Hagvöxtur byggist ekki á blekkingum.

 

Eða lygi.

Eða verður ekki til úr neinu.

 

Hagvöxtur krefst ákveðinna forsenda.

Að öllu jöfnu er mjög ólíklegt að mikill hagvöxtur verði í mjög skuldsettu þjóðfélagi, sérstaklega ef það fer saman mikil skuldsetning heimili og fyrirtækja.

Bætist það ofaná efnahagsstefna sem byggist hávaxtastefnu, þá er mjög líklegt, til lengri tíma, að stöðnun og samdráttur ríki í viðkomandi þjóðfélagi.

Þetta er eins öruggt og tveir + tveir eru fjórir, hagsagan kann ekki dæmi um annað.

Þetta vita allir nema hálfvitar, eða þeir sem hafa hagsmuni af kreppunni, því kreppa getur gert marga ríka þó fjöldinn verði fátækari.

Og þetta er skýring þess að vextir eru við núllið um allan hinn vestræna heim sem glímir við mikla skuldsetningu.

 

Frávikið frá þessu er þegar menn keyra niður laun og innlend verðmæti (miðað við aðra gjaldmiðla) og laða þannig til sín hina svokallað erlenda fjárfestingu.

Til skamms tíma bætir það ástandið en til lengri tíma verða viðkomandi þjóðfélög fátækari því arðurinn af fjárfestingunni fer úr landi.  Einfalt samband sem öllum er ljóst, nema hálfvitum.

Þetta skýrir þá tilhneigingu ríkja að reyna komast í þá stöðu að geta þvingað önnur ríki til að taka við fjárfestingum frá sér, nýlenduútþensla vestrænna stórvelda á 19. öld er gott dæmi þar um.

Árásarstríð á önnur ríki er annað dæmi, þau eru ekki háð vegna þess að mönnum finnst svo gaman að berjast, heldur er markmið þeirra að ná tökum á öðrum ríkjum til að sjúga út úr þeim fjármuni.

Skattlandakerfi Rómverja er dæmi þar um.  Eða árásir Þýskalands á nágrannaríki sín 1936-1941.

Sjálfstæð ríki reyna að forðast slíkar fjárfestingar eftir fremsta megni, með einstaka undantekningum.  Tengist yfirleitt hagsmunum yfirstéttar sem sér auravon í molunum.

 

Endurreisnin eftir hrunið byggðist á þessari lógík arðránsins, að keyra niður innlendan kostnað og laða að erlenda fjárfesta.  Það var meginröksemd ICEsave samninganna, og þannig átti að standa undir lántökunni hjá AGS, sem var hugsuð til að greiða út króneigendur á yfirverði, erlend fjárfesting átti að auka gjaldeyristekjur, sem síðan átti nota til að borga ICESave og AGS til baka.

Forsenda þessa er að sjálfsögðu að kjör almennings batni ekki.

ICEsave er að baki, en vandamálið með krónueign útlendinga er mun umfangsmeiri en áður var talið, eða réttara sagt, áður var logið því þetta lá fyrir allan tímann.  

Og þessa krónueign, á að borga með erlendri fjárfestingu, á þeim forsendum sem raktar er hér að ofan.

 

Gallinn er bara sá, að í miðri heimskreppu er ekki mikið fjárfest.  

Íslenskir blekkingarsmiðir hafa reynt að telja almenning í trú um að slíkt hafi ekkert að segja, að það sé tregða núverandi stjórnvalda sem skýri að ekkert hafi orðið af nýjum stóriðjuframkvæmdum.

Rök sem halda ekki því þá er máttur ríkisstjórnarinnar meiri en nokkurs annars stjórnvalds í heiminum því kreppan er alþjóðlegur vandi þar sem mjög mörg ríki eru að glíma við sömu vandamálin.  Skorti á fjárfestingu, skorti á alþjóðlegri fjárfestingu.

 

Undantekningin gengur því ekki upp.  Erlend fjárfesting verður aldrei í miklu magni næstu árin og frekar ættu menn að hafa áhyggjur af þeirri starfsemi sem fyrir er.

Eftir stendur hið skuldsetta þjóðfélag í samdrætti og stöðnun.

Berskjaldað gagnvart heimskreppunni.  Því hið viðkvæma jafnvægi sem þó hefur náðst, mun fljótt riðlast ef útflutningstekjur dragast saman.

Og sú staðreynd blasir við að lygin er ekki forsenda hagvaxtar.

 

Ekki það að þjóðin hafi ekki verið vöruð við.

Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz kom hingað til lands og minnti okkur á að kreppuráð AGS, hávextir og skarpur niðurskurður, ásamt því að skuldsetja þjóðir í erlendum gjaldeyri, drægju allan þrótt úr efnahagslífinu.

Þau dýpka kreppuna, og lengja.

Nóbelshafinn  Kenneth Rogoff varaði við skuldakreppunni sem tæki við af fjármálakreppum ef skuldir í hagkerfinu yrði ekki færðar að greiðslugetu.

 

Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins töldu sig vita betur. 

Reynslan hefur leitt í ljós að svo var ekki.

Þjóðfélagið er fast í vítahring skuldanna og atvinnulíf án fjárfestinga dagar smán saman uppi.

Þá ætti að vera kominn tími á að hlusta á hagfræðinga, alvöru hagfræðinga, ekki skuldainnheimtumenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Losið um skuldirnar sögðu alvöru hagfræðingarnir.

Og það er það sem þarf að gera.

 

Mesta kjarabótin í dag er jól án verðtryggingar.

Og að lán verði leiðrétt miðað við stöðu vísitölunnar þegar kreppan skall á.  

Þá mun birta til.

 

Þá verða jólin björt í ár.

Þjóðinni og okkur öllum til heilla.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Ætla ekki að segja upp samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 178
  • Frá upphafi: 1320021

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband