8.11.2014 | 09:14
Hið siðferðislega gjaldþrot.
Endanleg staðfesting á ómennskunni.
Er brottrekstur skúringafólks til að spara aurinn.
Og þar með er horfin endanlega hin jákvæða ímynd Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar.
Í fnyk og drullu.
Kveðja að austan.
![]() |
Ráðuneytin nú þrifin á daginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2014 | 12:24
Af hverju styður alltaf þriðjungur þjóðarinnar óhæfuverk??
Fastafylgið við ríkisstjórnina er mjög svipað og var við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Þrátt fyrir að sú óhæfustjórn hafi reynt að útrýma heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, afskrifað skuldir auðmana en látið fjármagnið komast upp með að hrekja börn af heimilum sínum, ítrekað stutt bresku fjárkúgunina, kennda við ICEsave og gert flest það til óþurftar sem hún gat komið í verk, þá bilaði varla þessi 33% stuðningur.
Núna er önnur ríkisstjórn, með einbeittan vilja við ganga að heilbrigðisþjónustunni dauðri, því engin er þjónustan þegar síðasti læknirinn er kominn á eftirlaun, en samt er til fólk sem segist styðja hana.
Ekki sama fólkið og studdi óhæfu síðasta ríkisstjórnar, heldur sama fólkið og hélt ekki vatni yfir óhæfu hennar.
Og fólkið sem heldur ekki núna vatni, það var einart í stuðningi sínum við sambærileg óhæfuverk á síðasta kjörtímabili.
Hneykslun þeirra er því innantóm og fölsk, það er ekki gjörðin sem er forkastanleg, heldur stafar heiftin af því að "þeirra fólk" beri ekki ábyrgð á óhæfunni.
Þessi gíslataka þriðjungs þjóðarinnar er meginskýring þess að í raun breytist ekkert eftir Hrun, sama hvað fólk eða flokkar eru kosnir.
Þetta kjölfestufylgi er nægjanlega stórt til að flokksforysturnar treysta sér í áframhaldandi þjónkun við peningavaldið, sem er þá í raun eini flokkurinn sem er í framboði þegar kosið er til Alþingis.
Og á meðan molar samfélagið niður hægt og hljótt.
Kveðja að austan.
![]() |
33% stuðningur við ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2014 | 08:17
Frakklandsforseti í djúpum skít evrunnar.
Evran býr til atvinnuleysi, evran viðheldur atvinnuleysi.
Faktur sem orð stjórnmálamanna fá í engu breytt.
Hollande verður ekki í framboði árið 2017.
Það er ef hann er maður orða sinna.
Kveðja að austan.
![]() |
Hætti ef atvinnuleysi dregst ekki saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2014 | 22:45
Þjóðin þarfnast lækna.
Þó kjósendur Sjálfstæðisflokksins telji þá óþurftarstétt og best geymda í Noregi.
Einu sinni var þó þjóðin og Sjálfstæðisflokkurinn samstíga í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.
Hæst ber byggingu Borgarspítalans í Fossvogi, drifin áfram af Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra og fyrrum formanni flokksins, nefna má Heilsuverndarstöðina, heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni, og svo framvegis og svo framvegis.
Enda vissu forystumenn flokksins ætíð að öflugt heilbrigðiskerfi væri einn af hornsteinum sjálfstæðis þjóðarinnar.
Hornsteinum sem flokksforystan í dag er að meitla niður af fádæma skammsýni vegna pólitískra trúarbragða hinnar Svörtu bókar Frjálshyggjunnar.
Sú sögn gengur um nokkra kristna sértrúarhópa að meðlimir þeirra séu tilbúnir að fórna börnum sínum svo þeir sjálfir haldi trúarlegum hreinleika sínum.
Ekki verður séð að Sjálfstæðismenn séu haldnir sama trúarhita, engin dæmi eru þekkt að þeir hafi neitað sér um þjónustu læknastéttarinnar þegar þeir hafa sjálfir haft þörf fyrir hana.
Og forysta flokksins telur sig heldur ekki þurfa að hafa áhyggjur þó hið opinbera heilbrigðiskerfi hrynji í frumeindir sínar, hyggur að peningavaldið muni tryggja þeim aðgang að hinni einkareknu sem þjónusta þá sem efni hafa.
Samt ætlast flokksforystan með fullum stuðningi almennra flokksmanna að þjóðin neiti sér um slíka þjónustu, nema þá í gegnum fjarfundabúnað.
Forgangurinn sé að greiða fjármagninu vexti, og þeim forgangi verði ekki breytt.
Þjóðarsáttin um forgang fjármagns fram yfir fólk, sé æðri öllu.
Og meðan þjóðin ypptir öxlum, þá er deilan í hnút.
Óleysaleg því það þarf 2 til að semja, og stjórnvöld hafa engan áhuga á samningum.
Það er grátlegt að þjóðin sé hlutlaus í þessari deilu.
Eins og hún viti ekki hvað hún er að missa, fyrr en hver og einn þarf á þjónustu lækna að halda.
Í dag er fólk ennþá heppið.
Það fær bráðaþjónustu.
En á morgun eða hinn???
Veit enginn hvað verður.
Kveðja að austan.
![]() |
Aldrei bar skugga á fagmennsku þeirra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2014 kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2014 | 21:43
Kaldrifjaður bæjarstjóri??
Vill leysa vanda heimilislausra í bæjarfélagi sínum með því að hætta að gefa þeim að borða.
Óneitanlega kuldi, en samt mjög effectiv.
En hann er sanntrúaður, repúblikani, á móti hjónaböndum samkynhneigðra, vill banna fóstureyðingar, og er mjög hlynntur óheftri byssueign.
Dæmigerður fyrir mennina sem unnu þingkosningarnar núna nýlega.
Og hann hefur ekki stofnað þrælamarkað í bænum líkt og liðsmenn Íslamska ríkisins, en þeir eru reyndar enn sanntrúaðri en hinn ágæti bæjarstjóri.
Svo hver er kaldrifjaður??
Munum við eiga von á honum á ráðstefnu í Valhöll?
Kveðja að austan.
![]() |
90 ára ákærður fyrir að gefa mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2014 | 20:18
Hvað þarf að græta marga?
Áður en hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins skammast sín til að gefa frjálshyggjuforystunni rauða spjaldið.
Var ekki nóg að láta efnahagslífið hrynja 2008??
Þarf líka að láta heilbrigðiskerfið hrynja 2014??
Hvað þarf að valda mörgum saklausum óþarfa þjáningum áður en flokksmenn grípa inní?
Hvað þarf þarf að valda miklum áafturkræfum skaða áður en flokksmenn átta sig á að það eru ekki allir "hinir" sem gjalda, það eru líka þeir og þeirra fólk.
Hvenær átta Sjálfstæðismenn sig á því að Hrunstefna er ekki sjálfstæðistefna, og á engar rætur í fortíð flokksins, lífsskoðunum, og lífsgildum.
Ég spyr vegna þess að flokksforystan hlustar ekki á þjóðina, en getur hún hundsað hinn almenna flokksmann??
Eða dugar atkvæði peningavaldsins?
Kveðja að austan.
![]() |
Bresta í grát vegna frestunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2014 | 18:42
Er vélvæðing næsta skrefið í bandarískum stjórnmálum?
Munu repúblikanar bjóða fram róbót, sem er með allar skoðanirnar á hreinu, án efa, án þess að hafa nokkrar skoðanir frá eigin brjósti.
Datt það svona í hug þegar ég sá myndina af stúlkugreyinu.
En ástæða þess að ég staldraði við þessa frétt, er hvað hægriöfgar í Bandaríkjunum eru orðnir keimlíkir öfgunum sem plaga hinn múslímska heim.
Vantar bara skeggið á stúlkuna, og þá er það komið sem vantar uppá algjöra samhljóman í hatursboðskap og umburðarleysi gagnvart öllu því sem er ekki eins og það sjálft.
Og krakkarnir elska þetta.
Kveðja að austan.
![]() |
Verður yngsti þingmaður Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2014 | 13:47
Læknastríðið magnast.
Hvítliðar mæta, berjandi bumbur, reyna að gera læknastéttina tortryggilega.
Þessi frétt er dæmigerð fyrir vinnubrögð þeirra.
Ungur læknir segir frá dagvinnulaunum sínum, og líklegast hefur umræða skapast um þau laun, hvort þau séu sanngjörn, eða hvort þau þurfi að hækka.
Þá hvíslar lítill hvítur fugl að blaðamanni Morgunblaðsins upplýsingum að viðkomandi læknir hafa farið austur á vertíð, og þegið fyrir það laun.
Há laun.
Ekkert er fjallað um fjölda vinnustunda, vaktaskyldu, greiðslur fyrir sérverk og svo framvegis.
Engin tilraun til að útlista forsendurnar á bak við þessu meintu háu laun.
Þó ætti blaðamaðurinn að vita að mjög víða á landsbyggðinni er skortur á læknum, og sá skortur hefur mikið með laun lækna að gera.
Samt er ekki læknislaust út á landi, afleysingarlæknar, bæði frá höfuðborgarsvæðinu, sem og læknar sem koma erlendis frá, manna þessar stöður, en viðvera þeirra er alltaf í tiltölulega skamman tíma í einu.
Laun þessara afleysingarlækna geta verið há, ef vinnuálag er mikið og bakvaktir sem bætast þar ofaná. Algengt er að afleysingalæknir sinni meir en einu stöðugildi.
Að sjálfsögðu fá þeir greitt fyrir sína vinnu, örugglega góð laun fyrst að þeir eru að leggja þessar afleysingar á sig, oft í fríum sem þeir hafa frá sínum föstum stöðum.
En aðeins hreinræktaður bjálfi, sem ég vona að blaðamaður Morgunblaðsins sé ekki, ber saman laun fyrir afleysingar og aukavaktir, við laun sem viðkomandi fær fyrir sitt fasta starf.
Starfsmannaskortur, sem leiðir til aukavinnu og aukakostnaðar við að útvega afleysingafólk, er öllum vinnuveitendum dýr, og þess vegna reyndir vitiborið fólk sem stjórnar fyrirtækjum, að hafa launakjör þannig að það sér ekki starfsmannaskortur.
Það getur leitt til hærri grunnlauna, en lækkar heildarlaunakostnað.
Því miður eru stjórnendur ríkisins það skertir viti að þeir átta sig ekki á þessu einfalda samhengi.
Þeir standa í stríði við starfsfólk sitt, þurfa samt að manna stöðurnar ef nauðsynlega grunnþjónustu er að ræða, og skilja svo ekki í hinum háa launkostnaði, þrátt fyrir elju þeirra að halda niður grunnlaunum og hrekja fólk úr starfi.
Þessi vitskerðing er hinn raunverulegi vandi heilbrigðiskerfisins í dag, og sorglegt að til vera fólk sem styður með ráðum og dáðum vitleysuna, til dæmis með því að láta nota sig í svona skítnum áróðursleik.
Mogginn á að vera betri en þetta.
Kveðja að austan.
![]() |
Upplýsir ekki um heildarlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2014 | 16:49
Við syngjum Hægt og Hljótt.
Er viðkvæði Frjálshyggjumanna þegar þeir eru spurðir af hverju það gengur ekki nógu vel að frjálshyggjuvæða íslenskt samfélag.
Vissulega skorðuð þeir stig þegar spurðist út að fátækt á Íslandi hefði aukist hlutfallslega hraðast á Íslandi síðasta ár. En gleðin var skammvinn, íslenska samfélagið hafði samt ekki vikið úr toppsæti mennsku og mannúðar.
Þó áróðurinn krefðist gleði, þá var sá gleðisöngur falskur, evrubælið stóð sig vissulega verr, en við áttum að skora betur.
Síðan koma svona samþykktir, skrifaðar af kjósendum Flokksins í Reykjavík.
Eins og þeir séu óánægðir með eyðingarstefnu flokksins gagnvart sósíalisma heilbrigðiskerfsins, Landsspítalanum sem alla vill lækna.
Samt mætti ungur maður á Austurvöll, og mótmælti að flokkurinn hefði ekki eytt nógu miklu, og ungliðahreyfing Morgunblaðsins gerði því góð skil.
En gamla fólkið virðist ekki lesa Moggann lengur.
Það virðist vera óánægt með að flokknum tókst loksins að forgangsraða í þágu borgandi neytanda heilbrigðiskerfisins.
Eins og það hafi ekki lesið stefnuskrá flokksins, eins og það hafi aldrei hlustað á formanninn útlista stefnu sína.
Að það haldi að gömlu mennirnir hafi aldrei dáið, að Bjarni og Geir Hallgríms séu ennþá meðal vor.
Að flokkurinn sé ennþá byggður upp á kristilegum borgaralegum gildum.
Samt er sungið Hægt og Hljótt.
Breytingarnar eru ekki of hraðar, þær eru markvissar, og þeim verður ekki aftur snúið.
Aftur snúið til þess kommúnisma þegar samfélagið bar ábyrgð á sínum minnstu bræðrum.
Breytingarnar sem tókust svo vel í fyrirmyndinni einu, forysturíkinu sjálfu, Sameinuðu ríki hinna sjálfstæðu í Ameríku.
Þegar á reynir þá mótmæla flokksmenn.
Þegar allt það er gert sem við lofuðum þeim fyrir kosningar.
Og þeir kusu yfir sig sjálfviljugir.
Eins og þeir átti sig ekki á að hið einkarekna verður aðeins byggt upp á rústum hins sameiginlega.
Eins og þeim þyki vænt um kommúnisma velferðarinnar.
Eins og þeir haldi að þeir eigi að fá þjónustu án þess að borga fyrir hana úr eigin vasa.
Eins og þeir haldi að skattfé þeirra eigi að renna í almannaþjónustu en ekki í vasa okkar ríkustu flokksfélaga.
Eitthvað er að tóneyra þessa fólks.
En við syngjum allavega Hægt og Hljótt.
Við vitum hvað við erum að gera.
Kveðja að austan.
![]() |
Sérstakt að safna þurfi fyrir öllum tækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2014 | 14:26
Sleppum við þá við Gnarrinn??
Ekki það að hann er alveg ágætur, en hann er verkfæri.
Og getur ekki alltaf afsakað sig með sakleysinu.
Ólafur myndi malann.
Kveðja að austan.
![]() |
Ólafur Ragnar neitar að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 403
- Sl. sólarhring: 719
- Sl. viku: 4014
- Frá upphafi: 1494121
Annað
- Innlit í dag: 341
- Innlit sl. viku: 3377
- Gestir í dag: 332
- IP-tölur í dag: 324
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar