18.4.2013 | 08:19
Líflínur til heimilanna.
Er heiti á grein eftir Halldór Gunnar Halldórsson sem hann skrifaði í Morgunblaðið 30. okt 2008.
Að mörgu góðu sem þá var skrifað í blöð er þessi grein í miklu uppáhaldi hjá mér.
Þar mælir Halldór orð sem allt kristið heiðarlegt siðað fólk ætti að geta tekið undir.
Að hjálpa fólki að leysa vandann sem fasteignalánin skapa er ekki nóg. Skjaldborg heimilanna þarf að ná allan hringinn ef fullnægjandi árangur á að nást. Það myndi bjarga mörgum fjölskyldum frá þeim ömurlegu örlögum að vera kastað út úr sínu eigin húsi ef heimilið yrði griðastaður fyrir ágangi siðblindra innheimtulögfræðinga.
Það á ekki að heimila fjárnám í heimilum fólks. Heimilið á að vera heilagt og öruggt skjól fyrir börn og fullorðna, þó þeir síðarnefndu misstígi sig stöku sinnum.
Það hjálpar engum að rústa heimilum. Fyrir utan harmleikinn fylgir því mikill kostnaður sem allir þurfa að greiða með sköttum.
..........
Það verður að halda heimilunum á floti. Þau eru grunnurinn að þjóðfélaginu.
Siðmenningin varð undir á síðasta kjörtímabili og ábyrgðina bera VinstriGrænir, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkarnir sem báru ábyrgð á að óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Siðmenningin er undir í næstu kosningum, villimennirnir sækja að henni með einbeittum vilja að þjóna fjármagninu en ekki almenningi.
Allt er undir hjá vogunarsjóðunum, eigendum verðtryggingarinnar að þjónar þeirra nái völdum.
Að maður verði kosinn forsætisráðherra sem skilur ekki mennskuna í tilvitnuðum orðum Halldórs hér að ofan.
Og nokkur tár ætla að ljá þeim þann herslumun sem á vantaði.
Má búast við að næst kali heitur hver???
Kveðja að austan.
![]() |
Þriðjungur vill Sigmund Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2013 | 21:07
Hver segir að nokkur tár virki ekki??
Að það hafi ekki áhrif að sýna mannlegu hliðina.
Samt er einn galli við klútapólitík, fylgi hennar er reikult.
Og ekki gott að toppa of snemma.
VinstriGrænir hafa til dæmis ekki afhjúpað sitt leynivopn.
Heyrst hefur að Steingrímur sé þessa dagana á stífum grátæfingum og sé alveg að ná rétta grátnum.
Að hann hafi bjargað þjóðinni frá frjálshyggjunni og skítverkin sem hann vann fyrir AGS, hafi verið nauðung ein. Nauðung sem hann tók að sér í þeirri fullvissu að aðrir hefðu gengið frá þjóðinni, eyðilagt velferðarkerfið og virkjað hverja sprænu.
Að hann hafi verið eins og norsku andspyrnumennirnir sem þóttust vinna með nasistum en unnu allan tímann fyrir andspyrnuna.
Og honum sé launað með útþurrkun flokks hans og núna bíði þjóðarinnar ný eyðimerkurganga frjálshyggjunnar.
Grátandi Steingrímur, til dæmis í Íslandi eftir fréttir, fljótlega eftir helgi, myndi rífa samúðarfylgið frá Sjálfstæðisflokknum yfir til VinstriGrænna.
Viðbrögð Samfylkingarinnar gætu þá verið að senda Ingibjörgu á vettvang, í faðmlagi með Árna Pál, bæði grátandi yfir hvernig frjálshyggjan yfirtók Samfylkinguna, að Jóhanna hafi algjörlega brugðist þjóð og flokk.
Og Evrópudraumurinn fyrir bí.
Sigmundur gæti svo grátið á föstudagskvöldið, í formannaútsendingunni.
Yfir rógsherferð vogunarsjóðanna sem hafi óttast um ránsfeng sinn.
Og Katrín gréti yfir því hvað allir væru vondir við Steingrím. Og sig og flokkinn og vogunarsjóðina og náttúruna og alla.
Og allir færu að gráta.
Hvert leitar samúðarfylgið þá???
En að þjóðin kjósi yfir sig beint gjaldþrot lýðsskrumsstefnu Sjálfstæðisflokksins, vegna nokkurra tára, segir aðeins eitt, henni er ekki viðbjargandi.
Hún á ekki líf sem þarf að vernda.
Svarið við Steingrími og Jóhönnu er ekki Sjálfstæðisflokkurinn.
Svarið er ekki flokkur sem hefur ekkert lært.
Hvert sem svarið er, þá er það ekki feigðin sjálf.
Kveðja að austan.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2013 | 11:09
Hagfræði andskotans.
Lætur skort ráða verði á markaði þar sem nóg er til að íbúðum.
Þúsundir íbúða eru í eigu Íbúðalánasjóðs, aðeins spurning um vilja að koma þeim á leigumarkaðinn.
Vilja sem ekki er til staðar hjá ríkisstjórn sem lítur boðvaldi fjármagnseiganda og braskara.
Blóðmjólkun og arðrán er drifkraftur kerfisins sem við kennum við hagfræði andskotans, frjálshyggjuna.
Hinsvegar er hagfræði lífsins drifinn áfram af mannúð og mennsku.
Í þjóðfélagi alsnægtanna þar sem nóg er til af mat, þar sem nóg er til af húsnæði, líður enginn skort, býr enginn á götunni.
Verðmætasköpun okkar ræður verðinu á Landkrúsernum, ræður verðinu á flatskjánum.
En okkar eigin vilji sker úr um hvort allir þegnar þessa lands lifi mannsæmandi lífi.
Skortur og arðrán er ekkert hagfræðilögmál, ójöfn dreifing lífsgæða er ekkert hagfræðilögmál, sundrung og stöðugar deilur um gögn og gæði er ekki lögmál lífsins.
Allt þetta er mannanna verk, knúið áfram af sérgæsku og græðgi. Að sá sem á mikið meir en nóg, vill eignast ennþá meira mikið meir en nóg.
Og til að þetta óeðli sé ekki nakið fyrir mannasjónum í öllum sínum illa þefjandi viðbjóði, er það klætt í búning hagtrúar, hagfræði andskotans, og fólki talið í trú um að bæði sé viðbjóðurinn hagfræðilögmál og að ólyktin sé drifkraftur hagvaxtar og velmegunar.
En hin tilbúni skortur, stöðugar deilur og sundrung, útilokun hluta af þegnum þjóðarinnar frá mannsæmandi lífi, er ekki drifkraftur hagvaxtar, heldur átaka, eyðileggingar, og loks algjörar auðnar mannlegs samfélags.
Enda er hagfræðin ættuð úr neðra.
Í komandi kosningum er ekki kosið um hagfræði lífsins versus hagfræði andskotans, hagfræði dauðans.
Vegna þess að vel meinandi fólk náði ekki saman um Framboð lífsins, Samstöðu um lífið.
Öll umræðan er á forsendum hagfræði andskotans, allar lausnir eru markaðar af kviksyndum hennar.
Þessi fréttaskýring um bága stöðu leigjanda er ekki hugsuð á neinn hátt til að bæta kjör þeirra heldur er hún liður í atlögu leppa vogunarsjóða að tillögunum sem þeir óttast svo mjög.
Leiðréttingu á forsendubrest verðtryggingarinnar.
Hún er hugsuð til að grafa undan því fólki sem krefst réttlætis og sanngirnis í skuldamálum heimilanna.
Og þegar lygar ICEsave hagfræðinganna og neikvæður áróður fjölmiðla valdsins duga ekki til, þá er reynt að skapa sundrungu meðal kjósenda með því að læða að þeirri hugsun að réttlæti í skuldamálum vinni gegn réttlæti annarra hópa sem hafa orðið fyrir barðinu á skjaldborg fjármagnsins.
Sem er hin algjöra rökvilla, réttlæti eins vinnur aldrei gegn réttlæti annars.
Réttlæti er afl sem sameinar, knýr fólk til að berjast fyrir betri heimi, mannsæmandi lífi, öllum til handa.
Réttlæti í skuldamálum heimilanna ýtir undir velmegun og velsæld sem kemur öllum til góða.
Réttlæti eins er krafa um réttlæti annars.
Samstaða er leið lífsins til sigurs.
Þetta vita eigendur verðtryggingarinnar, þetta vita málaliðar vogunarsjóðanna.
Þeirra von er að hinir kúguðu og rændu átti sig ekki á þessu.
Að þeir sameinist um að einum hóp sé neitað um réttlæti því það geti verið á kostnað þeirra.
Aðeins þannig getur hið skítuga fjármagn staðist réttlætiskröfur almennings, aðeins þannig getur það sogið til sín þjóðarauðinn.
Að fólk vegi hvort annað í stað þess að vega að hinu arðrænandi fjármagni.
Málaliðar vogunarsjóðanna, hinir svokölluðu efnahagsböðlar sérhæfa sig í slíkri sundrungu.
Þeim tókst að sundra Framboðinu eina niður í frumeindir svo að öruggt er að óánægjan leiti í tómhyggju Pírata eða Bjartrar framtíðar.
Og þeir ætla sér að sundra sjálfri kröfunni um réttlæti.
Þetta eru vanir menn, það er full ástæða til að óttast þá.
Kveðja að austan.
![]() |
Ekkert í boði sem ég ræð við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2013 | 06:55
Syndandi hagvöxtur.
Ef makrílinn hefði ekki tekið uppá því að synda hingað norður eftir í ætisleit, þá hefði hagvöxtur vart mælst frá Hruni.
Búbót hans var sá innspýting þurfti til að mælar Hagstofunnar næmu hagvöxt.
Eyjafjallajökulsgosið og útgreiðsla séreignarsparnaðar hefði ekki dugað til.
Hvað segir okkur þetta um efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem ríkisstjórnin fylgdi samviskusamlega eftir???
Efnahagsáætlunina sem gerði ráð fyrir 40% hagvexti á síðasta ári og svipuðum vexti næstu árin??
Efnahagsáætlun sem gerði ráð fyrir 160 milljarða afgangi á vöruskiptum við útlönd svo þjóðin gæti staðið í skilum með öll lánin sem hún átti að taka á sig vegna Hrunsins.
Efnahagsáætlun hávaxta, mikillar niðurskurðar, skattahækkana, ofurskuldsetningar efnahagslífsins.
Eftir sögulegt góðæri í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar þá var það syndandi fiskur sem bjargaði henni fyrir horn.
Að hún reyndist ekki með öllu ónýt.
Reyndar ásamt höfnun ICEsave samningsins sem hafði meðal annars þær afleiðingar að ekki var gengið á lán AGS til að greiða út erlendar krónueignir á yfirverði.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hælir sér að þessum árangri, að það hafi fundist land þar sem hægt var að brjóta öll efnahagslögmál og samt ná einhverjum árangri.
Árangri sem reyndist svo vera syndandi fiskar.
Og eldgos.
Spurningin er hins vegar hvaða árangur hefði náðst ef efnahagsáætlun sjóðsins hefði tekið mið að af hagsmunum efnahagslífsins en ekki erlendra kröfuhafa hinna föllnu banka.
Að skuldir hefðu verið afskrifaðar strax í þann raunveruleik sem heimili og fyrirtæki stæðu undir.
Að vextir hefðu tekið mið að efnahagslegum raunveruleik og verið í kringum núllið eins og í þeim löndum sem glímdu við efnahagserfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008.
Að vöxtur efnahagslífsins hefði verið látinn brúa fjárlagahallann en ekki niðurskurður og skattahækkanir.
Að efnt hefði verið til friðar, ekki ófriðar við þjóðina.
Ég fullyrði að þá hefði syndandi fiskar eða umsvif í jarðskorpunni ekki haft nein úrslitaáhrif á hvort Hagstofan hefði getað mælt hagvöxt.
Kreppunni væri lokið og það væri bjart framundan.
Því það er þannig að þegar bátur verður olíulaus og getur ekki stundað sjóinn, þá útvega menn sér hreina olíu svo hægt sé að halda á miðinn og afla verðmæta.
Menn drýgja ekki eldsneytið með sjó eða öðrum ódýrum óhreinindum, slíkt veldur aðeins gangtruflun og jafnvel að menn verði af afla og tekjum, ef menn þá á annað borð komast á miðinn.
Það er ekki flókið hvernig unnið er á kreppu.
Aðeins hagsmunir hins erlenda fjármagns hindruðu að AGS legði til þær leiðir.
Því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er innheimtustofnun, ekki stofnun sem aðstoðar þjóðir og ríki að vinna bug á efnahagserfiðleikum sínum.
Starfsmenn sjóðsins þiggja laun fyrir að vera fífl.
Hafa vottorð uppá það að allt sem þeir hafa komið nálægt hafi mistekist, verið til bölvunar, gert illt verra, slæmt óbærilegt.
Nema á Íslandi.
Þar kom makríllinn þeim til bjargar.
Þeim mistókst vissulega að skuldaþrælka þjóðina en það mældist hagvöxtur.
Þó ekki sé hann þeim að þakka.
En bjargar andlitinu út á við.
Annars staðar þar sem sjóðurinn hefur komið til aðstoðar vitnar auðnin ein um árangur hans.
Kveðja að austan.
![]() |
60 milljarðar úr makríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2013 | 11:34
Hvers vegna flýja Sjálfstæðismenn flokkinn??
Á því eru margar skýringar, ein er sú að flokkurinn hefur aldrei axlað ábyrgð á gjörðum sínum fyrir Hrun, og neitað fórnarlömbum þeirrar stefnu, almenningi, um réttlæti eftir Hrun.
Það var Sjálfsstæðisflokkurinn sem fékk AGS til landsins, það var Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð vörð um verðtrygginguna.
Eða réttara sagt það voru öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem knúðu fram þetta ábyrgðarleysi, og það siðleysi að reyna ekki að bæta úr þeim skaða sem flokkurinn sannarlega bar ábyrgð á með því að leyfa örfáum mönnum að setja efnahagslífið á hliðina.
Þennan kulda, þetta siðleysi, tók ég fyrir í bloggpistli þann 20.06 2011 þar sem Pétur Blöndal hafði eitthvað pirrað mig með lýðskrumi sínu um að verðtryggingin væri vörn fyrir lífeyri gamla fólksins.
Pistillinn heitir Ef Pétur hefði eitthvað til málanna að leggja og kemur hér óstyttur. Tilefnið er að hann var ræðukóngur Alþingis þingið þar á undan.
Ef Pétur hefði eitthvað jákvætt til málanna að leggja, það er eitthvað jákvætt, þá væri hið besta mál að hann talaði út i eitt.En sannleikurinn er sá að það er leitun af meiri ógæfumanni meðal íslenskra stjórnmálamanna síðastliðin 800 ár en Pétri Blöndal.Pétur Blöndal tók að sér í verktöku fyrir Baug og Hannes Smárason að eyðileggja sparisjóðskerfið þar sem hápunkturinn var aðförin að Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis.Óhætt er að fullyrða að samlögð hreyfing kommúnista og sósíalista hafi ekki valdið flokksbundnum Sjálfstæðismönnum meira tjóni en Pétur Blöndal enda launa þeir honum vel með góðu árangri í prófkjörum.Þvílík er snilld mannsins.En það var fyrst eftir Hrun sem ógæfuferill Péturs Blöndals náði nýjum hæðum. Og ennþá var það þjónkun stóreignamenn og fjármagn sem réði för.Bólupeninga átti að verja með öllum ráðum.Á fyrstu dögum Hrunsins var þjóðin opin fyrir skynsamlegri hugsun og tillögun sem miðuðu að því að endurreisa hagkerfið og lágmarka þjáningar almennings. Bar þar hæst tillögur ungra hagfræðinga, þeirra Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega, og ásamt hugmyndum Lilju Mósesdóttur um hvernig átti að tækla krónubréfavandann, voru komnar raunhæfar hugmyndir um leiðir sem hefði virkað, án þess að almenningur og fyrirtæki yrðu blóðmjólkuð.Eitthvað sem fjármagnið mátti sér ekki hugsa.Í áróðursherferðinni sem for að stað komu fyrir nöfn eins og Edda Rós Karlsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Gylfi forseti, Eurokratar, hagfræðingarnir sem dásömuðu útrásina, og Pétur Blöndal.Pétur var mjög áberandi í Silfri Egils, sem og í Kastljósi, þar sem hann sagði tifandi röddu, "við þurfum að hugsa um verðbólguna", eins og verðbólga væri vandi í þeim alvarlega samdrætti sem blasti við.Hann kæfði líka hugmyndir Gylfa og Jóns þegar þeir komu fyrir efnahags og viðskiptanefnd og útskýrðu hvernig hægt væri að leysa skuldamál heimilanna án þess að fólk hrökklaðist af heimilum sínum.Pétri til betrunar var að hann var ekki einn í þessum hráskinsleik en hann gegndi burðarhlutverki því margir skynsemismenn eru í Sjálfstæðisflokknum, og líka margir menn sem vilja koma fólki í neyð til hjálpar, og það var lýðskrum Péturs og hálfvitarök sem kæfði þessar raddir.En hápunkturinn, það er til þessa, á hans ömurlega stjórnmálaferli, var þegar hann umventi stefnu Sjálfstæðisflokksins gagnvart skuldamálum heimilanna á haustþinginu 2010. Og fékk flokkinn til að styðja ótillögur ríkisstjórnarinnar, tillögur sem engu hafa skilað, og enginn kannast við í dag.Í stjórnarandstöðunni hafði fólk fengið vægi í flokknum. Fólk sem vildi gera eitthvað raunhæft fyrir almenning í landinu.Þar í fararbroddi var Kristján Þór Júlíusson, sem skrifað tímamótagrein um skuldavanda heimilanna, og leiðir til úrbóta, í Morgunblaðið 5. mars 2010. Þar tók Kristján undir hugmyndir Hagsmunasamtaka Heimilanna með rökum sem allir skyldu, og á þann hátt að fólk skyldi hinar alvarlegu afleiðingar ef óréttlætið við að Hrunskuldir útrásarinnar lentu óbættar á almenning.
"Þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir hljóta að kalla fram samfélagsleg viðbrögð með álíka hætti og Viðlagatrygging bætir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengið nokkrar bætur að frumkvæði stjórnvalda, með framlögum úr ríkissjóði inn í peningamarkaðssjóði og yfirlýsingu um tryggingu innstæðna í bönkum og sparisjóðum. Það örlæti bera allir skattgreiðendur landsins hvort heldur þeir skulda meira eða minna.
Ég vil hér nefna nokkur atriði sem brýnt er að tekin verði afstaða til: Neyðarlög verði sett um frystingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána við upphafsgildi fyrir kreppu. Til greina ætti að koma að miða við vísitölu neysluverðs 1. mars 2008. Innleiðing nýrrar vísitölu húsnæðislána. Ný vísitala sem speglar verðþróun fasteigna til hækkunar og lækkunar þarf að taka við og vera byggð á virkum viðskiptum á fasteignamarkaði. ........Útfæra þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til að skuldbreyta hluta af veðlánum og fara með þau sem tímabundinn eignarhluta, án þess að til eigendaskipta eða nauðungarsölu þurfi að koma. .......
Löngu er kominn tími til að brugðist verði við kröfum um úrbætur fyrir yfirskuldsett heimili landsins og tugþúsundum Íslendinga þannig gefnar vonir um að þeir geti áfram verið fullgildir einstaklingar í þjóðfélaginu. "
Allt mikið rétt og stærsti flokkur þjóðarinnar gerði skynsemina og mannúðina að sínu.En eins og segir í kvæðinu "og þá kom Pétur á ferð" og í svæsinni áróðursherferð Hrunverja haustið 2010 þá tókst þeim að breyta stefnu flokksins.Þegar þúsundir Íslendinga fór niður á Austurvöll til að heimta réttlæti í skuldamálum, þá náði Össur Skarphéðinsson að bjarga ríkisstjórn sinni með kænsku sinni og innsæi. Tími var keyptur með því að lofa aðgerðum eftir Helgi, Hagsmunasamtök heimilanna voru plötuð í málamynaviðræður, og stuðningur Sjálfstæðisflokksins var tryggður við ótillögur sem engu hafa skilað svo ég vitni í formann Sjálfstæðisflokksins í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu.Formaðurinn gleymdi að það var stuðningur hans sem réði framgang þessarar ótillagna, en hugmyndafræðingurinn af ógæfustefnubreytingu flokksins var Pétur Blöndal.Frá honum komu rökin, frá honum kom lýðskrumið sem hinir auðtrúuðu flokksmenn gleyptu við.Þó er flest fórnarlömb Hrunsins í kjósendahópi flokksins svo óhætt er að segja að mikil snilld liggur að baki stefnubreytinguni.Þá snilld á Pétur Blöndal sammerkt með mörgum öðrum ógæfumönnum í pólitík. En við sitjum vissulega aðeins uppi með skuldagúlag.Af hverju er ég að skrifa þennan harðorða pistil um þingmann stjórnarandstöðunnar????Jú afleiðingarnar af ömurleika hans eru svo miklar fyrir þjóðina, því flokkurinn sem gæti fellt ríkisstjórnina, og hafið raunhæfa endurreisn, er í gíslingu Hrunverja og þeirra helsti lýðskrumsvinnumaður er Pétur Blöndal.Krisján orðaði vel afleiðingarnar af núverandi ómennsku og það er alltílagi að rifja þau orð upp."Við þessar aðstæður fjarar hratt undan bæði greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Það sem mestu skiptir þó er að tiltrú almennings á að sigrast á vandanum fjarar sömuleiðis hratt út. Óbreytt ástand mun skaða hagsmuni allrar þjóðarinnar."Við erum að sjá afleiðingarnar, það er ekkert að gerast í þjóðfélaginu, og það fjarar hratt undan efnahagnum. Það er ekki hægt að koma saman kjarasamningum á raunhæfum forsendum. Ríkissjóður þarf að skera niður ennþá meira en áætlað var vegna þess að afkoma hans er verri en áætlanir segja til um. Verðbólgan er komin af stað og þar með hækka lánin og vanskil aukast.Frekari vanskil og afskriftir munu gera Landsbankann gjaldþrota var haft eftir deildarstjóra í bankanum í Speglinum nýlega.Við erum nefnilega stödd í vítahring þar sem allt liggur niður á við.Ábyrgð þeirra sem hindruðu raunhæfar leiðir til bjargar almenningi og fyrirtækjum er því mikil. Í raun glæpsamleg því þeir hafa valdið svo mörgum miklum þjáningum.Og það er glæpsamlegt að eyðileggja þjóð sína.Vissulega trúa hinir auðtrúuðu stuðningsmenn Sjálstæðisflokksins að þetta er allt "helv." vinstri stjórninn að kenna og það eina sem þurfi er að virkja. Og virkja. Að þetta sé bara spurning um kanínuna í töfrahattinum.En raunveruleikinn er sá að núverandi stjórn væri löngu farin frá, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði stutt þjóðina í þeim málum sem ríkisstjórnin hefur herjað gegn henni. Stjórnin er krafltlaus og getulaus, en hún er að framfylgja stefnu AGS í þágu fjármagns og Hrunverja.Stefnu sem er stefna Sjálfstæðisflokksins.Og stórframkvæmdir, fjármagnaðar fyrir erlent lánsfé, af hálfgjaldþrota orkufyrirtækjum, á prísum sem mun aðeins leiða til gjaldþrota í verktakageiranum, ofan á fyrri gjaldþrot vegna stóriðjuframkvæmda, munu ekki leysa málin, aðeins auka hann.Því mínus plúss mínus, er ennþá meiri mínus. Ekki plúss.Og miðað við það að hinir auðtrúuðu er uppistaðan í fórnarlömbum ómennskunnar, þá ættu þeir að taka sig til og vakna, og læra að þekkja muninn á fólki og mönnum eins og Pétri Blöndal.Og þeir ættu að lesa sér til um sjálfstæðisstefnuna, uppruna hennar og framkvæmd á liðnum árum.Níðingsháttur gagnvart skuldsettum almenningi, rán á eignum millistéttarinnar og öll sú ómennska og spilling sem hér hefur tíðkast frá Hruni, kemur ekki fyrir í þeirri sögu.Það er aðeins í dag sem það er.Hvort svona pistill fái einhverja til að vekja menn er önnur saga.En það mátti reyna og ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur.
15.4.2013 | 15:54
Aumingjagæskan mældist marktæk.
Tæp 2 % landsmanna vorkenndi Bjarna svo mikið eftir atlögu vikunnar að þeir sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Svo Bjarna liði betur.
En hve traust er sú gæska??
Atlaga Kjartans Gunnarssonar að sitjandi formanninn flokksins er án nokkurs fordæmis.
Tilgangurinn að auka hróður Hönnu Birnu á kostnað Bjarna, gróf endanlega undan mislukkaðri kosningabaráttu flokksins.
Grímulaus barátta um völd og áhrif í aðdraganda kosninga er ekki efst á óskalista þjóðarinnar. Hún treystir einfaldlega ekki slíkum flokki til að kljást við aðsteðjandi vandamál, þeir sem geta ekki leyst sín eigin vandamál, leysa ekki vanda annarra.
Og það er ljóst að Bjarni Benediktsson er ekki stórlaskaður, hann er búinn að vera sem formaður flokksins, héðan verður aðeins hlegið að honum.
Formaður þessa fyrrum stolta flokks, sem lætur slíka atlögu yfir sig ganga, án þess að snúast til varnar, er ekki sá formaður sem flokkurinn vill.
Ekki bætti úr skák þegar Bjarni kvað að það myndi gróa um heilt, slík lygi er ekki boðleg nokkrum manni, ekki einu sinni örvæntingarfullum stuðningsmönnum flokksins.
Hins vegar er ljóst að aðför Kjartans hefur stórskaðað Hönnu Birnu, hún virðist ekki hafa það stöðumat sem sterkur leiðtogi þarf að hafa.
Það eina sem gat frýjað hana ábyrgð á aðför Kjartans var tafarlaus stuðningsyfirlýsing við formann flokksins, og afdráttarlaus fordæming á aðförinni að honum í miðri kosningabaráttu. Það var síðan Bjarna að vinna sig út úr stöðunni, hans ákvörðun gat verið að draga sig í hlé, en þá var Hanna með hreinan skjöld. Eða eins hreinan og hægt var miðað við aðstæður.
En hin loðnu svör um að hún styddi ákvörðun Bjarna, beindu aðeins athyglinni að henni og meintri þátttöku hennar.
Dómgreindarleysi hennar var síðan algjört þegar hún lýsti yfir mikilli ánægju á fundinum í Garðabæ með ákvörðun Bjarna að halda áfram sem formaður.
Bjarni var nýkosinn formaður flokksins og menn lýsa ekki yfir mikilli ánægju með ákvörðun að hann ætli að vera áfram formaður.
Menn fordæma þær aðstæður sem settu hann í þá stöðu að hafa þurft að taka slíka ákvörðun.
Flokksins vegna, flokksmanna vegna.
Aumingjalegri gat atburðarrásin ekki verið en hún varð um síðustu helgi.
Eftir stendur niðurlægður formaður, og dómgreindarlaus varaformaður.
Og flokkur án leiðtoga.
Enginn flokksmaður hafði kjark og manndóm til að rísa upp og fordæma vinnubrögð Kjartans og félaga. Enginn var krafinn svara, enginn var látinn gera hreint fyrir sínum dyrum.
Menn annað hvort mjálmuðu eða þögðu.
Vissulega er aumingjagæska rík í þjóðinni.
En hvort hún dugi til að snúa við hinu frjálsa falli á fylgi flokksins er ákaflega ólíklegt.
Tugþúsundir manna eiga í erfiðleikum vegna hinna stökkbreyttu skulda.
Þúsundir fyrirtækja hafa verið rænd öllu eigin fé og eru rekinn af miskunn bankanna.
Við slíkar aðstæður eru aumingjar ekki fyrsti valkostur fólks.
Eða það skyldi maður halda.
Kveðja að austan.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2013 | 09:57
Þegar sjálfstæðismenn sjá skemmra en nef þeirra nær.
Þá heldur hið frjálsa fylgisfall þeirra áfram.
Í síðasta pistli benti ég á hvað fælist í þessum orðum Vilhjálms Bjarnasonar sem þeir klöppuðu hendur sínar sárar að hrifningu fyrir.
<> Það kom fram í blaði í þessari viku að Íbúðalánasjóður hefði verið settur á hliðina. Það er verk framsóknarmanna, tveggja framsóknarmanna. Um þetta má ekki ræða,.<
Að Davíð Oddson væri réttur og sléttur ræfill sem léti 2 framsóknarmenn setja íbúðalánasjóð á hausinn.
Í ljósi þess að Davíð er eini penni flokksins sem hugsanlega gæti náð til að þjappa flokksmönnum saman þá eru þessi billegheit ákaflega heimsk.
Enda blasir álit Davíðs við. Síðasta Reykjavíkurbréf hans fjallaði um naflann á honum, og hið næsta mun örugglega fjalla um lúpínuna í Heiðmörk.
Davíð er ekki að hjálpa mönnum sem telja það sitt eina ráð að skíta niður ríkisstjórnartíð hans að hætti Samfylkingarinnar.
Og hver þá??, hver þá??
Mun heimskan skera flokkinn úr snörunni??
Hver kýs flokk sem heyir kosningabaráttu sína á þeim forsendum að vandi þjóðarinnar sé honum að kenna. Að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hafi sett Íbúðalánasjóð á hausinn, og að lánastefna hans sé skýring á skuldavanda heimilanna.
Hver kýs flokk sem lét samstarfsflokk sinn, sem var í sárum eftir afhroð í kosningum, kúga sig til að samþykkja stefnu sem honum var andstæð??
Gefum okkur að sú fásinna að Íbúðalánasjóður hafi eitthvað með skuldaerfiðleika fólks að gera, sé rétt, og að Framsóknarflokkurinn beri þar alla ábyrgð á, og að flokknum sé því ekki treystandi til að takast á við þær afleiðingar, af hverju ætti þá þeir kjósendur sem snúið hafa bakið við núverandi stefnu Sjálfstæðisflokksins, að snúa til baka???
Þeir yfirgáfu flokkinn vegna þess að þeir sáu í gegnum blekkingar hans og lýðskrum í málefnum heimilanna, og þeir koma ekki til baka þó flokkurinn nái til að sá vantrausti í garð Framsóknarflokksins.
Þeir hljóta að leita þá að framboðum, eins og Hægri Grænum, sem hafa ekki þessa fortíð, en hafa einbeittan vilja til að leiðrétta forsendubrest verðtryggingar og þá grófa eignaupptöku, andstæða stjórnarskránni, sem hækkun lána vegna hrun fjármálakerfisins var.
Að annar sé sama fífl og ég er ekki rök til að kjósa fíflið mig.
Og jafnvel erkifífl ættu að átta sig á því.
Síðan má spyrja, er kjósendur nokkuð að spá í fortíð Framsóknarflokksins??
Flokkurinn hefur endurnýjað forystu sína, og sú forysta talar af þekkingu og viti um núverandi erfiðleika þjóðarinnar.
Að öðrum ólöstuðum er Frosti Sigurjónsson hæfasti frambjóðandinn í dag.
Það er þekking hans og reynsla sem bakkar Sigmund Davíð Gunnlaugsson upp, og þeir félagar gera fátt annað en að vísa í viðurkennda hagfræði máli sínu til stuðnings.
Ofurskuldsett þjóðfélög daga uppi, flóknara er það ekki.
Og jafnvel erkifífl ættu að vita það, það er ef þau hafa á annað borð lært að lesa.
Nálgun framsóknarmanna á efnahagsvandanum þarf ekki að vera sú réttasta, en það er rangt að láta eins og skuldavandinn sé ekki til staðar, og framtíð þjóðarinnar er undir því kominn að brugðist sé við honum.
Þeir sem eru fastir í fortíðinni, munu ekki ná eyrum kjósenda.
Drukknandi maður spyr um björgunarhring, ekki ferilskrá þeirra sem eru á hafnarbakkanum.
Ekkert vitrænt getur því útskýrt hið sára klapp flokksmann, og ég ætla þeim ekki þá heimsku að skilja ekki þær einföldu staðreyndir sem ég rek hér að ofan, aðeins sár örvænting býr þar að baki.
Flokkurinn er forystulaus, að drukkna í sínu eigin lýðskrumi og hagsmunagæslunni í þágu fjármagns, og engin týra til að vísa þeim veginn í andblæstrinum.
Flokksmenn hefðu klappað jafnmikið þó Sigurður Sigurjónsson hefði brugðið sér í gervi Dolla og boðið fram krafta sína.
Ógæfa þeirra var að Dolli var ekki á svæðinu.
Þess vegna heldur þeirra frjálsa fall þeirra áfram.
Formaður flokksins var tekinn af lífi í síðustu viku en samsærismenn höfðu ekki kjark til að láta fjarlæga líkið.
Næstu dagar munu líða í frjálsu falli þar sem umræðan um formann flokksins glymur í eyrum kjósenda.
Og kjósendur dagsins í dag er ekki að leita að flokki sem enginn stýrir.
Flokki sem á enga aðra rödd en þá sem keypt er á auglýsingastofu.
Margt er óljóst með niðurstöðu komandi kosninga.
En auglýsingarstofur munu ekki hafa áhrif á þá niðurstöðu.
Um það eru kjósendur sammála.
Kveðja að austan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.4.2013 | 17:37
Vilhjálmur Bjarnason segir Davíð Oddsson ræfil.
Hann hafi leyft tveimur framsóknarmönnum að setja Íbúðalánasjóð á hausinn.
Meiri maður var Davíð ekki.
Vilhjálmur Bjarnason fetar þar traust fótspor Vilhjálms Egilssonar sem gaf út skýrslu á fyrsta landsfundi flokksins eftir Hrun, þar sem hann kvað stjórnlausa útþenslu ríkisins á valdaárum Davíðs Oddssonar hafa leitt til Hrunsins mikla haustið 2008.
Stjórnlaus útþensla bankanna, samþjöppun efnahagslífsins undir yfirskrift skulda, hafði þar ekkert um að segja.
Skýrsla Vilhjálms Egilssonar var uppklöppuð og samþykkt tvisvar á landsfundi flokksins ef marka má Reykjavíkurbréf Moggans í dag.
Fyrstu fréttir úr Garðabæ herma að fundamenn hafi fengið í lófana, svo mikið klöppuðu þeir fyrir ræflaskýringu Vilhjálms Bjarnasonar.
Kaldar eru kveðjurnar sem berast uppí Hádegismóa, öflugasti formaður flokksins fyrr og síðar er meginskýring ófara hans.
Sérstaklega kaldar því Davíð Oddsson var eini maðurinn á ögurstundu þjóðarinnar sem hafði manndóm til að standa gegn kröfum hins meinta alþjóðasamfélags um að skuldir útrásarinnar yrðu settar á almenning.
Neyðarlögin sem samin voru af hans frumkvæði eru skýring þess að við erum ennþá sjálfstæð þjóð, og að við eigum ennþá von um að lifa mannsæmandi lífi í landi feðra okkar og mæðra.
Sem er svo líklegasta skýring atlaga Vilhjálmanna að Davíð Oddssyni. Hann stóð með þjóð sinni í stað þess að standa með peningunum.
""Ræfill ertu og ræfill skaltu vera", og klappið þið svo hinu tryggu og trúu".
Þessi lína á að snúa við frjálsu falli flokksins svo það verði eins og dýfa í svifdrekaflugi, að það leiti uppá við á ný, upp til hæstu hæða, eða í 36% eins og haft er eftir annarri meintri vinkonu Davíðs, Ragnheiði Ríkharðsdóttur.
Hængurinn á þessari stefnu er sá að Morgunblaðið undir ritstjórn Davíðs Oddssonar á að beita sér að alefli fyrir kosningar, að fleiri Reykjavíkurbréf verði ekki skrifuð um sagnfræði Vilhjálma. Heldur verði tónn sleginn sem flokksmenn skilji og fylki sér um.
Því Davíð Oddsson er eini penninn sem flokkurinn á eftir. Eftir að Styrmir fór í ellifrí.
Þessi hængur ásamt skrípakönnun Viðskiptablaðsins segir allt um ástandið á vitsmunum núverandi atburðasmiða í Sjálfstæðisflokknum.
Orðið heimska nær ekki að lýsa þeim, vanvit ekki heldur.
Vitglöp kemst næst því, en nær alltof skammt um fólkið sem eyðilagði sögulegt tækifæri flokksins við að nýta sér algjört klúður og söguleg svik vinstri flokkanna.
"Davíð, þú ert ræfill, varst í vasanum á Framsókn, og þú barst líka ábyrgð á Hruninu, líkt og Samfylkingin sagði frá fyrsta degi Hrunsins".
"En Davíð, viltu bjarga okkur!!!".
Þetta er svo heimskt að einu sinn stórar mútur vogunarsjóðanna geta ekki útskýrt þennan farsa.
Spurning hvort Davíð geri það í næsta Reykjavíkurbréfi, nógu illa flengdi hann Villa rektor í dag.
En snaran þarf ekki að óttast Davíð.
Kveðja að austan.
![]() |
Syndir framsóknarmanna eru stórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2013 | 14:54
Réttlæti.
Þó Ögmundur hafi ekki gert neitt annað um ævina, þá mun skipan þessa starfshóps, ásamt lagafrumvarpi um endurupptöku málsins, halda nafni hans á lofti um ókomna tíð.
Réttarmorð, pyntingar, þjóð án sóma og æru.
Slíkan smánarblett getur engin þjóð burðast með til lengdar.
Það sér nú loksins fyrir endann á þessu sorglega máli.
Hafi Ögmundur mikla þökk fyrir hans framlag.
Kveðja að austan.
![]() |
Málið verði tekið upp á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2013 | 15:59
Framboð um réttlæti.
Von þjóðarinnar felst í framboði um réttlæti. Réttlæti öllum til handa. Ekki bara sumum, "ekki bara handa mér og mínum, hinir voru eitthvað bara svo vitlausir eða á röngum stað á vitlausum tíma".
Sá sem skilur ekki þessa grunnstaðreynd mun engu breyta.
Framboð um réttlæti tilkynnir að allir sem misst hafa heimili sín eftir Hrun, fái heimili sín til baka. Jafnt syndugir sem hinir vammlausu. Síðan verði samið um skuldir fólks, þannig að fái haldið húsnæði sínu. Það var hægt að afskrifa hjá auðmönnum, hjá ríka fólkinu sem á stjórnmálastéttina, það er líka hægt að afskrifa hjá hinum venjulega manni. Og enn og aftur, alveg óháð hvort menn eru vammlausir eða syndugir.
Að átta sig á þessari staðreynd, er forsenda þess að menn verjist sterkasta vopni ógnaraflsins, sundrunginni, að etja einu hópi gegn öðrum.
Framboð um réttlæti tilkynnir að það muni standa vörð um það samfélag sem ól okkur upp og fóstraði, um heilbrigðiskerfið, um menntakerfið, um umönnun aldraða og sjúkra.
Framboð um réttlæti tilkynnir að það muni vinda ofanaf heljartökum óráða AGS og ýta undir grósku og velmegun, efla innlenda framleiðslu, ná niður matvælaverði og svo framvegis. Ráðin eru þekkt og augljós, má lesa um þau í stefnuskrám margra stjórnmálaflokka (svo dæmi sé tekið þá er kaflinn um gróskuna í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins mjög skynsamur), aðeins brenglun hugarfarsins, sem á rætur sínar að rekja til hagsmuna þeirra sem ætla að arðræna þjóðina og skuldaþrælka, útskýrir að þessar augljósu leiðir voru ekki farnar.
Brenglun hugarfarsins sem taldi fólki trú um að niðurskurður, ofurskuldsetning, skatthækkanir, væru leið uppbyggingar, en ekki samdráttar og kreppu eins og sagan kennir án undantekninga.
Framboð um réttlæti, um endurreisn landsins, um nýtt og betra Ísland, snýst gegn ógnaraflinu, hinu vanheilaga bandalagi innlendra auðmanna og vogunarsjóðanna.
Stór hluti af eignum þrotabúa bankanna er ránsfengur verðtryggingar og hávaxta AGS.
Stór hluti af eignarhaldi þrotabúanna á fyrirtækjum er tilkominn vegna ólöglegra gjörninga, eða vafasamra viðskiptahátta sem viðgengust vegna tengsla hins illa fengna auðs við stjórnmálastéttina.
Þessu eiga þrotabúin að skila, hvort sem þau gera það með samningum eða einhliða lögboði.
Framboð um réttlæti, um endurreisn landsins, um nýtt og betra Ísland tilkynnir að opinber rannsókn verði gerð á starfsemi þrotabúa eftir Hrun, hvort sem það er þrotabú gömlu bankanna, eða öðrum þeim þrotabúum sem hafa útdeilt eignum til vina og vandamanna. Eða innan gömlu auðklíkunnar.
Framboðið tilkynnir um opinbera rannsókn á starfsháttum nýju bankanna, hvernig þeir innheimtu ólögleg lán, innheimtu ólöglega vexti, hvernig þeir settu heimilum og fyrirtækjum afarkosti, hvernig þeir útdeildu eignum á hrakvirði til vina og vandamanna, til meðlima gömlu auðklíkunnar.
Framboðið tilkynnir að skipuð verði rannsóknarnefnd sem rannsaki allt viðskiptalífið fyrir Hrun, þar sem allir fjármagnsflutningar, eignatilfærslur, sýndarviðskipti og annað verði rannsakað. Sérstök árhersla verði lögð á ábyrgð endurskoðanda, lögmanna og annarra þeirra starfsmanna sem gerðu öll sýndarviðskiptin möguleg.
Þessar rannsóknir verða gerðar á forsendum neyðarlaga sem heimila slíkar rannsóknir og byggja á þeirri forsendu að það er glæpsamlegt að setja heila þjóð á hausinn, að eyðileggja efnahagslíf hennar og mergsjúga helstu fyrirtæki hennar þannig að aðeins skuldug skel er eftir.
Þó glæpaklíkan sem gerði þetta hafi látið breyta lögum sér til hagsbóta þá munu neyðarlögin afturkalla þann gjörning, lög sem áttu að gilda í heiðarlegu og opnu þjóðfélagi, verða þau lög sem til viðmiðunar verða höfð. Slíkt er nauðsynlegt til að hindra að glæpaklíkur kaupi upp stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka og geri eitthvað viðlíka í framtíðinni.
Neyðarréttur þjóða er æðsti réttur, gegn honum geta lög spillingar og auðs ekki gengið.
Framboð um réttlæti, um endurreisn landsins, um nýtt og betra Ísland mun þekkjast á því að það boðar til opins borgarafundar um slíkt framboð. Þar sem öllum flokkum, sem vilja nýtt og betra Ísland, sem vilja réttlæti handa heimilum landsins, sem vilja innlenda endurreisn á forsendum velferðar og heilbrigðs mannlífs, verði boðið að mæta og ná saman um eitt sameiginlegt, öflugt framboð þjóðarinnar gegn ógnaraflinu.
Hvort sem 5 eða 500 hundruð mæta er aukaatriði, framboðið er til.
Tilgangur þess og markmið mun tryggja að áður en yfir líkur muni það ná þeim árangri að vernda þjóðina gegn skuldaánauð og arðráni ógnaraflsins, og það mun tryggja mannsæmandi framtíð barna okkar.
Sá sem vill rétt, ætlar að gera rétt, mun gera rétt.
Og þegar þjóðin sér það, mun hún koma með í vegferðina miklu sem liggur að nýju og betra Íslandi.
Því það er upphafið sem ræður endinum.
Að menn haldi í rétt átt.
Hitt kemur að sjálfu sér.
Og þessi viðbót kemur úr öðrum pistli.
Alvöru framboð gegn þessari glæpaklíku, gegn þessu valdi sem rændi og svívirti þjóð sína, og neitaði henni um réttlæti eftir Hrun, tilkynnir að það muni láta þetta fólk sæta ábyrgð.
Að það sé líka refsað fyrir alvarlegustu glæpina.
Að réttarkerfið sé ekki aðeins fyrir verkfæri og smáþjófa.
Það er glæpur að gera þjóð sína gjaldþrota.
Það er glæpur að reyna koma skuldum sínum á almenning.
Það er glæpur að skuldaþrælka fólk með þjófatækjum eins og verðtryggingunni.
Skuldaánauð þjóða er glæpur.
Og fyrir þessa glæpi eiga menn að sæta ábyrgð.
Enginn á að komast upp með þetta, enginn mun komast upp með þetta þegar þjóðin loks sameinast í vörn sinni og tekur glæpaklíkuna í bóndabeygju og hendir henni síðan í svartholið.
Þjóðin býður eftir herkallinu.
Hingað til hafa fagmenn vogunarsjóðanna, þessir sem kallaðir eru efnahagsböðlar, náð að sundra öllum þreifingum fólks, náð að eyðileggja góðan málstað með alls konar smáframboðum sem eiga það sammerkt að bjóða sig fram sem lausn, en ekki lausnina á vanda þjóðarinnar.
Alvöru fólk hefur horfið þegjandi af sjónarsviðinu, aðrir sem gætu hafa ekki stigið fram.
Á ögurstundu þjóðarinnar hefur enginn risið upp og sagt, "Hingað og ekki lengra, nú er komið nóg".
Það er fundur annað kvöld.
Kannski mun herkallið hljóma þar.
Hver veit??
Það veit það enginn nema með því að mæta.
Mætum öll.
Öll sem hafa fengið nóg.
Kveðja að austan.
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 11
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 3178
- Frá upphafi: 1494333
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2686
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar