19.9.2013 | 18:23
Draugar fortíðar ganga aftur.
Í Gálgahrauni.
Þó ekki þeir sem hlutu þar sviplegan dauðdaga.
Heldur þeir sem telja það framfarir að eyða og skemma land sitt og náttúru.
Eins og ennþá sé nítjánda öldin, eins og þjóðin búi ennþá í moldarkofum.
Eyðing Gálgahrauns er tímaskekkja.
Forneskja.
Villimennska.
Kveðja að austan.
![]() |
Gálgahraun er ungbarnið okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2013 | 12:08
Er satt rangt??
Bjánaleg spurning, því ekki er deilt um staðreyndir málsins.
Fréttastofa Ruv fer rangt með.
En er lygin vísvitandi eða vísar málsvörn Önnu Kristínar í meinta heimsku starfsmanna Ruv??
Sem er ekki trúlegt, en ef forsendur lygarnar er raktar, má rekja þær til múta Evrópusambandsins.
Þyngdarlögmálið gildir á Íslandi, og jafnvel afstæðiskenningin, þar með er líklegt að lögmálið um fjárhagslega hagsmuni gildi líka.
Heimska er ekki málsvörn Ruv.
Eina spurningin í þessu máli er útbreiðsla ESB styrkja, sem eru sér íslenskt fyrirbrigði.
Fyrirbrigði sem þekkir ekki söguna, þekkir ekki þróun tungumálsins.
Það sem heitir mútur, heitir heimska á Íslandi.
Á þeirri staðreynd byggist málsvörn Ruv.
Sem er gild, og dómarar þurfa að svara.
Og munu svara með dómi sínum í þessu máli.
Og svara um leið stærri spurningu, getur lýðræðisríki réttað yfir þeim sem verja sjálfstæði þjóðar??
Geta mútuþegar höfða mál með tilvísun í heimsku???
Og enginn segir neitt!!!
Að múta er þekkt leið gegn þeim sem verja sjálfstæði sinnar þjóðar.
Sagan um asnan, klyfjaðan gulli er gömul og ný.
En hún er ekki gömul á Íslandi.
Kveðja að austan.
![]() |
Fréttamaður stefnir bloggara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2013 | 18:16
Viljaleysi eða eitthvað þaðan af verra???
Það tekur eitt pennastrik að leiðrétta skuldir heimilanna.
Alveg eins og það tekur eitt pennastrik að frysta verðtrygginguna á meðan gjaldeyrishöft eru afnumin og krónan fær að finna sitt jafnvægi.
Eina spurningin er hvort vilji er til staðar að stjórna landinu.
Núverandi ríkisstjórn hefur svarað þeirri spurningu.
Hún hefur náð saman um stefnu Sjálfstæðisflokksins, stefnu sem gengur ekki upp.
Þegar ekki er til peningur að reka grunnþjónustu ríkisins, þá er það ekki heimskra manna ráð að nýta hluta af skatttekjum ríkisins til að greiða hinar stökkbreyttu skuldir svo loftbólan geti haldið áfram að þenjast út.
Það er ekki heimskra manna ráð, það er heimskara en það.
Og lýðskrum í sinni tærustu mynd, því það er óframkvæmanlegt, endar í gjaldþroti ríkisins, og nær ekki til að hindra hið óumflýjanlegar, gjaldþrot efnahagslífsins vegna fáráðrar sjálfvirkrar hækkunar skulda, eins og verðtryggingin er.
Framsóknarflokkurinn hefur svikið, og hann mun uppskera eins og svikaflokkarnir sem biðu afhroð í síðustu kosningum.
Hann hafði ekki viljann þegar á reyndi.
Kveðja að austan.
![]() |
Heimilin finna breytingar í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2013 | 08:20
Er þarna komin skýringin á tilurð hinna ótala framboða??
Að það séu févonir í örframboði??
Allavega var ljóst að ekki var vilji til að bregðast við neyð heimilanna, eða mynda skjaldborg gegn vogunarsjóðunum.
Að breyta samfélaginu til betri vegar.
Hefur einhver tekið eftir því að það hafa engar kerfisbreytingar orðið á því samfélagi sem hrundi haustið 2008?
Sama aðferðafræðin, sami hugsunarhátturinn, sami EES samningurinn.
Sama alræði fjármagns yfir efnahagslífinu.
Sömu fjölmiðlarnir, sömu álitgjafarnir, sömu fíflin sem sannarlega höfðu alltaf rangt fyrir sér, og standa dyggan vörð um óbreytt ástand hrunþjóðfélagsins.
Og hin ótal framboð er ein birtingarmynd þjóðfélag sem ekkert hefur lært.
Sem flýtur sofandi að sama feigðarósnum.
Von þjóðarinnar er komin undir einum hefðbundnum flokk og þeim breytingum sem einn stjórnmálamaður gerði á honum.
Fólkið sem var á móti, réði ekki við neitt annað en að vera á móti.
Var síðan auðspilað fórnarlamb eiganda verðtryggingarinnar sem gerði út á hégóma þess, sundurlyndisónáttúru og því miður, fégirni.
Það er gott að fá fé frá ríkinu fyrir að vera á móti. Og tryggja um leið að ekkert afl myndist gegn valdinu sem selt hefur þjóðina í ánauð vaxta og verðbóta. Og lýtur stjórn erlendra peningamanna sem ætla að sjúga öll verðmæti úr efnahagslífinu en að góðmennsku sinni, eftir mjög harðar samningarviðræður við ríkisstjórn hinna hefðbundnu flokka, afskrifa kröfur sem eru umfram það sem til er.
Eitthvað hlýtur að skýra ógæfuna, eitthvað hlýtur að skýra lánleysi andstöðunnar.
Vonin er bundin við einn hefðbundinn flokk.
Flokk þar sem Valgerður Sverrisdóttir, Jón Sigurðsson og Halldór Ásgrímsson eru máttarstólpar öldunganna. Fólk sem hikar ekki við að grafa undan hinum nýja formanni um leið og hann vogar sér gegn fjármagninu eða leggur til eitthvað raunhæft fyrir heimili landsins.
Mistakist honum þá þarf þjóðin aftur að reiða sig á andstöðu sem verður strax undirlögð fólkinu sem er á móti og gamla andófinu sem tengdist róttækni sósíalista. Það er fólkinu sem sveik.
Annað er ekki í boði því hinn almenni góðlyndi skynsami maður heldur sig til hlés, mótmælir kannski, tuðar aðeins, ein stígur ekki fram.
Er svo alltaf síhissa á niðurstöðunni.
Við upplifum ögurstund þjóðarinnar.
Næstu mánuðir skera úr um tilveru hennar.
Nær hún saman um réttlæti og framtíð, eða munu banaspjótin verða dregin fram?
Og mun asninn, klyfjaður gullpeningum hafa úrslitaáhrif?
Bræður hafa barist síðustu fjögur ár, spurning hvort komið er að næstu línu í þessu erindi Hávamála.
Margt bendir til þess en ákvörðunin er Sjálfstæðismanna.
Hvort þeir meti þjóðina meir en fjármagnið, hvort þeir vilji að börnin sín búi í landi feðra sinna eða hvort þeir haldi áfram að þjóna og geri sig ánægða með gullsendingarnar úr landi.
Það er efinn, það er spurning dagsins.
Kveðja að austan.
![]() |
Fjárframlög fylgja fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2013 | 08:21
Andstæðurnar.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, geta ekki myndað ríkisstjórn án þess að annar flokkurinn gefi eftir grundvallarstefnu sína í efnahagsmálum.
Framsóknarflokkurinn ætlar að örva hagkerfið í gang í anda Keynismans.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að örva hagkerfið með gríðarlegum niðurskurði ríkisútgjalda, skattalækkunum og nýta síðan hluta af skatttekjum ríkisins í að viðhalda verðtryggingunni.
Eini samræmanlegi flöturinn er að lækkun veltuskatta gætu örvað hagkerfið.
Annars er þetta ósamræmanlegt, líkt og deila hvort knýja ætti mótir með vatni eða olíu, þar sem málamiðlunin er ekki að blanda vatni út í olíuna.
Eins er ljóst að mikil undiralda er í þjóðfélaginu og ný svikastjórn verður ekki liðin.
Framsóknarflokkurinn er búinn að vera ef hann svíkur.
Eins hefur það aldrei gerst að forysta Sjálfstæðisflokksins fari gegn hagsmunum fjármagns, og fjármagnið vill sína verðtryggingu. Þó það gangi að atvinnulífinu og heimilum landsins dauðum.
Sjálfstæðisflokkurinn á því ekki auðvelt með að lúffa þó ljóst sé að stefna Framsóknarflokksins á mikinn hljómgrunn innan flokksins.
Því fjármagnið rekur engin fyrirtæki, skapar engin störf. Það er afæta sem sýgur til sín, en hefur völd í krafti þess að matadorpeningar þess hafa verðgildi í raunhagkerfinu.
Ef atvinnulífið,það er hinn almenni atvinnurekandi, rís upp gegn vogunarsjóðunum og leppum þeirra sem halda efnahagslífinu í heljargreipum skuldanna, þá mun stefna Framsóknarflokksins verða ofaná, og ný ríkisstjórn verða mynduð um endurreisn landsins.
Slík ríkisstjórn hefur öll tök að þagga niður í vogunarsjóðunum og vinnumönnum þeirra.
Það þarf aðeins að boða opinbera rannsókn í ICEsave málinu og þeim lögbrotum sem þar áttu sér stað.
Þá þegir Illugi, þá þegir Guðmundur Andri, þá þegir DV, þá þegir Fréttablaðið, og þá þegir Ruv.
Og Árni Páll fær kærkomið tækifæri til að gera upp við Jóhönnu og hennar fólk sem eyðilagði kosningabaráttu Samfylkingarinnar.
Þetta er hægt, en aðeins ef skynsemin sigrar.
Kveðja að austan.
![]() |
Bíða eftir umboði forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2013 | 05:25
Framsókn tapaði þessum kosningum.
Reynum ekki að telja okkur trú um annað.
Heil kynslóð var þurrkuð út, yfir 40% heimila landsins á í fjárhagslegum erfiðleikum.
Framsókn fékk rétt rúmlega 20% prósent fylgi, hin algjöra heimska, Björt framtíð og Píratar fengu samanlagt hátt í 15% fylgi.
Þessi heimska er ekki bara útskýrð með ungum kjósendum.
Ef bætt er við fylgi Lýðræðisvaktarinnar, þess framboðs sem komst lengst með að bjóða fram óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá er heimskan og tómhyggjan langt komin með sama fylgi og Framsóknarflokkurinn.
Heimskan fékk svipað fylgin og neyðin.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki afl til að breyta neinu.
Vogunarsjóðirnir sigruðu þessar kosningar.
Eymdin og örbirgðin er niðurstaða kosninganna.
Villimennirnir sem eyða samfélögum fólks í þágu fjármagns hafa sigrað.
Og látum ekki segja okkur neitt annað.
Kveðja að austan.
![]() |
Framsókn sigurvegari kosninganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2013 | 09:06
Raunveruleikinn leggur alltaf lýðskrumið.
Þess vegna er sigur Sjálfstæðisflokksins endalokin fyrir gömlu valdablokkirnar sem urðu til í stéttaumróti kreppuáranna.
Af hverju mun Sjálfstæðisflokkurinn reka sig á raunveruleikann???, hver getur ekki tekið undir þessi orð formanns flokksins???
Það verður að lækka skatta og einfalda skatta- og regluverk atvinnulífsins að nýju. Ég nefni tryggingagjaldið hér alveg sérstaklega því það er hreinn skattur á að ráða fólk og vinnur gegn því að fyrirtæki geti fjölgað störfum. Það þarf líka að skapa frið um grunnatvinnuvegina sem óvissan nagar að innan. Þar er ég augljóslega að tala um sjávarútveginn, orkuvinnslu og nýtingu í landinu og ferðaþjónustuna. Við höfum staðið alltof lengi í átökum um auðlindanýtingu og þau átök hafa varpað skugga á umræðu um önnur sóknarfæri. Um leið og við hlúum að grunnatvinnugreinunum og hámörkum möguleika okkar í klösum sem þeim tengjast, þá verðum við að hlúa að sprotum og hugviti sem tengist þekkingargreinum og tryggja að við byggjum upp menntakerfi í landinu sem styður við þarfir atvinnulífsins. Við erum með nokkur dæmi um fyrirtæki sem hafa skotið rótum hér á landi og blómstrað, en til þess að fleiri slíkar hugmyndir nái að dafna þarf frjósaman jarðveg.
Þetta er góð lýsing á forsendum grósku og athafnasemi, eitthvað sem þarf ef við ætlum að lifa góðu lífi í landinu.
Af hverju mun þetta ekki virka??
Svarið er einfalt, það á fyrst að skera niður og dýpka þannig kreppuna, og það er ekki tekist á við grunnvanda efnahagslífsins, sem er ekki of mikil skattlagning heldur ofurskuldsetning heimila og atvinnulífsins, ofurskuldsetning sem er knúin áfram af hinni verðtryggðu krónu.
Í raun má segja að kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins sé bein eftiröpun á kosningabaráttu hægri flokks Mariano Rajoy fyrir kosningarnar á Spáni í desember 2011.
Rajoy kenndi sósíalistum um efnahagserfiðleikana og hann ætlaði að örva hagkerfið með skattalækkunum og öðrum almennum aðgerðum í þágu atvinnulífsins. En fyrst ætlaði hann að skera niður til að ná jafnvægi á ríkisfjármálunum, og hann hróflaði ekki við evrunni.
Rajoy varð forsætisráðherra en efnahagsástandið hélt áfram að versna, þrátt fyrir hin fögru fyrirheit um grósku og endurreisn efnahagslífsins.
Grunnskýringarnar eru tvær, gjaldmiðillinn evran, aðlagaði sig ekki að raunveruleika efnahagslífsins niðurskurður ríkisútgjalda á krepputímum er það heimskasta sem hægt er að gera. Um það hafa hagfræðingar reyndar deilt, en raunveruleikinn skorið úr.
Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz útskýrði ágætlega rökvilluna á bak við slíkan niðurskurð í grein sem meðal annars var birt í Fréttablaðinu. Ágætt að vitna í hana svo Sjálfstæðismenn viti af hverju þeir hafa klúðrað málum með því að kjósa flokk sinn í dag.
Heimili er ekki ríki.
Fjármálageirinn predikaði ekki aðeins hvernig ætti að skapa kraftmikið hagkerfi, heldur líka hvernig ætti að bregðast við kreppu (sem ríkisvaldið gat aðeins orsakað, samkvæmt hugmyndafræðinni, ekki markaðurinn). Í samdrætti minnka ríkistekjur og útgjöld aukast, til dæmis vegna atvinnuleysisbóta. Í framhaldi af því eykst fjárlagahallinn. Harðlínumenn úr röðum fjármálageirans töldu að ríkisvaldið ætti að einblína á að eyða fjárlagahallanum, helst með því að halda aftur af útgjöldum. Niðurskurðurinn myndi endurreisa traust, sem myndi glæða fjárfestingar nýju lífi - og þar með vöxt. Þótt þessi röksemdarfærsla kunni að hljóma sannfærandi, hefur sagan ítrekað sýnt að hún gengur ekki upp.
Þegar Hernert Hoover Bandaríkjaforseti reyndi þessa forskrift, stuðlaði það að því að hrunið á verðbréfamörkuðum 1929 breyttist í Kreppuna miklu. Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reyndi sömu formúlu í Austur-Asíu árið 1997, breyttist niðursveifla í samdrátt, sem varð að lokum að kreppu. Röksemdarfærslan fyrir þessari kenningu er gölluð. Heimili sem skuldar meiri peninga en það getur endurgreitt með góðu móti, verður að halda útgjöldunum í skefjum. En þegar ríkisvald gerir þetta, dregur úr framleiðslu og tekjum, atvinnuleysi eykst og ríkið hefur minna á milli handanna til að endurgreiða skuldirnar. Það sem á við heimili á ekki við um ríki.
Þetta er ekki flókið, og aðeins gróðafíkn hinna ofurríku sem græða á samdrættinum og þjáningum almennings, kemur í veg fyrir að menn sjá þetta ekki.
Raunveruleikinn sigraði lýðskrumið á Spáni, og raunveruleikinn mun leggja lýðskrum Sjálfstæðisflokksins þegar flokkurinn leiðir næstu ríkisstjórn.
Niðurskurður ríkisútgjalda mun draga úr tekjum ríkisins, hinar lofuðu skattalækkanir munu aldrei koma til framkvæmda líkt og reyndin varð á Spáni.
Síðan mun verðtryggða króna halda atvinnulífinu í heljargreipum skulda og allar umfram krónur munu fara í vexti og afborganir, ekki í fjárfestingar og framkvæmdir.
Þeir einu sem hagnast á þessari efnahagsstefnu hörmunganna eru hinir ofurríku, þeir fá eignir fólks fyrir slikk.
Eignir hins sjálfstæða manns.
Það er ironían í þessu.
Sjálfstæðismenn kjósa sína eigin feigð.
Kveðja að austan.
![]() |
Landsmenn ganga að kjörborðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2013 | 23:09
Hver kýs þennan útsendara Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?
Hver kýs skuldaánauð, skuldaþrældóm barna sinna um langa framtíð.
Um alla Evrópu er verið að ráðast á lífskjör venjulegs fólks, standi það ekki í skilum með lán sín í kreppunni, þá er það miskunnarlaust rekið á gaddinn.
Undir klappi og hrópum manna eins og Þorvalds Gylfasonar.
Er ekki tími til kominn að stöðva þessa menn.
Að endurheimta samfélag okkar úr höndum siðblinds fólks sem telja fé æðra fólki.
Áður en auðnin ein verður hlutskipti barna okkar.
Kreppan er manngerð.
Engin efnahagsleg rök búa að baki þeim hörmungum sem skekja í dag Evrópu.
Aðeins illvilji og græðgi.
Kjósum ekki þann illvilja, kjósum ekki þá græðgi.
Kveðja að austan.
![]() |
Ábyrgðarlaust tal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2013 | 18:38
Er fjórflokkurinn búinn að grafa sína gröf??
Sigur Sjálfstæðisflokksins mun þýða að hann mun leiða næstu ríkisstjórn.
Ef flokkurinn stendur við lýðskrum sitt, þá mun það taka hann innan við ár að rústa efnahag þjóðarinnar.
Slátra velferðinni, efna til óvinafagnaðar, rústa heimilum landsins.
Sem þjóðin mun að sjálfssögðu ekki sætta sig við.
Og lýðskrumið mun ekki fá annað tækifæri.
Þjóðin mun hreinsa út, sérhagsmuni og mannlega heimsku í þágu fjármagns og hinna ofurríku.
Ekkert mun verða eins og það var.
Kannski er það hið besta mál að Sjálfstæðisflokkurinn sigri á morgun.
Það þarf hvort sem er að gera upp við fjármagnið, lygina og blekkinguna.
Á rústum hins gamla mun Nýtt og betra Ísland rísa.
Sigur Sjálfstæðisflokksins er skref í þá átt.
Kveðja að austan.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2013 | 17:35
Sumir kunna ekki að skammast sín.
Mæra böðla AGS með rósum.
Þakka fyrir ICEsave landráðin, og svikin gagnvart heimilum landsins.
Og eyðingu flokks jafnaðarmanna, Samfylkingarinnar.
Siðblinda og siðleysi er eftirmæli þessa fólks.
Sem sveik landa sína, sem vann fyrir erlenda fjárkúgara.
Og dýrkar niðurbrot velferðar og velmegunar í Evrópu.
Eiginlega allt slæmt má segja um AGS, en þó eitt gott.
Hann afhjúpaði skinheilaga hræsnara sem seldu sálu sína fyrir umbun vogunarsjóðanna.
Fyrirlitning og skömm mun fylgja nafni þessa fólks um aldur og ævi.
Og það mun aldrei aftur ná að sundra baráttunni fyrir betri heim, fyrir mannsæmandi lífi, fyrir réttlæti og samhygð.
Það afhjúpaði sig sem mannlegur sori sem tók fé fram yfir fólk.
Og það uppgötvaðist í tíma.
Kveðja að austan.
![]() |
Jóhanna kvödd með rósum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 93
- Sl. viku: 3168
- Frá upphafi: 1494323
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2679
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar