Stjórnarskrá Íslands gerir ekki ráð fyrir að undirskriftarlistar stjórni Íslandi.

Stjórnarskráin gerir ráð fyrir framkvæmdarvaldi, dómsvaldi, og löggjafarvaldi.

Og verndari stjórnarskrárinnar er forseti Íslands.

ICEsave samningurinn gengur gegn stjórnarskrá Íslands.

Þess vegna, og aðeins þess vegna þá hafnar forseti Íslands lögum Alþingis um ríkisábyrgð á ICEsave reikningum Landsbankans.

Það skiptir engu máli hvað margir eða fáir skrifa undir áskorun þess efnis.  Forsetinn er aðeins bundinn af stjórnarskránni.  

Segjum til dæmis að allir Íslendingar nema Grímseyingar skrifuðu undir áskorun til forseta Íslands um að mega eyða næstu 20 árum sem þrælar breta, þá yrði hann samt sem áður að fella frumvarpið, þó vilji þjóðarinnar benti til annars.

En þjóðin gæti síðan í kjölfarið breytt sinni stjórnarskrá svo hún heimilaði ICEsave ábyrgðina.  Og þá mætti forsetinn lúta þjóðarvilja.

En þjóðin hefur aðeins valið á meðan hún kýs forsetann, eftir það gilda lög um stjórnskipan Íslands, og lög frá Alþingi mega ekki brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins, og því ber að hlíta.

Þess vegna mun forseti Íslands fella núverandi frumvarp ríkisstjórnarinnar um ICEsave ábyrgðina.

Eða segja af sér.

Aðrir valkostir eru ekki í boði.

Kveðja að austan.


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Þór Skúlason

Vissulega rétt, undirskriftalistar stjórna ekki landinu. 

 Hins vegar geta þeir sýnt þeim sem stjórna fram á vilja þjóðarinnar betur en margt annað.  Og þá fara þeir sem stjórna kannski að hugsa sig um, ekki satt?

Endilega kvitta á www.indefence.is ef þú ert sammála áskoruninni.

Þar er líka að finna ýmsar nánari upplýsingar um málstað InDefence varðandi Icesave málið.

Og svo væri frábært ef þú vildir hjálpa okkur að dreifa þessum boðskap og http://www.indefence.is eins mikið og þú getur, og hvetja sem flesta til að skrifa undir!  

 Takk fyrir stuðninginn,

Jóhannes Þ.

InDefence

 

Jóhannes Þór Skúlason, 26.11.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhannes.

Var ekki að kommentera á ykkar verk,

Var að hnykkja á þeirri staðreynd, að annað hvort synjar Ólafur ICEsave lögunum, eða segir af sér.

Hinn möguleikinn er að verða úthrópaður og síðan lögsóttur þegar þjóðin hefur hrakið Leppana út í hafsauga.

En þið eigið allan heiður skilið, sérstaklega dag þann sem þið uppgötvið að ICEsave er ekki íslensk skuldbinding, hún er bresk krafa, sett fram í frekju og hroka, og styðst ekki við nein lög, ekki einu sinni bresk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Jóhannes.

Skaut inn nokkrum pistlum, með þeim eina tilgangi að vekja athygli á þeim síðasta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 359
  • Sl. viku: 3847
  • Frá upphafi: 1329378

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 3373
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband