Eiga þjóðir að lúta kúgun og ofríki???

Ef svarið væri já, þá væri til dæmis töluð þýska um alla Evrópu og lítið væri þar um gyðinga, homma, sígauna og slava.  Og í stað þess að segja sæll, þá segðu menn Heil.

Því ofríkismenn og mannhatarar þrífast á ótta og hótunum, þeirra vopn er kúgun og ofríki. 

Og að láta undan slíku er tilræði við sjálfa siðmenninguna.

Þegar ég startaði Andstöðubloggi mínu eftir sumarfrí, þá setti ég þessar hugleiðingar niður á blað, um þann lærdóm sögunnar sem má nýta við að svara þessari spurningu.  Og ég ætla að birta þann pistil til umhugsunar fyrir alla þá sem íhuga "dýpri" rök ICEsave deilunnar.  Því ICEsave deilan er ekki spurning um lög og aura, heldur líka um hvað má og hvað má ekki í samskiptum þjóða.

En hér er pistillinn.

Rokkurmolar úr kvöldhúmi.

Á  meðan Icesave ógnin lifir sjálfstæðu lífi, þá er erfitt að halda inn í næturkyrrð bloggheimsins.

Ég viðurkenni fúslega að ég átti von á að ólögin yrðu samþykkt mótþróalaust á meðan ég naut kyrrðar rafeindarleysis.  En það gekk ekki eftir og núna er að duga eða drepast, og ekki er ég dauður enn.

 

En af hverju þessi harða Andstaða hjá annars friðsömum manni????

 

Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör.  Og þá er kannski gott að leita á náðir sögunnar um svör.

Mjög svipaðar spurningar voru spurðar í Frakklandi þegar franska stjórnmálaelítan ásamt stórkapítali landsins sættust við Þriðja ríkið og sameinuðust um hina samevrópsku stjórn sem kennd var við Vichy.  Þar með var hin sjálfskipaða einangrun Frakka rofin og franska ríkið sameinaðist alþjóðasamfélaginu á ný í hinni heilögu baráttu við hina óguðlegu bolsévika, sem voru þá hin sanna meinsemd á litrófi hins alþjóðlega samfélags.

Enginn skildi þann sparðatíning hjá De Gaulle að halda til hins einangraða Bretlands á leku fúaspýtufleyi með þeim heitstrengingum að Frjálst Frakkland myndi aldrei líða kúgun og ólög.

So what spurðu menn á frönsku í Frakklandi.

Eins var það með Breta, þeir skildu ekkert í sparðatíningi Churchill  að fordæma svikasamning Vesturveldanna við Þriðja ríkið sem kennt var við Munchen.  Fórn Tékka var talin friðarins virði og þau rök Churchils að ólög og undanlátssemi við kúgun og yfirgang ofbeldisafla væri tilræði við sjálfa siðmenninguna og gæti ekki endað á nema einn veg, HÖRMUNGUM, voru talin röfl þess sem skildi ekki æðri tilgang hins alþjóðlega samfélags.

 

Og allir vita hvernig fór.

 

Augljóst mál segja hinu íslensku Landráðar og vitna í hina alþekktu illsku Þriðja ríkisins.  En gallinn er sá að það sem vitum í dag um þá illsku, var ekki vitað þá þegar menn eins Churchill og De Gaulle, fóru gegn hinum viðteknum sjónarmiðum alþjóðasamfélagsins.   

Þeirra sjónarmið snérust um spurninguna hvað væri Rétt og hvað væri Rangt.  

En Alþjóðasamfélagið spurði aðeins um það hvað væri þægilegast og taldi Rangindi ekki skipta miklu máli.  Hefði það skilið  forsendur siðmenningarinnar og lögmál réttarsamfélagsins, þá hefði illska þriðja ríkisins aldrei fengið að þróast og hið mikla mannfall og hörmungar seinna stríðsins aldrei orðið.

En sagan gerir aldrei neitt með HEFÐI, og það gerðist sem gerðist.  Illskan óx og dafnaði vegna ístöðuleysis hin siðmenntaða heims og miklar hörmungar urðu áður en böndum varð á hana komið.  

 

Aldrei meir, aldrei meir sögðu menn þá í Evrópu.  Síðan liðu rúm 60 ár og lítil þjóð út í ballarhafi lenti í miklum hörmungu, hin kalda hönd Nýfrjálshyggjunnar hafði snert hana.  En þegar hún var hjálpar þurfi, þá hafði Evrópa gleymt forsendum siðmenningarinnar.  Hin smáa eyþjóð mætti aðeins kúgun og lögleysu.  Evrópa glímdi við vanda og í stað þess að horfast í augun á honum, þá kaus hún að krossfesta hina smáu þjóð. 

En hún gætti ekki að því að um leið þá krossfesti hún siðmenninguna.  Forsendur hennar, lög og regla sem vernda hinn smáa gegn kúgun og ofríki hins sterka, urðu undir þegar hagsmunir fjármálakerfisins voru látnir ráða í aðförinni að Íslandi.

Við megum nefnilega aldrei gleyma því að ICEsave Nauðungin er ekki aðeins glæpur gegn íslenskri þjóð og fullveldi Íslands,  hún er líka glæpur gegn réttarríki Evrópu og þar með glæpur gegn siðmenningunni.  Síðasta glæpaalda gegn siðmenningunni í sögu Evrópu, byrjaði líka á litlu prinsippmáli;

 

Spurningunni um hvað er rétt og hvað er rangt.

 

En þannig séð er ekki hægt að spyrja stærri spurningar.  En það eru ekki allir sem hafa þann vitræna þroska til að skilja það.

Og þess vegna gerast HÖRMUNGARNAR.

ICEsave málið er nefnilega miklu stærra en menn halda.  Lögleysa og kúgun eru aldrei valkostur fyrir siðmenntað fólk.  

ICEsave, með eða án fyrirvara.  ICEsave, sem íslensk þjóð ræður við eða ICEsave sem hún ræður ekki við.  Ekkert af þessu er málið.

ICEsave er rangt.  Það er málið.

 

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mæt færzla & malverð.

Steingrímur Helgason, 17.11.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Héðan í frá Ómar getum við ekkert annað gert en beðið, beðið eftir hörmungunum, þá fyrst vaknar þjóðin og baráttan færist út á göturnar og að lokum í réttarsali eftir að ný stjórn fólksins hefur tekið við völdum og hafnað þessum nauðasamningi.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.11.2009 kl. 01:55

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Heldur þú Arinbjörn að tímar Hávamála séu upprunnir????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2009 kl. 08:43

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar, nú þekki ég Hávamál ekki nægilega vel en æði margt í þeirra inntaki er farið að minna rækilega á sig er það ekki?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.11.2009 kl. 00:47

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég var aðallega með þessa vísu í huga:

  1. Bræður munu berjast
    og að bönum verðast,
    munu systrungar
    sifjum spilla;
    hart er í heimi,
    hórdómur mikill,
    skeggöld, skálmöld,
    skildir eru klofnir,
    vindöld, vargöld,
    áður veröld steypist,
    mun engi maður
    öðrum þyrma.

Ómar Geirsson, 18.11.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 184
  • Sl. sólarhring: 769
  • Sl. viku: 4632
  • Frá upphafi: 1329194

Annað

  • Innlit í dag: 158
  • Innlit sl. viku: 4085
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband