Í aðdraganda Ögurstundar.

Steingrímur Joð Sigfússon hélt ræðu á Alþingi í dag og kvað það fordæmalaust að lýðræðiskjörin stjórnvöld fengu ekki til þess frið frá stjórnarandstöðu að grípa til þeirra aðgerða í efnahagsmálum sem þau teldu nauðsynleg til að hindra yfirvofandi Hrun efnahagslífsins.

Og vissulega er þetta rétt mat hjá Steingrími ef um skynsamar aðgerðir væri að ræða.  

En mörgum Íslendingum og að því virðist allri stjórnarandstöðunni finnst það örgustu öfugmæli að kalla þúsund milljarða ríkiábyrgð með vöxtum nauðsynlega aðgerð i efnahagsmálum.  

Og við erum ekki ein um það, nokkrir erlendir hagfræðingar hafa alvarlega varað við aukinni skuldasöfnun, bent á að hagkerfið þurfi að minnka við sig skuldir, ekki auka þær.  Og ekki verður séð að þessir hagfræðingar hafi nokkurra hagsmuna að gæta þegar þeir leggja á sig tíma og fyrirhöfn til að reyna að hjálpa íslensku þjóðinni.  Það eina sem virðist reka þá áfram er réttlætiskennd, að saklaus almenningur smáþjóðar sé ekki vélaður til að taka á sig skuldir einkaaðila, skuldir sem urðu til í frjálsum viðskiptum, og einu tengsl almennings við þessa aðila eru þau, að fjármálamennirnir eru af sama þjóðerni.

Þeir eru ekki sáttir við þá siðfræði að þú hengir heila þjóð fyrir glæpi örfáa.  

Og ekki hvað síst, þá þekkja þessir virtu hagfræðingar til afleiðinga Óráða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Vita hvað þau hafa gert öðrum þjóðum, vita að þau hafa aldrei gert neitt annað en að koma skuldum einkaaðila yfir á almenning, og síðan eigum almennings í eigur innlendra og erlenda brakskara.

Í næsta pistli ætla ég að vitna í þessa fræðimenn og loks ætla ég að fjalla um hvað er til ráða, hvernig ofsótt þjóð getur snúist til varnar, og hrint atlögum kúgara sinna.

Því ekkert er þannig að það hafi aldrei gerst áður, og í sögunni má finna samsvaranir og lærdóm um það hvað aðrir hafa gert við svipaðar aðstæður.  Og ekki er það útilokað að það teygist eitthvað á þessum pistlum og þeim fjölgi eða þeir breytist við frekari yfirlegu.

En Steingrími vil ég svara með orðum hans eigin þingmanns, orðum sem hún setti á blað í aðdraganda kosninganna, og þá varð ég ekki var við annað en að stuðningsmenn hennar hefðu gert góðan róm af hennar málflutningi.   Enda ekki nema von, svipuð orð höfðu þingmenn flokksins hamrað á í aðdraganda þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var fenginn til að eyðileggja efnahagslíf þjóðarinnar, og síðan í mörgum þingræðum um efnahagsmál, eða allt þar til þeir mynduðu stjórn Jóhönnu Sigurðardóttir, sem hafði það eina stefnumál að fara í einu og öllu eftir skipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  

En gefum Lilju Mósesdóttur orðið.

 

Markmið hagstjórnarinnar á að vera að auka efnahagslega velferð og leiðirnar að því markmiði eru aðgerðir sem tryggja fulla atvinnu, hagvöxt og stöðugleika til lengri tíma.  Efnahagsstefna AGS og íslenskra stjórnvalda mun ekki tryggja þessi markmið.  Við framkvæmd hennar er aðeins tveimur hagstjórnartækjum beitt, þ.e. hátt vaxtastig og gjaldeyrishöft.  Bæði þessi hagstjórnartæki  miða að því að draga úr útstreymi fjármagns og þar með frekari lækkun á gengi krónunnar.

Hátt vaxtastig og skortur á fjármagni er að sliga bæði fyrirtæki og heimili. Til að þóknast stefnu AGS þarf ríkið auk þess að skera niður útgjöld til að standa undir afborgunum og vaxtagjöldum af lánum frá AGS og vinaþjóðum. Á meðan að heimilin hrópa á hjálp til að takast á við stóraukna skuldabyrði og atvinnuleysi keppast fyrirtæki og ríkisstofnanir við að ná niður kostnaði með því m.a. að segja fólki upp eða banna nýráðningar en það bitnar hvað harðast á ungu fólki. Aukið atvinnuleysi leiðir til vítahrings minnkandi tekna ríkissjóðs á sama tíma og opinber útgjöld aukast. Við þessar aðstæður dregur úr spurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækja. Þörfin fyrir niðurskurð hjá hinu opinbera og fyrirtækjum eykst í kjölfar aukins atvinnuleysis. Atvinnulífið sogast inn í vítahring aðhaldssamrar efnahagsstjórnar sem mun með tímanum draga úr hagvexti og þar með möguleikum þjóðarinnar til að geta staðið undir skuldabyrðinni sem einkavæddu bankarnir lögðu á hana. 

 

Hvað á maður að segja um svona harðan áfellisdóm yfir orðum Steingríms.  Hann telur að hið versta sé afstaðið, Lilja heldur því fram að hið versta sé eftir.  Sama segja hinir erlendu hagfræðingar sem ég ætla að vitna í hér á eftir. 

Og hvorir hafa rétt fyrir sér, jarðfræðingurinn og flugfreyjan, eða hagfræðingarnir, sem nota bene þiggja ekki laun fyrir álit sitt eins og hinir keyptu álitsgjafar ríkisstjórnar Íslands.

En Lilja á síðustu orð þessa pistils.

Fram til þess hafa mótvægisaðgerðir stjórnvalda  einkennst of mikið af varnarleik í stað sóknarleiks. Aðgerðirnar eru fyrst og fremst hugsaðar sem aðstoð við þá sem verst verða úti í fjármálakreppunni án þess þó að tekið sé á rót vandans sem er skortur á atvinnu og óvænt gengishrap (myntkörfulánin) eða verðbólguskot (verðtryggð lán) sem að öllu leyti leggst á lántakandann eða heimilin í landi.

 

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 4177
  • Frá upphafi: 1338876

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 3744
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband