21.1.2019 | 09:18
Helsjúkur heimur.
Afneitar loftslagsbreytingum.
Afneitar misskiptingu.
Afneitar fátækt og örbirgð.
Vegna þess að þetta er mannanna verk, og á ábyrgð Örfárra.
Og þessir Örfáu, sem eiga allt, þeir eiga líka fjölmiðlanna, og ekki hvað síst áróðurstæki sem blekkja hrekklausa út í hið óendanlega.
Og hin fjármagnaða afneitun er aðeins liður í að tryggja óheft flæði auðæfa jarðarbúa í vasa þeirra og hirslur.
Og þetta endar aðeins á einn veg.
Að feigðarósi.
Kveðja að austan.
![]() |
Mæla með 1% auðlegðarskatti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2019 | 07:04
Hvað er rangt hjá Sigmundi??
Þegar þessi grein er lesinn.
Ég bara spyr.
En ég lýsti á sínum tíma yfir undrun minni á hverju Steingrímur baðst afsökunar, taldi að fyrst hann á annað borð gerði svo, þá væri annað nærtækara.
Læt reyndar skens um einkasamtöl og gleðskap eiga sig, en aðalatriðið er þetta:
"... og reyna svo að koma sama manni í fangelsi með pólitískum réttarhöldum, á því að afhenda erlendum hrægammasjóðum íslensku bankana á sama tíma og þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín, á því að hafa reynt að láta íslenskan almenning taka á sig skuldir fallinna einkabanka í andstöðu við lög, á því að nýta ekki þau tækifæri sem gáfust til að endurreisa íslenskt efnahagslíf en státa sig í staðinn af hrósi erlendra fjármálastofnana."
Það er beðið eftir þessari afsökunarbeiðni.
Og Steingrímur yrði meiri á eftir.
Kveðja að austan.
![]() |
Segir þingforseta svala hefndarþorsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2019 | 12:23
Ábyrgð fjölmiðla er mikil.
Þegar þeir birta slúður og róg samfélagsmiðla eins og um heilagan sannleik sé að ræða.
En sú ábyrgð er hjóm eitt miðað við að taka þátt í þöggun á ásökunum um alvarlegt misferli.
Og alvarlega getur misferlið ekki verið en ásakanir í þessum orðum; "þá mun ég leggja fram sönnunargögn um þöggun og valdníðslu þína, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, landlæknisins, ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytisins, og vinna sigur, ef ekki fyrir íslenskum rétti - hafir þú þar enn tögl og hagldir, þá sannarlega fyrir Mannréttindadómstól Evrópu".
Því ekkert af þessu kemur persónu Jóns Baldvins við.
Heldur þeim stofnunum og embættum sem eru nefnd, og þeirri sem er ónefnd; Kleppi og starfsfólki hans.
Hvernig getur afdankaður stjórnmálamaður, með skjól í sendiráðum þjóðarinnar, haft slíkt ægivald???????????????????????????????
Vissulega má orðum stjórna, og segja hvað sem er.
En þegar fjölmiðlar eins og Morgunblaðið og Ríkisútvarpið ljá þeim vængi, þá er ekki hægt að afgreiða þau sem óra, með því að birta þau eru þessir fjölmiðlar að taka undir grafalvarlegar ásakanir á fjölda fólks, sem fram til þess hafa fátt til saka unnið en að vinna sína vinnu.
Og menn gera ekki slíkt nema að hafa einhverjar sannanir sem mönnum ber síðan skylda til að birta.
Lágmarkið er síðan að gera hinum ásökuðu kleyft að verja sig.
Annað er slúður, rógur og níð af verstu sort.
Og þá er fyrst illa komið fyrir þessari þjóð.
Að láta slíkt líðast.
Kveðja að austan.
![]() |
Stefndu mér! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2019 | 00:19
Veggurinn eitt helsta kosningaloforð Trumps.!!!
Og maður spyr sig, hvernig getur einn fjölmiðill orðið svo meðvirkur heimsku umræðunnar, að sleppa því að geta þess að á öllum kosningafundum sínum, þá bætti Trump við því skilyrði að þessi veggur myndi ekki kosta bandaríska skattgreiðendur krónu.
Því Mexíkanar myndu borga kostnaðinn við hann.
Í gjörvallri sögu lýðskrumsins hefur ekki heimskulegri fullyrðing komið út úr munni manns sem notaði bull og vitleysu til að láta kjósa sig til valda.
Og það er látið eins og þetta hafi aldrei verið sagt.
Og það er engin afsökun að segja, að fyrst að bullið og vitleysan hafi komið viðkomandi í valdamesta embætti hins vestræna heims, embætti hjá ríki sem hefur verið kjölfesta lýðræðisins í um 200 ár, að þá eigi að þegja að virðingu við hið virðingarverða embætti.
Þó það þyrfti vissulega fífl til að trúa þessu, og það segir ekkert um hvort viðkomandi sem sagði það, sé fífl, þá breytir það því ekki, að þetta var sagt.
Og alveg eins og þegar Bush eldri sagði; "Read my lips, no new taxes", þá laug Trump.
Mexikanar munu ekki borga kostnaðinn við múrinn.
Og af hverju ættu bandarískir skattgreiðendur gera það??
Þetta er kjarni deilunnar.
Og ofboðslega þurfa ítök hins svarta fjármagns vera mikil, ef þessi kjarni umræðunnar gufar upp.
Kjarni sem er að stjórnmálamenn fjármagnsins eiga ekki að komast upp með beinar lygar.
Hvort sem það eru smámenni eins og Sigurður Ingi sem þurfti aðeins feitan tékka til að hóta þjóðinni veggjöld, eða óendanlegar lygar Bjarna Benediktssonar yngri síðastliðnar tvennar kosningar.
Eða Macron í Frakklandi eða Trump í Bandaríkjunum.
Sannleikurinn er ekki hóra sem valdasjúkir stjórnmálamenn riðlast á til að ljúga sig til valda.
Að sætta sig við slíkt er að sætta sig við endalok lýðræðisins, að sætta sig við fasisma lýðskrumsins.
Eins og við höfum ekkert lært af fjórða áratug síðustu aldar.
Og meðan fasismi stendur ekki í haus Morgunblaðsins, þá skrifa menn ekki svona fréttir.
Einfaldur sannleikur sem vafðist aldrei fyrir Sigurði frá Vigri.
Og ritstjóri Morgunblaðsins breytir ekki þessum sannindum, þó hann vitni ítrekað í Churchill, því Churchill fyrirleit forvera Trumps, og að það er eins og að snúa faðirvorinu uppá andskotann að nefna hann í málsgrein, þar sem innleggið er að mæra Trump.
Fasistar eru fasistar, og fasismi er fasismi, með sínum kostum og göllum.
En síðast þegar ég vissi var Mogginn ekki fasistablað.
En kannski hefur maður ekki fylgst með.
Kveðja að austan.
![]() |
Sáttarboði Trumps hafnað um leið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2019 | 22:16
Er ekki tími til kominn að staldra við??
Og spyrja einnar grundvallarspurningar, hvað er rétt í þessu máli??
Er það virkilega svo að áhrifamenn geti pantað nauðungarvistun á fólki gegn vilja þess??
Stjórnar ekki fagfólk Kleppi??, metur það ekki ástand viðkomandi á faglegum forsendum, og tekur ákvörðun eftir því??
Trúir fólk því virkilega að við sem þjóð búum við réttarfar Sovétsins þar sem ráðamenn þvinguðu fagfólk til að leggja inn og meðhöndla pólitíska andófsmenn, eins og andóf væri geðsjúkdómur.
Þetta eru nefnilega mjög alvarlegar ásakanir og koma persónu Jóns Baldvins sem slíkri ekkert við.
Heldur ef rétt er, þá er þetta brotalöm sem þarf að rannsaka.
Og fjölmiðill sem tekur sig alvarlega, hann gefur allavega hinum ásökuðu tækifæri til að útskýra sína hlið málsins. Annað er eiginlega að lepja upp slúður og níð.
Þingmaður sem tekur sig alvarlega, hann slúðrar ekki eins og enginn vafi sé um sekt viðkomandi heilbrigðisstarfsfólks, hann biður um opinbera rannsókn.
Því þó það sé fár í samfélaginu, þá getum við ekki sagt okkur úr lögum við reglur siðaðs samfélags.
Ásökun má ekki vera sekt, orð mega ekki vera sönnun.
Og munum að sú ófreskja sem nú gengur laus í samfélaginu er óseðjandi og hún eirir engum.
Stundum má læra af sögunni, það er óþarfi að láta ljótleika hennar ganga aftur og aftur eins og draug sem ekki er hægt að kveða niður.
Stöldrum við.
Það er allra hagur.
Kveðja að austan.
![]() |
Nauðungarvistun litlar skorður settar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2019 | 14:38
Fúll á móti.
Fékk fréttamann á Ruv í lið sér til að ráðast á og gera lítið úr ungri konu sem hafði það eitt sér til sakar unnið að vilja náunganum vel.
Ótrúlegt að horfa uppá þetta sjónarspil grimmdar og sjálfsupphafningu, eitthvað sem virðist vera orðið meginstef í umfjöllun þessarar ágætu stofnunar um menn og málefni.
Ennþá ótrúlegra að hvorki fúll á móti eða fréttamaðurinn skyldu ekki skynja þetta kraftaverk lífsins, sem er kjarkurinn að þora stíga fram og segja frá reynslu sinni, og hugmyndum, sem sannarlega hafa hjálpað, sem og að fólk í þessum þungu sporum skuli finna hjá sér kraftinn að mæta.
Og það margir að heil höll er fyllt, af von, trú og fólki.
Fúll á móti ætti kannski að leita sér sálfræðiaðstoðar, fá hjálp við að finna gleðina og víðsýni á ný.
Hæg eru jú heimatökin.
Vegna þess að þá hefði fúll á móti kannski ekki verið svona fúll, heldur jákvæður og séð þarna tækifæri til að ná til fjölda fólks með til dæmis kynningu á því sem fagfólk getur sannarlega gert.
Þetta er jú alvarlegasta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar í dag.
Hann hefði jafnvel getað smitast svo af kraftinum að hann hefði margefldur haldið á fund ráðamanna og bent þeim á að þjónusta sérfræðinga er mörgum fjárhagslega ofviða.
Samt er verið að glíma við dauðann og hann fer ekki manngreiningarálit.
Það er bara við sem samfélag sem gerum það.
Teljum að lífslíkur ungmenna eigi að fara eftir fjárhagsstöðu foreldra.
Og jú, jú, ég veit það, fjármagnið þarf líka sitt og þá er kannski ekki mikið til skiptanna í annað.
En allavega, það er þó ung stúlka sem vill gera eitthvað.
Og mikil er skömm þeirra sem leggja steina í götu hennar.
Kveðja að austan.
![]() |
Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2019 | 23:09
Brask elur af sér brask.
Og það er jafn dapurlegt að lesa þessa frétt þó ekki sé vitað að Mogginn sé kostaður í þessum fréttaflutningi.
Vissulega sýndi Þorsteinn Már hyggjuvit þegar hann komst yfir aflóga skuttogara af lengri gerðinni út á krít, og seigla hans skilaði nothæfu frystiskipi.
Það má samt ekki gleymast að það eitt og sér dugði ekki til, refjar hinnar pólitísku klóru, a la Framsóknarflokkurinn og Halldór heitinn Ásgrímsson, skilaði því sem uppá vatnaði. Það er aflareynslu þvert gegn leikreglum kerfisins.
Kallast spilling útí hinum stóra heimi, en á okkar harðbýla landi einfaldlega snilld.
Síðan var Þorsteinn frændi hans ágætur aflaskipstjóri, en í raun skipti það engu máli. Fráhvarf hans má ekki merkja í ársreikningum Samherja.
Það aðeins staðfesti að Þorsteinn Már var heilinn í uppgangi þeirra frænda.
Síðan eru liðin mörg ár og núna fáum við fréttir af kostuðum stöðum hjá Eimskip, að kvótagróðinn hafi fundið sér sinn farveg.
Jafnvel mun einn og einn bjáni telja að hæfni ráði för en ekki arðsemi sjávarauðlindar okkar.
Og þó bent sé á hið augljósa eins og með þetta tvo plúss tvo, þá eru flestir þessir meintir bjánar í Sjálfstæðisflokknum.
Sem segir reyndar ekkert um hlutfallslegan fjölda flokksbjána í öðrum flokkum.
En kostað mont er samt óþarfi.
Vekur jafnvel upp andúð.
Sem gæti skilað sér í ofurskattlagningu á landsbyggðina.
Því þrátt fyrir allt er sjávarútvegurinn lífæð hennar.
Og sægreifinn á ekki heima í öðru hverju húsi, alveg satt.
En margur loddarinn telur þjóðinni trú um annað.
Og hann er sannarlega kostaður.
Kveðja að austan.
![]() |
Fjölskyldur frændanna tengjast á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2018 | 20:24
Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.
Eitthvað svona hljómaði gömul auglýsing með Silla og Valda, sem voru kaupmenn sem áttu nokkrar búðir í bænum um og uppúr miðja síðustu öld.
Svona hljómur úr minni barnæskunnar.
Ég las bloggpistil eftir Jón Magnússon lögmann þar sem hann spurði hvað hefði Ólafur Thors gert og vísar þá í þekkta sögu af Ólafi. Frábær pistill, og ég ætla að leyfa mér að gerast ritþjófur og vísa í hann;
"Einhvernveginn virðist nú sem tímar fyrirgefningar og umburðarlyndis séu liðnir í íslensku samfélagi og hver og einn reynir að slá pólitískar keilur vegna vanhugsaðra óhæfuorða tveggja þingmanna á Klausturbar og krefjast þess að allir sem viðstaddir voru orðræðu þeirra segi af sér þingmennsku. Mér er sem ég sjái Ólaf Thors upplifa þessa orðræðu. Af framangreindri sögu mætti e.t.v. ráða að honum hefði brugðið við að sjá hvers konar fólk situr á Alþingi í dag og hvernig þjóðfélagið hefur þróast.".
Á þessum tíma þekktust menn ekki bara af ávöxtunum frá Silla og Valda.
Menn þekktust líka af gjörðum sínum.
Og stundum náðust gjörðir manna á ljósmynd.
Það er þekkt mynd frá fjórða áratug síðustu aldar þar sem fasismi múgæsingarnar hafði grafið um sig, og já hann var ekki femínískur en fasismi engu að síður, að einstaklingur lyfti ekki upp hendinni í eins og fjöldinn sem samsinnti foringja sínum. Myndin var hlerun þessa tíma og viðkomandi fékk kárínur fyrir, man samt ekki hvort það kostaði hann lífið.
En umburðarlyndi múgsins og fasismans var ekkert.
Samt held ég að flestir myndu segja í dag að viðkomandi hafi verið siðferðislega sterkari en fjöldinn sem sagði Heil. En það er í ljósi sögunnar, ekki víst hvað velunnarar múgæsingarinnar hefðu sagt ef þeir hefðu ekki þekkt endinn, aðeins augnablikið þar sem maðurinn neitaði að spila með.
Munum að þarna taldi fjöldinn sig hafa rétt fyrir sér.
Og það er ekki þannig að fjöldinn hafi alltaf rangt fyrri sér, þó hann í múgæsingarfasa sé.
Það er hægt að deila um réttmæti hlerunar, en sori kjörinna fulltrúa almennings á samt erindi út fyrir upptökutækið. Sumt er bara það eðlis að það er ekki hægt að þegja yfir því.
En það vekur aftur spurningu um sekt eða sakleysi, og þá er einnig gott að hafa í huga að af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.
Ég er nýbúinn að fletta gömlum Mogga á Tímarit.is frá því um 1975 til 1980, og satt að segja var margt ekki félegt í fréttum þeirra tíma. Líklegast sú ömurlegasta af mörgum ömurlegum, var frásögn manns sem lék sig dauðan og náði þannig að lifa af fjöldaaftöku Rauða Khemra í Kambódíu. Hann var fyrrum hermaður, og þegar það uppgötvaðist, þá var ekki bara hann fluttur út í skóg, heldur kona hans og börn. Þeim var sko ekki treystandi, sekt eins leiddi til meintar sektar annarra sem aðeins ofstækisfyllsti hugur sá tengsl í.
Í þessu dæmi sjá margir aðeins viðbjóðinn, en aðrir sjá miklu dýpri illsku, þá að allir sem tengjast hinum meinta seka, séu jafnsekir.
Svipað ofstæki og vænisýki sem er ennþá í fullu gildi í Norður Kóreu, þar ekki er bara fjölskylda meintra glæpamanna, sem til dæmis hafa efast um guðlega leiðsögn Kim Il sung, eða hvað sem viðbjóðurinn heitir, send í fangabúðir, refsingin nær líka til næstu kynslóðar, börn sem fæðast í fangabúðunum er líka jafn sek.
Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá, og það væri skömm að bera slíkt uppá þá múgæsingu sem hið hleraða fyllerísröfl á Klausturbarnum ól af sér.
Hún krefst reyndar samsektar þeirra sem hlýddu á, en allavega ennþá hafa fjölskyldur viðkomandi ekki lent í fordæmingu múgsins. Og þar með reynir ekki á útskúfun næstu kynslóðar.
Svo þessar hugleiðingar séu dregnar saman, þá gæti ofstæki dagsins í dag verið verra, en það voru líka tímar þar sem fordæming múgæsingarinnar var litin hornauga.
Og beiðni um fyrirgefningu ásamt loforði um betrun var einhvers metin.
Samt ekki í öllum samfélögum, fasisminn krafðist til dæmis algjörrar undirgefni, og hann fyrirgaf ekki.
Þá þekktust ávextirnir á þeim sem þorðu að andæfa. Sem voru ekki hluti af hinni heilalausu hjörð.
Og þegar fasisminn var gerður upp, þá var þetta sjálfstæði, að vilja ekki tilheyra hinum öskrandi múg, upphaf af sjálfsmynd brotinnar þjóðar.
Það voru ekki allir sem tóku þátt.
Það voru ekki allir samdauna.
Við sem þjóð upplifum fordæmingu hópsálarinnar.
Eitthvað var það sem hreyfði við okkur, og mikið mættum við vera firrt ef orðræðan á Klausturbarnum hefði ekki ofboðið og hneykslað okkur.
En það afsakar samt ekki múgæsinguna og þá fordæmingu sem fylgdi í kjölfarið.
Og hún var knúin áfram af annarlegum hagsmunum pólitískra andstæðinga sem og skinhelgi fólks sem kann ekki annan sið en að benda á aðra, og fordæma.
Það var ekkert fallegt við orðræðu Klausturbarsins, en hún var ekki opinber, og það var mjög misjafnt hvað lagt var til hennar.
En ef allt er sett undir sama hatt, þá vitum við aldrei hvenær við endum útí skógi, ef fordæmingin fær að bíta í litla fingur, þá er öruggt að hún reynir í kjölfarið að éta allt og alla. Spyrjið bara söguna, spyrjið bara fallöxina sem að lokum fékk þá sem í upphafi töldu sig svo skinheilaga að þeir gátu sent aðra í hana.
Það er nefnilega aðeins eitt ráð við fasisma.
Sem er að kæfa hann strax í upphafi.
Því hann er eins og svarti dauði, ef hann fær að festa rætur, þá fær hann ekkert stöðvað.
Að ávöxtunum skulið þið þekkjast.
Sem er vísan í að gjörðir okkar en ekki orð, lýsa okkar innri manni.
Sóðaorðræða beiskra fullra manna, var bara sóðaorðræða beiskra fullra manna.
Kannski vísbending, en segir í raun ekkert um manninn.
Hinsvegar eru það athafnir, hvort sem þær eru í kjölfar orða eða annað, sem segja allt.
Svo ég vitni aftur í söguna, þá boðaði nasisminn heift og hatur, og heift og hatur fylgdi í kjölfarið.
Kommúnisminn boðaði frelsi, jafnrétti og bræðralag, samt skaut hann konur og börn fyrir þær einu sakir að eiginmaðurinn, faðirinn hafði verið hermaður lögmætra stjórnvalda. Að ekki sé minnst á öll hin voðaverkin.
Við sem þjóð fengum prófraun.
Og við féllum ekki einu sinni með fjóra komma fimm.
Sem þjóð höfum við misst okkur.
Og sem þjóð eigum við að skammast okkar.
Það er sama hvað við reynum að réttlæta hegðun okkar.
Hún einfaldlega afhjúpaði okkur.
Því af ávöxtunum skulið þér þekkjast.
Kveðja að austan.
![]() |
Klaustursmálið: Atburðarásin frá upphafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2018 | 16:51
Að baki sóknarfjárlaga er ofbeldi og lygar.
Lygarnar snúa að loforðum sem sannarlega voru sett fram fyrir síðustu kosningar, og þar síðustu kosningar, eða þar, þar síðustu kosningar. Eða hvað er langt síðan Bjarni sendi út sitt fræga bréf um leiðréttingu á skerðingu á kjörum aldraða, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir taldi sér skylt að gera samkvæmt samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn??
Og hvað sagði Katrín um svona fjárlög þegar hún var í stjórnarandstöðu???
Sóknarfjárlög???
Var hún alltaf að hrósa Bjarna??
Nei, en ef hún segir satt í dag, þá hefur hún logið assskoti miklu þegar þar síðustu fjárlög voru samþykkt, og reyndar öll fjárlög frá því að snati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagði fram sín síðustu fjárlög í desember 2012.
Og ef einhver reynir að afsaka lygarnar, þá má benda á að það eina sem hægt er að deila um, er hvort hagnaður bankastofnana frá Hruni hafi verið 750 milljarðar, eða 800 milljarðar. Deilan snýst um hvað á að skilgreina sem bankastofnun, eða eitthvað annað.
Fjármagnið er sannarlega til, en það hefur ekki farið í innviði þjóðarinnar eða til að tryggja mannsæmandi kjör bótaþega. Þau mannsæmandi að eiga þak yfir höfuð og mat á diskinn.
Ofbeldið er síðan sú fátækragildra sem fötluðum, öryrkjum og öðrum bótaþegum er haldið í.
Að eiga ekki mat í þjóðfélagi alsnægtanna þegar líða tekur á mánuðinn, eða þurfa að neita börnum sínum um næstum allt sem félagar þeirra fá, er ofbeldi.
Við erum jú þriðja ríkasta þjóð í heimi.
En illviljinn, að halda fólki í spennutreyju allsleysis með krónu á móti krónu skerðingunni, er ekki þessa heims. Eða réttara sagt þess heims sem liðinn er, þar sem stjórnmálamenn, óháð flokkum, gerðu sitt besta til að efla þjóðarhag, og á sinn hátt að dreifa gæðum landsins á sanngjarnan hátt.
Þá var ekki meira til skiptanna, en það var unnið að því hörðum höndum að auka auðlegð þjóðarinnar. Að byggja upp, að bæta úr, að efla innviði, og dreifa gæðum líka til þeirra sem höllum fæti stóðu.
Og það eru allir flokkar á þingi samdauna, miðað við málflutninginn, þó vissulega hafi menntaði hagfræðingur Flokks fólksins ógnað innihaldsleysi upphrópana þar sem engin rök fylgdu, og öllum var ljóst að það eina sem myndi breyttast með nýjum valdhöfum væri nafnið á skiltinu sem hengt er fyrir utan skrifstofu ráðherra, svo fólki muni nafn hans þegar það knýr dyra.
En hann var víst tekinn af lífi í vikunni.
Og gleymum því ekki að það eina sem gerist ef mennskan skoraði illmennskuna á hólm, yrði að auk þess að gleðivísitala þjóðarinnar ykist marktækt, er að fjármunir myndu flæða um hagkerfið, og skila sér margfalt til baka.
Samanber ef þú sáir meiru, þá uppskerðu meira.
En þegjandi þögnin minnist ekki orði á þennan svarta blett íslenska ofgnægtaþjóðfélagsins.
Og góða fólkið út í þjóðfélaginu skynjar ekki ofbeldi á fötluðu fólki, nema ef drukknir menn hermi eftir sel.
Þá hneykslast það, ekki að það gefi ekki dauðann og djöfulinn í sína minni bræður, en hneykslan sem getur aukið völd, sem getur komið höggi á pólitíska andstæðinga, það er hneykslan sem drífur orðræðu þess áfram.
Það er ekki einu sinni skinheilagt, eða hræsnisfullt, aðeins valdagráðugt.
Það er dansað í Hruna, það er dansað í Valhöll.
Ábyrg fjárlög voru afgreidd.
Og á sinn hátt er það rétt að í þeim er margt gott.
Þjóðin fær ennþá brauðmola.
Elítan telur sig örugga.
Hún stjórnar umræðunni með því að fóðra múgæsinguna.
Brauð og leikar þar sem hið tilbúna hneyksli er skylmingarþræll nútímans.
Hún hefur rétt fyrir sér í dag.
Og það er ekkert sem bendir til þess að það breytist á morgun.
En það mun breytast einn daginn.
Það eru nefnilega fleiri sem hristu hausinn en gjömmuðu á netinu.
Fólk er nefnilega ekki fífl.
Kveðja að austan.
![]() |
Ábyrg sóknarfjárlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2018 | 13:39
Liðkað fyrir spákaupmennsku.
Fyllerísröfl tveggja þingmanna á bar í Reykjavík heltekur íslenska þjóðmálaumræðu og hefur þegar haft víðtækar afleiðingar.
Kjarabarátta láglaunafólks er horfin úr umræðunni, réttmætar kröfur öryrkja og aldraða um afnám frjálshyggjunnar kennda við krónu á móti krónu skerðingu hvarf eins og döggin á hlýjum sólardegi, trúverðugleiki þjóðarinnar í jafnréttismálum hefur beðið hnekki á þingi alþjóðasambands verkalýðsfélaga, reyndar að sögn formanns ASÍ sem fagnar því örugglega að hafa ekki þurft að svara spurningum um hvernig hún sem meint rótæk manneskja getur stutt þrælakerfi í þágu fjármagns sem íslenska verðtryggingin er og ....
Eini maðurinn í stjórnarandstöðunni sem hefur menntun og þekkingu til að berjast við auðstjórnina, hrakinn úr fjármálanefnd.
Og svo dúkka upp svona frumvarp eins og sagt er frá í þessari frétt.
Hið tilbúna fall krónunnar (langt um fram efnahagslegar forsendur) hefur ekki barið róttæka hluta verkalýðshreyfingarinnar nógu mikið til hlýðni, svo nú á að veikja hana ennþá meir með því að hleypa restinni af aflandskrónum út úr landi, með tilheyrandi veikingu krónunnar.
Öfugmælin eru síðan að það séu efnahagslegar forsendur fyrir því núna, einmitt þegar krónan er í frjálsu falli og enginn veit hvernig fer með Wow air. En þegar klámtal stjórnar umræðu heillar þjóðar, þá er hægt að segja hvað sem er.
Það þarf aðeins að fóðra bullukollana.
En þetta er samt ekki hið grafalvarlega í þessu frumvarpi.
Í fréttinni segir; "Telja stjórnvöld þetta fyrirkomulag meðal annars hafa gert annars áhugasömum fjárfestum erfitt fyrir að fjárfesta hér á landi, þar sem einhverjum fjárfestum er óheimilt að fjárfesta ef ekki er hægt að losa fjárfestinguna hvenær sem er.".
Með öðrum orðum það er verið að opna fyrir spákaupmennsku með íslensku krónuna.
Í sama frumvarpi og það er verið að vinna úr díki þeirrar síðustu.
2007 gjörið svo vel.
Já, það er ekki flókið að spila með eina þjóð.
Kveðja að austan.
![]() |
Frekari liðkun á fjármagnshöftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 267
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 4595
- Frá upphafi: 1490374
Annað
- Innlit í dag: 201
- Innlit sl. viku: 3940
- Gestir í dag: 193
- IP-tölur í dag: 184
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar