Liðkað fyrir spákaupmennsku.

 

Fyllerísröfl tveggja þingmanna á bar í Reykjavík heltekur íslenska þjóðmálaumræðu og hefur þegar haft víðtækar afleiðingar.

Kjarabarátta láglaunafólks er horfin úr umræðunni, réttmætar kröfur öryrkja og aldraða um afnám frjálshyggjunnar kennda við krónu á móti krónu skerðingu hvarf eins og döggin á hlýjum sólardegi, trúverðugleiki þjóðarinnar í jafnréttismálum hefur beðið hnekki á þingi alþjóðasambands verkalýðsfélaga, reyndar að sögn formanns ASÍ sem fagnar því örugglega að hafa ekki þurft að svara spurningum um hvernig hún sem meint rótæk manneskja getur stutt þrælakerfi í þágu fjármagns sem íslenska verðtryggingin er  og ....

Eini maðurinn í stjórnarandstöðunni sem hefur menntun og þekkingu til að berjast við auðstjórnina, hrakinn úr fjármálanefnd.

 

Og svo dúkka upp svona frumvarp eins og sagt er frá í þessari frétt.

Hið tilbúna fall krónunnar (langt um fram efnahagslegar forsendur) hefur ekki barið róttæka hluta verkalýðshreyfingarinnar nógu mikið til hlýðni, svo nú á að veikja hana ennþá meir með því að hleypa restinni af aflandskrónum út úr landi, með tilheyrandi veikingu krónunnar.

Öfugmælin eru síðan að það séu efnahagslegar forsendur fyrir því núna, einmitt þegar krónan er í frjálsu falli og enginn veit hvernig fer með Wow air.  En þegar klámtal stjórnar umræðu heillar þjóðar, þá er hægt að segja hvað sem er.

Það þarf aðeins að fóðra bullukollana.

 

En þetta er samt ekki hið grafalvarlega í þessu frumvarpi.

Í fréttinni segir; "Telja stjórn­völd þetta fyr­ir­komu­lag meðal ann­ars hafa gert ann­ars áhuga­söm­um fjár­fest­um erfitt fyr­ir að fjár­festa hér á landi, þar sem ein­hverj­um fjár­fest­um er óheim­ilt að fjár­festa ef ekki er hægt að losa fjár­fest­ing­una hvenær sem er.".

Með öðrum orðum það er verið að opna fyrir spákaupmennsku með íslensku krónuna.

Í sama frumvarpi og það er verið að vinna úr díki þeirrar síðustu.

2007 gjörið svo vel.

 

Já, það er ekki flókið að spila með eina þjóð.

Kveðja að austan.


mbl.is Frekari liðkun á fjármagnshöftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er öllum lokið.

Guð blessi land og þjóð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.12.2018 kl. 13:58

2 identicon

Takk fyrir alla þína góðu pistla.

Við lifum tíma þar sem helferðin ríkir.

Illskan, rætnin, græðgin, forheimskunin ríkir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.12.2018 kl. 14:01

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú Símon Pétur, ég hélt að það væru bara kominn vikulok hjá mér, enda búinn að þrauka í heila viku, og því þyrfti ég að fara að hugsa lokaorð í bili.

Það er engu lokið fyrr en tjaldið er dregið fyrir.

Og það er langt í það kæri Símon minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2018 kl. 14:05

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ómar

Vorið 2016 var SDG bolað frá völdum. Nokkrum vikum síðar voru erlendir fjármagnseigendur leystir úr landi með gjöfum.

Nú hefur SDG aftur verið "tekinn úr sambandi" á þingi, vonandi þó til skamms tíma. Og sem hendi er veifað er erlendum fjármagnseigendum færðar gjafir, heldur stærri nú en áður.

Það er stundum talað um tilviljanir, en vart er hægt að gera slíkt í þessu sambandi. Í bæði skipti er sami stjórnmálamaður tekinn úr sambandi, í bæði skipti er það gert með óhefðbundnum og óvönduðum meðulum og í bæði skipti eru það sömu aðilar sem hagnast. Það er ekki tilviljun, heldur stýrð atburðarás!

Þar á ofan hefur SDG unnið leynt og ljóst gegn þessum erlendu fjármagnseigendum, allt frá hruni bankakerfisins.

Hvernig væri staðan í íslensku þjóðfélagi í dag, ef SDG hefði ekki hafið hér pólitískan feril sinn? Við sætum uppi með ICESAVE, hefðum ekki fengið eina krónu út úr uppgjöri föllnu bankanna, værum sjálfsagt komin undir hæl ESB og hugsanlega orðin hjálenda einhvers annars ríkis. Í stuttu máli væri hér örbyrgð.

Kjör aldraðra og öryrkja, sem í dag eru til skammar, væru einfaldlega ekki til staðar!

Gunnar Heiðarsson, 7.12.2018 kl. 21:39

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Mig minnir að ég hafi kallað gjafirnar, gjöfina einu, en því miður var búið að knésetja Sigmund áður, hann var látinn halda blaðamannafund, kynna málið á þann hátt að enginn gat sett sig uppá móti, og svo tók Bjarni málið yfir, og mismunurinn var þessi gjöf.

Þá hefði Sigmundur átt að slíta, sem og að múlbinda Vigdísi.

En þá væri líklegast búið að skjóta hann.

En að öllu gríni slepptu Gunnar, þá eru tilviljanir þessara mála ekki einleiknar.

Þess vegna leyfi ég mér að segja í seinni pistlum mínum að ég sé farinn að efast, og svo ég fari í einu yfir í annað, fullir eða ekki fullir, þeir hefðu aldrei getað ruglast á Marvin og túrhesti.

No way.

En svo ég svissi aftur yfir í alvöruna, mikið vildi ég að Sigmundur væri ekki alltaf að hjálpa andskotum sínum.

Þá væri margt öðruvísi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2018 kl. 00:09

6 identicon

Ég er ánægður með að sjá að einhverjir kunna að meta það sem SDG hefur gert fyrir þessa þjóð.

Það er athyglisvert hvað mörgum er í mun að losna við hann. Loksins þegar einhver mætir sem vinnur fyrir þjóðina þá 

verður að krossfesta hann.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2019 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband