Þöggun peninga.

 

Er leið valdsins til að kúga almenning, til að skapa sér frið við vafasama iðju, til að komast upp með athafnir gráa svæðisins, þar sem hlutir líta út fyrir að vera löglegir en eiga rætur til mistúlkunar laga og rétta þar sem persónulegur ávinningur ræður túlkun en ekki tilgangur laga og reglna.

Þöggunin byggist á flóknu réttarfari þar sem fyrirfram er vonlítið fyrir almúgann að leita réttar síns sökum kostnaðar, og þá ekki síður, að verja sig með þeim leiðum sem hið flókna réttarfar býður uppá.

 

Réttarfarið er réttarfar auðmanna og auðfyrirtækja.

Réttarfarið er ekki réttarfar hins venjulega manns.   

Nær væri að tala um auðrétt í stað réttar.

 

Fyrrverandi ráðherra gat varist auðmanni, en það er undantekning.

Og það sem verra er, að í nafni friðhelgar eða einstaklingsréttar, þá er löggjöfin sniðin að þörfum auðbrotamanna, eða annarra sem fiska á gráu miðunum, þeir eru í raun ósnertanlegir ef þeim tekst að vefa um gjörðir sínar sýnd sem vörðuð er gildrum og blekkingum þannig að sá sem rannsakar misferli þeirra gæti orðið á að fara ekki alveg rétt með, talið blekkingu gilda, eða hreinlega ekki bara notað rétta orðlagið.

Sjónvarpið var mjög nýlega að sýna Millenium þáttaröðina í endursýningu en hún svar blaðamannsins Stieg Larson við þessum raunveruleika auðræðisins, og reynir að afhjúpa auðfarið, sem hvítflibbamenn í þágu hugsanlegra hvítflibbaglæpa hafa náð að móta úr réttarkerfi okkar á Vesturlöndum.   Barátta Kalla Blómkvist í bókinni endar vel, en bókin var ævintýri, í raunveruleikanum er engin Lisbeth Salander sem hakkar sig í gegnum blekkingarvefinn.

 

Þessi orð mín spruttu upp í huga mér þegar ég las bloggpistil eftir Jón Trausta Reynissonar um  ógeð hins íslenska auðræðis í hnotskurn.  Pistillinn heitir Að vera beittur réttlæti og er óp út í tómið sem umlykur almenning í dag sem sofandi flýtur með framtíð barna sinna að feigðarósi.

Við vorum rænd, það er verið að ræna okkur, og það á að ganga frá okkur eftir kosningar.  

Samt látum við ræningjana og þjófana móta leikreglur réttarfarsins, við látum keypta stjórnmálamenn setja lög í þeirra þágu, og við þegjum þegar þeim lögum er misbeitt í þágu þöggunar og ritskoðunar í samfélaginu.

 
"Blaðamenn skrifa mörg orð á hverjum degi. Alveg eins og fólk í símsvörun svarar mörgum símtölum, fólk í verslunum afgreiðir margt fólk, fólk á veitingahúsum afgreiðir pantanir og læknar taka á móti mörgum sjúklingum. Munurinn er sá að blaðamenn eru reglulega dregnir fyrir dóm, og þess oftar ef þeir sinna þeirri skyldu sinni að afhjúpa það sem er vafasamt í samfélaginu. Ef hinn afhjúpaði er ósáttur, þarf dómsvaldið aðeins að meta sem svo að eitt orð sé rangt, eða geti skilist þannig að það sé rangt, og þá getur blaðamaður átt von á að eigur hans séu settar í uppnám. Það var orðið að „rannsaka“, sem gerði okkur að brotamönnum.".

 

Það skiptir ekki máli hvaða álit við höfum á viðkomandi blaðamanni eða viðkomandi blaði.

Þöggun valdsins, þöggun valdsins í þágu peninga, varðar okkur öll.

Það er okkar eigur, það er okkar samfélag sem er undir.

 

Og framtíðin sem við sórum við vöggu lítils barns að verja.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Vill að allir geti áfrýjað til Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ómar Geirsson, 27.1.2013 kl. 09:18

2 identicon

"Fyrrverandi ráðherra gat varist auðmanni, en það er undantekning."(!)

Þú ert enn sem fyrr fyrir austan sól og vestan mána í sullumbullumruglinu Ómar minn.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Íslands, Björn Bjarnason, var búinn að eyða 2,5 milljörðum af skattfé almennings í pólitískt vendetta FLokksins gegn Jóni Ásgeiri - án þess að megna að koma Baugsmönnum á kné fyrir að borga ekki verndartoll til FLokksins.

Rosabaugur Björns varð til þess að hann var dæmdur ómerkingur orða sinna í Héraðsdómi og Hæstarétti.

Það er eftir þér, Ómar Geirsson, að hampa ómerkingum og FLokksdónum og fabúlera um að þú sért að verja ungbarnavöggur!

Staðreyndin er að fyrrverandi dómsmálaráðherra - nú dæmdur ómerkingur - var og er í fremstu röð þeirra FLokksdóna sem hafa vegið að framtíð ungbarna á Íslandi áratugum saman!

N1 blogg (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 12:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hilmar minn, alltaf gaman að fá þig í heimsókn.

Hins vegar ert þú eitthvað farinn að linast á vaktinni, ég bloggaði aðeins fyrir þig í gær, og þú lést ekki sjá þig, hvorki þú eða Skrámur.

Hvað er þetta eiginlega með þig, er hungrið að svipta þig öllum baráttukrafti eða varstu að safna styrkjum??

Bara smá forvitni, ég var farinn að sakna þín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.1.2013 kl. 13:17

4 identicon

Það er nú einfaldlega ekki orðum eyðandi á fimbulfambið þitt um stjórnarskrármálið, Ómar minn. :)

Varðhundar gamla Íslands, FLokksræðisins og fyrrverandi, dæmds, dómsmálaráðherra eru bara brjóstumkennanlegir.

Ertu nokkuð genginn í barndóm þarna fyrir austan Ómar?

N1 blogg (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 15:18

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, það er mikil skömm. 

Ekki lengur á neitt að treysta í þessum heimi.

Gott að vita að þú varst ekki svangur.

Kveðja að austan.

PS.  Veit ekki þetta með barndóminn, eðli málsin vegna þá verða aðrir að meta.

Ómar Geirsson, 27.1.2013 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 153
  • Sl. sólarhring: 705
  • Sl. viku: 3934
  • Frá upphafi: 1330110

Annað

  • Innlit í dag: 117
  • Innlit sl. viku: 3394
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband