Við syngjum Hægt og Hljótt.

 

Er viðkvæði Frjálshyggjumanna þegar þeir eru spurðir af hverju það gengur ekki nógu vel að frjálshyggjuvæða íslenskt samfélag.

Vissulega skorðuð þeir stig þegar spurðist út að fátækt á Íslandi hefði aukist hlutfallslega hraðast á Íslandi síðasta ár.  En gleðin var skammvinn, íslenska samfélagið hafði samt ekki vikið úr toppsæti mennsku og mannúðar.

Þó áróðurinn krefðist gleði, þá var sá gleðisöngur falskur, evrubælið stóð sig vissulega verr, en við áttum að skora betur.

 

Síðan koma svona samþykktir, skrifaðar af kjósendum Flokksins í Reykjavík.

Eins og þeir séu óánægðir með eyðingarstefnu flokksins gagnvart sósíalisma heilbrigðiskerfsins, Landsspítalanum sem alla vill lækna.

Samt mætti ungur maður á Austurvöll, og mótmælti að flokkurinn hefði ekki eytt nógu miklu, og ungliðahreyfing Morgunblaðsins gerði því góð skil.  

En gamla fólkið virðist ekki lesa Moggann lengur.

 

Það virðist vera óánægt með að flokknum  tókst loksins að forgangsraða í þágu borgandi neytanda heilbrigðiskerfisins.

Eins og það hafi ekki lesið stefnuskrá flokksins, eins og það hafi aldrei hlustað á formanninn útlista stefnu sína.

Að það haldi að gömlu mennirnir hafi aldrei dáið, að Bjarni og Geir Hallgríms séu ennþá meðal vor.

Að flokkurinn sé ennþá byggður upp á kristilegum borgaralegum gildum.

 

Samt er sungið Hægt og Hljótt.

Breytingarnar eru ekki of hraðar, þær eru markvissar, og þeim verður ekki aftur snúið.

Aftur snúið til þess kommúnisma þegar samfélagið bar ábyrgð á sínum minnstu bræðrum.

Breytingarnar sem tókust svo vel í fyrirmyndinni einu, forysturíkinu sjálfu, Sameinuðu ríki hinna sjálfstæðu í Ameríku.

 

Þegar á reynir þá mótmæla flokksmenn.

Þegar allt það er gert sem við lofuðum þeim fyrir kosningar.

Og þeir kusu yfir sig sjálfviljugir.

 

Eins og þeir átti sig ekki á að hið einkarekna verður aðeins byggt upp á rústum hins sameiginlega.

Eins og þeim þyki vænt um kommúnisma velferðarinnar.

Eins og þeir haldi að þeir eigi að fá þjónustu án þess að borga fyrir hana úr eigin vasa.

Eins og þeir haldi að skattfé þeirra eigi að renna í almannaþjónustu en ekki í vasa okkar ríkustu flokksfélaga.

 

Eitthvað er að tóneyra þessa fólks.

En við syngjum allavega Hægt og Hljótt.

 

Við vitum hvað við erum að gera.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is „Sérstakt“ að safna þurfi fyrir öllum tækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú ert enn við sama heygarðshornið, hefur ekki fyrir því að kynna þér hvað hugtök merkja. 

Enginn stjórnmálaflokka á alþingi er frjálshyggjuflokkur.

Helgi (IP-tala skráð) 6.11.2014 kl. 14:34

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi, nú er allt orðið eins og á að vera, líkt og aldrei hafi orðið neitt hlé á pistlaskrifum mínum.

Gæti ekki orðið betra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.11.2014 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 4191
  • Frá upphafi: 1338890

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 3753
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband