19.11.2013 | 12:15
Rökrétt ákvörðun.
Hjá konu sem tekur sjálfa sig alvarleg en vill ekki vera dráttarklár karlanna sem alltaf vinna, jafnvel þó enginn þekkir til þeirra.
Hve mörg góð konan hefur ekki fengið starfið sem hún hefur unnið sig uppí vegna þess að karlaveldið reddaði á síðustu stundu einum úr sínum röðum sem þeir gátu treyst. Og hið meinta traust byggðist á þeim eina hæfileika sem konur hafa ekki, þær geta ekki pissað í kross þegar glösum er lyft og vínið sígur í.
Þær konur eru fleiri en margar en lítt færri en sá fjöldi sem ekki er hægt að telja.
Ef konur vilja láta taka sig alvarlega, þá verða þær sjálfar að taka sig alvarlega.
Það er engin puntudúkka gegn vilja sínum.
Sjálfstæðiskarlarnir geta setið uppi með sinn karl.
Hann lætur flugvöllinn í friði, hann þarf að nota hann þegar hann flýgur heim til sín á kvöldin.
Kveðja að austan.
![]() |
Þorbjörg Helga tekur ekki sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2013 | 08:56
Útburðurinn nær nýjum hæðum.
Í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Var það ástæðan að þjóðin gaf þeim Jóhönnu og Steingrími rauða spjaldið??
Að þau báru ekki út nógu margar mæður, sendu ekki nógu mörg börn á gaddinn??
Að mæta fjármálakreppu, sem allir viðurkenna er sök gangstera sem höfðu stjórnmálastétt okkar fóðraða í vasanum, með því að bera fólk af heimilum sínum, er ekki aðeins efnahagslega rangt, heldur lýsir algjöru siðleysi, það lýsir aumingjaskap, og á rætur sínar frá þeim tímum þar sem fólk naut engra réttinda, í þjóðfélagi fámennrar yfirstéttar sem átti allt, og réði öllu.
Og við getum bara ekki kennt stjórnmálamönnum okkar um það siðleysi, þann aumingjaskap.
Við verðum að líta í eigin barm.
Ef við líðum þennan óskapnað, ef við líðum stjórn þeirra ómenna sem eira ekki fólki þegar fjármagnið krefst blóðfórna, þá erum við samsek.
Engu betri en gangsterarnir sem við fordæmum svo mjög.
Aumasta af öllu því auma, sem ég les hér í netheimum, í fjölmiðlum, eða hlustað á í bylgjumiðlum, er sú röksemd, að ómennskan, að mannvonskan sé efnahagsleg nauðsyn. Að það sé ekkert við þessu að gera.
Já, sú röksemd er aumari en siðleysi þeirra sem sluppu en benda á hina og segja að þetta sé þeirra eigið sjálfskaparvíti.
Því sjálfslygi til að réttlæta stuðning sinn við hina algjöra óhæfu, Útburðinn, er það lægsta sem einn maður getur lagst.
Strax við Hrunið bentu ungir hagfræðingar á leiðir til að vernda heimili fólks, til að tryggja að fólk væri ekki borið út vegna fjármálahamfara sem það hafði engin tök á að forðast.
Forsetafrúin okkar áminnti okkar um siðaða hegðun þegar hún spurði sakleysislega eins og henni einni er lagið, "Er ekki til nóg af húsum??, þurfa hús að standa auð??".
En neyð eins er gróði annars.
Og siðblint fjármálafólk veit að það er góður buisness að yfirtaka eignir fólks er það getur ekki staðið í skilum, afskrifað hluta skulda sem hvíla á eignum þess, og selt einhverjum öðrum á viðunandi kjörum.
Þessi siðblinda sem hefur stjórnmálamenn okkar í fóðruðum vösum sínum, réði því sem gert var eftir Hrun.
Smá aukakostnaður við að múta álitsgjöfum, til að fæða fjölmiðlamenn, smá átök við að kippa í hálsólina svo stjórnmálamennirnir gangi í takt.
En restin hreinn gróði í óseðjandi vasa sem aldrei fyllast.
Vasa hinnar taumlausu græðgi.
Afsökun okkar sem þjóðar er engin.
Við erum aum þjóð að líða þetta.
Og við erum ekki þjóð ef við látum þetta líðast mikið lengur.
Heldur sundurlaus hjörð, vegandi hvort annað.
Óöld, skálmöld, spáði skáld Hávamála fyrir 1.000 árum síðan, og lýsti þar framtíð barna okkar í samfélagi þar sem vitfirringar hafa öll völd, og etja saman lýðnum í þágu valda sinna og auðsöfnunar.
Útburðurinn er dauðadómur þjóðarinnar.
Gleymum því ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Rúmlega 4 þúsund heimili í vanskilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2013 | 07:05
Sálarlaus ófreskja.
Líður um bæi og torg, berjandi bumbur, öskrar;
Hagræða.
Hagræða.
Hagræða.
Viðbrögð okkar var ekki að setja hana á varmennahæli, heldur hefja hana til valda.
Hin dauða hönd frjálshyggjunnar elur af sér dautt samfélag.
Enda getur dauði ekki búið til líf.
Það hlálega er að þegar fólkið sem leiddi hana til valda, horfir í augu á fórnarlömbum hinnar sálardauðu hagræðingar, þá kannast það ekki við neitt.
Og hrópar;
Mannvonska.
Af hverju gerum við svona saklausu fólki sem í sveita síns andlits byggði upp þetta samfélag?
Ófært um að sjá sína eigin sök eða dauðann sem það bauð uppí dans.
Kveðja að austan.
![]() |
Ætti ekki að gjalda þess að líða vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.11.2013 | 19:14
Fjármálaráðherra sem hefur ekki skoðun.
Á mikilvægasta hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar, er ekki einu sinni vanhæfur fjármálaráðherra.
Hann er ekki fjármálaráðherra.
Hann er strengjabrúða í mislöngum spottum, og lýtur stjórn þeirra fjármagnsafla sem þrælka þjóðina.
Fjármálaráðherra sem vinnur gegn markmiðum sinnar eigin ríkisstjórnar í mikilvægasta hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar, er ekki fjármálaráðherra.
Hann er fimmta herdeildin, gengur erinda afla sem vilja skuldaþrælka heimili og fyrirtæki landsins út í hið óendanlega.
Og fólk sem styður þennan fjármálaráðherra, styður skuldaþrælkun og arðrán þjóðarinnar.
Líkt og stuðningsmenn Jóhönnu og Steingríms gerðu á sínum tíma.
Flóknara er það ekki.
Hlutirnir eiga að kallast sínum réttu nöfnum.
Kveðja að austan.
![]() |
Tillögurnar liggi fyrst fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2013 | 18:24
Nýtum sjúkraflutningamenn.
Leggjum stjórnmálamenn okkar inn á viðeigandi stofnun.
Siðblinda þeirra og þjónkun við fjármálaöflin er á slíku stigi, að ljóst er að þetta fólk gengur ekki heilt til skógar.
Heilbrigt fólk gerir ekki það sem sagt er frá í þessari frétt.
Þegar þessi verkefni eru búin, má alvarlega athuga fólkið sem veitti þessu fólki brautargengi með atkvæðum sínum.
Að kjósa yfir sig dauða síns eigin samfélags getur ekki undir neinum kringumstæðum talist eðlilegt, og einhver undirliggjandi sjúkleiki býr að baki.
Göngum í verkið og tryggjum þar með fulla nýtingu fjármuna skattgreiðanda.
Það er hin eina sanna hagræðing.
Kveðja að austan.
![]() |
Mjög mikið áhyggjumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2013 | 14:03
Veruleikafirring eða eitthvað þaðan af verra??
Af hverju skyldi Íslendingar ekki spara??
Af hverju hafa tugþúsundir tekið út séreignasparnaðinn??
Allir vita svarið nema bjánaprikin uppí þinghúsi.
Það varð Hrun, fólk var rænt, endar ná ekki saman.
Samt þarf fólk að lifa, og þrátt fyrir allt, ekki á steinöld.
Þess vegna þarf að endurnýja úrelt heimilistæki, kaupa nýjan bíl og svo framvegis.
Og til að geta unnið fyrir endalausum skuldum, þá þarf fólk að taka sér frí.
Því þótt þingmenn dreymi, þá eru Íslendingar ekki ennþá algjörir þrælar fjármagns og frjálshyggju.
En þú hvetur ekki til sparnaðar á krepputímum.
Ekki nema þú viljir eilífðar kreppu.
Japanir spara og spara, og þó ríkið reyni að eyða fjármunum á móti, þá dugar það ekki til.
Hjól efnahagslífsins hökta í hægðargangi ár eftir ár.
Og hver er þá hinn raunverulegi sparnaður???
Hvað kaupir þú fyrir sparnað þinn þegar ekkert er framleitt??
Hinn veruleikafirrti, sá sem ekki hefur frétt af Hruninu haustið 2008, á svar við því.
Sparnað.
Kveðja að austan.
![]() |
Uggvænleg þróun sparnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2013 | 11:09
Að sjá ekki sökina.
Er mikil kúnst sem krefst hárra launa.
Og þeir sem þiggja ekki há laun fyrir að segja ekki satt benda á hið augljósa.
Það eru þrjár meginskýringar á því að hagkerfið hefur ekki tekið við sér frá Hruni, og kjarasamningar eru ekki þar á meðal.
Sú fyrsta og sú augljósasta og afspyrnu þarf þóknunin að vera há svo hámenntaður hagfræðingur skauti yfir hana, er ofurskuldsetning heimila og fyrirtækja.
Það er meginskýring á slakri neyslu, og það er meginskýring þess að allar fjárfestingar slá aftur og aftur met, neðan frá.
Önnur er það siðleysi valdastéttarinnar að láta almannasjóði fjármagna endurreisn fjármálakerfisins.
Slíkt er hlutverk Seðlabanka sem geta með einni rafeindafærslu sett inn fjármuni í stað þeirra sem gufuðu upp í fjármálahruninu.
Hagkerfið gerir engan greinarmun hvort rafeindafærslan komi frá Seðlabankanum eða ríkissjóði, en almenningur finnur muninn í niðurskurði og skertri þjónustu.
Og með hinni siðlausri gjörð eru tugir milljarðar teknir úr hagkerfinu árlega í óþarfa vaxtagreiðslur og hagkerfið nemur það sem samdrátt.
Þriðja skýringin er óhóflegar skattahækkanir sem ekki hafa verið dregnar til baka.
Hagsagan og hagfræðin kennir að á krepputímum eykur slíkt alltaf samdrátt.
Skattarnir eru borgaðir með atvinnu fólks.
Það þarf ekki að fjölyrða um að allir hagfræðingar vita þessar skýringar, og þeir vita líka að kreppunni linnir ekki fyrr er tekið er á skuldavandanum, vaxtagjöldum aflétt af ríkissjóði, og ofurskattarnir dregnir til baka.
Þegar þeir segja annað, þá ljúga þeir vegna þess að lyginni fylgir fé úr vösum þeirra sem græða á eymd og samdrætti.
Hið vanheilaga bandalag ESB sinna og fjármálamanna.
Ríkisstjórn Íslands hefur gefið út misvísandi skilaboð um hvort hún ætli að stjórna í þágu þjóðar eða í þágu hins vanheilaga bandalags.
Lokafrestur hennar að ákveða sig er 30. nóvember.
Eftir þann tíma stendur sannleikurinn nakinn á almannafæri, öllum til sýnis, engum hulinn.
Hver hann verður, veit ég ekki.
Skilaboðin eru of misvísandi til þess.
Kveðja að austan.
![]() |
Kjarasamningarnir grófu undan batanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2013 | 07:05
Þá hló Marbendill.
Evrópusinni sem leiðir borgarlista Sjálfstæðiaflokksins.
Svo líklegast var það ekki Ísfirðingafélagið sem batt baggahnútinn.
Þetta er kosturinn við flugvallarmálið.
Menn gleymdu aðalatriðinu.
Og Marbendill hlær.
Ég spái að Guðni fari inn með 2 með sér.
Kveðja að austan.
![]() |
Ótrúlega margt sem kallar á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2013 | 14:07
Sjálfstæðismenn mega vel við una.
Það munar aðeins um 5% á þeim og Bjartri framtíð, og fylgið er þrátt fyrir allt rétt innan við 30%.
Héðan af mun þetta aðeins dala.
Og jafnvel fara á hinn versta veg.
Fyrir því eru tvær ástæður.
Forystusætið skipað manni sem meirihluti borgarbúa þekkir ekki haus og sporð á og mun aldrei meðtaka.
Svo að auki er hann ESB sinni upplýsir Páll Vilhjálmsson, og er þar með kominn með harðkjarna flokksins uppá móti sér.
Eitthvað sem mun fæla frá, en ekki laða að.
En hið vanmetna í stöðunni er alvarleg staða flokksins í landsmálum.
Hveitibrauðsdögum Bjarna Ben er að ljúka.
Efnahagsstefna hans er margreyndur tapari frá Evrópusambandinu, og hinar fyrirhugaðar ofsóknir gegn ríkisstarfsmönnum mun ljá flokknum Le Pen blæ ofstækis.
Að áður óþekktir öfgar hafi komist til valda á Íslandi.
Eftirgjöfin í heilbrigðismálum mun ekki duga til.
Hún verður álitin flótti, og þann flótta mun almenningur reka af auknum krafti.
Eitthvað sem mun stórskaða flokkinn í borginni.
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í öngstræti sem hann ratar ekki úr.
Teboðsfólk hefur yfirtekið áherslur hans.
Efnahagsstefna hans er dæmd til að mistakast.
Svikin gagnvart ESB andstæðingum innan flokksins gera síðan illt verra.
Borgarstjórnarflokkur flokksins er ekki nógu sterkur til að marka sér sérstöðu frá landsmálunum.
Hann sem slíkur er vandinn í sjálfu sér.
Þetta vita atburðarsmiðir innan flokksins.
Þeir vita að flokkurinn muni bíða algjört afhroð.
Og þeir vita að sama afhroð bíður Bjarna í næstu kosningum.
Þannig að þeir munu búa til stríð.
Margsönnuð leið til að snúa við gjörtapaðri stöðu á vígvelli stjórnmálanna.
Og eina stríðið sem er í sjónmáli, er innan ríkisstjórnarinnar.
Ég spái vetri hinna breiðu spjóta.
Kveðja að austan.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks aldrei minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2013 | 10:33
Hið góða gegn hinu illa.
Sú sem sótti fram sinn til morðingja og pyntara, eða sú sem lærði þá visku lífsins að þú mætir ekki mannhatara með mannhatri.
Spennandi barátta sem mælir siðgæði þjóða.
Ólíkt meira spennandi en komandi borgarstjórnarkosningar þar sem ljóst er að litli putti Davíðs gæti betur en borgarstjórnarlisti Sjálfstæðisflokksins til samans.
Enda vilja Íslendingar ekki láta mæla siðgæði sitt.
Þjóð sem líður Útburð mæðra og barna, líður skuldaþrælkun náungans, kýs yfir sig þjóna sírænandi fjármálamanna, hún kærir sig ekkert um slíka mælingu.
Hún vill bara fá að hafa sitt þras, tuð og nöldur í friði.
Fátt um það að segja.
Það er jú lýðræði.
Þjóðin ræður sínum málum sjálf.
Kveðja að austan.
![]() |
Æskuvinkonur berjast um völdin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 19
- Sl. sólarhring: 438
- Sl. viku: 3481
- Frá upphafi: 1494225
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 2967
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar