Það er ekki sama hver á í hlut.

 

Hver stelur.

Hvort þú stelur frá almenning eða hvort þú stelur frá útrásarlepp.

Svo skiptir líka miklu máli að vera búinn að borga í kosningasjóð réttra flokka og frambjóðanda, svo lögum sé breytt áður, þannig að það sem var beint lögbrot, er núna óljóst, á hinu svokallaða gráa svæði, og gjörningur þinn orðinn "ekki lögbrot".  Löglegt spurning, en örugglega ekki bannað.

Kallast löglegur þjófnaður á mannamáli.  

Á þessu klikka smáþjófarnir og því fer fyrir þeim sem fer, þeir fá alla athygli réttarkerfisins, enda hannað fyrir smáu, ekki þá stóru.

 

Það er nefnilega ekki það sama hver á í hlut.

Og það er algjört aukaatriði málsins að sá sem stolið var frá, átti ekkert í þeim peningum sem var stolið.

 

Hann á lögin.

Kveðja að austan.


mbl.is Tók milljónir út af korti Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Einhvernvegin kemur manni í hug sagan og bíómynd um Hróa hött sem maður las sem barn og þóttin hann góði karlin!!!/kveðja að sunnan!!!!!

Haraldur Haraldsson, 7.12.2012 kl. 12:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Allavega er samúð mín takmörkuð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2012 kl. 12:50

3 identicon

Hrói Höttur er góður en mér dettur líka í hug þættirnir ALIAS.Maður vissi aldrei hverjir voru vondu kallarnir(eða gellurnar) og hverjir hinir góðu.Kveðja frá Noregi.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 13:01

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mér dettur í hug Apabúr, þegar ég heyri og sé inná alþingi í Sjónvarpinu.

Eyjólfur G Svavarsson, 7.12.2012 kl. 13:10

5 identicon

Ertu að reyna að toppa okkur Eyjólfur?

josef asmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 14:15

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Stal frá þjófi og glæpamanni? Að öðru. Jón Steinar Gunnlaugsson er á því að íslendingar séu heiðarlegasta þjóð í heimi og sé eina landið þar sem hvítflibbaglæpir þekkjast ekki. Þess vegna hefur enginn verið dæmdur fyrir innherjasvik eða markaðsmisnotkun á Íslandi. Jú, reyndar Baldur en það var bæði svindl og samsæri skv. áðurnefndum Jóni. Einnig finnst Jóni og Brynjari vin hans Nielson, að það sé hrein tíma- og peningaeyðsla að sækja menn til saka fyrir hvítflibbaglæpi á Íslandi. Sönnunarbyrðin sé flókin og yfirleitt eru þetta ágætis gæjar og vinir þeirra sem verið er að sækja til saka.

Guðmundur Pétursson, 7.12.2012 kl. 15:17

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2012 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 744
  • Sl. sólarhring: 1115
  • Sl. viku: 5952
  • Frá upphafi: 1328765

Annað

  • Innlit í dag: 638
  • Innlit sl. viku: 5310
  • Gestir í dag: 577
  • IP-tölur í dag: 564

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband