Ísland á ekki að enda sem Argentína.

 

Sem hafði að meðaltali um 8% hagvöxt eftir að stjórnvöld ákváðu að taka fólk fram yfir fjármagn.

Lán Argentínu hefur síðan verið að gjörspilltir stjórnmálamenn hafa ekki getað skuldsett þjóð sína í erlendum gjaldmiðli, lán sem á einn eða annan hátt rennur í vasa fjármálastéttarinnar, en almenningur situr uppi með skuldina.

Og skuldin er greidd með lokun skóla, sjúkrahúsa, almannaþjónustu.

 

Í dag, þegar maðurinn lifir aðför grímulausrar illsku að tilveru sinni, hinnar taumlausu græðgi siðspillts fjármagns, þá er oft vitnað í stjórn fjármagns yfir réttarkerfi heimsins. 

Heimurinn er þá keyptir dómsstólar Bandaríkjanna.

Réttlæti Argentínu varð óréttlæti hinna keyptu þjóna hinnar taumlaus græðgi.

Vogunarsjóðirnir höfðu sigur þar eins og Himmler hafði sigur í Auswitch.

 

En hinn siðaði maður lokaði Auswitch, hinn siðaði maður mun loka Wall Street.

Og þjónar illskunnar verða sóttir til saka í nýjum Nurnberg réttarhöldum.

Illskan tapar alltaf að lokum.

Jafnvel þó vogunarsjóðirnir hafi keypt stjórnmálastétt okkar.

 

Hótun þeirra er marklaus, innantóm.

Kveðja að austan.


mbl.is Telja að Ísland vilji ekki enda sem Argentína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Já, það virðist aldrei skorta mannskap sem er tilbúinn að þyrla upp ryki fyrir kröfuhafa. Í síðustu viku var það hvorki meira né minna en lávarður með nafnið "Eatwell" (sem er eiginlega of fyndið til þess að geta verið satt) og núna eru einhverjir vogunnarsjóðstalsmenn sem hræra í grautnum.

Leiðin til þess að enda eins og Argentína (þar sem ríkið skuldaði kröfuhöfum) er einmitt sú að Seðlabankinn fari að afhenda kröfuhöfum skuldsettan gjaldeyrisvaraforðan gegn því að fá krónueignir í hendur og þá skiptir engu máli hvort afslátturinn er 50 eða 75%.

Eftir að hæstiréttur dæmdi að heimilt væri að greiða út kröfur í þrotabú í krónum og Evrópudómstóllinn dæmdi að þrotabú Landsbankans væri varið fyrir erlendum lögsóknum, þá þarf einver að skýra það út fyrir mér af hverju ætti ekki að vera hægt að fara þá leið að setja öll þrotabúin í gjaldþrotameðferð og skylda greiðslur út úr þeim í krónum.   

Benedikt Helgason, 14.11.2013 kl. 10:47

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Vissulega er það rétt að Wall Street verður ekki tekin næstu daga, og hið alþjóðlega vald glæpahyskisins mótar viðbrögð þjóða.

Núið er eitt, framtíð er annað.

En aumingja Mogginn, náði ekki að birta þessa einföldu staðreynd sem þú nefnir.

Vissulega eru blaðamenn á Mogganum, sem eru hvorki börn eða keyptir bjánar, minni á viðhorfsgreinar Harðar Ægissonar, og áður Ívars Jónssonar, en sá sem seldi sálu sína, aurapúkinn hann Óskar, ræður fréttum dagsins í dag.

Og ræður því að innantóm hótun er sögð sem frétt.

Ég var að horfa á James Bond með strákunum mínum, gjaldið er nokkrar súkkulaðirúsínur og pínu pons Kók, en Blofeld, sem Óskar útgefandi telur mikinn leiðtoga, hann lenti í sinni síðustu mynd að kljást við Blofeld þegar hann þóttist vera annar en hann var.

Blofeld faldi sig á bak við heiðarlegan auðmann, náði þannig að framkvæma illvirki sín.

Það var þá, í dag notar Blofeld engan skjöld.  Hann er eins og hann er, tilbúinn að ræna og rupla.   Að leggja þjóðir í eyði, að valda fólki skaða.

Þá var þetta fiction, í dag er þetta raunveruleiki.

Og við þurfum að feisa það Benedikt.

Þjónar Blofelds gera nákvæmlega það sem hann segir þeim að gera.

Taktu Blofeld út, og settu vogunarsjóði í staðinn.  Og þá veistu örlög þjóðar þinnar.

Nóvember hefur ekkert með það dæmi að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2013 kl. 11:48

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað er Ísland án hornsteina samfélagsins, sem eru heimilin og fjölskyldurnar?

Það verða allir að svara þessari spurningu.

Líka glæpabankasýslu-arftakar USA, sem í daglegu tali er kallað ESB-regluverk án ábyrgðarmanna.

Veiðinet þessara glæpapóla (USA-ESB), er embættisklíku-áhættufíknar-kauphalla-banka/lífeyrissjóðssjóða-ræningjar. Sem er í daglegu tali í ríkisfjölmiðlum á Íslandi kallað aðlögunarferli að ESB.

Hvenær ætlar almenningur, og opinbert ríkisstyrkt fjölmiðlafólk að standa með staðreyndum og sannleika í þágu heildarvelferðar almennings allra ríkja/þjóða?

Lygi skapar einungis meiri lygi, og svik skapa einungis meiri svik.

Er þörf á meiri tortímingu á saklausu fólki út um allan heim, og réttlæti fyrir það, en orðið er í heiminum? Til þess eins að mata stórhættulegar mafíu-banka/kauphallir?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2013 kl. 13:51

4 identicon

Enn bíður það verkefni íslensku þjóðarinnar að mynda samstöðu um lífíð.

Samstaða Lilju náði ekki flugi.  Ég gaf eitt ár af ævi minni til þeirrar samstöðu.

Hafði aldrei verið skráður í einn né neinn flokk áður og því algjörlega óflokksbundinn maður alla tíð

skynjaði ég þá að það væri nauðsynlegt þjóðinni að mynda samstöðu, hvorki til vinstri né hægri,

heldur til varnarbaráttu fyrir sauðsvartan íslenskan almenning, okkur hið venjulega fólk.

Þá skrifaði ég þessa grein um Hrægamma og landshöfðingja:

Hrægammar og landshöfðingjar

 

Eftir að Viðeyjar-stjórn landshöfðingjanna sem þá voru, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, hafði með blessun þáverandi forseta, Vigdísar Finnbogadóttur, samþykkt með þingræðislegu gerræði frjálst flæði fjármagns og vinnuafls þvers og kruss eftir vafninga- og útrásar og innrásarleiðum, þá var grundvöllurinn skapaður fyrir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson og valdaelítu flokka þeirra að einka-vina-væða bankana.

Í áframhaldinu kom svo ríkisstjórn Geirs Hilmars Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með þau Jóhönnu Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson og álíka kauða innanborðs. Haustið 2008 hrundi svo skjaldborg allra ofantalinna um hina einka-vinavæddu banka.

Sú skjaldborg hefur síðan verið endurreist og enn á ný til einkavæðingar bankanna. Það er verk ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, landshöfðingja Deutsche Bank, AGS og ESB-Icesave.

Það ætti því að vera öllum augljóst hverra erinda allur 4-flokkurinn gengur.  Við þekkjum söguna.

Í því ljósi er vert að minna á þessi orð Lilju Mósesdóttur, stofnanda og félaga í SAMSTÖÐU flokki lýðræðis og velferðar, og ég vona og vil leyfa mér að trúa því, að þessi þjóð okkar fari nú að vakna og átta sig á því að allur 4-flokkurinn er gegnumrotinn af gagnkvæmu og ferföldu sérhagsmuna-bakklóri, sem beinlínis beinist gegn almannahagsmunum íslensks almennings og þar með gegn almannahagsmunum okkar sem þjóðar:

"Sú staðreynd að hrægammasjóðir eru helstu kröfuhafar Íslands ógnar efnahagssjálfstæði landsins. Mér skilst að ætlun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hafi verið að kaupa upp kröfur á föllnu bankanna en Barroso, framkvæmdastjóri ESB, hafi í símtali við Geir talað gegn því að íslensk stjórnvöld reyndu að kaupa upp kröfur á föllnu bankana fyrir slikk. Uppkaupin hefðu haldið hrægammasjóðunum frá landinu. Gott dæmi um hvernig hrægammasjóðir geta knésett ríkissjóð landa er Argentína. Um aldamótin keyptu hrægammasjóðir upp hluta af erlendum skuldum Argentínu á 20% af nafnvirði þeirra. Þegar hagkerfið lenti í erfiðleikum 1999-2002 ruddust sjóðirnir inn á gjaldeyrismarkaðinn til að koma kröfum sínum í verð sem ýtti undir greiðsluþrot argentíska ríkissjóðsins."

Ég veit að íslensk þjóð mun ekki láta sérhagsmuna-elítu 4-flokksins blöffa sig aftur … eða hvað?  Nei, fjandakornið, íslenska þjóðin er amk. reynslunni ríkari og hún sagði dúndrandi Nei í Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunum.

Ég er þess reyndar einnig alveg viss að íslensk þjóð mun ekki, þegar á hólminn kemur í kosningum til Alþingis, láta hina ofur-björtu framtíð skælbrosandi skemmtara útfryma 4-flokksins rugla sýnina og heilbrigði vits okkar þegar um almannahagsmuni okkar sem þjóðar er um að ræða:  Nei  “We won´t get fooled again … Nei … We won´t get fooled again.”  Við þurfum að virkja hér lýðræði okkar til velferðar okkar sem þjóðar, en ekki landshöfðingja með sína skælbrosandi skemmtara, sem sundra okkur sem sauðum til slátrunar fyrir hrægamma.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 16:34

5 identicon

Enn bíður það verkefni íslensku þjóðarinnar að mynda samstöðu um lífíð!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 16:36

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæltu manna heilastur Pétur.

Takk fyrir innlitið Anna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.11.2013 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 4181
  • Frá upphafi: 1338880

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 3747
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband