28.1.2013 | 11:26
Er eitthvað val í ICEsave deilunni???
Pistil með þetta heiti birti ég að kvöldi þess örlagadags 29 ágúst 2009, þegar ljóst var að Alþingi hafði samþykkt samhljóða að selja þjóð sína í skuldaþrældóm breta og Hollendinga.
Þann dag var niðurlæging þjóðarinnar algjör.
Hún sætti sig við hana því hún trúði að það væri ekkert val, hennar besta fólk ráðlagði þennan samning.
En það var val, og það val var orðað í þessum pistli mínum.
Nei það er ekkert val.
Íslenska ríkið hefur aldrei gengist undir þær skuldbindingar sem það er krafið um. Allar kröfur á hendur íslenska ríkinu eru því ólöglegar.
"Okkur finnst að þið eigið að borga" eru ekki lagaleg rök. Og allir samningar sem gerðir eru undir þvingunum eru ólöglegir.
En þetta eru skuldbindingar þjóðarinnar fullyrða flestir ráðamenn þjóðarinnar, margir lögfræðingar, prófessor í hagfræði, ýmsir hópar sem láta sig málið varða eins og Indefence hópurinn, forystumenn aðila vinnumarkaðarins og fleiri og fleiri.
En skuldbinding verður ekki skuldbinding þó margir málsmetandi menn fullyrði slíkt. Skuldbinding myndast aðeins við undirskrifaða samninga þar til lögbærra aðila. Og hvað þjóðríki varðar, þá þarf bæði að koma til samþykki þjóðþinga viðkomandi landa og það samþykki þarf að standast stjórnarskrá viðkomandi lands.
Ekkert af þessum forsendum er til staðar í þessari deilu. Krafa breta og Hollendinga á hendur íslensku þjóðinni er með öllu ólögleg.
Og það er rangt að halda því fram að EES samningurinn kveði á um þessa meintu skuldbindingu. Enginn beinn lagatexti er lagður fram sem heimilar hina ótakmörkuðu ríkisábyrgð sem íslenska ríkið er krafið um. En lagatextar EES um hið lögmæta ferli sem allur ágreiningur á að fara í, eru skýrir.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) á að meta framkvæmd einstakra aðildarríkja EFTA á tilskipunum ESB og kæra þau til EFTA dómsstólsins ef um misbrest er að ræða að mati stofnunar. Engin krafa á hendur íslenska ríkinu og íslenskri þjóð vegna ákvæða EES samningsins, öðlast lagagildi nema þessu lögformlegu ferli hefur verið fylgt. Skiptir engu þó Holland og Bretland séu ESB ríki. Það er ekki verið að setja út á þeirra framkvæmd á tilskipunum ESB. Krafan snýr að íslenska ríkinu.
En fyrst að ICEsave Nauðungin liggur fyrir, má þá ekki semja um tilslakanir á henni. Setja inn fyrirvara sem gagnast íslenskri þjóð???
Svarið er mjög einfalt; Nei.
Ólöglegur samningur verður ekki löglegur þó hann sé settur í manneskjulegri búning. Upprunalega krafan er ólögleg. Og mun alltaf verða það samkvæmt lögum og reglum EES þar til búið er að setja málið í lögbundinn farveg.
Og samkvæmt íslenskri stjórnarskrá er samningurinn ólöglegur. Það var ólöglega stofnað til hans, og ákvæði hans stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða. Svo er um bein fullveldisafsöl að ræða þegar einhliða er ákveðið að dómstólar lögbrjótanna kveða á um allan ágreining og þegar eigur íslenska ríkisins eru lagðar að veði.
Það er ekki hægt að semja sig frá stjórnarskránni. Vilji þingmenn samþykkja Nauðungina, þá verða þeir fyrst að afla samþykkis þjóðarinnar um nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Það er sama hversu skynsamur núverandi samningur er, eða þá hve fyrirvarar samningsins eru sterkir, stjórnarskrá Íslands meinar alþingismönnum að samþykkja þennan samning.
Og ef Alþingi virðir ekki íslensku stjórnarskrána, þá eru forsendur Íslands, sem réttarríkis, brostnar. Þar með er öll lögleysa í landinu löghelguð, ef rökin "nauðsyn brýtur lög", eru talin æðri stjórnarskránni. Vandséð er hvernig einstaklingar og fyrirtæki geti valdið meira tjóni en Alþingi ætlar að valda íslenskri þjóð með samþykki þessa samnings.
En Nauðungin krefst þess að við samþykkjum þessa afarkosti segja þingmenn.
Hvaða Nauðung erum að ræða??? Ef byssum hernámsliðs beint að höfði þingmanna. Vissulega ef svo væri þá ættu þeir ekki aðra valkosti. En það er ekki um slíkt að ræða. Heldur er talað um hótanir um einangrun og jafnvel viðskiptaþvinganir af hálfu þess sem er kallað "alþjóðasamfélagið".
En þetta eru orð. Taki þingmenn mark á þeim, þá mega þeir vissulega leggja fram stjórnarskrábreytingu og biðja þjóðina um að samþykkja Nauðungina í ljósi þeirrar kúgunar sem þeir upplifa.
En fyrr mega þeir ekki samþykkja samninginn. Og jafnvel þá er Nauðungin ólögleg samkvæmt ákvæðum EES samningsins. Og brot á öllum alþjóðalögum um fullveldi þjóða.
Málið er nefnilega ákaflega einfalt. Það er ekkert val í ICEsave deilunni. Alþingismenn eins og aðrir þegnar þessa lands þurfa að fara eftir ákvæðum stjórnarskráar Íslands. Hún leyfði aldrei þessa ótakmörkuðu ríkisábyrgð sem Ísland er krafið um. Og stjórnarskrá Íslands leyfir ekki ábyrgðarsamning sem stefnir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða. Samningur upp á 650-700 milljarða, auk vaxta, er dæmi um slíkt. Það eru engin rök í málinu að eignir komi á móti. Séu þær ekki taldar fram í samningnum og settar á þær verðmiði, þá koma þær samningnum ekki við. Það eru ekki rök að halda því fram að hið ólíklega muni ekki gerast. Öllum ætti að vera það ljóst eftir bankahrunið að hið ólíklega er einmitt mjög líklegt að gerast.
Og alþjóðlega samninga á að virða, þar á meðal Samninginn um EES, Mannréttindaskrá Evrópu og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessir alþjóðasamningar meina Alþingi Íslendinga að samþykkja ICEsave Nauðungina því þeir tryggja mannréttindi íslensku þjóðarinnar. Hið alþjóðlega fjármálakerfi getur ekki krafist þrældóms hennar.
Lög þarf að virða og íslenska stjórnarskráin og alþjóðlegir samningar íslenska ríkisins banna ICEsave Nauðungina. Þó alþingismenn telji það skynsemi að samþykkja hana, þá hafa þeir ekkert vald til þess.
Þess vegna er ekkert val í ICEsave deilunni. Öllum nauðungarsamningum ber að hafna.
Það las enginn þennan pistil, 20 30 manns.
Óþekktur maður bloggaði, þjóðþekktir menn sögðu annað.
En sjálf framtíð barna okkar var í húfi, það eitt og sér hefði átt að þýða að fólk leitaði útgönguleiða, að það hlustaði á raddir sem sögðu að þetta væri rangt, og af hverju.
Og stæði svo saman gegn ógnarvaldinu.
Í dag er dómsdagur, þessi gömlu orð mín voru staðfest.
Vonandi hlusta fleiri á þau orð sem benda á forsendu sátta um ICEsave.
Að lög gildi í landinu.
Aðeins þannig náum við að verja framtíð barna okkar.
Því sömu mennirnir sem díluðu um ICEsave, hafa selt þjóðina í annað sinn.
Kaupendur voru amerísku vogunarsjóðirnir sem eiga hrakkröfur gömlu bankanna.
Hreyfing lífsins mun taka til starfa við þá vörn næstu daga.
Vonandi verður hún ekki bara góðmenn, heldur líka fjölmenn.
Því lífið sjálft er í húfi.
Framtíð barna okkar.
Kveðja að austan.
28.1.2013 | 10:50
Evrópa er réttarríki.
Það er niðurstaða EFTA dómsins.
Evrópusambandið hafði aldrei réttarheimild til að ákveða ríkisábyrgðir fyrir einstakar þjóðir enda var slíka ábyrgð aldrei í viðkomandi reglugerð. Not þýðir ekki.
EES samningurinn skerðir ekki fullveldisrétt þjóða til að bregðast við neyðarástandi, hann er kristaltær, einn af hornsteinum þess samnings.
EFTA dómurinn staðfestir þessi augljósu sannindi.
Hann stóðst þrýsting Brussel valdsins að láta pólitísk markmið ganga fram fyrir ákvæðum laga og réttar.
Þessi dómur er sigur siðmenningarinnar, sigur Evrópu.
Núna er aðeins eitt eftir.
Ekki stórt, ekki mikið, en skiptir öllu máli fyrir okkur sem sjálfstæða þjóð.
Þjóðin verður að skera úr um hvort Ísland sé réttarríki.
Að það gildi lög og reglur í landinu.
Hún á að krefjast að innanríkisráðherra skipi sérstakan saksóknar með það eina hlutverk að ákæra þá ráðherra og alþingismenn sem börðust með bretum í ICEsave.
Beinn stuðningur við fjárkúgun breta er landráð samkvæmt skýrum ákvæðum almennara hegningarlaga þar um.
Það á að lögsækja þetta fólk, og dæma.
Aðeins þá ríkir friður í landinu út af ICEsave.
Kveðja að austan.
![]() |
Ísland vann Icesave-málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2013 | 10:40
Er Ögmundur að biðja sér vægðar??
Hann studdi fjárkúgun erlends valds.
Hann samþykkti að borga hana með bros á vör og hann var í ríkisstjórn sem barðist gegn því fólki sem hélt upp vörnum fyrir íslenskan almenning.
Hraklegustu smánarsamningar vestrænna sögu, Versalasamningurinn þar sem ábyrgðinni á fyrri heimsstyrjöld var varpað á þýskan almenning, var aðeins brot af þeim samningi sem Ögmundur og félagar samþykktu í lok sumars 2009.
Á bara að láta það gott liggja, að hafa selt þjóð sína??
Svarið er Nei, ráðamenn þurfa að axla sína ábyrgð.
Glæpir borga sig ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Umræða um Icesave verði yfirveguð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2013 | 07:00
ICEsavedómurinn mun aðeins dæma eitt.
Hvort Evrópa er réttarsamfélag, eða hvort stríðið um evruna hafi breytt því í alræðissamfélag þar sem dómar lúta pólitísku boði en ekki ákvæðum laga og réttar.
Ákvæði laga og réttar eru skýr.
Evrópusambandið setti reglur um innstæðutryggingar sem íslensk stjórnvöld fóru í einu og öllu eftir við setningu laga um Tryggingasjóð innstæðna. Um þetta er ekki deilt, ESA er eftirlitsaðili samkvæmt EES samningnum og stofnunin gerði ákveðnar athugsemdir við fyrstu lögin sem íslensk stjórnvöld tóku tillit til.
Í lögum um Tryggingasjóð kemur skýrt fram að Tryggingarsjóðurinn sé sjálfseignarstofnun, fjármagnaður af framlögum fjármálafyrirtækja, hann má taka lán ef hann lendir í greiðsluerfiðleikum, en hann er ekki baktryggður af ríkissjóði.
Íslensk lög gilda á Íslandi.
Það er skýrt í EES samningnum að Ísland er sjálfstætt ríki með sjálfstæða löggjöf.
Ef EFTA dómurinn setur út á íslensku lögin, þá þarf hann um leið að rökstyðja hvernig lögin hefðu átt að vera öðruvísi, og er þá um leið að setja fordæmi fyrir öll lönd evrópska efnahagssvæðisins, sem munu í kjölfarið þurfa að taka tillit til niðurstöðu dómsins.
Og íslensku lögunum er þá aðeins breytt fram í tímann.
Röng framkvæmd þeirra í góðri trú skapar íslenskum stjórnvöldum ekki skaðabótarábyrgð aftur í tímann, meint skaðabótaábyrgð verður ekki nema þau heykist á að breyta núverandi löggjöf innan ákveðins umþóttunartíma, og þá í kjölfar áminningar ESA.
Telji breta og Hollendingar á sér brotið þá er ekki við íslensk stjórnvöld að sakast heldur þá aðila sem bera ábyrgð á eftirliti með að reglum ESB sé framfylgt.
Því hefur einnig verið haldið fram að EFTA dómurinn geti dæmt íslensk stjórnvöld fyrir meinta mismunun við framkvæmd neyðarlaganna, en slíkt er rangt, EES samningurinn er skýr um neyðarrétt EFTA þjóðanna sem aðilar eru að samningnum, og enginn dómsstóll getur dæmt gegn því skýra ákvæði.
Það eina sem EFTA dómurinn gæti véfengt er alvarleiki málsins, að tilvísun í neyðarrétt hafi verið skálkaskjól en slíkt er fjarstæða, fátt er alvarlegra fyrir þjóðir en hrun bankakerfis þeirra, og þann alvarleika hefur EFTA dómurinn viðurkennt í öðrum málum.
Lagalega liggur því ICEsave málið ljóst fyrir.
Um pólitískan dóm er ekki hægt að fullyrða á þessari stundu.
Við eðlilegt ástand væru slíkar umræður út í hött því Evrópa er réttarsamfélag en algjör stuðningur ESB samfélagsins við hótanir og fjárkúgun breta og Hollendinga í ICEsave bendir til þess að í dag lúti Evrópa stjórn manna sem virða ekki leikreglur lýðræðis og réttar.
Íslensk stjórnvöld, sem studdu fjárkúgun breta með ráðum og dáðum, eru undir hælnum á þessum andlýðræðislegum öflum. Evruöflunum.
Þau hafa gefið í skyn að vafi leiki um dóminn, það er að dómurinn verði pólitískur.
Og Snatar breta hafa verið sendir út á örkina að undirbúa þjóðina fyrir slíkan dóm.
Ríkisútvarpið hefur bæði logið og blekkt í fréttaflutningi sínum af málinu, eins og aldrei komi sá dagur að starfsmenn þess verði látnir sæta ábyrgð gjörða sinna.
Níðmyndbandi hefur verið dreift um Ólaf Ragnar, þar sem hans helsti glæpur er að hafa farið gegn ríkisstjórninni í ICESave.
Gildir lögfræðingar hafa komið fram og látið hafa eftir sér að ekkert sé hægt að spá um niðurstöðu dómsins, sem út af fyrir sig bendir til þess að þeir sjái ógnina sem blasir við réttarríkinu.
Og ekki hvað síst, ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún ætli að gefa sér góðan tíma í að skoða dóminn, sem þýðir á mannamáli, að hún ætli sér að semja í enn eitt skiptið við breta og Hollendinga.
Langlíklegast niðurstaðan er samt sú að dómurinn dæmi eftir lögum og rétti. Fjórða ríkið er ekki runnið upp.
Þar með er ljóst að meintir tukthúslimir sitja á Alþingi og þjóðin mun sækja þá til saka.
Því eins og maðurinn sagði.
Glæpir borga sig ekki.
Ekki heldur á Íslandi.
Kveðja að austan.
![]() |
Dómur kveðinn upp í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2013 | 06:26
Tveir menn vöruðu við vogunarsjóðunum.
Báðir komust ekki á blað í prófkjörum helgarinnar.
Segir allt sem segja þarf um hverjir stjórna Sjálfstæðisflokknum í dag.
Og hvað býður þjóðarinnar þegar hann kemst til valda eftir kosningar.
Kveðja að austan.
![]() |
Kristján Þór í fyrsta sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2013 | 22:48
ICEsave skapadægur Ríkisútvarpsins nálgast.
Síðasta hræðslufrétt þess var flutt í kvöld.
Um sumt ágætis umfjöllun, um annað verri.
Það var logið.
"Hið meinta brot fólst í því að eigendum Icesave reikninga voru ekki bættar innstæður þeirra við fall Landsbankans þó allar innstæður bankans hér á landi hafi verið tryggðar. "
Svo marghrakið að innstæður á Íslandi hafi verið tryggðar. Hér var bankakerfið endurreist, og innstæður bankanna jafn trautar og hinir nýju bankar.
Þetta vita allir, líka lygarar sem láta ekki komast upp um lygavef sinn með svona augljósu. Liggur við að þetta sé aumlegra en þegar Jóhann lýgur uppá sjálfa sig að hafa lesið ICEsave samning Svavars.
Vekur ekki einu sinni upp spurningar um faglega hæfni fréttamannsins, en ætti að vekja upp umræðu um blóðprufur.
Það var gamli góð hræðsluáróðurinn með matsfyrirtækin, þessi sem spáðu heimskautavetri ef við samþykktum ekki Svavars samninginn, þennan sem væri langt kominn í þúsund milljarða vegna gengisfalls krónunnar.
Hvaða tilgangi þjónar svona bull þegar réttilega er bent á að "EFTA dómstóllinn getur einingis svarað því hvort reglur hafi verið brotnar eða ekki, hann getur ekki dæmt um skaðabætur, sektir, vexti eða annað. ".
Varla er verið að gefa í skyn að stjórnvöld ætli að svíkja okkur enn einu sinni.
Í fréttinni er einnig afhjúpuð augljós vanhæfni, eða vanvit, hvernig sem menn vilja túlka, málaflutningsmanns ríkisstjórnarinnar, Jóhannesar Karls Sveinssonar.
"Mögulega ná menn saman um það hvað þarf að gera á Íslandi, lagfæra innstæðutryggingakerfið, bankaeftirlit eða hvað sem það gæti verið. Ef það næst ekki saman um hver réttu viðbrögðin eru þá þyrfti ESA að grípa til einhverra aðgerða sem gætu falist í nýju samningsbrotamáli,".
ESA fer ekki í mál, Ísland fer í mál við ESA, því ESA kvað innstæðutryggingakerfi okkar standast ákvæði tilskipunar ESB um innstæðutryggingar.
Jafnvel nautheimskir menn ættu að skilja þetta samhengi, íslensk stjórnvöld voru í góðri trú, með sín lög, og lögum er breytt fram í tímann, ekki aftur á bak.
Það gilda íslensk lög á Íslandi, ekki lög ESB. Að lögfræðingur skuli ekki vita þetta bendir til þess að hann hafi fengið prófgráðu sína í bréfaskóla í Nígeríu, og þó ekki, jafn vel þar hafa menn sinn standard.
Og ef EFTA dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ESA hafi brugðist, og blekkt íslensk stjórnvöld, þá þarf EFTA dómurinn að benda á hvernig kerfið átti að vera, og þá verður það að samræmast tilskipun ESB, ekki hvernig EFTA dómurinn hefði viljað að reglur ESB væri.
Enginn bréfaskóli heims útskrifar lögfræðing sem áttar sig ekki á þessu. Enginn.
Hvernig áttu íslensk stjórnvöld að útbúa kerfið á annan hátt en þann sem stóð í reglugerðinni, og er skýring þess að ESA gerði engar athugasemdir???
Svari hver fyrir sig.
En athyglisverðast í fréttinni var óvænt uppljóstrun um væntanleg svik íslenskrar stjórnvalda ef EFTA dómurinn fellir ómarktækan dóm. Pólitískan dóm í anda alræðis þriðja ríkisins.
Þá verður ekki mótmælt og dómurum dómsins stefnt fyrir almenna dómsstóla fyrir meinta mútuþægni og afglöp, nei, þá verður gefist upp og undirlægja send til Bretlands til að spyrja þarlenda hvað þeir vilja.
"Bretar og Hollendingar kunna að banka upp á hjá Íslendingum ef dómur fellur okkur í mót með ósk um viðræður eða með kröfur um bætur og þá yrði bara að sjá hvaða kröfur þeir yrðu með í farteskinu og þurfa stjórnvöld á þeim tíma að taka á því, segir Jóhannes."
Bretar verða ekki látnir sækja, við þá verður samið.
Og þarna tókst sjónvarpinu að afhjúpa það leikrit sem er í gangi og þingmenn flestra flokka virðast samsekir um.
Ef þeir væru ekki samsekir, þá myndu þeir benda á allar þessar staðreyndir, og ekki hvað síst, á grundvallar staðreynd málsins.
Sem er, Hver er réttarheimild ESB til að ákveða ótakmarkaða ríkisábyrgð íslenska ríkisins á innlánum einkabanka???
Sá sem spyr ekki þessarar spurningar ætlar sér á einn eða annan hátt í náðarfaðm ESB.
Líka ritstjóri Morgunblaðsins, ef hann þegir.
Kveðja að austan.
27.1.2013 | 22:17
Ljótleiki lífsins.
Þrífst hér og þar og alls staðar.
Hann eykst ef við þegjum.
Hann minnkar ef við tölum.
Þögnin er hans þræll.
Kveðja að austan.
![]() |
Nauðgað og misþyrmt af hópi karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2013 | 19:47
Hvernig er hægt að taka upp hanskann fyrir vörn þjóðarinnar??
Þegar Snatar bretar sækja að henni??
Taka menn upp vörn fyrir lögregluna þegar fíkniefnasalar kvarta yfir árangursríkum rassíum hennar??
Taka menn upp vörn fyrir sérstakan saksóknara þegar fjárglæpamenn kvarta yfir að mál þeirra séu rannsökuð??
Að sjálfsögðu ekki.
Menn styðja vörn þjóðarinnar, menn ráðast á hina gjammandi Snata og minna þá að þegar Örlagadómurinn fellur, þá er þeir væntanlegir tukthúslimir.
Því glæpir borga sig ekki.
En Ólaf þarf ekki að verja.
Hann ver sig sjálfur.
Með því að segja satt og rétt frá.
Kveðja að austan.
![]() |
Fremur til þess að útskýra málin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2013 | 09:17
Þöggun peninga.
Er leið valdsins til að kúga almenning, til að skapa sér frið við vafasama iðju, til að komast upp með athafnir gráa svæðisins, þar sem hlutir líta út fyrir að vera löglegir en eiga rætur til mistúlkunar laga og rétta þar sem persónulegur ávinningur ræður túlkun en ekki tilgangur laga og reglna.
Þöggunin byggist á flóknu réttarfari þar sem fyrirfram er vonlítið fyrir almúgann að leita réttar síns sökum kostnaðar, og þá ekki síður, að verja sig með þeim leiðum sem hið flókna réttarfar býður uppá.
Réttarfarið er réttarfar auðmanna og auðfyrirtækja.
Réttarfarið er ekki réttarfar hins venjulega manns.
Nær væri að tala um auðrétt í stað réttar.
Fyrrverandi ráðherra gat varist auðmanni, en það er undantekning.
Og það sem verra er, að í nafni friðhelgar eða einstaklingsréttar, þá er löggjöfin sniðin að þörfum auðbrotamanna, eða annarra sem fiska á gráu miðunum, þeir eru í raun ósnertanlegir ef þeim tekst að vefa um gjörðir sínar sýnd sem vörðuð er gildrum og blekkingum þannig að sá sem rannsakar misferli þeirra gæti orðið á að fara ekki alveg rétt með, talið blekkingu gilda, eða hreinlega ekki bara notað rétta orðlagið.
Sjónvarpið var mjög nýlega að sýna Millenium þáttaröðina í endursýningu en hún svar blaðamannsins Stieg Larson við þessum raunveruleika auðræðisins, og reynir að afhjúpa auðfarið, sem hvítflibbamenn í þágu hugsanlegra hvítflibbaglæpa hafa náð að móta úr réttarkerfi okkar á Vesturlöndum. Barátta Kalla Blómkvist í bókinni endar vel, en bókin var ævintýri, í raunveruleikanum er engin Lisbeth Salander sem hakkar sig í gegnum blekkingarvefinn.
Þessi orð mín spruttu upp í huga mér þegar ég las bloggpistil eftir Jón Trausta Reynissonar um ógeð hins íslenska auðræðis í hnotskurn. Pistillinn heitir Að vera beittur réttlæti og er óp út í tómið sem umlykur almenning í dag sem sofandi flýtur með framtíð barna sinna að feigðarósi.
Við vorum rænd, það er verið að ræna okkur, og það á að ganga frá okkur eftir kosningar.
Samt látum við ræningjana og þjófana móta leikreglur réttarfarsins, við látum keypta stjórnmálamenn setja lög í þeirra þágu, og við þegjum þegar þeim lögum er misbeitt í þágu þöggunar og ritskoðunar í samfélaginu.
"Blaðamenn skrifa mörg orð á hverjum degi. Alveg eins og fólk í símsvörun svarar mörgum símtölum, fólk í verslunum afgreiðir margt fólk, fólk á veitingahúsum afgreiðir pantanir og læknar taka á móti mörgum sjúklingum. Munurinn er sá að blaðamenn eru reglulega dregnir fyrir dóm, og þess oftar ef þeir sinna þeirri skyldu sinni að afhjúpa það sem er vafasamt í samfélaginu. Ef hinn afhjúpaði er ósáttur, þarf dómsvaldið aðeins að meta sem svo að eitt orð sé rangt, eða geti skilist þannig að það sé rangt, og þá getur blaðamaður átt von á að eigur hans séu settar í uppnám. Það var orðið að rannsaka, sem gerði okkur að brotamönnum.".
Það skiptir ekki máli hvaða álit við höfum á viðkomandi blaðamanni eða viðkomandi blaði.
Þöggun valdsins, þöggun valdsins í þágu peninga, varðar okkur öll.
Það er okkar eigur, það er okkar samfélag sem er undir.
Og framtíðin sem við sórum við vöggu lítils barns að verja.
Kveðja að austan.
![]() |
Vill að allir geti áfrýjað til Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2013 | 17:43
Hver hefur hag af handafli gegn stjórnarskránni??
Bretar sem vilja ekki næsti ICEsave samningur fari í þjóðaratkvæði.
Ríkisstjórnin, því á meðan eru óhæfuverk hennar ekki rædd.
Vogunarsjóðirnir sem þola ekki dagsljósið.
Vil minna fleyg orð Lilju Mósesdóttur,
"Við munum ekki komast upp úr kreppuhjólförunum og losna við gjaldeyrishöftin nema skrifa varanlega niður skuldir heimila og fyrirtæka og þar með eignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa. Ríkisstjórn sem leggur alla áherslu á stjórnarskrárdrög sem hefðu komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni eins og Icesave er á rangri braut".
Orð sem útskýra handaflið.
Fjármagnsmafían óttast umræðu um þá ógn sem býður þjóðarinnar eftir kosningar þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins tekur við, flokkar sem ætla ekki að gera neitt varðandi aflandskrónurnar eða skuldir heimilanna.
Flokkar sem vilja ekki skerða um krónu eignir aflandskrónueiganda og kröfuhafa.
Raddir fólksins eru hluti af því moldviðri sem þarf að viðhalda í þjóðmálaumræðunni fram yfir kosningar.
Þær eru handbendi fjármagnsins, alveg eins og Dögun og Björt Framtíð.
Umræða um ómál.
Þögn um alvöruna.
En hvað með okkur sem eigum líf sem þarf að vernda.
Ætlum við að þegja???
Kveðja að austan.
![]() |
Boða fund að viku liðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 1880
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1591
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar