Ágætis ræða hjá Bubba.

 

En hann sem endurskoðandi ætti að vita að ofurskuldsett fyrirtæki fjárfestir ekki, hver króna sem kemur inn umfram nauðsynlegan kostnað fer í hinar stökkbreyttu skuldir.  Bankinn spyr ekki, hann tekur.

Og þó að langt sé um liðið að hann sat í tíma hjá Gylfa Þ.Gíslasyni þá ætti hann samt að muna hver er afleiðing ofurskuldsetningu.

Langvarandi samdráttur og stöðnun.  Kallast skuldakreppa.

 

Einstaklingur sem hefur ekki kjark til að segja satt út frá þekkingu sinni og reynslu um neikvæð áhrif hinna stökkbreyttu skulda, ætti ekki að taka að sér að leiða samtök atvinnurekanda.  

Bullið og hjarðhegðun fyrri forystumanna þeirra skilaði meiri upptöku eigna en þjóðnýting bolsévika gerði undir stjórn Leníns.  Aðeins Stalín gekk lengra en hinar stökkbreyttu skuldir.

Eftir Hrunið voru næstum öll stórfyrirtæki landsins í eigu fjármálastofnana, um 70% minni og meðalafyrirtækja voru algjörlega háð bönkunum um fjárhagslega endurskipulagningu.

Eignaupptaka sem er algjörlega óþekkt í vestrænni hagsögu.

 

Bull og afneitun staðreynda mun aðeins valda nýrri kollsteypu.

Og fyrstir til að falla eru atvinnurekendur.

 

Hafi menn ekki kjarkinn ættu menn að halda sig við endurskoðunina, hún er seif.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjárfestingar til að auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það sem þarf að gera er:

1) Lækka skatta og aðrar opinberar álögur verulega, þá er ég að tala um tugi prósenta miðað við það sem nú tíðkast. Skera niður á fjárlögum um 20% árlega á næsta kjörtímabili.

2) Segja upp verulegum fjölda ríkisstarfsmanna. Leggja mætti niður t.d. Seðlabankann og FME svo tvö dæmi séu tekin.

3) Einfalda verulega allar reglur sem hamla verðmætasköpun og/eða fella úr gildi.

4) Ýta þarf undir fjárfestingar og laða þarf að erlend fyrirtæki (Bakki t.d.).

5) Einkavæða og hleypa einkaðilum að t.d. í heilbrigðisþjónustu.

Þetta mun skila miklu hagvexti, mikill fjöldi starfa mun verða til og fyrirtæki munu geta hækkað laun.

Sagan segir að þessi leið virki :-)

Vandinn er bara að stjórnmálamenn reyna alltaf að múta kjósendum með þeirra eigin fé og enn verra er að kjósendur bíta á agnið :-(

Helgi (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 13:18

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rétt að skuldsett fyrirtæki fjárfesta ekki,þ.e. geta ekki fjárfest.En held hann hafi verið að tala um fjárfestingu annarra aðila(þá erlendra)í fyrirtækjum hérlendis bæði nýjum og gamalgrónum.Fjárfestingin yki þá hlutafé fyrirtækjanna.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.4.2013 kl. 13:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Jósef, við skulum vona Bubba vegna að hann sé ekki að tala um að nýlenduvæða landið, að afhenda gögn landsins og gæði útlendingum.

Og miðað við fréttina þá var hann ekki að því, heldur talaði hann að skynsemi um nauðsynlega umgjörð efnahagslífsins, en veikleiki ræðu hans var að minnast ekki á heimskuna sem býr að baki sjálfvirkri hækkun skulda.  

Erlend fjárfesting getur verið innspýting en ef hún er Fjárfestingin, þá er úti um sjálfstæði þjóðarinnar. 

Og fljótlega þar á eftir er þjóðin sem slík úr sögunni.

Ég ætla Bubba ekki slík landráð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2013 kl. 14:21

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi, þjóðfélag ribbaldanna sem þú ert að lýsa, hefur hvergi skilað neinum hagvexti, ekki til lengri tíma.

Velferðarkerfið sem þú ert að ráðast gegn er samfélagssáttmáli sem batt enda hin stöðugu stéttaátök sem höfðu mótað sögu Evrópu í um 200 ár.  Sáttin náðist þegar yfirstéttin skildi að örlög frönsku yfirstéttarinnar eftir frönsku stjórnarbyltinguna yrði hennar ef hún næði ekki sátt við verkalýðsstéttina.

Þessa sátt er búið að rjúfa í Evrópu og borgarastyrjöld er óhjákvæmileg.  

Ég skil ekki þrá þína að flytja inn slíkt ástand hingað.

Skatta á að lækka þegar þeir vinna gegn skattstofni sínum, annars ekki.  

Regluverk er nauðsynleg forsenda stöðugleika, vaxtar og velmegunar.  Ekkert dæmi er til í mannkynssögunni þar sem slíkt hefur átt sér stað án regluverks og öflugs ríkisvalds.

Niðurskurður ríkisútgjalda á krepputímum er bein ávísun á samdrátt og langvarandi stöðnun.  Friedmanistar reyndu að halda öðru fram í upphafi fjármálakreppunnar, en það rifst enginn lengur eftir að sjá áhrif niðurskurðarins í Evrópu.  

Það er framleiðslan sem er forsenda lífskjara, forsenda hagvaxtar, ekki gjaldmiðill, stöðugleiki hans eða verðgildi.  Þú borðar mat, ekki pening, þú notar samgöngutæki til að ferðast milli staða, ekki peninga, peningar eru einskis virði ef ekki er framleiðsla, gögn og gæði að baki.

Það er hægt að skipta um gjaldmiðil með einu pennastriki, en þú býrð ekki til bíl eða skip með penna.  Heldur vélum, tækjum, verksmiðjum, fólki.

Og fólkið verður alltaf að hafa í sig og á, annars snýst það gegn valdhöfunum, snýst það gegn þeim sem fyrirfram útiloka það þátttöku í samfélaginu.

Þess vegna er hagfræði Friedmans, frjálshyggjan, hagfræði dauðans.

Og aðeins þeir sem eru haldnir dauðahvöt taka undir hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2013 kl. 14:43

5 identicon

@4: Þú talar alltaf í frösum. Velferðarkerfið sem þú ert að tala um og þér er annt um, eins og mér, er búið að vera í núverandi mynd. Sönnun þess er þegar farin að birtast en ég reikna með að hún verði öllu sýnileg eftir svona 2-4 ár eða svo. Það eina sem er spurning um er birtingarformið.

Þú segir: "Niðurskurður ríkisútgjalda á krepputímum er bein ávísun á samdrátt og langvarandi stöðnun." Þetta er beinlínis rangt hjá þér. Harding afsannaði þetta.

Gjaldmiðill skiptir máli, hann er jú helmingur þeirra viðskipta sem eiga sér stað. Sumar þjóðir finna nú á eigin skinni að gjaldmiðill getur haft sveiflujafnandi áhrif en í þeirra tilviki gerir hann það ekki.

Þú segir: "Regluverk er nauðsynleg forsenda stöðugleika, vaxtar og velmegunar." Einnig þetta er beinlínis rangt hjá þér. Hinn mikli efnahagslegi vöxtur USA á seinni hluta 19. aldar afsannar þessa kenningu þína. Sama má segja um árin fyrir hrun hérlendis, umsvif og afskipti ríkisins jukust ár frá ári en samt hrundi allt.

Svo er ferlega hallærislegt að tala um lítil opinber afskipti og lága skatta sem þjóðfélag ribbaldanna. Á árunum fyrir hrun jukust ríkisafskipti (reglum fjölgaði) og ríkið tók meira til sín en áður en samt hrundi allt. Þetta rímar ekki við þegar þú segir að vöxtur og velmegun eigi sér ekki stað án regluverks og öflugs ríkisvalds. Of oft ríma hugmyndir þínar ekki við veruleikann.

Skattar vinna alltaf gegn skattstofni sínum, ef þú skattleggur fyrirtæki notar fyrirtækið það fé ekki til þess að ráða til sín fleira starfsfólk, afurðir fyrirtækisins þurfa að vera hærri í verði og seljast því ekki eins vel, fyrirtækið notar ekki það fé til að fjárfesta o.s.frv. Mér finnst það opin spurning hvort skattheimta samræmis eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Einhverra hluta vegna dettur engum í hug að ræða þetta og allra síst þessum mannvitsbrekkum í stjórnlagaráði.

Ein spurning undir lokin: Hvað olli hruninu hérlendis sem og erlendis?

A) Taumlaus frjálshyggja

B) Græðgisvæðing

C) Ribbaldar (eins og þeir sem ég reikna með að þú sért að tala um að ofan)

D) Skortur á reglum

E) Annað

Þú átt enn eftir að segja mér hvernig þú skilgreinir frjálshyggju - ekki bara tala almennt um hana. Frjálshyggja er hugtak sem á sér nokkuð skýra skilgreiningu en þú forðast rétta notkun þessa hugtaks eins og heitan eldinn.

Helgi (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 22:36

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Því miður kemst ég ekki í að ræða þessi mál betur við þig, sá litli tími sem ég hef í tölvuna fer í kosningaþemað.

En ég sé að þú hefur náð þessu með frasana, rökstuðningur þinn allt annar og betri en hann var.  

Ef ég sé einhvern tilgang að blogga eftir kosningar, þá mun frjálshyggjan örugglega koma til tals, þá getum við tekið þráðinn þar sem frá var horfið.

Á meðan, hafðu það sem allra best.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2013 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 5380
  • Frá upphafi: 1338838

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 4737
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband