Á Ögurstundu vísa menn ekki í forna frægð.

 

Bismarck var ekki glæsilegasta herskip í heimi þegar það stóð í ljósum lögum, skipti engu þó það hafði nokkrum dögum áður sökkt öflugasta herskipi Breta með einu fallbyssuskoti.

Það sem var, er ekki issjú þegar eitthvað riðar til falls.

 

Læknar hafa opinberlega lýst því yfir að þeir hafi fengið nóg.

Flestir þeirra hafa greitt atkvæði með fótunum, en nokkrir þrauka ennþá.  Flestir of gamlir, aðrir hafa það sterkar taugar til heimalandsins að þeir vilja láta reyna á hvort þeir eigi framtíð hér á landi.

Verkfall þeirra er neyðaróp, það síðasta sem verður sent frá Landsspítalanum.

 

Þá situr þjóðin uppi með veruleikafirrta alþingsmenn sem babla eitthvað um tölfræði, eða röfla eitthvað um það að þjóðin geti ekki boðið upp á sömu kjör og í Noregi.

Þegar hús brennur, þá er kallað á slökkviliðið, ekki tölfræðinga.

Þegar menn ræða kjaradeilu, þá ræða menn þær forsendur, og þær aðstæður sem deilan snýst um.  Menn búa sér ekki til einhverja forsendu, eins og með kjörin í Noregi, og rífast svo út frá þeirri forsendu, segja að það sé ekki hægt að semja á þeim grunni.

 

Heimskan er síðan algjör þegar alþingismenn telja það hagkvæmast að reka heilbrigðiskerfið með undirmönnuðu starfsfólki, vinnandi við óviðunandi aðstæður, dag og nótt.

Eins og aukavinnan kosti ekki neitt.

Eins og veikindaréttur útkeyrðs starfsfólks kosti ekki neitt.

 

Staðreyndin er sú að ef stjórnmálamönnum okkar bæri gæfa til að setjast niður og hlusta á læknana. Ræða við þá, setja sig inní sjónarmið þeirra, reyndu að ná sátt við þá.

Þá fengjum við kerfi sem væri mun hagkvæmar, mun ódýrara.

Því vitleysan kostar alltaf mest, skynsemin er alltaf ódýrust.

 

Það er ekkert mál að ná samkomulagi við lækna, og það á kjörum sem ekki tengjast Noregi eða USA á nokkurn hátt.

Það er ekkert mál að endurreisa heilbrigðiskerfið úr þeim rústum sem frjálshyggja síðustu ára hefur komið því í.

Það þarf aðeins vitiborið fólk til verksins.

 

Við eigum nóg af því þó skortur sé á því á Alþingi.

Formaður Sjálfstæðisflokksins sló tóninn þegar hann leitaði út fyrir Alþingi til að fá hæfan einstakling í stól innanríkisráðherra.

Spurning hvort hann gæti ekki gert það sama, tímabundið með sitt eigið embætti.

Eða þar til að það er búið að semja við lækna, og leggja drög að endurreisn heilbrigðiskerfisins.

 

Þetta er allt spurning um vilja.

Ekki fjármuni, ekki illvíga erfiðleika sem engin lausn er til á.

 

Á sinni Ögurstundu losuðu Bretar sig við kjarklausa forystumenn, sem sáu uppgjöfina sem eina val.

Á okkar Ögurstundu eigum við sama valkost.

 

Upplausn heilbrigðiskerfisins er allavega ekki valkostur.

Ekki fyrir þá sem eiga líf sem þarf að verja.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Mikilvægt að tala ekki niður kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ögurstund er ekki kennd við Ögur í Ögursveit.

Því skrifar maður 'ögurstund'. Kveðja góð. smile

Jón Valur Jensson, 8.12.2014 kl. 23:18

2 identicon

Það er fátt auðveldara en að segja einhverjum öðrum að borga bara. Hvað ert þú tilbúinn til að borga mikið hærri skatta svo leysa megi öll þessi vandamál sem fjárskortur ríkisins skapar? Og ekki benda á hvernig ná má pening útúr einhverjum öðrum eða gera einhvern atvinnulausan.

Skjóttur (IP-tala skráð) 9.12.2014 kl. 02:28

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Það er rétt, að Ögurstund er ekki kennd við þá bræður frá Ögurvík, en þessi ritháttur minn er einu leifarnar af þýskunni sem ég lærði til stúdentsprófs.

Háþýskan á það til að skrifa stóra stafi hér og þar eftir einhverjum reglum sem ég er löngu búinn að gleyma.

En brýst tilviljanakennt inní bloggskrif mín án nokkurrar reglu.

Byrjaði ef ég man rétt, á orðinu Hrun, sem er nota bene ekki kennt við bæinn Hruna, heldur hrunið haustið 2008.

Svona er þetta Jón Valur, en það má virða það mér til vorkunnar að ég lenti í því á viðkvæmum tíma lærdóms míns að upplifa hringlið í stafsetningunni þegar Magnús Torfi var menntamálaráðherra.

Þess bar ég ekki bætur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 09:13

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Skjóttur.

Það er greinilega farið að styttast í afnám fjármagnshaftanna fyrst að fuglar eins og þú ert kominn á kreik hér í netheimum.

Hvað á maður að segja við svona skarpheit??

Á ég að benda þér á að dýrasta launakerfið er hið undirmannaða, enda reyna stjórnendur í einkageiranum að forðast slíkt ástand eins og heitan eldinn.

Á ég að benda þér á að fyrir lifandi kerfi eins og rekstur fyrirtækja eða rekstur þjóðfélaga, þá er sum útgjöld nauðsynleg til að kerfið geti fúnkerað.  Til dæmis þá rekur útgerð í dag ekki vélstjórann þegar þarf að spara í mannskap.  Eða Eimskip vanrækir ekki til langs tíma viðhald á gámalyfturum sínum.  Eða jafnvel vitlausir þingmenn í Sjálfstæðisflokknum leggja ekki til að mokstri á þjóðvegum sé hætt, þó frasar þínir séu þeim mjög á tungu tamir.

Á ég að benda þér á að nægir peningar eru til í þjóðfélagi sem heldur vöxtum sínum uppi með handafli Seðlabanka.

Nei Skjóttur, ég geri það ekki.

Ég vil aðeins benda þér á að fátt er aumara í jafn grafalvarlegu máli en þau vinnubrögð sem þú stundar hér að ofan.  Þá er dómgreindarskerðing öfundskýkinnar skömminni skárri, hún er þó skilgreindur löstur, og jafnvel virðingarverð ef menn hætta við að leita sér lækninga vegna hennar.  Slíkt léttir þó á kerfinu.

En menn ráða sinni æru.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 09:54

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég skil. En þú hefur væntanlega ekki skaðazt neitt, Ómar minn, af þínum kynnum af því ágæta máli þýzkunni. smile

Jón Valur Jensson, 9.12.2014 kl. 17:03

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, ég lokaði eyrunum eftir fyrstu 2 áfangana, og opnaði þá ekki aftur, gerði rétt það sem ég þurfti til að ná prófi, án þess að læra stafkrók meir.

En hringlið með stafsetninguna skaðaði mig, svona til langframa, ég hætti smán saman að taka mark á heilagleika reglna, sá að þær voru aðeins mannanna verk, sem þeir geta rifist endalaust um.

Til dæmis þá skrifa ég ekki Egyptaland  með einföldu i, þarf ekki að ræða það.  

Ég lenti nefnilega í því að fá vitlaust fyrir að skrifa Íslendingur með stórum staf.

Gleymi því ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2014 kl. 18:33

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

smile

Jón Valur Jensson, 10.12.2014 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 3863
  • Frá upphafi: 1329394

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 3389
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband