Málið snýst ekki um "undankomu" Kristinn, heldur hvort lög gilda í Evrópu.

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður skrifar lærða grein í laugardagsmoggann undir heitinu"Engrar undankomu auðið".

Þar beitir hann rökvísi sinni til að sýna fram á að EES samningurinn skuldbindi íslensku þjóðina til að greiða skuldir Björgólfs og Björgólfs.  Og notar tækifærið í leiðinni að skíta út þá aðila sem halda fram rétti laga og reglna í ICEsavedeilunni.

En Kristni og öðrum Borgunarsinnum til upplýsingar þá snýst barátta þjóðarinnar ekki "rassgat" um neina "undankomu".

Þetta er hin eilífar barátta um forsendur siðmenningarinnar, hvort lög og réttur eiga að gilda í samskiptum þjóða, eða réttur hins sterka.

Og það er rangt hjá Kristni að EES samningurinn sem slíkur kveði á um þessa ábyrgð.  Og það er rangt hjá Kristni að tilskipun 94/19 kveði á um ríkisábyrgð á innlánstryggingum.  Þó íslenskir borgunarsinnar bulli svona út í eitt, þá hvarflar ekki að reyndum samningamönnum breta að halda slíkri vitleysu fram.  Í greinargerð sinni fyrir hinum svokallaða gerðardóm sem skriffinnar ESB settu á laggirnar síðastliðið haust sögðu bretarnir þetta:

"However, wheter or nt the 24th recital positivily suggest
that Member States should be liable in the event of a
failure properly to implent the Directive, the liability
of the state for a failure properly to implement the Directive
is not a mattaer governed by the terms of the Directive itself,
but is rather a matter governed by the eneral principles of Community
la (as illutrated in cases like Brassarie du Pecheur and Factortame,
above) and, accordingly, the law of the EEA.

There is nothing in the 24th recital or elsewhere in the Directive to
suggest that those general principles are modified or precluded from
application in the present case".

Þeir viðurkenna að sjálf Tilskipunin kveður ekki á um ríkisábyrgð en telja að ríkisábyrgðin sé falin í "meginreglum" sambandsins og reglunum um EES.

Gott og vel, augljóslega er lagaágreiningur um túlkun tilskipunarinnar.  En sjálf siðmenningin krefst þess að um hana sé skorið á lögformlegan hátt sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið kveður á um.  Og eins og Kristinn bendir réttilega á þá leikur engin vafi um þann lögformlega farveg sem deilan á að fara í.

Vitnum í Kristinn.

Sitji Íslendingar við sinn keip mun Eftirlitsstofnun EFTA taka málið fyrir og kveða upp úrskurð til þess að tryggja samræmda túlkun og framkvæmd innistæðutrygginga. Þaðan fer svo málið farið fyrir EFTA-dómstólinn, ef þurfa þykir. Víst er að unnt að er fá úr ágreiningnum skorið fyrir viðeigandi dómstóli, sem íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt.

Þetta er hin lögformlega leið EES samningsins og sé hún ekki virt þá eru allar niðurstöður málsins ólöglegar, hversu hagstæðar eða óhagstæðar, sem þær eru annars.  Gerðardómur, skipaður hlutdrægum fulltrúm þeirra sem klúðruðu tilskipun ESB um innlánstryggingar, getur aldrei komið í stað hinnar lögformlegu leiðar.  Hvað þá einhliða þvinganir annars málsaðilans.

Hvað gengur Borgunarsinnum eins og Kristni H. Gunnarssyni til þegar þeir benda á hina réttu leið, en hafna henni svo í næstu setningu því íslenska ríkið muni tapa henni??  Hvað vita þeir um það???  Hvað dómsreynslu hafa þeir í Evrópskum rétti??? 

Að berjast gegn lögum og rétti í jafn þýðingarmiklu máli og ICEsave deilan er, er meinloka af ætt landráða.  Og það er mikil heimska líka.  Ef málið tapast þá þarf að rökstyðja það vel með tilvísun í lög og reglur Evrópu, og ekki þá bara lögin um innlánsvernd, heldur þarf EFTA dómstóllinn að taka tillit til mannréttindaákvæða og lög um fullveldi þjóða.  Því grunnspurningin er alltaf sú hvort skriffinnar yfirþjóðlegs sambands eins og EES er, hafi rétt til í tilskipunum sínum að setja á ótakmarkaðar ábyrgðir einstakra aðildarríkja og þar með ótakmarkaða skattheimtu sem þýðir í raun endalok þeirra þjóða sem falla í pytt þeirra aðstæðna þar sem ótakmörkuð ábyrgð tekur gildi.

Er slíkt leyfilegt samkvæmt lögum og reglum hins alþjóðasamfélags og er slík niðurbrot samfélaga leyfileg samkvæmt mannréttindaákvæðum sem gilda í hinum siðmenntaða heimi?

Ákkúrat þetta er grunnur ICEsave deilunnar.  Falli dómur gegn Íslandi þá eru sjálfar forsendur siðmenningar Evrópu brostnar.  Og þá eru þessir milljarðar sem Evrópa krefur íslenskan almenning dýru verði keyptir.

Og síðan er það hin praktíska hlið málsins.  Ef um ótakmarkaða ríkisábyrgð er að ræða, af hverju er ekki slíkt sagt skýrum orðum í þeim tilskipun sem við á.  Í jafn miklu grundvallarmáli getur það ekki talist boðlegt að vísa í "almennar meginreglur" sem svo hvergi eru skráðar.  Og af hverju gerði ESA ekki athugasemdir við íslensku lögin ef þau gegnu gegn tilskipun ESB?  Slíkt er jú grundvallaratriði EES samningsins að ESA geri slíkt og vísi málum til EFTA dómstólsins.

Þessum grundvallarspurningum þarf að svara því þær eru forsendur málssóknar íslensku þjóðarinnar á hendur þeim stofnunum EFTA og ESB sem ábyrgðina bera á því reglugerðarklúðri sem innlánsverndin er.  Um hina meintu skaðabótaábyrgð hafa lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal fjallað ítarlega um í greinum sínum í Morgunblaðinu.  Margir Borgunarsinnar hafa hæðst mjög af þeim félögum fyrir að halda uppi vörnum fyrir íslenska þjóð, en þeir eiga allir það sammerkt að hafa ekki hugsað sér að borga krónu, heldur láta hin breiðu bök þjóðarinnar bera þunga byrðanna af lögleysu sinni. 

Ég vil vitna í Þórólf Matthíasson, prófessor en í grein einni í Morgunblaðinu um daginn þá sagði hann það tæpitungulaust hverju munu borga:

Íslenskur almenningur mun hins vegar ekki komast hjá því að greiða Icesave-reikning útrásarvíkinganna. Það gerist með þeim hætti að kaupmáttur launatekna og almannatryggingagreiðslnaog annarra tekna einstaklinga og heimila mun rýrna sem Icesave-greiðslunni nemur.

Sorg ICEsave málsins er sú að Breiðu bökin eru einskis spurð. 

Kveðja að austan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, hann er í rauninni að segja það sem eg er margbúinn að reyna að segja ykkur.  Margbúinn.

Málið hangir sama við EFTA og EES samninginn.  Þeta fattar Kristinn og það er merkilegt.

Þar er alveg vitað sirka í hvaða farveg mál fara - og í þessu tilfelli er niðurstaðan algjörlega augljós.  Málið félli Íslandi í óhag og mikil hætta væri á að málið mund falla íslandi verulega í óhag - jafnvel að borga allt uppí topp ! 

Hvað gerðu bændur þá ?

Nei, eg skal segja þér það að samningaeiðin var og er eina leiðin.  Eina leiðin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Og takk fyrir lánið á tilvitnun þinni í breska lagaálitið.  Gat ekki stillt mig um að nota hana.

Ég veit að við í grunninum erum ósammála um þessi mál.  En hvað fær þig til að halda að þú sért bærari en dómarar EFTA dómsins til að kveða upp úrskurð um lög og reglur Evrópusambandsins???? 

Og hvað fær þig til að halda að málið geti verið eitthvað verra þó deiluaðilar noti siðaðra manna háttu til að leysa ágreining sinn?????

Hvað áttu við með að borga upp í topp?????  Evróputilskipunin kveður á um  lágmarksinnlánsvernd og mælir í raun gegn því að ríki séu að ábyrgjast innlán því það skaði jafnræði fjármálafyrirtækja.  En samt færð þú út hærri tölu.  

Draumfarir þínar geta ekki verið góðar nafni, ég segi nú bara ekki annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.8.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, við verðum seint sammála í umræddu vandamáli, býst eg við.

Sko, hvernig kemst ég að minni niðurstöðu   Jú, með að líta á öll efnisatriði málsins frá öllum hliðum.  Ekki bara einhverjum orðhengilshætti  og útúrsnúningum2-3 lögfræðinga hérna uppi.

Í samb. við Gerðadóminn í haust - EFTA kom að honum.  Þeir voru alveg sammála öðrum ESB sérfræðingum.

En með braska álitið þá er það nefnilega umhugsunarvert og manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds eftir að lesa það svona þrem sinnum eða svo.

Í stuttu máli, þá hafa bretarnir tvær meginleiðir til að nálgast málið.  í frsta lagi skuldbindingarnar sem ísland gekkst undir með Innstæðudirektífinu, þ.e. ágmark tryggt en í öðru lagi hafa þeir mismununar leiðina.  Að verið sé að mismuna eftir þjóðerni/búsetu.

Seinni leðin er etv. miklu meira plein fyrir þá.  Bara bein leið.  Hola í höggi !  Og þá nefnilega er ekki aðeins verið að tala um mismunun á lágmarkinu.  Nei, heldur að viðskiptavinir erlendu útibúana eigi skýlausan rétt samkv. EES að vera meðhöndlaðir á sama hátt og viðskiptavinir á Íslandi.  Og þá yrði það bara allt uppí topp !!

Nei eg skal segja þér þð, að Ísland er í svo þröngri - eða hreint út sagt: Vonlausri - stöðu í þessu máli, að skynsamlegast er að semja og í rauninni ein vitið.

Ef að þetta á að halda lengi svona áfram - ruglið þarna í sjöllum og fl. á þingi - þá gæti það endað með því að Íslandi yrði hreinlega vikið úr EES ! 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.8.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur nafni.

Hvað málstað ESB gegn Íslandi varðar þá er það mjög veikt að geta ekki vísað í beinan lagatexta máli sínu til stuðnings, og ennþá aumara að geta aðeins talað um "eneral principles" gegn skýrum lagatexta sem kveður á um að aðildarríki séu ekki ábyrg.   En hvorki ég eða þú, hvað þá bretar geta fullyrt um endanlega niðurstöðu EFTA dómsins, sem er hið eina lögbæra dómsvald samkvæmt EES samningnum.  

Hvað hinn svokallaða gerðadóm varðar þá er aðeins eitt um hann að segja og það er að jafnvel dómstólar Stalíns í Moskvuréttarhöldunum 1936 voru hlutlausir miðað við skrípið sem skriffinnar ESB hrófluðu upp þarna í Brussel síðasta haust.  Og þú virðist ekki ennþá vera búinn að ná því af hverju dómur er svona mikilvægur, allt framhald málsins byggir á því.  Og ef dómur fellur gegn íslensku þjóðinni, þá þarf að endurskrifa öll alþjóðleg lög um fullveldi ríkja, mannréttindi þegna þeirra og ekki hvað síst hvernig lagasetning grundvallarmála er framkvæmd hjá yfirþjóðlegum batteríum eins og ESB.  Að segja eitt í lögum en túlka þau á annan hátt eftir á, er ný hugsun í lögfræði, og ég endurtek að þá verða þessir milljarðar sem þjóðir Evrópu spara sér með því að koma ekki íslenska tryggingarsjóðnum til hjálpar, mjög dýrir þegar upp er staðið.

En allir samningar, sama hversu skynsamir þeir eru, eru ólöglegir ef málið fer ekki í réttan farveg eins og kveðið er á um í EES samningnum og Kristinn H: Gunnarsson benti réttilega á.

En það er þetta með hina leiðina, hina meintu mismunun.  Þú mátt trúa henni ef þú vilt.  Í fyrsta lagi þá er ekki kveðið á um ríkisábyrgð í neyðarlögunum.  Ég skil ekki af hverju þú ert ekki ennþá búinn að átta þig á því.  Og yfirlýsing Geirs Harde um ríkisábyrgð hefur ekki lagalegt gildi.

Það er ekki ríkisábyrgð á íslenskum innlánum.

Og í öðru lagi þá getur ESA aðeins dæmt lögin gild eða ógild.  Ef þau eru ólögleg samkvæmt EES þá falla þau úr gildi.  Flóknara er það ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.8.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 4181
  • Frá upphafi: 1338880

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 3747
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband