Halla Hrund er bara ekki með þetta.

 

Ekki ennþá, þarf að bæta við sig reynslu og styrk.

Burtséð frá vinahyglinni, sem bara eitt og sér afhjúpar reynsluleysi hennar, það er að lenda í þessum fúla pytt, og hafa ekki styrkinn til að þvo eða sverja hann af sér, þá er hún bara of ung ennþá.

Virkilega frambærileg en of ung.

 

Sem ætti að segja fólki að það sé hreinn og beinn kvikyndisskapur að kjósa hana á Bessastaði svona í blóma lífsins.

Loka hana inni til að taka í hendurnar á fólki.

Það er eiginlega bara dálítið perralegt, líkt og það trend öfugugga í tískuheiminum að láta barnungar, grindhoraðar stelpur vera tískumódel.

 

Það er ljóst að Katrín er að taka þetta, það eina sem gæti breytt því er að liðið sem mætti á samstöðutónleikana til stuðnings morðingjum Hamas og þeim hörmungum sem þeir hafa kallað yfir Palestínsku þjóðina, myndi sameinast um Baldur.

Þar á Baldur eitthvað inni en í heildina er Katrín bara með þetta sem þjóðin ætlast til af forseta sínum.

Og þegar upp er staðið þá mun almenningur, þrátt fyrir háværa ruglukolla kjósa með en ekki á móti.

 

Þess vegna kýs ég Arnar Jónsson, ég er með honum.

En það þýðir ekki að ég geti ekki metið verðleika annarra frambjóðanda.

Þetta er upp til hópa fínasta fólk

 

Sumir bara ekki með þetta.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fylgi Höllu hrundi eftir kappræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mér finnst Katrín J. ekki eiga það skilið að verða forseti. Nenni ekki að telja allt upp sem hún hefur gert rangt og á ekkert inni hjá okkur. Og núna er Kári Stefánsson farinn að lofsyngja hana og það á væntanlega að upphefja hana!!

Sigurður I B Guðmundsson, 9.5.2024 kl. 17:53

2 identicon

Ræfilstuskan mætt aftur til að vegsama barnamorðingjana í IDF. Merkilegt hvað þú átt fáa fylgjendur. Ekki láta fara framhjá þer þegar fulltrúi morðingjanna verður baulaður út af sviðinu í kvöld.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.5.2024 kl. 18:09

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það var ítrekað tekið fram að í könnun Maskínu þegar hún birtist hafi mjög fá atkvæði borist helgina eftir kappræðurnar á föstudagskvölsinu  og til loka dags þann 8. maí í könnuninni.  Það gefur því auga leið að sá hluti könnunarinnar einn og sér verður þar með að teljast  ómarktækur þar sem úrtakið er svo lítið.  Hinu er rétt að halda til haga að þegar á heildina er litið þá hækkar Halla Hrund frá könnun Maskinu þar á undan úr 29,4 í 29,7 % í þessari síðustu könnun.   Svo virðist að þeir sem reyna að lesa eitthvað ennað út úr þessari síðustu könnun hafi takmarkaða þekkingu á tölfræði svo vægt sé til orða tekið.  

Daníel Sigurðsson, 9.5.2024 kl. 19:32

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þá kýst þú bara einhvern annan eins og til dæmis ég, ég kýs annan frambjóðanda, því ég er með honum.

Hins vegar var ég nú bara benda á hvernig ég held að þetta færi, ásamt því að ég er ekki hissa á fylgistapi Höllu Hrundar, því eins og ég sagði hér að ofan, þá varð öllum ljóst sem horfðu á kappræðurnar að Halla er ekkert forsetaefni, ennþá.

En hún getur orðið það, kannski.

Kári er síðan alltaf góður,en til hvers í ósköpunum er verið að vísa í hann skil ég ekki.

Kannski vegna þess að hann er svo dimmraddaður, getur verið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2024 kl. 19:43

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni minn.

Ég treysti á að þú fylgist með ess-unum, passi uppá að ég hlaupi ekki yfir neitt.

Núna held ég ískrið sé svona; Ísssskur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2024 kl. 19:45

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Daníel.

Punktur hjá þér, ég treysti bara femínistunum á Morgunblaðinu að lesa rétt úr þessu.

Ef þetta er rétt, sem ég dreg ekki í efa því talnaglöggið hefur alltaf fylgt þér, þá á vissulega eftir að reyna á kappræðurnar.

Ég var reyndar hissa á að fylgistapið væri ekki meira, en það kemur allt í ljós.

Og þetta fer allt einhvern veginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2024 kl. 19:48

7 identicon

Þú ert vafalaust að einhverju leiti ágætur af barnamorðingjum að vera, sjáumst í neðra.

Kveðja úr neðra

Bjarni (IP-tala skráð) 9.5.2024 kl. 20:28

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Íssssskur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2024 kl. 20:35

9 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Alveg rétt hjá þér,Sigurður. Það eina  rétta sem hún gerði sem forsætisraðherra,var þegar hún sagði af sér sem forsætisráðherra,enda búin að mala sig út í horn. Svo ætlast hún þess að þjóðin verðlauni hana fyrir illa unnið starf og kjósi hana sem næsta Forseta. 

Haraldur G Borgfjörð, 9.5.2024 kl. 22:01

10 identicon

Skíthæll

Bjarni (IP-tala skráð) 9.5.2024 kl. 22:26

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Haraldur.

Bjarni, íssssssskur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.5.2024 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 3638
  • Frá upphafi: 1338908

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3253
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband