Velkomin í hópinn Ólína.

 

Ég man eftir þér fyrst þegar ég var að móta mínar skoðanir á unglingsárunum, þú varst þá eldrauður kvenskörungur sem trúði á betri heim, og taldir hann þess virði að berjast fyrir.

Svo leið tíminn, ég þroskaðist, og sannfærðist um að mennskan og mannúðin, trúin á jöfnuð og réttlæti, sanngirni og rétt allra til mannsæmandi lífs, væri leiðin, ekki útópíur eins og kommúnisminn, sem tók kerfi fram yfir fólk, og nýtti sömu fjötrana og helsið og yfirstéttir aldanna sem höfðu kúgað og níðst á fólki frá árdaga siðmenningarinnar.

Þá var tónn hins herskáa jafnaðarmanns sem ferskur blær innan um allan róttæklingavaðal sófakommúnismans.

 

Kommúnisminn dó, en ný Útópía reis á legg.

Kennd við Evrópu og Evrópusamvinnu.

 

Hugsuð til að koma í veg fyrir ófrið og lagði vissulega áherslu á félagslegt réttlæti, mannréttindi, velferð og margt annað sem átti að gera heiminn betri en hann hafði verið.

En tók kerfið fram yfir fólk, reglur og regluverk fram yfir fjölbreytileika mannlífs og þjóða.

Og hljótt fór að regluverkið var byggt á hugmyndafræði þeirra Friedmans og Hayek.

Frjálshyggja í sinni tærustu mynd, hið frjálsa flæði auðs og fjármagns.

 

Þú féllst fyrir þessari Útópíu Ólína, og þú studdir hana í ICEsave deilunni.

Taldir þig hafa sama rétt og hinir fornu konungar Germanna, að þú gætir selt hluta þjóðar þinnar í skuldaþrældóm til að gera upp við keisara Rómar.

Gleymdur var hugsjónaeldurinn, gleymdur var eldmóðurinn, gleymd var gagnrýnin á auðvald allra tíma.

Völdin, Útópían, ekkert annað komst að.

 

Kannski þurfti rýtingsstungu í bakið til að þú vaknaðir af þessum myrka svefni.

Að þú sæir aftur ljósið, að þú skyldir að það skiptir ekki máli hver það er sem níðist á venjulegu fólki, og í nafni hvers það er gert, að það er alltaf rangt að níðast á fólki.

Alltaf rangt að arðræðna, gera það að féþúfu auðs og fjármagns.

 

Hvað sem það var, þá skiptir það ekki máli.

Aðalatriðið er að þú ert kominn í hópinn.

Hætt að þjóna auðnum, hætt að þjóna frjálshyggjunni.

Blekkir ekki lengur sjálfa þig, hvað þá að þú reynir að blekkja aðra.

 

Þú ert í góðum hópi.

Við erum hópurinn sem tökum líf fram Útópíur.

Fólk fram yfir fjármagn.

Og við biðjum þess eins að fá að lifa í friði fyrir ásælni þess, í samfélagi þar sem fólkið sjálft ræður hlutskipti sínu og örlögum.

 

Vinnumenn fjármagnsins kalla okkur lýðskrumara, vitleysinga og eitthvað þaðan af verra.

Við vöndumst þessum ónefnum í ICEsave deilunni, og þau bíta ekki í dag.

Hafa í raun aldrei bitið, aðeins hert þann ásetning að standast atlögur þeirra.

Þú munt léttilega venjast þessu, og þarft ekki að réttlæta þig með einhverjum afsökunarorðum.

Skattyrði þeirra er aðeins hrós fyrir okkur sem eigum ekki annan húsbónda en lífið sjálft.

 

Við verjum samfélag okkar.

Við verjum auðlindir þess og sjálfstæði.

Rífumst svo um allt hitt, en sem fólk, ekki þrælar.

 

Það er ekki Útópía.

Það er bara eins og lífið á að vera.

Frjálst, fjölbreytt, margslungið.

Ekkert meira, ekkert minna.

 

Eins ólík og við erum, þá erum við eitt.

Fólkið sem segir Nei við auðinn.

 

Þetta er góður hópur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Hafnar ásökunum um popúlisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lygi er sagna best.

 

Þórdís Kolbrún iðnaðar og nýsköpunarráðherra segir;

" „Það er ein­fald­lega þannig að ég ­myndi aldrei leggja til að Íslend­ingar inn­leiddu ein­hvern ­pakka frá ESB ­sem er hluti af EES-­samn­ingnum ef að ég teldi minnstu trú á því að við værum að missa að ein­hverju leyti yfir­ráð yfir okkar auð­lind­um,“".

 

Friðrik Árni Friðriksson, landsréttarlögmaður segir;

"Hvað laga­lega óvissu varðar vegna leiðar rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir Friðrik aðspurður til að mynda ekki úti­lokað að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) teldi ástæðu til þess að höfða samn­inga­brota­mál fyr­ir EFTA-dóm­stóln­um á þeim for­send­um að Íslandi beri að inn­leiða þriðja orkupakk­ann að fullu í lands­lög. Það yrði þá gert á þeim grund­velli að Alþingi hefði aflétt stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara vegna þriðja orkupakk­ans eins og hann hefði verið tek­inn upp í EES-samn­ing­inn sam­kvæmt ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar. Mögu­legt væri að málið þróaðist með þeim hætti.

Eins væri mögu­legt að ein­stak­ling­ar eða lögaðilar höfðuðu skaðabóta­mál gegn ís­lenska rík­inu ef þeir teldu að ís­lensk lands­lög tryggðu þeim ekki þann rétt sem þeir ættu að njóta sam­kvæmt EES-samn­ingn­um.".

 

Þórdís er stjórnmálamaður sem á hagsmuna að gæta, Friðrik er lögmaður sem á engra hagsmuna að gæta, heldur sig aðeins við staðreyndir.

Þær staðreyndir að það er ekkert sem getur eftir samþykkt þessa tilskipun ESB kennda við orkupakka 3 komið í veg fyrir að annars vegar ESA krefjist þess að Ísland innleiði hana að fullu, og þeir einstaklingar og lögaðilar sem eiga hagsmuna að gæta, geti kært íslensk stjórnvöld ef þau draga lappirnar í því máli.

Því eins og Friðrik segir eru íslensk stjórnvöld búin "að aflétta stjórn­skipu­lega fyr­ir­var­an­um og staðfesta þessa ákvörðun".

Því í raunheimi samþykkja menn ekki eitthvað, og neita síðan að fara eftir því.

 

Þetta vita allir en samt kjósa ráðamenn að ljúga til um kvað það þýðir að samþykkja þessa tilskipun.

Þeir vita að fyrirvarar sem ganga gegn viðkomandi tilskipun, halda ekki, nema um þá sé samið í upphafi.

Sem var ekki gert og þess vegna er staðan eins og hún er, annaðhvort er pakkinn samþykktur með sínum kostum og göllum, eða honum er hafnað.

Hann er ekki Nóa Síríus konfektkassi þar sem hægt er að skilja alla marziban molana eftir.

 

Samt lætur Þórdís Kolbrún eins og að efni tilskipunarinnar eigi ekki við um Ísland.

Og þess vegna samþykki hún hana.

 

Hvað veldur??

Ekki einfeldni, þetta er vel gefin ung kona.

 

Eina hugsanlega skýring þessa er að hún sé í hjarta sínu sammála innihaldi tilskipunarinnar og telji hana til góða.

Annars hefði hún aldrei sagt það sem hún sagði á ársfundi Landsvirkjunar, svo ég vitni í Viðskiptablaðið sem dró orð hennar saman;  "Iðnaðarráðherra áréttar að orkan tilheyri eignarrétti á landi og sé ekki þjóðareign líkt og fiskurinn í sjónum. Milljarðaverðmæti liggi í sölu umframorku um sæstreng, og orkupakkarnir hafi verið markaðspakkar.".

Það hafði bara gleymst að láta hana vita að svona segði maður ekki fyrr en eftir samþykkt Alþingis, í þessu tilviki væri sannleikurinn ekki sagna bestur.

 

Í því felst vanvirðing ríkisstjórnarinnar.

Í því felst niðurlæging Alþingis.

Að það má ekki segja satt.

 

Að lygi sé sagna best.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Felur í sér lagalega óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfurinn kastaði af sér sauðarfeldinum á Alþingi í gær.

 

Og í ljós kom að þó gæran sé mismunandi að útliti, sumstaðar merkt Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum, VinstriGrænum eða Samfylkingunni. Viðreisn eða Framsóknarflokknum, að þá lítur úlfurinn alltaf út eins og úlfur, hann er ljótur, og hann étur sauði.

Hann vinnur fyrir fjármagn og auðmenn, hann telur fyrirmæli Brussel vera ígildi guðslaga og honum er nákvæmlega sama um almenning og hagsmuni hans.

Hin mismunandi gervi úlfsins eru aðeins hugsuð til að halda utan um atkvæði almennings, að sjá til þess að hann láti að stjórn eins og friðsöm sauðarhjörð á að gera.

 

Í mínum huga var þetta nokkuð ljóst eftir sögufræg svik VinstrGrænna í ICEsave deilunni og endanlega þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sat í skjóli hins meinta andófsflokks, Borgarahreyfinguna.

En flokkshollt fólk sem var svo heppið að hin óvænta atburðarrás haustið 2008 sem kom Sjálfstæðisflokknum og Framsókn í stjórnarandstöðu, trúði því að þeirra fólk hefði ekki svikið, það voru hinir.

Neitaði að horfast í augun á því að ef þeirra fólk hefði verið í ríkisstjórn, þá hefði það gert nákvæmlega sömu hlutina, það er staðið við samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá haustinu 2008.

Samkomulag sem gekk út frá að vernda hagsmuni erlendra fjármagnseiganda, koma óbærilegum skuldabyrðum á íslenskan almenning, og hið gamla kerfi yrði að fullu endurreist eftir Hrun.  Með endurbótum þó.

Það er bara þannig að hefðbundnir flokkar vinna innan kerfis, og þeir fara aldrei gegn hagsmunum auðs og fjármagns.

 

Við sjáum þetta í dag.

Það er samstaða á þingi að hundsa þjóðarvilja, og innleiða reglugerð Evrópusambandsins sem óhjákvæmilega mun leiða til hækkunar raforkuverðs til almennings og fyrirtækja hans, og til einkavæðingar orkufyrirtækja.

Og þingmenn eru svo ómerkilegir að þeir kannast ekki við þetta, og ljúga út í eitt.

Þeir þurfa atkvæða almennings, en þeir telja sig ekki þurfa að gæta hagsmuna hans.

Þeir telja sig hafa rétt á að eyðileggja eitt af því fáu sem virkilega hefur tekist vel til í samfélagi okkar, sem er að fólk getur hitað húsin sín óháð fjárhag eða búsetu.

Þeir eru algjör andstaða við frumkvöðla eins og Jón Þorláksson sem nýtti krafta sína og verksvit til að leiða hita og rafmagn í hús hjá jafnt háum sem lágum. Á sem hagkvæmasta hátt svo allir réðu við að nýta sér þessi gæði.

 

Í dag á að ljúka þeirri vegferð með samþykkt markaðspakka Evrópusambandsins í orkumálum.

Með einu pennastriki á að jarða þá hugmyndafræði mannúðar og mennsku sem áar okkar lögðu drög að fyrir um 100 árum síðan.

Með einu pennastriki á að breyta orkunni úr auðlind í markaðsvöru, úr sameign í einkaeigu.

Og þingmenn sjá ekkert athugavert við það.

 

Þeirra er valdið, þeir mega.

Reikningsskil gjörða sinna þurfa þeir aðeins að standa þeim sem þeir þjóna.

 

Og það er ekki þjóðin.

Það er ekki almenningur.

 

Það er kerfið, það er elítan.

Fólkið sem er ríkið í ríkinu.

 

Þetta eru úlfar sem líta á okkur hin sem sauði.

Og hafa haft rétt fyrir sér fram að þessu.

En ekki lengur, ekki lengur.

 

Það er kominn tími á úlfaveiðar.

Kveðja að austan.

 

 


Ísland er réttarríki.

 

Og í réttarríki brýtur löggjafar og framkvæmdarvaldið ekki viljandi stjórnarskrá landsins.

Án þess að einstaklingarnir sem ábyrgðina bera séu sóttir til saka.

 

Samþykkt Orkupakka 3 er skýrt brot á stjórnarskránni sem heimilar ekki slíkt valdaafsal til yfirþjóðlegrar stofnunar.

Þau rök að orkupakkinn sé samþykktur með þeim fyrirvara að hann gildi ekki fyrr en Ísland tengist hinum sameiginlega evrópska orkumarkaði, og slík tenging séð háð samþykkt Alþingi, halda ekki.

 

Innlent stjórnvald getur ekki neitað einkaaðilum um að leggja slíka tengingu, slíkt er skýlaust brot á þeim reglum sem er verið að samþykkja.

Allir fyrirvarar um annað halda ekki enda getur hver maður með lágmarksskynsemi sagt sér að lítið hald er í sameiginlegri reglugerð, ef hvert og eitt aðildarríki efnahagssvæðisins geti sett fyrirvara við einstök ákvæðið, og látið síðan geðþótta ráða eftir hverju er farið.

Málið snýst því ekki um neitunarvald forseta, málið snýst um lög og reglu, að löggjafarvaldið á hverjum tíma sé ekki hafið yfir stjórnarskrá landsins.

 

Samþykkt Alþingis á Orkupakka 3 hlýtur því að vera kærð, og dómsstólar látnir skera úr um lögmæti hennar.

Þannig virkar réttarríkið.

Undirskriftasöfnun er hins vegar pólitík, og kemur meintu lögmæti málsins ekkert við.

 

Og þessu tvennu á ekki að rugla saman.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Beiti synjunarvaldi gegn orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðji orkupakkinn snýst um neytendavernd.

 

Segir vinnumaðurinn sem vill festa það í lög að alþjóðlegt vald hafi úrslitavald um skipan nýtingar okkar á orkuauðlindum þjóðarinnar.

Sem er skýrt stjórnarskráarbrot og þar með augljóst að það er ekki ásökun að vinnumaðurinn ætli að ganga á bak drengskaparheita sinna sem hann sór þegar hann tók sæti á Alþingi, það er staðreynd.

 

Og þeir sem það gera enda sem fangelsismatur.

Það er að segja í löndum þar sem lög og réttur er ekki undir á hælnum á einræðisöflum.

 

En eiga beinar lygar alþingismann ekki líka að varða við lög?'

Hvernig fær þingmaðurinn það út að þriðji orkupakkinn snúist um neytendavernd??

Vill hann sem sagt meina að þetta sé einhver viðauki við þegar samþykkt lög þar um.

Það er lög um neytendavernd og rétt neytenda???

Og orkuyfirvaldið sé bara svona viðbót við neytendastofu eða neytendasamtökin.

 

Hvaða rök færir hann fyrir sínu máli??

Og hverjar eru þá rangfærslurnar??, aðrar en þær að fjalla um innihald þess lagatexta sem kenndur er við orkupakka 3?

 

Auðvita eru rökin engin, og ekki bent á neinar rangfærslur.

Aðeins logið og bullað.

 

Orkupakkinn snýst ekki um neina neytendavernd.

Hann snýst um að markaðsvæða orkuauðlindir þjóðarinnar og í kjölfarið mun orka til almennings og fyrirtækja stórhækka, því þjóðin býr við lægsta raforkuverð í Vestur Evrópu, og því eftir miklu að slægjast fyrir fjármagnseigendur að eigna sér orkufyrirtækin og koma orkunni á sameiginlegan evrópskan raforkumarkað, þar sem sá sem hæst býður, fær orkuna í það og það skiptið.

Og slíkt er ekki neytendavernd, enda vandséð það fífl sem lýgur að örugg hækkun á orku til neytenda, sé neytendavernd.

 

En greinilega samt treyst á að einhver sé nógu heimskur til að trúa þessum lygum og bulli.

Enda ekki að ástæðulausu, Viðskiptaráð skipar ekki þingmenn, þingmenn Viðreisnar voru jú kosnir, mikið til af fólkinu sem þóttist vera á móti auðræði og auðráni.

 

Hins vegar á enginn vitiborinn fjölmiðill að vitna í svona rugl.

Fyrirsögnin á að vera; "þingmaður Viðreisnar lýgur í umræðunni um orkupakkann".

Allt annað er meðsekt.

 

Um lygar, og um landsölu.

Um svikráð, og landráð.

 

Engin önnur orð ná yfir þennan gjörning.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Algjörlega óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpan spyr hvort það sé krafa í Evrópu.

 

Að dómarar séu skipaðir eftir lögum og reglum aðildarríkja Evrópuráðsins.

Eða hvort þessi þarna einræðisherra í Hvíta Rússlandi hafi rétt fyrir sér.

Að vilji valdhafa sé æðri lögum.

Og Skari Skrípó er ráðgjafi stelpunnar, eða hvað??

 

Er ekki tími til kominn að leggja flokksgleraugunum og spyrja hvað að baki býr??

Af hverju þurfti að henda fjórum dómurum út og skipa þægt fólk í staðinn??

Og þá ekki bara flokkshollt, heldur auðhollt.

Fólk sem myndi freka deyja en að dæma eftir lögum og reglum í þágu þjóðar, og gegn auði.

 

Orkuauðlindir þjóðarinnar eru undir.

Samhengið er skýrt.

 

Orkupakki 3 er beint brot á stjórnarskrá lýðveldisins, sem bannar framsal á valdi til erlends yfirvalds.

Enda vandséð afhverju þjóðin losaði sig við leifarnar af yfirráðu Dana til að hafa opinn þann möguleika að keyptir stjórnmálamenn gætu selt hagsmuni þjóðarinnar fyrir silfur og upphefð.

 

En skýr lög, skýr stjórnarskrá, þarfnast dómsstóla sem eru sjálfstæðir, óháðir framkvæmdavaldinu, óháðir auði og hagsmunum hinna Örfáu.

Því lögin dæma sig ekki sjálf.

 

Þetta veit einræðisherrann í Hvíta Rússlandi.

Hann breytti ekki stjórnarskránni, hann hreinsaði út í dómstólum, sá til þess að þeir sæju til þess að hans vilji, væri vilji laganna.

Og þetta vita þeir sem ganga hagsmuni auðsins, og vilja markaðsvæða orkuauðlindir þjóðarinnar.

 

Þess vegna voru skýr lög brotin þegar skipað var í Landsrétt.

Þess vegna verja vinnumenn fjármagns og hrægamma þann gjörning.

Þess vegna er stelpan látin áfrýja svo öruggt er að Landsréttur láti að stjórn á meðan ólögin ganga yfir þjóðina.

 

Því þó hún viti kannski ekki sínu viti, þá veit auðurinn sínu viti.

Og hrægammarnir vita sínu viti.

 

Spurningin er frekar um okkur hin.

Höfum við eitthvað lært??

 

Til dæmis að nota vitið??

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Óska endurskoðunar yfirdeildar MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húmor Morgunblaðsins er mikill.

 

Frétt um hið hefðbundna Nígeríusvindl er sett upp með neitun, og eftir stendur, hver er að svindla?

Nærtækast er að vitna í stelpuskjátuna sem sagði í fréttum Ruv í gær, að hún legði ekki fram frumvarp um stjórnarskráarbrot ef hún tryði að svo væri ekki.

Og það voru rökin.

 

Gegn skýru lagaáliti helsta sérfræðings þjóðarinnar, prófessorsins sem kennir alþjóðarétt, þar sem hann bendir á það sé landráð að færa yfirráð orkunnar úr höndum þjóðarinnar í hendur ESB, svona svipað og hann gerði í ICEsave fjárkúgun breta, og hafði rétt fyrir sér eins og dómur EFTA dómsstólsins staðfesti, þá segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins, að hún myndi aldrei gera slíkt.

Er samt með vottorð uppá það að hún sé eldri en 16 ára, þó hún hefði þegið ráðherradóminn út á kyn, útlit og aldur.

En lætur samt 16 ára gelgju virka skýra og þroskaða.

Og jafnvel Nígeríusvindl virkað þróað.

Því einu rökin eru orðin að hún hefði kynnt sér málið, og hún gerði ekki slíkt.

Vísun í lög, vísan í staðreyndir, nei, aðeins fullyrðing.

 

Það er ekki von þó Mogginn segi að ekki sé um Nígeríusvindl að ræða.

Þó illa talandi á ensku séu og höfði til fólks sem græðgin hefur svipt lágmarksskynsemi, þá má samt ekki ærumeiða þá sem berjast fyrir lífsbjörginni.

Allavega ekki miðað við lygarnar sem lagðar voru fram á Alþingi í gær.

 

Afhverju er ekki hægt að segja satt??

Afhverju þarf það lægsta að virkað gáfað miðað við framgöngu þess sem sýndarveruleiki fjölmiðlanna gerði að ráðherra þjóðarinnar.

 

Er allavega ekki hægt að gera betur??

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki „hefðbundin Nígeríusvindl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan gengur aftur.

 

Eins og Móri sem seint er kveðinn í kútinn.

 

Það eru ekki mörg ár síðan að þáverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fullyrti í ræðustól að í ICEsave deilunni væru uppi fullyrðingar sem stæðust enga skoðun.  Vísaði hún þar á meðal í lögfræðiálit lagaprófessorsins Stefán Más Stefánssonar sem og svipuð álit sem höfð voru eftir norskum lagaprófessor.

En reyndar kvartaði hún ekki yfir óeðlilegum afskipum Norðmanna af ICEsave deilunni.

Allir þekkja endalokin, EFTA dómurinn kvað á um að Jóhanna hefði bullað og logið, en þeir sem héldu uppi vörnum fyrir þjóðina, höfðu rétt fyrir sér.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson er með svipaðan málflutning í dag.

Í ekki siður alvarlegu máli, orkupakka þrjú, þar sem forræði orkuauðlinda þjóðarinnar fer til Brussel, og í kjölfarið munu þær verða markaðsvæddar, breytast úr auðlind í markaðsvöru í einkaeigu.

Hann fullyrðir eins og Jóhann, og alveg eins og hún, færir hann engin rök fyrir sínu máli.

Stefán og norski prófessorinn hafi bara rangt fyrir sér, hann rétt.

Þó rökstyðja þeir, hann fullyrðir.

 

Og í húfi eru hagsmunir lands og þjóðar.

Hann vill selja, þeir vilja vernda.

Þá var það Samfylkingin, núna er það Sjálfstæðisflokkurinn.

Að öðru leiti algjör endurtekning.

 

Og þó sagan gangi aftur, þá verður niðurstaðan sú sama.

Grasrótin mun gera uppreisn, og landsölufólkið tapa.

Það var aðeins í Spaugstofunni þar sem boltinn í vítaspyrnunni lá inni í endurtekningunni.

 

Af hverju læra menn ekkert.

Af hverju ljúga menn svona.

 

Hvað gengur þessu fólki til??

Kveðja að austan.

 
 

mbl.is Fyrirvarinn ekki í yfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forheimskan.

 

Er bundin aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.

Yngra fólk, höfuðborgarbúar, og þeir sem eru hallastir eru undir frjálshyggju.

 

Lofslagsbreytingar ógna fæðuframboði í heiminum.

Nærtækt er kort af Evrópu í fyrra þar sem allt var brúnt, allur gróður skrælnaður.

Og við erum aðeins í árdaga þeirra hörmunga.

 

Sýklaónæmi er tímasprengja sem er við það að springa út.

Og sjálft lífið er undir, líf barna okkar, líf foreldra okkar, og líka líf hinna forheimsku.

 

Og í fullri alvöru ræðum við um að flytja inn sýkla, og búfjársjúkdóma.

Þegar hreinleiki okkar er ómetanleg auðlind.

 

Hversu heimskur getur maðurinn verið?

Eru enginn botn hvað það varðar?

 

Á græðgin sér engin takmörk.

Kveðja að austan.

 

 
 

mbl.is Meirihluti andvígur innflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálarlaust kerfi er sálarlaust.

 

Vegna þess að einstaklingarnir sem eru ráðnir þar til ákvörðunartöku, eru ráðnir á þeim forsendum að þeir hafi ekki sál.

Þeir eru gegnsýrðir að hugmyndafræði Mammons kennda við frjálshyggju, og skaði á almannakerfinu er þeirra eina hlutverk.

Ekki séríslenskt vandamál, sömu sögu er að segja frá hinu Norðurlöndunum.

Því ef þú kýst frjálshyggjuflokka, þá uppskerðu frjálshyggju.

 

Höfum þetta í huga þegar við lesum um svona mannvonsku.

Kveðja að austan.


mbl.is Neita greiðsluþátttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 326
  • Sl. sólarhring: 911
  • Sl. viku: 4734
  • Frá upphafi: 1489606

Annað

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 269
  • IP-tölur í dag: 260

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband