5.11.2014 | 11:54
Var ekki til upptaka af gömlum fundi??
Til hvers eru þessir hálaunamenn að eyða dýrmætum tíma sínum og dýrmætum tíma fréttamanna við endurtaka alltaf sömu ræðuna??
Sömu hótanirnar.
Sama uppklappið hjá Samtökum atvinnulífsins um að aðeins sé svigrúm til að hækka laun forstjóra.
Meira að segja fréttin er kóperuð, fyrir utan þau nýmæli að fíllinn sé fluttur úr postulínsbúðinni og hafi leigt sér herbergi út í bæ.
Fatta þessir menn ekki hvað þessi síbylja kjarasamninganna er orðin útslitin plata??
Fatta menn ekki leiðindin þegar Gylfi forseti mætir á næsta blaðamannafund og segist ætla að berjast, og berjast, og að hans félagsmenn munu fá nauðsynlegar leiðréttingar.
Eða þetta leiðinda leikrit þegar þungbúnir samningamenn takast í hendur, syrgjandi sínar eftirgjafir frá hámarkskröfum, eða harmandi hina stórkostlegu eftirgjöf í þágu þjóðarsáttar.
Af hverju geta menn ekki bara sleppt þessu leikriti einu sinni og birt næstu kjarasamninga í Peningamálastefnuriti Seðlabankans.
Þetta eru hvort sem er svo lélegir leikara, og hundleiðinlegir í þokkabót.
Það vita allir að þetta er skrípaleikur og blessuð verðtryggingin er þannig innstillt að hún mælir aðeins kauphækkanir láglaunafólks, og því fær það aldrei kauphækkanir.
Ef það er ósátt getur það bara unnið meira, en vilji það halda húsunum sínum þá skal það gjöra svo vel að sætta sig við það sem því er skammtað.
Þannig er kerfið á Íslandi í dag, og algjör óþarfi að láta eins og það sé eitthvað öðruvísi.
Það er það minnsta sem menn geta gert eftir þeir afnámu samningsréttinn.
Skrípaleikurinn í kringum kjarasamninga er eins og afdankaður helgisiður sem er ekki í nokkrum takti við raunveruleikann, líkt og bannið við öllu mannlífi á Föstudaginn langa var hér ekki fyrir svo mörgum áratugum.
Laun hækka alltaf eitthvað, og mönnum væri nær að gefa fjáramunina sem fara í kjarasamningaleikritið, til hjálparsamtaka sem heyja stríð við ebóluna í vestanverðri Afríku. Barnaþorpunum veitti til dæmis ekki af þessum fjármunum.
Hina fyrirskipuðu kjarasamninga má hins vegar kynna með fjölritungi sem Pósturinn dreifir fyrir hóflegt gjald.
Hagræðing, gegnsæi, er það ekki krafa nútímans??
Og halda sig einu sinni við sannleikann.
Svona til tilbreytingar.
Kveðja að austan.
![]() |
Kjarasamningar fíllinn í herberginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2014 | 08:30
Hár standard á fréttadeild Moggans?
Vitnar í þekktan bjána þegar stór tíðindi berast úr Vesturheimi.
Þau tíðindi að Bandaríkin, forysturíki hins vestræna heims, verða hálfstjórnlaus næstu 2 árin, í það minnsta.
Dýpri geta fréttaskýringarnar varla orðið, eða rökstuðningurinn þar að baki.
Vissulega má gera ráð fyrir að sá sem skrifaði þessa frétt sé samdauna hugmyndaheimi frjálshyggjunnar, en samt vekur þetta uppi spurningar að mannaúrvalið sé ekki betra hjá hægriöfgamönnum þarna vestur frá.
Að vitsmunaverum sé því sem næst ókleyft að styðja þá aðför að siðmenningunni sem frjálshyggjan er, og því sé aðeins úr bjánum að velja, og því þurfi að taka þann illskásta þegar vitnað er í repúblikana.
Sé svo, má afsaka svona fréttaflutning, því auðvitað er sjálfsagt að vitna í báðar fylkingar í bandarískum stjórnmálum.
Bágt á ég samt með að trúa því og set því spurningarmerki við þessa frétt.
Því það er stutt frá svona frétt í stórfyrirsögn um að jörðin sé flöt, og aldur hennar nái ekki 4.500, samkvæmt nákvæmum vísindum sömu bjána og tjá sig hér um meint kynþáttahatur Obama.
Hnignun mannsandans í Bandaríkjunum er sorgleg, en það er samt óþarfi að flytja þá sorg hingað til Íslands.
Áhugamenn um hana gefa út sína snepla og sínar bækur, sem vissulega eru keyptar því innvígðir tjá hollustu sína með því að láta þær sjást á bókahillum sínum. Hollustu sína sem síðar leitar í vasa þeirra.
En að þetta sé lesið, trúi ég varla.
Óþarfi því hjá Mogganum að lepja þetta upp.
Þurfi að þjóna Óskari, þá legg ég frekar til að birt sé ljóð eftir skáldið.
En ef ske kynni, þá vil ég taka það fram.
Jörðin er ekki flöt.
Kveðja að austan.
![]() |
Obama sagður kynþáttahatari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2014 | 15:29
Eru allir kjósendur íhaldsins yngri en 25 ára??
Búandi heima hjá pabba og mömmu, barnlausir, náttúrulausir, hafandi engar áhyggjur af framtíðinni því ekkert kemur fyrir þá sem pabbi og mamma geta ekki reddað??
Er þetta fólkið sem knýr áfram helstríðið gegn heilbrigðiskerfinu??
Ekkert annað getur útskýrt stuðnings flokksmanna við flæmingu heilbrigðisstétta úr landi.
Engin börn, engir aldraðir foreldrar.
En jafnvel þessi börn eldast, finna náttúruna, eignast börn.
Og þurfa á læknisaðstoð að halda.
Þá er of seint að iðrast þegar síðasti læknirinn í praxís er kominn á eftirlaun.
Í það eru um það bil 10 ár.
Kveðja að austan.
![]() |
108 læknar í verkfalli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.11.2014 | 09:41
Er íhaldinu ekki sjálfrátt??
![]() |
Lífeyrisaldur hækki í skrefum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2014 | 19:49
Þjóðin rumskar.
![]() |
Gyrðið upp buxurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2014 | 09:37
Hreppaflutningar hinir síðari.
![]() |
Vilja ekki flytja nemendurna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2014 | 11:33
Þegar söngurinn er falskur, þá er ótíðinda að vænta.
![]() |
Höftin jafndýr og hrunið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.11.2014 | 16:19
Ofsalega ljótt að segja það.
![]() |
Markmiðið er að skemma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2014 | 12:28
The Final Countdown.
![]() |
Bjartsýnn um afnám gjaldeyrishafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2014 | 16:13
Forgangsmál ríkisstjórnarinnar er ekki!!
![]() |
Sigmundur: Mikið í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 430
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 4041
- Frá upphafi: 1494148
Annað
- Innlit í dag: 361
- Innlit sl. viku: 3397
- Gestir í dag: 350
- IP-tölur í dag: 341
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar