir stíflu eða Ólympíuþorp, eða nýtt sumarhús fyrir flokksbrodd.
Og enginn segir neitt, þannig séð.
Hver man ekki eftir hinum sjálfskipuðu siðapostulum sem vildu sniðganga söngvakeppni Evrópu vegna þess að fólk var hrakið af heimilum sínum svo hægt væri að byggja höllina sem keppnin var haldin.
Samt þetta fólk bætur, umdeilanlegar, en bætur samt.
Hérna er enginn fyrirvari, engar bætur. Samt er þetta bústaðir sem hafa verið þarna í langan tíma, í friði og sátt við umhverfið, við nágrennið, og þetta er fólkið sem fyrst breytti auðn í gróðursæld.
En þau eru ekki hommar eða múslímar og þau búa ekki í Fjarskaistan. Þess vegna mega þau sætta sig við allt það ofríki sem hrokafullir skriffinnar geta komið fram í krafti tómhyggjunnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Enginn Páll Óskar sem biður þeim griða, enginn mannréttindafrömuður sem biður þeim griða.
Enda er þetta aðeins venjulegt fólk.
Við eigum engin svona dæmi um sálarkulda frá áratuga meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, heldur engin frá valdatíð R listans.
Það þurfti Bjarta Framtíð til að framkvæma þessa duld skriffinnana, að láta reglur brjóta niður mannlíf.
Ef þetta er hið Nýja Ísland, þá vil ég fá aftur Eystein, Bjarna, Lúðvík, og Héðin, Hannibal, Ólaf.
Menn sem höfðu drauma, vonir, væntingar, þrár fyrir hina ungu þjóð sína.
Þeirra framtíð var falleg, þar sem fólk hafði í sig og á, það var virt, og átti sér Bjarta Framtíð.
Ekki svona framtíð, ekki svona skítuga og ljóta.
En þetta voru menn sem ólust upp í fátæku þjóðfélagi, draumar voru þeirra vegarnesti út í lífið.
Úrkynjun velmegunarinnar skóp hins vegar Tómið sem Bjarta Framtíðin um Evrópusambandið er.
Afsal sjálfstæðis þjóðarinnar, algjör yfirráð auðmanna, skuldaþrælkun og niðurbrot fjölskyldunnar.
Og tilefnalausar árásir á venjulegt fólk.
Vonandi kom kreppan nógu snemma svo þessi óværa nái ekki að festa rætur.
Í henni er feigðin fólgin.
Hún er alltaf upphaf nýrra tíma, sem síðast voru kallaðir Hinar myrku miðaldir.
Og þar var Framtíðin ekki björt.
Kveðja að austan.
16.12.2012 | 13:30
Björt Framtíð um aðild að Evrópusambandinu.
Poppar upp lista með poppurum umræðunnar.
Í kosningabaráttunni verður boðið upp á leiki, fjör, tónlist, og afneitun á raunveruleikanum.
Þeim raunveruleika að þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshal studdu árlegar greiðslur úr ríkissjóð í beinhörðum gjaldeyri uppá 30-60 milljarða, í allt að 14 ár.
Þeim raunveruleika að vera stuðningsmenn ríkisstjórnar sem neitar heimilum landsins um skuldaleiðréttingu.
Þeim raunveruleika að sjá ekkert athugavert við árlegar vaxtagreiðslur úr ríkissjóð uppá 70-80 milljarða sem eru tilkomnar sem friðþægingargjald til erlendra kröfuhafa útrásarinnar svo þeir sættust á gjaldeyrishöftin, eins og þeir hafi haft eitthvað val þar um.
Þeim raunveruleik að landið væri núna gjaldþrota ef þjóðin hefði haft evru þegar bankarnir hrundu.
Ofan á þessa afneitun ætla poppararnir inní ríkjasamband þar sem Þýskaland ræðu eitt öllu ákvörðunum sem teknar eru. Afsala þar með sjálfstæði þjóðarinnar og hefja á ný sömu vegferð og áar okkar hófu 1262.
Inní ríkjasamband sem hefur tekist á við efnahagserfiðleika jaðarþjóða með sömu grimmd og evrópsku nýlenduþjóðirnar sýndu þjóðum Afríku og Asíu á 19. öldinni. Rúið þær eignum, þrengt að innlendri framleiðslu, skorið niður innlenda velferð.
Inní ríkjasamband þar sem stöðnun og atvinnuleysi er ríkjandi ástand.
Í nafni Betri Framtíðar.
Er til meiri öfugmæli????
En þessi úrkynjun velmegunarinnar á tímum þar sem gírugir fjármálamenn sækja að þjóðinni úr öllum áttum, hafa þegar stolið bankakerfinu með aðstoð ríkisstjórnarinnar, og ætla að eigna sér útflutningstekjurnar með þúsund milljarða evruskuldabréfinu.
Kann mannkynssagan betra dæmi um hina algjöra heimsku???
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
![]() |
Forysta í öllum kjördæmum ákveðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2012 | 12:07
Rétt ákvörðun.
Félagasamtök á ekki að draga inní pólitísk átök.
Allra síst þegar fólk bíður sig fram fyrir flokk sem hefur tekið þátt í skipulagðri aðför að hagsmunum viðkomandi félagsmanna.
Það eru erfiðar tímar, það er sótt að þjóðinni.
Það getur enginn verið hlutlaus í þeim átökum.
Annað hvort eru menn með eða á móti.
Annað hvort vinna menn fyrir fjármagnið eða fólkið.
Gjáin þar á milli er ekki lengur brúuð.
Kveðja að austan.
![]() |
Hættir sem formaður Geðhjálpar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2012 | 11:01
Hungurjólin klingja bjöllunum inn.
Í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Við undirleik verkalýðshreyfingarinnar sem kyrjar holum hljómi;
"Dýrð sé verðtryggingunni, hún varðveitir vorar skuldir".
Hungurjólin eru sá bautasteinn sem heldur merki þessarar fyrstu hreinu vinstri stjórnar lýðveldisins á lofti.
Biðraðir eftir mat, vonleysi, örvænting.
Þúsundir bótaþega í þessari stöðu, tugþúsundir heimila landsins á leiðinni eftir því sem verðtryggingin sýgur fjárhag þeirra í hyldýpi skuldanna.
Á Íslandi á því herrans ári 2012.
Í landi alsnægta.
Í landi hinnar rændu.
Í landi hinna þúsund milljarða.
Landinu okkar.
Á því herrans ári 2012.
Kveðja að austan.
![]() |
Mikil neyð hjá mörgu fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2012 | 09:14
"Evran hefur varið kaupmátt heimilanna í Evrópu".
Er orðrétt haft eftir Stefáni Ólafssyni prófessor í fréttaskýringaþættinum Speglinum á Rás 1.
Hér í þessari frétt Mbl.is er sagt frá því að venjulegt fólk hafi ekki lengur efni á að hita upp hýbýli sín og fyrir marga er húshitun lúxus.
Venjulegt fólk í Grikklandi virðist því ekki vera talið með þegar rætt er um kaupmátt heimila í Evrópu.
Á Írlandi voru laun einhliða þvinguð niður um allt að 20% með tilheyrandi kjaraskerðingu, en venjulegt launafólk á Írlandi virðist ekki heldur vera með.
Þeir eru aðeins með sem hafa haldið tekjum sínum.
Og það er rétt, kaupmáttur þeirra hefur ekki skerst, ennþá. Ennþá vegna þess að það er samdráttur í Evrópu og atvinnuleysi eykst stöðugt.
Evran ver ekki kaupmátt þessara heimili, en ef þau eru ekki talin með, þá er allt í góðu, að meðaltali hefur fólk það fínt.
Evran sér til þess.
En það þarf ekki evruna til að tryggja þennan gengisstöðugleika, hann er mannanna ávörðun.
Íslenska krónan var mjög stöðug á árunum uppúr 1930.
Og þeir sem höfðu vinnu, þeir héldu sínum kaupmætti, krónan sá til þess.
En samt er talað um þessi ár sem kreppuár, kreppan mikla, hörmungarár með gífurlegu atvinnuleysi.
Ár sem enginn vill fá aftur.
Það er nefnilega hægt að halda í kaupmátt gjaldmiðils, en á tímum þar sem ytri kaupmáttur gagnvart öðrum hagkerfum dregst saman, þá lætur annað undan, annað sem kallast atvinna venjulegs fólks.
Það er valkosturinn því það er ekki hægt að eyða meir en er aflað.
Sú nálgun að telja það forgangsatriði að viðhalda kaupmætti gjaldmiðils og út frá því meta hvort vel hafi tekist til í efnahagsstjórnun er keimlík eins hjá verksmiðjueigandanum í Bandaríkjunum sem lokaði arðvænlegri verksmiðju og flutti framleiðsluna til Kína, þar gróði hans var ennþá meiri.
Hann sagðist borga sömu laun og áður samkvæmt kjarasamningum.
Vaktmennirnir 5 fengu ennþá sama kaupið.
Hinir 5.000 þúsund starfsmennirnir sem misstu vinnuna voru ekki hans mál.
Kaupmáttur launanna sem hann greiddi hélst óbreyttur.
Hið svartasta sjúkasta fjármagn talar svona og skeytir engu um kjör þeirra sem gaddinn gista.
Það sama gildir um evrutrúboðið í dag. Það skeytir engu um fólk, aðeins fjármagn.
Í þess huga er aðalatriðið að gjaldmiðill haldi kaupmætti sínum, ekki venjulegt fólk.
Margt er líkt með skyldum.
Kveðja að austan.
![]() |
Húshitun að verða lúxus í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2012 | 19:07
Eru samtök eins og Geðhjálp stökkpallur??
Framagjarns fólks sem hugsar ekkert um hag og velferð skjólstæðinga sinna??
Tek það fram að ég þekki ekkert til starfa Bjartar, en skjólstæðingar Geðhjálpar eiga allt undir velferðar og heilbrigðisþjónustunni.
Annars taka hinar svörtu miðaldirnar við eins gerst hefur þar sem hið siðlausa skítuga fjármagn hefur sogið til sín fjármagns almennings á kostnað velferðar og heilbrigðiskerfis.
Ein birtingarmynd illskunnar sem veður upp um allan heim í dag.
Ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ríkisstjórnin sem Björt Framtíð styður af öllum sínum mætti, hefur vegið að heilbrigðiskerfinu og sérstaklega hefur öll þjónusta við geðsjúklinga orðið fyrir barðinu á ómennsku hennar.
Ríkisstjórnin sveltir bótaþega, í allri sögu lýðveldisins hafa kjör þeirra ekki verið eins slæm og um þessi jól, jól sem sagan mun kalla hungurjól, og fólk mun spyrja, hvernig gat ómennskan leikið siðað þjóðfélag svona grátt.
Hvar voru þeir sem áttu að verja sína minni bræður???
Það er ekkert sem afsakar sultinn, fjármagnið fær yfir 80 milljarða úr ríkissjóð á þessu ári, þar af hið sjúka lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með 20-30 milljarða, nákvæmar tölur þar um hafa aldrei birst.
Hvar voru þeir sem áttu að verja kjörin verður spurt þegar þessi myrki tími hins siðlausa fjármagns verður gerður upp??
Og svarið er, þeir voru í framboði fyrir Óbermin, þjáningar umbjóðenda þeirra var þeirra stökkpallur til frama í þágu vaxtaokurs og skuldaþrælkunar almennings.
Í þágu amerísku vogunarsjóðanna.
Sjúkara getur siðað samfélag ekki orðið.
Kveðja að austan.
![]() |
Björt í efsta sæti Bjartrar framtíðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2012 | 14:56
Ég bara spyr mjög kurteislega.
Hvernig er hægt að vinna við að hlúa að fötluðum og bjóða sig fram fyrir flokk sem skipulega hefur unnið að niðurbroti velferðar og skuldaþrælkun þjóðarinnar??
Hvernig getur fjármagnið keypt böðla velferðarinnar úr umönnunarstéttum???
Ég spyr því þetta er ofvaxið mínum skilningi.
Og ég veit að svo er um fleiri.
Til dæmis þeir sem svelta á þessum hungurjólum í boði ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms.
Sumt er hreinlega með öllu óskiljanlegt.
Kveðja að austan.
![]() |
Steingrímur og Bjarkey sigruðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1410
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1206
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar