Hvenær verður ríkisstjórn Ísland sakfelld fyrir þrælahald?

 

Hér tíðkast það í ennþá stærra mæli, heil kynslóð dæmd í ævarandi þrældóm verðtryggingarinnar. 

 

"Ég er enn með túpusjónvarp, þar sem ég fæ samviskubit í hvert sinn sem ég horfi á auglýsingu með mynd af flatskjársjónvarpi. Orð Jóhönnu Sig. um að skuldavanda heimilanna megi rekja til kaupa þeirra á flatskrársjónvörpum glymja alltaf í huga mínum. Ekki verður samviskubitið minna þegar ég horfi á höfuðstólinn á verðtryggða námsláninu og fasteignaláninu mínu. Ákvörðun mín um að ganga menntaveginn og kaupa fasteign með verðtryggðu láni fyrir 65% af söluverðinu hefur hneppt mig í ævilangt skuldafangelsi. Það eru því litlur líkur á að ég muni nokkurn tíma njóta þess að horfa á flatskjársjónvarp." (Lilja Mósesdóttir).

 

Er það bara í útlöndum sem þrælahald er bannað???

Ég bara spyr eins og fávíst barn.

Fávíst barn sem hlustaði á þáverandi biskup Íslands, Sigurbjörn Einarsson segja á aðventunni að maður ætti ekki að gera öðrum það sem maður vildi ekki að sér og sínum væri gert.

 

Hver vill lifa til lífstíðar sem skuldaþræll verðtryggingarinnar??

Jóhanna Sigurðadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarni Benediktsson???  

Held ekki, en af hverju vilja þau öðrum slíkt hlutskipti, svo ég spyrji aftur eins og fávíst barn, sem einu sinni hlustaði á Sigurbjörn Einarsson segja frá að það það sem þú gerir þínum minnsta bróðir, það gerir þú drottni líka.  

 

Vilja Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarni Benediktsson halda Hungurjól???

Held ekki, en hvernig var hægt að tala um fjárlög í skrilljón tíma án þess að minnast einu orði á hlutskipti þeirra sem þurfa að lifa á strípuðum bótum einum saman, í þessu landi vaxtaokurs og dýrtíðar.  

Af hverju fannst þeim sjálfsagt að greiða tugi milljarða í óþarfa vexti vegna risaláns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sama tíma og fólk heldur Hungurjól???

 

Hvað er að þessu fólki???  Var það aldrei saklaust barn sem hlustaði á biskupinn okkar, Sigurbjörn Einarsson á aðventunni????

Hvað misfórst í uppeldi þess???, af hverju er Ísland þrælanýlenda hins skítuga fjármagns???

Af hverju gerir það ekkert???

Af hverju ver það ekki þjóð sína??

 

Það er engin afsökun fyrir það að þjóðin hafi kosið það og muni kjósa það aftur í næstu kosningum, ég var ekki að spyrja hvað hefði misfarist hjá þjóðinni, ég var að spyrja um þau, sem völdin hafa, af hverju gera þau ekkert.

 

"Lífeyririnn dugar ekki fyrir framfærslu. Á sama tíma og vöruverð hækkar um 50% standa lífeyrisgreiðslur að mestu leyti í stað,“ segir Guðmundur. Hann segir Öryrkjabandalagið hafa orðið vart við að þeim hafi fjölgað mikið sem hafa ekki lengur efni á að borga af húsnæði sínu og segir hann að umsóknum hjá hússjóði bandalagsins hafi fjölgað mikið. „Kreppan er virkilega að koma fram núna,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag en illa staddir lífeyrisþegar skipti sennilega þúsundum. Hann gagnrýnir að á sama tíma og bætur hafi verið skertar".

 

Það eru þau sem bera ábyrgð á Hungurjólunum, ekki aðrir.

 

Það eru ekki rök í málinu að Bjarni Benediktsson sé leiðtogi flokks í stjórnarandstöðu.  Það er ekkert sem hindrar hann í að bera upp breytingartillögur á fjárlögum um hækkun bóta sem serða sárasta hungrið.  

Það var hann sem varði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir falli haustið 2010 þegar líf stjórnar hennar hékk á bláþræði vegna mótmæla almennings. 

Það var hann sem samþykkti allar tillögur ríkisstjórnarinnar varðandi skuldamál heimilanna og sveik þar heimili landsins á ögurstundu.

Það er hann sem lætur sem vandinn sé ekki til, að það þurfi ekki að gera kerfisbreytingu, heldur dugi í miðri heimskreppunni að framleiða sig út úr honum.

 

En hann ber ekki ábyrgðina, það er rétt.  

Þess vegna sleppur hann við ákæruna um þrælahald heillar kynslóðar.

En það þýðir ekki það sama og að hann sé saklaus.

 

Því hann gat en gerði ekki.

Í því er mikil sekt fólgin.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fjölskylda sakfelld fyrir þrælahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Góð grein að vanda hjá þér, Ómar. En ein fingurglöp gera skemmtilega? merkingarbreytingu í textanum. Þar sem stendur "serða" skal að líkindum standa "skerða". ...

Magnús Óskar Ingvarsson, 14.12.2012 kl. 16:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Úff Magnús, ég var að spjalla við bónda í gærkveldi sem var svo vænn að koma úr miðri hrútaserðingu til að saga fyrir nýjum krana við eldhúsvaskinn (hann er líka smiður og þúsundþjalasmiður) og setti kranann upp fyrir mig í leiðinni.

Já og hrútarnir voru að serða kindur svo ég verði ekki miskilinn.  

En allavega kom það til tals og rætt um verðlaunahrúta og sæðissprautur.

Og eitthvað sat eftir í vitund minni, en "seðja" átti þetta víst að vera.

En það verður víst ekki leiðrétt héðan af.

Takk Magnús.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 17:28

3 identicon

Bravó!

pjakkur (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 18:42

4 identicon

Eftir erfiða umhleypinga og lýjandi tilhleypingar í desember er tilvalið að stökkva af alefli í púkann á fjósbitanum (verðtryggingardrauginn)...og kveða hann í kútinn með því að fjölmenna við grjótfjósið á Austurvelli snemma í  janúar...þar á almúginn að sýna samtakamátt sinn og megin.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 19:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góðan pistil Ómar.  Tek undir þetta með þér. 

Annars geturðu alltaf leiðrétt færslur þú ferð bara inn á stjórnborð, og klikkar á færsluna sem þú vilt breyta, og lagar málið afar auðvelt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2012 kl. 20:40

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

lagast ekki á meðan við höfum krónuna - eina leiðin út úr þessu er ESB eða eitthvað þ.u.l

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 21:17

7 identicon

Rafn Guðmundsson, það sama sagði Bjarni Benediktsson fyrir kosningarnar 2009.  Ert þú í Sjálfstæðisflokknum?

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 21:21

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei - en sennilega bara rétt hjá bb

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 21:27

9 identicon

Rafn minn, þá hlýturðu að vera í flokki Steingríms J., VG.  Smellpassar við svik VG, fh. AGS og bankafursta  ESB.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 21:40

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú er semsagt sammála að eina leiðin út úr þessu er ESB eða þ.u.l

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 21:53

11 identicon

Flatskjárrökin eru hluti af hinu skipulagða sakvæðingarferli sem sett var í gang til þess að velferðarstjórnin gæti virkjað sitt fólk í árásinni á heimili landsmanna kröfuhöfum til dýrðar. Það sér það hins vegar hver einasti maður að bróðurparturinn af því fé sem tapast í hruninu er vegna viðskiptarvildar-fyrirtækja og eignarhaldsfélaga sem í mörgum tilvikum voru meðal stærstu styrktaraðila stórnmálaflokkana fyrir hrun. Bróðurparturinn af því fé sem innheimtist er hins vegar skuldir heimilanna og þeirra fyrirtækja sem stóðu í eðlilegum rekstri.

Árni Þór Sigurðsson er einn af þeim þingmönnum sem tóku virkan þátt í sakvæðingunni eins og átakanlegt viðtal við hann í Bítið á Bylgjunni leiddi í ljós árið 2010 ef ég man ártalið rétt.  Þar náði Árni að ganga fram af Heimi Karlssyni þegar sá fyrrnefndi lýsti nauðsyn þess að ná eignum af fólki í eftirleik hrunsins því það hefði farið offari fyrir hrun.

Fyrir ykkur sem munið ekki lengra aftur en í síðustu viku þá skal ég rifja það upp fyrir ykkur að Árni Þór sat í stjórn Frjálsa Fjárfestingarbankans sem stóð í umfangsmikilli ólöglegri lánastarfsemi fyrir hrun.  Ef ég hef skilið eftirmálann af þeim harmleik rétt þá er ríkisjóður nú í 77 milljarða króna ábyrgð m.a. vegna ólöglegra lána Frjálsa Fjárfestingarbankans sem runnu inn í Dróma eftir hrun.  Það er ekki útséð með það eftir síðustu gengislánadóma hæstaréttar hvort að virkja þarf þessa ábyrgð. 

Hræsni er ekki það sem íslenskir vinstrimenn hafa átt minnst af í gegnum tíðina.  

Seiken (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 22:19

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Já en þá væri athugasemd Magnúsar í lausu lofti Ásthildur og það gengur ekki.

En takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2012 kl. 22:33

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha reyndar, bara spurning um hvað þú vilt sjálfur gera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 00:12

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég féll á tíma með það Ásthildur, Magnús náði mér en góðlátlegt grín kætir bara og bætir.

Einn góður vinur minn kallar þetta Vaðlvísku og skilur ekkert í þegar fólk horfir á mig stórum augum þegar ég alltí einu nota orð sem ganga þvert á merkingu þess sem ég er að segja.   Sagði svo, "hvað er þetta, skiljið þið ekki Vaðlvísku???, ég skildi alveg Ómar, það þarf bara smá æfingu".

Þegar ég sé tvö stór augu stara á mig, þá veit ég að ég hef misst úr úr mér svona tungubrjót.

Þetta lagast þegar svona tungumálaþýðandi eins og maður sér í Star Trek og öðrum geimmyndum hefur verið fundinn upp.

Þangað til fær maður oft eitthvað til að glotta að.

Kveðja vestur.

Að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2012 kl. 08:40

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hláturinn lengir lífið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 3644
  • Frá upphafi: 1338914

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 3257
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband