17.11.2013 | 00:05
Við gefumst upp!!!
Það var sagt um ítalska hermenn Mussolinis að það fyrsta sem þeir lærðu áður en þeir voru sendir á vígstöðvar, var að læra orðin, "við gefumst upp" á tungumáli þeirra hermanna sem þeir áttu að berjast við.
Deila mátti hins vegar um hvort þetta viðhorf stafaði af skorti á hugprýði eða litla löngun til að falla fyrir fasistaleiðtogann og fíflagang hans.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast haldnir svipuðum komplexum, hafa litla löngun til að berjast um borgina.
Hvort sem þeir eru svona beygðir eftir Gnarrinn, eða sárin eftir síðustu valdatíð séu ekki ennþá gróin, svo ég ætli þeim ekki að vita ekki betur, þá er ljóst að þeim tókst að koma saman fyrirfram töpuðum lista, sem mun jafnvel ekki ná 25% markinu ef ríkisstjórn flokksins nær að eyðileggja innviði samfélagsins fyrir vor eins og hún hótar þjóðinni.
Fersku fólki var ekki gefið tækifæri, og það var ekki einu sinni reynt að ná í kosningavæna einstaklinga út í samfélaginu.
Fyrir utan gömlu löskuðu borgarfulltrúana frá hörmunginni, sem Gnarinn notaði sem snýtupappír, svona þegar vel lá honum, þá eru tvö ný andlit.
Teboðskona og kerfiskarl.
Kerfiskarlinn vann, en gallinn við hann er sá, fyrir utan algjöran skort á kjörþokka, er að rúmlega helmingur borgarbúa veit ekki af tilvist hans.
Litli puttinn á Davíð myndi ná meiri árangri en Halldór Halldórsson mun nokkurn tímann ná.
Teboðskonan mun fæla atkvæði frá flokknum í hvert skipti sem hún opnar munninn, hún er nefnilega stödd í vitlausu landi.
Hæft fólk eins og Júlíus Vífill og Þorbjörg Helga voru niðurlægð.
Höfðu ekkert í Ísfirðingafélagið að gera.
Síðan þarf ekki að minnast á að eini borgarfulltrúinn sem hafði kjörþokka, og náði út fyrir raðir flokksins, að honum var ekki treyst því þótt hann sé frjálshyggjustrákur hinn mesti, alinn upp undir handjaðri Hannesar Hólmsteins, að þá hafði hann einn mjöööög stóran galla.
Hann talaði nútímamál.
Áttaði sig á stefnu og straumum tímans.
Og var því með öllu ótækur hjá þeirri gamalmennahjörð sem ræður úrslitum í prófkjörum flokksins.
Svo hann fór, blessuð sé minning hans.
Ekki það að mér sé ekki sama þó íhaldið gefist upp á borginni, yfir hundrað ára tími er nokkuð langur, og alveg kominn tími á eftirlaun.
En vont íhald er betra en hin algjöra tómhyggja.
Hana eiga auðmenn, þeir blása í hana lofti.
Og það er öllu verra, mun verra.
Og endar út í Brussel áður en yfir líkur.
Sem er ekki gott.
Eiginlega alslæmt.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan.
![]() |
Halldór oddviti sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2013 | 19:43
Vantraustið á borgarfulltrúana efstur.
Segir raunverulega allt sem segja þarf um stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vissulega er Gnarinn hættur, svo líklega fær Besti flokkurinn ekki hreinan meirihluta.
En eftirmenn hans þurfa samfellu klúðra til að Sjálfstæðisflokkurinn eigi hina minnstu möguleika að endurheimta sinn fyrri styrk í borginni.
Líklegast dygði ekki að bjóða fram hænu.
Kveðja að austan.
![]() |
Halldór efstur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2013 | 07:44
Skuldamálin eða stjórnarslit???
Óhætt er að segja að Sigmundur Davíð tefli skák þessa dagana.
Í þágu þjóðar en ekki valda.
Það er fátt sem er öruggt í þessum heimi, annað en að nýr dagur renni upp að morgni, og að Sjálfstæðisflokkurinn muni aldrei samþykkja almenna skuldaleiðréttingu heimilanna.
Fyrr verður hann lagður niður, fjármagnið mun finna sér nýjan skjöld um gróðabrask sitt.
Á síðustu dögum hefur Sigmundur Davíð gert tvennt í þágu þjóðar en gegn ránshönd auðfólks, hann skipað fólk, en ekki keypt leiguþý í nefnd um afnám gjaldeyrishafta.
Og hann stillti Sjálfstæðisflokknum upp við skuldavegg heimilanna.
Skuldirnar verða leiðréttar núna en ekki seinna eins og mýsnar sögðu þegar kötturinn skrapp af bæ. Bjarni Benediktsson getur átt sína svæfingarnefnd eftir áramótin, í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs þarf hann að standa við orð sín.
Athyglisverð skák.
Vekur óneitanlega upp spurningar um styrk Sigmundar Davíðs.
Spurningar sem voru hættar að spyrjast því allir héldu að Bjarni Ben hefði tekið að sér forsætisráðuneytið svona aukreitis og kauplaust eins og Ásmundur Einar tók að sér aðstoðarmannahobbíið.
Mun Sigmundur Davíð beygja Sjálfstæðisflokkinn??
Mmun fjármagnið þurfa að smíða sér nýjan skjöld??
Veit ekki.
En skákin er fróðleg.
Í þágu þjóðar.
En ekki auðs.
Kveðja að austan.
![]() |
Skuldamálin að leysast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2013 | 23:04
Að bera af sér sök er ákveðin list.
Og hvað sem verður sagt um Össur Skarphéðinsson, þá er hann listamaður.
Og það af guðs náð.
Upp úr hatti sínum dregur hann málið sem hann á flöt með Sjálfstæðisflokknum, kemur illa út fyrir andstæðinga hans innan Samfylkingarinnar, og þó það sé í sjálfu sér mjög alvarlegt, þá er það samt örmál miðað við hinar raunverulegu hörmungar sem þjóðin þurfti að þola af hálfu þessara stjórnmálamanna sem gengu erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við að handrukka þjóð sína.
Aðeins smámenni handrukka sína eigin þjóð.
Aðeins smámenni neita þjóð sinni um réttlæti eftir að fámenn klíka auðmanna fengu frítt spil frá stjórnmálamönnum við að ræna hana.
Því miður Össur, skömmin er þín.
Og reyndu nú einu sinni að skammast þín.
Og biðja þjóð þína afsökunar.
Aðeins þá, og ekki fyrr, mun vegferð þín hefjast til að losna við forskeytið "smá".
Vegferð sem auðvelt er að hefja, auðvelt er að klára.
Segðu fyrirgefðu, iðrastu, og reyndu að bæta úr.
Útburðurinn hefur magnast á ný, hann þarf að stöðva.
Hann er rangur, hann er siðlaus.
Og menn spyrja ekki um fortíð þess sem hann stöðvar.
Þar með kjörið tækifæri fyrir listamenn á þínu sviði.
Það er alltaf annað tækifæri.
Kveðja að austan.
![]() |
Málið stórskaðaði flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2013 | 09:08
Orð Skáldsins hafa vægi.
Vekja menn til umhugsunar, fá menn til að kafa undir yfirborð hluta.
Maður verður fróðari eftir lestur þeirra.
Ég fékk þessa hugvekju inní athugasemdarkerfi mitt, frá Skáldi lífsins, og mig langar að auka veg hennar með því að birta hana hér undir meginpistlum þessa bloggs.
Tilefnið er skrifræðið og aðför þess að samfélaginu undir merkjum meintrar hagræðingar en Skáldið kemur víða við og er á köflum magnað, en alltaf viturt.
Gefum skáldið orðið.
VEGURINN EILÍFI EÐA VOTTUNARFERLI ESB.
1. Væri ég nógu vitur, myndi ég fara veginn eilífa.
2. Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,en mönnum eru krókaleiðirnar kærari
3. Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar. Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega og hafa fullar hendur fjár það er ofmetnaður ræningja. (Bókin um veginn, LIII)
Við þekkjum þetta allt. Hér varð hrun haustið 2008 og 4 árum síðar hefur hér ekkert breyst. Enn velja vanhæfir og drambsamir valdherrar stjórnsýslu ríkisins, samfylktir innan raða alls 4-flokksins, sér krókaleiðirnar fyrir hönd ofmetnaðarfullra ræningja. Nú heitir nýjasta krókaleiðin ESB. Þeir hafa gerst ofsatrúaðir ESB-Vottar til dýrðar sínum yfir-herrum. Ekkert hefur verið tekið á ræningjunum, enda voru þeir flestir drjúgir við að kaupa sér þingmenn innan raða samfylkts 4-flokksins og ræningjarnir voru vel tengdir hnattráðum auðdrottnum ofur-bankanna, þ.m.t. Deutsche Bank, sem gerir út á hnattræðis vísu, þó heimahöfnin sé skráð í Frankfurt þar sem höfuðstöðvar bankaveldis ESB eru. Allt skal gert til að forðast að taka á ofmetnaðarfullu ræningjunum, sem nú eru leppar ofur-bankanna.
Já áfram vilja valdherrar stjórnsýslu ríkisins, hinir ofsatrúuðu ESB-Vottar, velja sér krókaleiðina ESB og hneppa okkar litlu þjóð, okkur litla og venjulega fólkið í fjötra staðla og reglugerða og lagabálka og vottunarferla, í stíl kaþólskra kirkjuskipana páfans á myrkustu miðöldum, sem þjónar sem fyrr því gamla meginmarkmiði mið-evrópskra fursta og greifa og keisarahirða Habsburgara, að drepa niður alla millistétt og gera okkur öll að skattlögðum leiguliðum á okkar eigin landi.
Já áfram hljómar nú boðskapur hinna ofsatrúuðu ESB-Votta, sem velja sér krókaleiðina markaða gullbrydduðum og blóðrauðum Brusseldreglinum. Með gengdarlausum og tröllvöxnum áróðri, tilskipunum og reglugerðum og lagabálkum og vottunarferlum, skal nú drepa endanlega niður alla lifandi grósku einyrkja, lítilla og meðalstórra fyrirtækja og heimila landsins.
Já áfram þjóna staðlaðar reglugerðir og lög ESB-Vottanna, fyrst og fremst ofmetnaðarfullu ræningjunum, sem fyrr. Í þessu samhengi er vert að minna enn á orð Lao Tze:
Því meira verður um þjófa og ræningja sem lög og reglugerðir eru fleiri. (Bókin um veginn, LVII, 2.)
Á sama tíma og valdherrar stjórnsýslu ríkisins hvaða ríkis? Ríkis hverra? hafa ekkert tekið á fjárglæpum hinna ofmetnaðarfullu ræningja, sem við vitum þó öll hverjir voru og hverjir eru, þá virðist það vera líf og yndi ESB-Vottanna að þrælpína almenning þessa lands með ofur-skattlagningu. Einnig um það hefur Lao Tze, vel kunnugur vondum verkum kínverskra keisara, skrifað um sem orsakir að ógæfu þjóða:
1. Þjóðin þolir hungur vegna þungra skatta, sem stjórnendurnir eyða. Þetta er orsök að hungursneyð.
2. Það er erfitt að stjórna þjóðinni vegna íhlutunarsemi stjórnendanna. Þetta veldur erfiðleikum við stjórnina.
3. Fólki veitist auðvelt að deyja, vegna þess að það erfiðar of mikið fyrir gæðum lífsins. Þess vegna lætur það sér dauðann í léttu rúmi liggja. Þess vegna er betra að láta sér lífið í léttu rúmi liggja, en gera of mikið úr því. (Bókin um veginn, LXXV)
Með hliðsjón af þessari lokatilvitnun í speki Lao Tze, þá langar mig til að minnast á nýjustu tilskipun ESB-Vottanna um að votta skuli baðlaugar á hálendi Íslands. Detti nú af mér allar
Nei, nú er svo sannarlega löngu kominn tími til að láta sér lífið í skemmtilegu léttu rúmi liggja og hlæja opinberlega og hressilega að nakta keisaranum og öllum hans ofsatrúar ESB-Vottum.
Við skulum minnast þess að öll árátta ESB-Vottanna hefur það meginmarkmið að þjóna helst sjálfbærni gömlu auðhringadrottnanna og allra skriffinna hirða þeirra. Og við skulum einnig minnast þess að þetta er orðinn krókóttur gróðavegur hnattræðis auðræðis hringadrottnanna, sem hinir skinhelgu ofsatrúar ESB-Vottar boða okkur, alveg vinstri hægri til samfylkts moðsins í þeirra eigin svínastíum.
Og trúið mér, að ef fram heldur sem horfir, þá mun brátt sá verknaður að hlaupa berrassaður um íslenska náttúru verða settur í staðlað vottunarferli og form og svei mér þá ef það verður ekki líka staðlað samkvæmt samræmdu vottunarferli ESB-Vottanna hvernig venjulegt fólk megi og eigi að geraða í íslenskri náttúru. Og skriffinnarnir munu svo skrá það allt niður og skattleggja fyrir hönd hnattræðis auðræðis hringadrottnanna. Þá mun fólk minnast þess hvílík sæla það var þegar við fengum að vera í friði sem hobbitar, í friði og næði og að treysta bara hvert öðru án tilskipana og boðvaldsins að ofan, um það hvernig við megum eða eigum að geraða í okkar eigin náttúru.
Nú mæli ég með því að íslenskir karlar og íslenskar konur segi það hvert á sinn hátt og á hvaða hátt sem við viljum segja það, að við viljum bara fá að geraða á okkar eigin hátt í okkar eigin náttúru, í okkar eigin baðlaugum, til fullveldis, lýðræðis og velferðar og lífs fyrir börn okkar og barnabörn og alla ókomna framtíð íslenskrar þjóðar. Myndum nú SAMSTÖÐU um það til fullveldis, lýðræðis og velferðar til lífs okkar um alla ókomna framtíð okkar sem þjóðar.
Vanhæfu Alþingi ber nú að hífa gungu og druslulegan sóma sinn eilítið upp og að vísa ESB-aðlöguninni til þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum öll að drepast úr leiðindum af völdum ESB-Vottanna. Við báðum aldrei um að fá þessa leiðinda gaura inn með gljáspeglandi og stálslegin leðurstígvélin milli stafs okkar og dyraops. Við höfum þraukað hér ein norður í Dumbshafi í nærfellt 1150 ár og skiljum ekki þennan undarlega áhuga sem hinir hnattráðu auðræðis hringadrottnar sýna okkur nú í gegnum sína ágengu ESB-Votta.
Höfnum krókóttum gróðavegum hnattræðisins og óhugnanlega ásælni auðdrottna ofur-bankanna og þeim yfirgangi sem þeir beita hér í gegnum leppa sína, ESB-Vottana, en veljum þann eina hreina og greiðfæra veg sem við þekkjum og höfum í gegnum sögu okkar lært að rata svo vel, veginn að heiman, sem er vegurinn okkar heim, til uppruna okkar, til ættlands okkar, móa, mela og smáblóma og hvítfyssandi lækja, hjalandi og flissandi af kátínu niður hlíðarnar og streymandi fram um láglendið og nærandi grasrót engja og túna, með tignarlegan fjallasalinn í bakgrunni með náttúrulegum fossaföllum og baðlaugum sínum og jarðhita. Og makrílinn og fjölbreytta fiskistofnana í 200 mílna landhelgi okkar, sem við háðum okkar einu stórstríð um, til lífsbjargar okkar, næringar og vaxtar. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill fá að slíta ESB aðlöguninni.
Yfirgnæfandi meirihluti íslensku þjóðarinnar vill fá að geraða í al-síðasta lagi í desember 2012. En allra helst strax í nóvember 2012. Og ef nokkur kostur væri, þá vitaskuld strax nú í október. Nú þolum við ekki mikið lengur við. Alla okkar íslensku náttúru og allar okkar íslensku náttúrulegu auðlindir viljum við, sem höfum þraukað hér í nærfellt 1150 ár, eiga sjálf sem fullvalda þjóð og skila því þannig til barna okkar og barnabarna og til heilla til allrar ókominnar framtíðar íslenskrar þjóðar.
Hafi Skáldið þökk fyrir.
Kveðja að austan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.11.2013 | 08:37
Hver er fréttin??
Er það sú staðreynd að barnaníð þekkist á Íslandi??
Eða héldu menn að svo væri ekki.??
Í fréttinni kemur ekkert fram um hin meintu tengsl, hvað þá að blaðamaðurinn reyni að setja eitthvað í samhengi.
Í raun læðist að manni sá grunur að þetta sé sett fram til að auka flettingar á Mbl.is, með öðrum orðum, að ekkert sé það ljótt að ekki megi græða á því.
Svona pínkupons.
En barnaníð er staðreynd, og við Íslendingar ekki öðruvísi en annað fólk.
Þess vegna er það ekki frétt að við tengjumst slíkum glæpasamtökum.
Spurningin er frekar, hvað ætlum við að gera í því??
Skera niður??
Hagræða??
Sjá til þess að glæpamenn fái að vera í friði við sína iðju í nafni frjálshyggjunnar
Eða ætlum við að gera eitthvað??
Til dæmis að nota eitthvað af þessum 80 milljörðum sem við greiðum í vexti handa fjármagninu, í eitthvað annað þarfara, til dæmis til að vernda samfélag okkar.
En slíkra spurningar eru ofviða blaðamönnum Morgunblaðsins.
Þeir héldu ekki vinnunni ef þeir spyrðu þeirra.
Þeir eru ekki með útgáfustjóra fyrir ekki neitt.
Kveðja að austan.
![]() |
Níðingar með tengsl við Ísland? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2013 | 18:23
Hvað er svona sniðugt við atvinnuleysi??
Sem er óhjákvæmileg afleiðing óraunhæfra kjarasamninga síðustu ára, ef hið opinbera má ekki hækka á móti.
Kjarasamningum fylgir ábyrgð, en sú ábyrgð felst ekki í að reka fólk til að endar nái saman.
Menn ættu að hafa það í huga.
Kveðja að austan.
![]() |
Frumkvæði borgarinnar stórt framlag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2013 | 13:35
Hverra hagsmuna gætir Bjarni Ben??
Þegar hann andmælir þeirri stefnu að þjóðin eigi ekki að borga með raforkusölu til stóriðju??
Var honum mútað persónulega??, var Sjálfstæðisflokknum mútað, eða fór mútuféð í beggja vasa??
Vill Bjarni bæta upp skaða alþjóðlegra auðhringa eftir að spilltasta stjórn Afríku, stjórn Mobutu í Zaire var steypt að stóli??
Að auðlindir þjóða séu matarbúr örfárra auðmanna, allflestar búandi í Bandaríkjunum, gerandi út þá stefnu sem kennd er við frjálshyggju, og felur í sér að fólk sé þrælar, en auður sé fólk.
Ég viðurkenni reyndar að þessipurning eru spurð vegna þess að þrátt fyrir allt vil ég ekki ætla Bjarna hina augljósu heimsku, að hann viti ekki hvað hann segir, að hann bulli út í eitt eftir fyrirfram lærðu frösum áranna fyrir Hrun.
Bjarni á þessa jákvæðni skilið, hann barðist jú gegn ICEsave 2.
Ég ætla hann spilltan en ekki heimskan. Það fyrra er jú skárra, og að selja náunga sinn fyrir aur er jú tíska í dag.
Stóriðjustefna Sjálfstæðisflokksins endaði í gjaldþroti Orkuveitu Reykjavíkur, gjaldþroti Hitaveitu Suðurnesja, í greiðsluþroti Landsvirkjunar.
Jafnvel kalkún man rök Landsvirkjunar fyrir uppgjöfinni gagnvart bretum, að ICEsave samningur Steingríms og Jóhönnu var nauðsyn svo Landsvirkjun yrði ekki gjaldþrota. Hún átti kannski eignir, en hún gat ekki staðið í skilum, endurfjármögnun var henni lífsnauðsyn.
En í dag kallar fjármálaráðherra Íslands afleiðingar þessa gjaldþrots, að orkufyrirtæki standi í vegi fyrir iðnaðaruppbyggingu.
Að hið lága orkuverð sem gerði þau gjaldþrota sé forsenda hinnar meintu iðnaðaruppbyggingu.
En Bjarni er ekki kalkún, hann veit betur en það.
Hann þjónar aðeins aurnum sem fékk hann keypt.
Og hann treystir á stuðningsmenn Sjálfsstæðisflokksins, að þeir séu eins og þeir eru.
Muni ekki mínútuna sem liðin er, séu fóðraðir á frösum, sjái ekki út fyrir þá rimla sem auðmennirnir geyma þá í, á meðan þeir ræna landið okkar og þjóð.
Og Bjarni hefur rétt fyrir sér.
Hann getur gert samninga, enda vanur vafningsmaður, hann þarf ekki að hafa áhyggjur af flokknum.
Flokkurinn er hann, svo framarlega ef hann passar sig á hinni daglegri fóðurgjöf.
Að fóðra flokksmenn á bulli og rugli.
Hann er ekki bjáni, hann er ríkur.
Meira en sagt er um fólkið sem kaus hann.
Kveðja að austan.
![]() |
Landsvirkjun hindri ekki iðnaðaruppbyggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2013 | 10:48
Skrípaleikur eftirá réttlætisins magnast.
Ekki það að varnarbarátta Kaupþingsmanna hafi farið á svig við eðlilega viðskiptahætti.
En það var reynt að bjarga sökkvandi skipi, og ef þeir eru sekir, þá eru allir hinir sekir.
Hagfræðingar og formaður ASÍ, hagfræðingar Samtaka Atvinnulífsins ásamt formanni, ráðherrar, fjölmiðlamenn, allir sem tóku þátt í afneitun hins raunverulega ástands.
Líklegast er einn maður ekki sekur, og það er Gylfi Magnússon prófessor við HÍ, hann hafði kjark til að segja satt þegar sannleikurinn var ekki falinn.
Og hann var ekki lengur falinn vorið 2008.
Múgæsing, rasismi, fordómar, skýra yfirráð hinna gjörspilltu, hinna gjörseku eftir Hrunið 2008.
Réttarhöldin í Al-Thani málinu afhjúpa fordóma okkar, fáfræði, og hjarðhegðun.
Það var spilað með okkur fyrir Hrun, en sú spilun er aðeins hjóm eitt miðað við spil vogunarsjóðanna og hinna keyptu skrípa þeirra eftir Hrun.
Hin algjöra heimska er að ákæra drukknandi menn, fyrir þá einu sök að hafa reynt að forðast drukknun.
Segir allt um það aumingjalið sem seldi þjóð sína í þrælabönd ICEsave og ameríska vogunarsjóða.
Lægra getur ein manneskja ekki lagst en að selja náunga sinn, nágranna, samborgara, þjóð sína.
En það aumasta að öllu því aumasta sem saga mannsins kann að greina, hjúpaði glæp sinn með embætti sérstaka saksóknara, manninn sem átti að elta drukknandi menn.
Bæði til að hilma yfir sölu þeirra á þjóð sinni, sem og hitt, að láta umræða snúast um það sem gerðist á lokametrum Hrunsins, en ekki það sem gerðist áður.
Það sem gerðist áður, skýrir allt sem gerðist seinna.
Þar er glæpurinn, þar eru glæpamennirnir.
Og það er ekki rætt, þeir eru látnir í friði.
Það þurfti bara að virkja fordóma okkar og áunna heimsku.
Hrunið er ekki ákært, ICEsave er ekki ákært, hinir aumu sem þjóna vogunarsjóðunum eru ekki ákærðir.
Aðeins drukknandi menn sem náðu ekki að bjarga auð sínum og veldi.
Og um leið að bjarga sparifé þúsunda sem höfðu blekkst til að trúa á fjármálavit þeirra.
Ekki að þessir menn eigi sér afsökun, en hinir raunverulegu glæpamenn halda áfram iðju sinni.
Frjálsir og með öll völd í sínum höndum.
Aum er sú þjóð sem lætur blekkjast.
Hún fóðrar hið svarta fjármagn á framtíð barna sinna.
Og á varla betra skilið,
En núverandi ríkisstjórn.
Kveðja að austan.
![]() |
Sigurður tók enga ákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2013 | 09:53
Ísland á ekki að enda sem Argentína.
Sem hafði að meðaltali um 8% hagvöxt eftir að stjórnvöld ákváðu að taka fólk fram yfir fjármagn.
Lán Argentínu hefur síðan verið að gjörspilltir stjórnmálamenn hafa ekki getað skuldsett þjóð sína í erlendum gjaldmiðli, lán sem á einn eða annan hátt rennur í vasa fjármálastéttarinnar, en almenningur situr uppi með skuldina.
Og skuldin er greidd með lokun skóla, sjúkrahúsa, almannaþjónustu.
Í dag, þegar maðurinn lifir aðför grímulausrar illsku að tilveru sinni, hinnar taumlausu græðgi siðspillts fjármagns, þá er oft vitnað í stjórn fjármagns yfir réttarkerfi heimsins.
Heimurinn er þá keyptir dómsstólar Bandaríkjanna.
Réttlæti Argentínu varð óréttlæti hinna keyptu þjóna hinnar taumlaus græðgi.
Vogunarsjóðirnir höfðu sigur þar eins og Himmler hafði sigur í Auswitch.
En hinn siðaði maður lokaði Auswitch, hinn siðaði maður mun loka Wall Street.
Og þjónar illskunnar verða sóttir til saka í nýjum Nurnberg réttarhöldum.
Illskan tapar alltaf að lokum.
Jafnvel þó vogunarsjóðirnir hafi keypt stjórnmálastétt okkar.
Hótun þeirra er marklaus, innantóm.
Kveðja að austan.
![]() |
Telja að Ísland vilji ekki enda sem Argentína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 44
- Sl. sólarhring: 356
- Sl. viku: 3506
- Frá upphafi: 1494250
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 2992
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar