Grobbið í stjórnarliðum á rætur í blóðpeningum.

 

Svo tala menn um vogunarsjóðina.

Ekki Bjarna Ben og Sigmund Davíð.

 

En fyrir þá sem réttlæta arðrán sinna manna með þeim rökum að það vanti alltaf pening í ríkiskassann, og ef þessara blóðpeninga nyti ekki við, þá yrði að skera niður bráðnauðsynlega þjónustu, vil ég aðeins segja þetta.

Hér myndi ríkja almenn velmegun og gróska, ef stjórnvöldum hefði borið gæfu til að afnema vaxtaokrið, leiðrétta þær skuldir almennings og fyrirtækja sem voru bein afleiðing af fjármálabraskinu fyrir Hrun, og þurrka út froðukrónurnar kenndar við Afland, til dæmis með upptöku Nýkrónunnar eins og Samstaða hennar Lilju Mósesdóttir lagði til.

 

Tekjur þjóðarinnar hafa aldrei verið hærri, hér ríkir velmegun til lands og sjávar.

Samt er hér allt í volli, og það voll er mannanna verk.

Alveg eins og ræningjaflokkar Mongóla fóru yfir frjósamar lendur Kína eða þegar bændur sultu í frjósömum héruðum Evrópu vegna áþjánar og arðráns lénslandeiganda.

 

Réttlætum ekki sorann vegna þess að við skríðum í skítnum.

Skítur er skítur, og skítafýla er skítafýla.

 

Og blóðpeningar eru blóðpeningar.

Kveðja að austan.


mbl.is Arðgreiðsla Landsbankans skiptir mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi hefur breyst í einn stóran sandkassa.

 

Og þingmennirnir okkar eru líkt og börn sem þar leika.

Afleiðingarnar af sandkassaleiknum má lýsa með einu orði:

Uppnám.

 

Það er allt gert vitlaust, sem hægt er að gera vitlaust.

Og þeir kunna ekki einu sinni að skammast sín.

Kveðja að austan.


mbl.is Niðurskurðurinn veldur ólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Ögurstundu vísa menn ekki í forna frægð.

 

Bismarck var ekki glæsilegasta herskip í heimi þegar það stóð í ljósum lögum, skipti engu þó það hafði nokkrum dögum áður sökkt öflugasta herskipi Breta með einu fallbyssuskoti.

Það sem var, er ekki issjú þegar eitthvað riðar til falls.

 

Læknar hafa opinberlega lýst því yfir að þeir hafi fengið nóg.

Flestir þeirra hafa greitt atkvæði með fótunum, en nokkrir þrauka ennþá.  Flestir of gamlir, aðrir hafa það sterkar taugar til heimalandsins að þeir vilja láta reyna á hvort þeir eigi framtíð hér á landi.

Verkfall þeirra er neyðaróp, það síðasta sem verður sent frá Landsspítalanum.

 

Þá situr þjóðin uppi með veruleikafirrta alþingsmenn sem babla eitthvað um tölfræði, eða röfla eitthvað um það að þjóðin geti ekki boðið upp á sömu kjör og í Noregi.

Þegar hús brennur, þá er kallað á slökkviliðið, ekki tölfræðinga.

Þegar menn ræða kjaradeilu, þá ræða menn þær forsendur, og þær aðstæður sem deilan snýst um.  Menn búa sér ekki til einhverja forsendu, eins og með kjörin í Noregi, og rífast svo út frá þeirri forsendu, segja að það sé ekki hægt að semja á þeim grunni.

 

Heimskan er síðan algjör þegar alþingismenn telja það hagkvæmast að reka heilbrigðiskerfið með undirmönnuðu starfsfólki, vinnandi við óviðunandi aðstæður, dag og nótt.

Eins og aukavinnan kosti ekki neitt.

Eins og veikindaréttur útkeyrðs starfsfólks kosti ekki neitt.

 

Staðreyndin er sú að ef stjórnmálamönnum okkar bæri gæfa til að setjast niður og hlusta á læknana. Ræða við þá, setja sig inní sjónarmið þeirra, reyndu að ná sátt við þá.

Þá fengjum við kerfi sem væri mun hagkvæmar, mun ódýrara.

Því vitleysan kostar alltaf mest, skynsemin er alltaf ódýrust.

 

Það er ekkert mál að ná samkomulagi við lækna, og það á kjörum sem ekki tengjast Noregi eða USA á nokkurn hátt.

Það er ekkert mál að endurreisa heilbrigðiskerfið úr þeim rústum sem frjálshyggja síðustu ára hefur komið því í.

Það þarf aðeins vitiborið fólk til verksins.

 

Við eigum nóg af því þó skortur sé á því á Alþingi.

Formaður Sjálfstæðisflokksins sló tóninn þegar hann leitaði út fyrir Alþingi til að fá hæfan einstakling í stól innanríkisráðherra.

Spurning hvort hann gæti ekki gert það sama, tímabundið með sitt eigið embætti.

Eða þar til að það er búið að semja við lækna, og leggja drög að endurreisn heilbrigðiskerfisins.

 

Þetta er allt spurning um vilja.

Ekki fjármuni, ekki illvíga erfiðleika sem engin lausn er til á.

 

Á sinni Ögurstundu losuðu Bretar sig við kjarklausa forystumenn, sem sáu uppgjöfina sem eina val.

Á okkar Ögurstundu eigum við sama valkost.

 

Upplausn heilbrigðiskerfisins er allavega ekki valkostur.

Ekki fyrir þá sem eiga líf sem þarf að verja.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Mikilvægt að tala ekki niður kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigi skal lengur höggva.

 

Segir sjálfur Níðhöggur, blóðugur eftir niðurskurð undanfarinna ára.

Þegar jafnvel honum blöskrar, þá er ljóst að vígin hafa gengið of langt.

 

Forsenda sjálfstæðis hverrar þjóðar er viðunandi heilbrigðiskerfi, án þess þrífast þjóðríki ekki, þeir sem hafa menntun og getu leita annað.

Fólk getur endalaust rifist um hvað læknar eiga að hafa í kaup og kjör, en þegar læknum er nóg boðið, og leita annað, þá er ljóst að það er ekki lengur neitt til að rífast um.

Það er aðeins val um eina spurningu, viljum við hafa heilbrigðiskerfi eða ekki??

 

Viljum við að börnin okkar fái lækningu??

Viljum við að foreldrar okkar fái umönnun í ellinni??

 

Við getum ekki endalaust afsakað okkur með tilvísun í veruleikafirrta stjórnmálamenn í vasa fjármálamanna.

Völin og kvölin er okkar, ekki þeirra.

 

Ríkisstjórnin er í afneitun vegna þess að kjarnafylgi flokka hennar rís ekki upp gegn henni.

Sjálfstæðisfólk telur sig ekki veikjast, og ef það veikist, þá vill það fá að deyja í friði fyrir afskiptum lækna.  Það er ánægt því það veit að ríka fólkið hefur alltaf efni á að leita sér lækninga erlendis.  Þetta er svona svipað og þegar fólk fórnaði lífi sínu fyrir konunginn og föðurlandið hér á árum áður.

Framsóknarmenn þegja líka, því málið snertir ekki sauðkindina, og ennþá eru læknar sem sinna henni Búkollu.

Á meðan telja forkólfar ríkisstjórnarinnar sig hafa styrk til að hrekja síðasta lækninn út úr hinu opinbera heilbrigðiskerfi, vitandi að það opnar dyr fyrir drauminn eina, einkarekið heilbrigðiskerfi.

 

En þetta eru aðeins örfáir vitleysingar, þetta er ekki þjóðin.

Og þjóðin gerir ekkert.

Hvað er að, hvað veldur??

 

Eigum við ekki líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.


mbl.is Spyr hvort ríkið sé í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sögulegur glæpur gegn þjóðinni í uppsiglingu?

 

Á að breyta aflandskrónum í erlenda mynt og þjóðin látin borga??

Eða hvað þýðir þessi klausa?

 

Útgöngu­gjaldið mun þannig einnig ná til af­l­andskróna í eigu er­lendra aðila eft­ir að þeir verða „þvingaðir“ til að skipta á krónu­eign­um sín­um á af­slætti yfir í skulda­bréf í er­lendri mynt til meira en 30 ára.

 

Verðmæti verða ekki til úr engu.

Vextir seðlabanka umfram verðmætasköpun er froða sem aðeins safnast upp og verður að engu þegar reynt er að skipta henni í erlenda mynt.

Eftir Hrunið 2008 sömdu stjórnvöld við AGS um að þjóðin yrði skuldsett fyrir þessari froðu, en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði ekki þrek til að framkvæma þann gjörning sökum innri stjórnarandstöðu og ítrekaðra ICEsave ósigra sinna.

Málið var sett í bið eins og kallað er.

 

Og biðin er á enda.

Morgunblaðið afhjúpar djúpstæðan illvilja gagnvart þjóðinni er rétt er.

Tek það fram að í leyndarhjúpnum gætu verið útfærslur sem eru ekki á kostnað þjóðarinnar.

En ég leyfi mér að efast, fyrst talað er um 35% skattinn sem sérstaka þvingun, og að hann geti skilað allt að 500 milljörðum í ríkiskassann.

Eins og að menn átti sig ekki á því að 500 milljarðar af froðu aflandskróna er álíka verðmæt og 500 tonn af froðu úr hvernum Geysi.

Nákvæmlega ekkert því það er engin tilvísun í undirliggjandi verðmæti.

 

Einn af InDefence jöxlunum bendir á í nýlegri blogggrein á hina nöturlegu staðreynd um ástand íslenska hræætustofnsins; "Erlendu kröfuhafarnir eru með á þriðja hundrað manns af okkar bestu lögfræðingum í vinnu til að hámarka hagsmuni sína á kostnað íslensks almennings.".

Hann virðist dafna vel og afleiðingarnar af áti hans koma sífellt betur og betur í ljós.

En varðstaðan gegn þeim er engin því stjórnarandstaðan er þegar kviksett í fúamýri hrægammanna.

 

Það er eins og enginn eigi lengur líf sem þarf að verja.

Liljur vallarins slegnar, rafhlöðurnar tómar í vitanum sem lýsir upp vonina.

 

Og þó, harðsnúnir menn halda uppi vörnum undir merkjum Hagsmunasamtaka Heimilanna.

Formaður samtakann, Vilhjálmur Ekki fjárfestir, skrifaði status um baráttu samtakanna gegn ólögmæti verðokurslánanna á Feisbóksíðu HH í morgun.  

Mig langar að vitna í Villa, tóninn hjá honum er annar en í vesælahópnum sem kenndur er við stjórnarandstöðu.

Við vorum búin að vinna hörðum höndum að málinu yrði flýtt til að flýta fyrir niðurstöðunni þannig að fleiri einstaklingar yrðu ekki gerðir gjaldþrota eða fleiri heimili tekin af fjölskyldunum áfram á grundvelli þessara ólöglega kynntu lána.

Þetta snýst um tilveru sjálfrar fjölskyldunnar, að hræætur geti ekki hrakið fólk af heimilum sínum.

 

Það er ennþá barist á Íslandi, þó sá bardagi fari ekki hátt.

Ekki ennþá.

En ef ríkisstjórnin stenst ekki hræætunum snúning, og selur þjóðina í ánauð vogunarsjóðanna, þá verður safnað liði.

Og skildir skeknir.

Það er öruggt.

 

Þess vegna vona ég að fyrirsögn þessa pistils eigi sér ekki tilvísin í eitthvað sem eigi eftir að gerast.

Ég vona að þetta sé einn stór misskilningur.

 

Að stjórnvöld standi með þjóð sinni.

Og verji hana.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Stjórnvöld draga línu í sandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamenn uppskera sáningu sína.

 

Þeir innleiddu EES samninginn sem lagði drög af þeim fjármálasirkus sem að lokum setti þjóðina á hausinn.

Þeir gáfu örfáum útvöldum kvótann og gerðu um leið fólkið í byggðum landsins algjörlega réttlaust varðandi lífsafkomu sína.  Settu ekki krónu af ávinningnum í sjóð til að bæta þeim miskann sem sátu á einni nóttu uppi með verðlausar fasteignir, heldur leyfðu þessum örfáum að nýta hann í allskonar fjármálabrask.

Þeir gerðu ekkert til að koma böndum á snaróða fjármálamenn, voru þess í stað meðvirkir spilarar hringavitleysunnar.

 

Eftir Hrunið komu þeir svo fjármagninu til hjálpar, ekki almenningi.

Þeir meira að segja seldu þjóðina ítrekað með samkomulagi sínu við AGS og seinna breta og Hollendinga.

Þeir hafa eyðilagt heilbrigðiskerfið og eru langt komnir með að skaða aðra innviði samfélagsins.  Áratugauppbygging er undir svo víða í samfélaginu.

Þeir hafa ekki gert upp hrunið á nokkurn hátt, allar Tortillurnar, allt leynimakkið er ennþá til staðar sem aldrei fyrr.

 

Þetta er þeirra sáning.

Svo væla þeir yfir uppskerunni.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Erum að missa af góðu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju var Heiðar ekki gerður að innanríkisráðherra??

 

Hann hefur skoðanir.

Kjark til að standa við þær.

Framkvæmir.

Og er hann ekki eitthvað tengdur Engeyjarættinni??

 

En fyrir Sjálfstæðisflokkinn er það síðastnefnda víst það eina sem telur.

Svo Heiðar varð ekki ráðherra.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Smádindill hefur sama rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig slapp kreppan framhjá alþingismönnum???

 

Var ekki uppgangur til lands og sjávar??

Aldrei fleiri ferðamenn??

Smjör flutt inn svo það gæti dropið af hverju strái.

 

Skyldi það hafa eitthvað að gera með fólkið sem þeir umgangast??

Sem vissulega hefur aldrei haft það betra.

Fjármagnsaðall landsins, sægreifar, forstjórar, braskara og annað gott fólk.

 

En veita villandi upplýsingar því þeir eru svo lítill hluti þjóðarinnar.

Góðæri þeirra er ekki góðæri þjóðarinnar.

 

Einu sinni þekkt staðreynd.

En ráðamönnum hulinn í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Hægur vöxtur einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feigur uppsker feigð.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er feigur flokkur.

 

Og þá er ég ekki að vísa í fyrirlitningu formanns flokksins á máttarstólpum flokksins á þingi.

Ekki að vísa í ólguna sem skekur flokkinn eftir að stuðningsmönnum viðkomandi þingmanna varð ljóst hvað fólst í þeirri ákvörðun formannsins að taka utanaðkomandi manneskju, nýstigna uppúr erfiðum veikindum, án nokkurrar þeirra reynslu sem réttlætir skipan hennar í embættið (Ragna Árnadóttir hafði til dæmis mikla reynslu sem háttsettur embættismaður við það ráðuneyti sem hún var skipuð í) og án þess að hafa nokkur tengsl við pólitískt starf flokksins í dag, nema vera skyldi nokkur kaffiboð hjá Engeyjarættinni.

Hvað þá að nýja Vafningsmálið kennt við Borgun muni ganga af flokknum dauðum, því formaðurinn er hertur í slíkum átökum.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er feigur vegna þess að hann er að grafa gröf, sem hann ætlar traustasta fylgi flokksins.

Eldri borgurum.

 

Þegar þeir skynja óttann, að fá ekki lækningu, að fá ekki þá sérfræðiaðstoð sem þeir þurfa á að halda, þá er úti um stuðnings þess við hina dauðu hönd frjálshyggjunnar.

Þá vilja þeir aftur sinn gamla flokk.

Sem er aðeins minning ein.

 

Þá mun hulan falla.

Raunveruleikinn blasa við.

Skapnaðurinn sem vó heilbrigðiskerfið.

 

Það verður ekki fyrirgefið.

Menn kjósa ekki sína eigin feigð.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Þreyta og uppgjöf í röðum lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófar stela og stela.

 

Samheiti þeirra er fjármagn, og foringjar þeirra tengjast flestir erlendum vogunarsjóðum.

 

Samtök atvinnulífsins mat þennan þjófnað árlega uppá 200 milljarða, í nýlegri auglýsingu sinni.  

Lögðu reyndar til að launafólk lækkaði laun sín svo hægt væri að gjalda þjófunum skaðlaust ránsfeng sinn.

 

Þjófnaðurinn er undir handjaðri Seðlabanka Íslands, nánar tiltekið peningamálastefnunefnd bankans, sem gefur þjófunum einhverja faglega réttlætingu.

Reyndar án þess að vísa í nokkur hagræn eða fræðilega rök, en þetta er fólk með gráður, og það sem slíkt telst mjög faglegt.

 

Þjófarnir njóta verndar ríkisstjórnar Íslands, sem auk þess að borga þeim árlega 90 milljarða í þóknun, tryggir að þeir séu ekki lögsóttir, hvað þá að foringjum þeirra sé stungið í steininn.

Ríkisstjórn frjálshyggjunnar notar meira að segja þjófnaðinn sem réttlætingu þess að mega hola innvið samfélagsins að innan.  Draumurinn um forgang hinna ríku til mennta og heilsugæslu er óðum að rætast.

Kallast gagnkvæmur ávinningur.

 

En sektin liggur ekki hjá þessu seku fólki.

Græðgin eftir aurnum stýrir gjörðum þess.  

Ásamt einbeittum brotavilja frjálshyggjunnar gagnvart samfélögum fólks.

 

Sektin er fjöldans.

Sem tekur ofan í auðmýkt og lætur rýja sig inn að skinni.

 

Hann á að vita betur. 

Þjófar eiga ekki að stýra ríkinu, þeir eiga að gista á kostnað ríkisins.

Á viðeigandi stofnunum.

 

Tekur samt ofan.

Og á meðan er stolið og stolið.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Aðhaldið of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 221
  • Sl. sólarhring: 743
  • Sl. viku: 3832
  • Frá upphafi: 1493939

Annað

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 3226
  • Gestir í dag: 188
  • IP-tölur í dag: 183

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband