Fyrir hvað stendur Björt Framtíð??

 

Evrópusambandið, Evru, Orðavaðal.???

Nei, ekkert að þessu er satt, það er ekki einu sinni svo gott.

Og ég skal útskýra mál mitt.

 

Ég er einn af þeim sem batt vonir við Guðmund Steingrímsson, fannst hann vera ferskur, fyndinn, og fyrst og fremst mannlegur.

Svo fór hann á þing fyrir Framsókn og var í stjórnarandstöðu.  Og svo kom ICEsave, Svavarssamningurinn margfrægi.  Þá gerðist dálítið sem opnaði augun mín fyrir þessum ágæta dreng.

 

Þetta var í þingumræðum þegar Jóhanna og Steingrímur voru farin að kvarta yfir "Samstöðunni" sem Ögmundur beitti sér fyrir um að leiðrétta helstu ágallana við Svavarssamninginn.  Og aðeins af þeirri hófsemd að það voru sett inn ákvæði um að árlegar greiðslur mættu ekki fara yfir ákveðið hlutfall af þjóðarframleiðslu enda annað ávísun á beint gjaldþrot þjóðarbúsins.  

Í þessu sambandi er nauðsynlegt að vita að ef aðeins greiðsla ríkissjóðs eða ríkisfyrirtækja færi fram yfir gjalddaga þá máttu bretar gjaldfella alla skuldina.

Guðmundur kom þá í pontu og pirringurinn lak af honum, hann kvartaði yfir málþófi, ekki bara samþingmanna sinna í Framsóknarflokknum, heldur líka hjá þeim stjórnarliðum sem beittu sér fyrir lágmarks öryggisventli gagnvart þjóðargjaldþroti.

Hann sagði að það væri búið að semja, og fyrir þeim samningum væri þingræðislegur meirihluti, og Alþingi ætti að fara að ræða um eitthvað annað, eitthvað þarft.   Eins og gjaldþrota þjóð hefði eitthvað að segja um ráðstöfun fjármuna sinna.

 

Jæja, ég varð hissa og já hugsi.

En svo vildi það til að 2 dögum seinna þá lenti ég óvart að hlusta á beina útsendingu frá Alþingi þar sem var verið að ræða málefni fatlaðra, mig minnir félagsþjónustu, gæti hugsanlega verið búsetuúrræði eða annað sem sannarlega kostaði ríkissjóð aukin útgjöld.  

Þá kom Guðmundur uppí pontu og hélt ágæta ræðu um nauðsyn þess að kjör fatlaðra yrðu bætt og lagði til einhverjar tillögur í þessum málum sem sannarlega voru útgjaldaaukandi.

Nýbúinn að skamma þingheim fyrir málþóf þegar reynt var að hindra þjóðargjaldþrot, og núna vildi hann bæta í útgjöld.

Fyrir hvaða pening???  Þessa 30 til 60 milljarða á ári sem voru áætlaðar í ICEsave, ofaná þegar alltof mikinn halla ríkissjóðs????

 

Þá kveikti ég á perunni fyrir hvað Guðmundur Steingrímsson stendur fyrir.  

Orð eins og algjör heimska, algjört vanvit, fáviska, ekkert að þessum orðum ná að lýsa stjórnmálamanninum Guðmundi Steingrímssyni.

Orðið er EKKERT,  það er ekkert fyrir innan umbúðirnar.

 

Það er það sorglega í dæminu.

Og þetta EKKERT er að fá 8,6% fylgi, á tímum þar sem heimili landsins eru að kikna undan verðtryggingunni og ljóst er að ef þjóðin snýst ekki samhent til varnar, að þá munu amerískir vogunarsjóðir yfirtaka efnahagslífið.

 

Þegar framtíð unga fólksins er í húfi, líf þess og lífskjör, þá kýs það EKKERT.

Þá kýs það Tómið, umbúðir án innihalds.

 

Það hefur eitthvað mikið farið úrskeiðis einhversstaðar.

Jafnvel DúDú fuglinn er ekki svona gerður þó hann sé talinn heimskasta lífvera sem uppi hefur verið.  Enda átti hann enga náttúrulega óvini og gat bara verið stór og heimskur.

En fólk sem á lífið framundan.  Fólk sem ætlar sér að eiga börn.

Það hefur ekki einu sinni vit á að gera tilraun til að verja sig og sína.

 

Meira að segja Steingrímur Joð og flokksbrot hans er valkostur miðað við EKKERT.

Það er allt valkostur miðað við EKKERT.

Því EKKERT er andstæða lífsins.

 

Það er EKKERT Bjart yfir framtíð þessa unga fólks.

Það á enga framtíð gangi vilji þess eftir.

 

Aðeins Tómið.

Kveðja að austan.


mbl.is Björt framtíð með 8,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eiginlega EKKERT að segja um þessa grein þína, hún er svo ótrúlega heimskuleg...."Orð eins og algjör heimska, algjört vanvit, fáviska, ekkert"....lýsa grein þinni annars vel svo maður vitni í þín eigin orð. Held að þú þurfir að hugsa þig aðeins betur um áður en þú skrifar svona rugl.

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 15:35

2 identicon

Guðmarshall eru verðugir arftakar Árna Johnsen

Mæta í réttir með gítar og harmoniku og atkvæðin streyma inn

meir þarf ekki til að tolla inni á Alþingi íslendinga

Grímur (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:00

3 identicon

Þetta er snilldar pistill. Ég hafði sama álit á Guðmundi og þú lagðir af stað með en orðið "EKKERT" er eins nákvæm lýsing á framhaldinu og hugsast getur.

Reyndar tel ég allt eins líklegt að þetta framboð sé í raun skipulagt af Samfylkingunni í örvæntingarfullri tilraun til þess að halda ESB umsókninni á lífi.  Hlutverk Bjartrar Framtíðar er þá að reyna að sópa upp einhverju af óánægju fylginu sem getur ennþá hugsað sér að ganga í ESB en myndi ekki snerta á Samfylkingunni með eldtöngum.  Svo fær BF nokkur kjötbein að vinna með eins og andstöðu við hækkun á VSK á hótelgistingu til þess að reyna að búa til einhverja ímyndaða sérstöðu hjá flokknum.

Það er ekki eins og að það skorti fordæmi fyrir svona sviðsettum pólitískum samfylkingarhrærigraut.  Það þarf ekki að fara lengur aftur en að forsetakosningunum fyrr á árinu þegar okkur var boðið upp á "ekki-samfylkingar-kandídat" sem var fanatískt studdur áfram af öllu samfylkingarfólki.

Seiken (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 16:15

4 Smámynd: Elle_

Já, stjórnmálamaðurinn Guðmundur Steingrímsson er ansi ráfandi og tómur, Ómar, hvað sem Jóni Kr. að ofan finnst um pistilinn.  Skil ekki fylgi hans flokks.

Það er áberandi líka hvað hinn galtómi móðurflokkur hans og hans flokks er leiðinlega klókur og lúmskur í öllum málum en klókindi og lúmska eru notuð þar sem heiðarleika og vit vantar eða yfirgangur ræður ríkjum.

Elle_, 1.12.2012 kl. 17:09

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Sem slíkt er ekkert að því að vilja koma þjóð sinni undir yfirráð erlends afls þó þó það sér gert með rústun efnahags og lífskjara.  Það er hægt að nota orð eins og illvilja, pólitískt ofstæki, eða pólitíska trú, jú vissulega hrjáir vanvit marga sem innilega trúa því að evran virki á annan hátt en hún gerir, að hún bæti lífskjör fólks í stað þess að grafa undan þeim.

En þetta er afstaða sem byggist á einhverjum rökum eða trú, en þegar ég hlustaði á Guðmund ræða þessi réttindamál fatlaðra, þá var svo augljóst að hann meinti allt sem hann sagði.  Hann virkilega vildi vel.

Það var það sem sló mig.  Hann gerði sér enga grein fyrir hvað andófið gegn ICEsave var að berjast, að þetta andóf væri spurning um líf eða dauða fyrir það fólk sem átti allt sitt undir sameiginlegri velferð samfélagsins.

Fyrir Steingrím var þetta einfaldlega spurning um völd, og Jóhanna var bara svo vitgrönn að hún vissi ekki hvað stóð í ICEsave samningnum, og veit það ekki ennþá.

En Guðmundur skynjaði ekki neina ógn, hann vissi ekki um hvað málið snérist.

Og svipað Tóm virðist hrjá kjósendur hans.  Þeir eru ekki á Íslandi í lok árs 2012.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2012 kl. 17:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Seiken, vissulega er Björt framtíð kostaður flokkur af Evrópusambandssinnum.  Ekki endilega bara að Samfylkingunni, hann er taktíst vopn aðgerðahópsins sem varð til í kringum seinni ICEsave kosninganna, þegar ekki átti að láta 98-2 ósigurinn endurtaka sig.

En veistu, ég held að Guðmundur greyið fatti það ekki.  Og hann viti ekki að ýmislegt sé að í þessu samfélagi, eða hvað bíður þjóðarinnar ef hún verst ekki amerísku vogunarsjóðunum.

Ég held að hann viti mjög fátt, en hann er hress.

Hann má eiga það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2012 kl. 17:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Margt má segja um Árna, en ekkert af því sem ég var að segja um Guðmund.

En þeir raula báðir, það er rétt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2012 kl. 17:33

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ég reikna með að þú sért stuðningsmaður Bjartrar Framtíðar, ekki vegna þess að pistill minn vekur viðbrögð hjá þér, heldur hvernig þú setur þau viðbrögð fram.

Það þarf ákveðið gáfnafar til að falla fyrir Bjartri Framtíð.

Svona gáfnafar sem fattar ekki að ef þú notar orðið EKKERT, þá notar þú ekki orðin "eins og algjör heimska, algjört vanvit, fáviska" vegna þess að þau lýsa einhverju sem er.

Og það sem er, getur verið margt en aldrei  EKKERT.

Annars vil ég benda þér á að það þarf ekki að hugsa þegar maður skrifar svona pistil, hann er bein lýsing á staðreyndum.

Kannski spurning um að muna lengur aftur en einn dag, en ekki spurning um hugsun.

Hinsvegar grípur maður til hugsunar þegar maður reynir að skilgreina fylgi við svona firringu eins og Björt Framtíð er, hvað fær fólk til að kjósa sina eigin gröf???

Og kannski á ég eftir að skrifa pistil um það en held samt ekki, þegar maður er að verja sig og sína, þá lemur á fíflum sem rífa niður víggirðingar innan frá vegna þess að þeir halda að þeir séu að styrkja varnirnar gegn óvininum sem sækir að og vill öllu eyða.

Það er að segja, ef maður er góðviljaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2012 kl. 17:45

9 identicon

Það er auðvitað hið besta mál að hafa áhyggjur af stöðu öryrkja eins og Guðmundur eða vilja berjast fyrir málfrelsissjóði eins og t.d. Teitur Atla gerði að lykilmáli í sinni framboðsbaráttu.  Öll viljum við þessa hluti.  En frambjóðendur sem eru ekki að hugsa um það öllum stundum hvernig á að leysa eftirfarandi mál eiga ekkert erindi á þing:

1) Hvernig á að loka 160-200 milljarða svartholi Íbúðalánasjóðs?

2) Hvernig á að fylla upp í 400-500 milljarða holu í skuldbindingum LSR?

3) Hvernig á að greiða niður 1600 milljarða skuldir íslenska ríkisins?

4) Hvernig á að bræða 1200 milljarða snjóhengju sem ekki er til gjaldeyrir fyrir?

M.ö.o. hvernig á að taka á þeirri staðreynd að efnahagsáætlun sú sem lagt var á stað með árið 2008 eru farin út böndunum? Áætlunin gekk út á að allt væri komið á fullt 2012, útflutningur hefði aukist og búið væri að leysa jöklabréfa vandann eins og hann var kallaður.

Svar norrænu velferðarstjórnarinnar, Guðmundar Steingríms eða annara aðila sem hafa EKKERT sem fókus í sinni stefnuskrá, er að hinar vinnandi stéttir og þá sérstaklega sjálfhverfa kynslóðin geti bara greitt þetta, enda hafi hún farið offari á árunum fyrir hrun.  Og til þess að gera verkefnið "extra spennandi" þá þurfa hinar vinnandi stéttir að finna á næstu árum ca. 400 milljarða sem búið er að bókfæra sem verðbætur á skuldir heimlianna frá hruni.      

Seiken (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 19:42

10 identicon

Um þetta er aðeins eitt að segja, eða kannski fremur að lesa:

Snilldarpistilinn hjá Ómari og snilldarathugasemdir frá Seiken.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 01:13

11 identicon

Ómar og Seiken, svo vel reifið þið hér stöðu mála og listið þau upp, að um það má segja

að aldrei er góð vísa of oft kveðin og ekki veitir af að kveða ítrekað á komandi mánuðum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 01:22

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Seiken og takk fyrir þitt góða innlegg.

Mikið sammála þér en ég tel að við þurfum að þrengja fókusinn.

Í grunninn er það tvennt sem ógnar tilveru okkar þjóðar.

Það fyrra, sem skiptir öllu máli að bregðast við, því það er svo endanlegt, er að hindra að þjóðin verði skuldsett í erlendum gjaldmiðli.

Þar er lykilatriði því það er alltaf hægt að takast á við innlendar skuldir, eða breyta röngum ákvörðunum eða gera innlenda kerfisbreytingu, en þegar það er búið að skrifa uppá erlent skuldabréf, þá er fjandanum erfiðara að losna undan því.  Í raun er það hluti af stríð heimsins við fjármálayfirstéttina og það er langt og strangt stríð, þó það þurfi að heyjast og verði háð.

Nýr flokkur sem ætlar sér gegn fjórflokknum er ekki trúverðugur fyrr en hann lýsir því yfir að allar undirskriftir í nafni þjóðarinnar á erlenda skuldsetningu vegna fjármálakreppunnar, sé gjörð á ábyrgð viðkomandi einstaklinga, og eigandi skuldabréfsins geti aðeins treyst á þeirra eigur til lúkningar skuldinni, svo og sjálfviljugra stuðningsmanna þeirra.

Það er kominn tími á yfirlýsingu um að einstaklingar geti ekki skuldsett þjóðir, þó þeir hafi til þess formlegt vald. Slíkt vald liggur aðeins hjá viðkomandi þjóð og hver kynslóð getur aðeins skuldsett sjálfa sig, ekki ókomnar kynslóðir.

Hitt lykilatriðið er að þó lengi sé hægt að takast á við innlendan vanda, og snúa mínus í plúss, þá verður það ekki gert ef tilverugrundvöllur þjóðarinnar er brostinn.  

Þess vegna er ekkert framboð trúverðugt nema það lýsi því skýrt og skorinort yfir að sá skuldir heimilanna sem eru umfram "eðlilega" greiðslugetu hennar, að þær verði afskrifaðar.  Og allar sjálfvirkar vísitölur verði teknar úr sambandi.

Allt hálfkák dugar ekki og er í raun beinn stuðningur við eyðingu fjármagnsaflanna.

Útfrá þessum undirstöðum byggja menn bjargið sem framtíð þjóðarinnar mun hvíla á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2012 kl. 10:33

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2012 kl. 10:33

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Finndu heimasíðu þeirra. Þar stendur ekkert, með mörgum orðum. Þeir eru populistar, flokkur sem er bara til til þess að koma þeim sem eru í flokknum á þing.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2012 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 277
  • Sl. sólarhring: 1004
  • Sl. viku: 5763
  • Frá upphafi: 1338650

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 5084
  • Gestir í dag: 246
  • IP-tölur í dag: 243

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband