Er vélvæðing næsta skrefið í bandarískum stjórnmálum?

 

Munu repúblikanar bjóða fram róbót, sem er með allar skoðanirnar á hreinu, án efa, án þess að hafa nokkrar skoðanir frá eigin brjósti.

Datt það svona í hug þegar ég sá myndina af stúlkugreyinu.

 

En ástæða þess að ég staldraði við þessa frétt, er hvað hægriöfgar í Bandaríkjunum eru orðnir keimlíkir öfgunum sem plaga hinn múslímska heim.

Vantar bara skeggið á stúlkuna, og þá er það komið sem vantar uppá algjöra samhljóman í hatursboðskap og umburðarleysi gagnvart öllu því sem er ekki eins og það sjálft.

 

Og krakkarnir elska þetta.

Kveðja að austan.


mbl.is Verður yngsti þingmaður Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öfgar er kvenkynsorð, Ómar minn, þótt margir haldi annað.

"Hatur" sérðu þar sem þér sýnist, sýnist mér!

Væri nú ekki verðugra fyrir þig að sýna því virðingu, að þessi unga kona vill berjast fyrir sjálfsögðum lífsrétti ófæddra barna?

Jón Valur Jensson, 6.11.2014 kl. 22:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Sem kristinn maður áttu að vita að hún gerir það með fordæmi sínu, og bænum.

Sem skynsamur maður áttu að vita að þessi unga kona berst ekki fyrir einu eða neinu, hún er hönnuð, hönnuð til að segja það sem markaðsfyrirtæki teljast vænlegast sé sagt við ákveðinn kjósendahóp.

Leikbrúður berjast ekki, þær þjóna tilgangi.

Og hatur er ekkert afstætt hugtak, það er vel skilgreint.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2014 kl. 22:52

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki virðistu mikið þurfa að kynna þér hlutina, gefur þér bara að konan sé "hönnuð" og talar svo í þeim dúr út í eitt; það er lítið gagn að slíkri "umræðu".

Og meirihluti mannkyns þarf ekki "hatur" til að hafna "hjónabandi samkynhneigðra", skynsemin nægir.*

* http://www.zenit.org/en/articles/is-marriage-a-form-of-discrimination 

Jón Valur Jensson, 6.11.2014 kl. 23:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Jón Valur.

Þegar þú fjallar um það sem "er", þá ertu ekki að gefa þér eitthvað.  Til dæmis þegar þú bendir á eitthvað loðið með átta lappir sem hangir niður úr vef í loftinu, þá ertu ekki að gefa þér það að um könguló sé að ræða.  Fyrirbærið er skilgreint svo, en auðvita hefur þú fullan rétt að útbúa þínar eigin skilgreiningar, líkt og þú getur sett þér þína eigin reglu um hreyfingu taflmanna í skák. 

En það breytir skákinni ekkert fyrir því.

Þegar þú sérð litla stelpu troða upp í sjónvarpsþáttum, í kynæsandi fatnaði, kyrjandi lög eftir Britney Spears, þá veistu að um hönnun er að ræða, og sá sem hannar er að þessu til að ná athygli, græða peninga og svo framvegis.

Stúlkan hér að ofan er gangandi frasi og hvað hönnun varðar, þá þarftu aðeins að ýta "older" takkann í myndvinnsluforriti, og þá sérðu keimlíka ímynd af Söru Palin, og ef þú setur á hana skegg, þá ertu komin með tilvonandi þrælasala í Aleppo.  

Því hráefnið er það sama.

Skoðanir á samkynhneigð eru skoðanir á samkynhneigð.

Hatrið byrjar þegar þú yfirfæri þínar skoðanir yfir á samfélag þitt, og vopnin eru sótt í búr haturs og heiftar.

Þess má líka geta Jón Valur, að Flærðin sem hannar ungt fólk eins og ungfrú Blair, myndi fagna samkynhneigð, og reka milljón fóstureyðingarstöðvar, ef markaðsfræðingar þess teldu það leiðina til valda.

Því þetta snýst allt um völd.

Völd í illum tilgangi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.11.2014 kl. 09:31

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú gefur þér hér innræti annarra eins og þessarar ungu konu, jafvel meinta "flærð" hennar, án neinna eiginlegra raka, Ómar. Ég get engan veginn mælt með þessu viðhorfi þínu. Og rétt gerir hún í því að berjast fyrir lífrétti ófæddra, gleymdu ekki því meginatriði !

En Repúblikanaflokkurinn er all-skiptur í því máli, orðin "þetta snýst allt um völd" eru fjarri því að vera eitthvað sem þú hefur sönnun fyrir.

Skegg-tal þitt er líka óviðkunnanlegt, hefur ekkert upp á sig.

Blogg þitt setur ofan í mínum augum við að lesa þetta, vinur og gamli samherji í landvarnarmálum, þú ert á of miklu spani hér í eigin spuna.

Jón Valur Jensson, 7.11.2014 kl. 11:14

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Jón Valur.

Sem biblíufróður maður ættir þú að vita hvað Flærðin er, af hvaða rótum hún er runnin, og hvað er spáð að hún afreka næstu árin.

Hrun siðmenningarinnar í Bandaríkjunum er af völdum hennar, hatrið og heiftin er hennar brunnur.

Ég var ekkert að vísa í innræti stúlkunnar.

Varðandi skeggið þá finnst þeim skeggjuðu það líka mjög leiðinlegt þegar þeim er bent á samsvaranirnar, en svona er þetta með öfga.

Þeir eru ekki fjölbreyttir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.11.2014 kl. 12:52

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öfgar eru ennþá KVENKYNSORÐ, eins og ég hef þegar bent þér á (fl. þf.: öfgar).

Annað nenni ég ekki að þjarka við þig um úr þessu.

Jón Valur Jensson, 9.11.2014 kl. 00:05

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Flt. þolf.!

Jón Valur Jensson, 9.11.2014 kl. 00:05

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þetta er aldurinn Jón, hann eykur leti fólks.

En öfgar eru ekki kvenkynsorð frekar en ég veit ekki hvað, það eru öfgarnir sem knýja áfram vinnufólk Flærðarinnar, en ekki öfgarnar.

Læt mér einna helst detta í hug að femínískur málfræðingur hafi hafi haft hönd í bagga með þeirri tónvillu.

Og fengið ríkisflokkinn til að samþykkja.

Hafðu það gott Jón minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.11.2014 kl. 14:20

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orðabók Menningarsjóðs, Rv. 1963, bls. 845:

öfgar kv ft. 1 ýkjur, of sterkt orðalag um e-ð. 2 það stærsta, mesta, sem til greina kemur (oft fjarstætt og í rauninni óhugsandi): fara út í ö.; hófleysi, e-ð sem er ekki haldið innan skynsamlegra marka.

Cheerio!

Jón Valur Jensson, 10.11.2014 kl. 04:19

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, fyrstu femínistarnir leynast víða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2014 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 221
  • Sl. sólarhring: 1041
  • Sl. viku: 5707
  • Frá upphafi: 1338594

Annað

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 5031
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband