Ögmundur, þetta er ekki nóg.

 

Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að rísa upp.  

Það þýðir ekki endalaust að skríða fyrir ógnaröflum siðspillingar og ranglætis.  

 

Vaðlaheiðargöngin eru aðeins lítill angi af stjórnvaldi sem þekkir ekki muninn á réttu og röngu.  Tekur atkvæðasnap fram yfir lífi og limi fólks.  

Verðlaunar Hrunverja með því að afskrifa skuldir þeirra en lætur almenning sitja eftir í súpunni, rændan og svívirtan.  

Neitað um réttlæti því réttlæti er aðeins fyrir þá ríku og voldugu.  

 

Mikið skrið er líka vont fyrir hné á mönnum sem eru farnir að reskjast.  

Það er líka vont fyrir bakið því maðurinn var skapaður til að ganga uppréttur, hvort sem það er útí lífið eða gegn arðráni og valdspillingu höfðingjanna.  

Þess vegna er maðurinn frjáls í dag en mikið skrið mun svipta hann því frelsi.  Setja hann í ánauð á ný.

 

Hlustaðu því á þinn innri mann Ögmundur Jónasson.  

Rístu upp. 

Það er gott fyrir hnén, fyrir bakið, og fyrir þjóðina.  

 

Rístu upp.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Vill Vaðlaheiðargöng á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ögmundur greiddi ekki atkvæði í dag, og það segir mér að hann er ráðherra-ómynd án skoðana, með fullt fangið af þykistu-hugsjónum og alvöru svikum. Honum er ekki annt um neitt annað en sitt áratuga gamla og svikula pólitíska sæti í spillingarfaðmi auðvalds-aflanna.

Ég get ekki vandað honum kveðjurnar, og það er ekki laust við að ég vorkenni honum fyrir manndómsleysið og hugleysið. Hann ætlar líklega að lifa lífið af, og halda pólitíska sætinu að eilífu. Þvílíkur hugsjónamaður, hann Ögmundur Jónasson, einkavinur ESB, Kína, kosningasvika og mannréttindabrota.

Mikil er fátækt Ögmundar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2012 kl. 00:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Ögmundur og hans nánustu samherjar eru samt eina stjórnarandstaðan á þinginu í dag, þau draga máttinn úr þessari ríkisstjórn óhæfuverka. 

Hann sat hjá vegna þess að sem ráðherra í ríkisstjórninni gat hann ekki greitt atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi.  

Ögmundur er mannkostamaður og vill vel.  

En hann skríður fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og það er hvorki hollt fyrir heilsuna eða þjóðina.  

Vonandi mun hann rísa upp fyrr en síðar.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 00:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er maður ekki búin að fá sig fullsadda af svona andsk.. pöddum sem "þykjast" ekki vilja þetta eða hitt en veita því samt sem áður brautargengi með þögn eða fjarveru.  Erum við ekki búin að sjá í gegnum svona skollaleiki?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 00:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ásthildur, er andstaðan eitthvað betri í dag???

Lætur hún ekki endalaust spila með sig, ef hún óvart ógnar valdinu þá dugar að kalla sægreifi eða stjórnarskrá og þá  hleypur hún gjammandi burtu en valdið situr eftir hlæjandi, öruggt í sínu skjóli.  

Situr ríkissjórnin ekki í skjóli Dögunar??? Er það ekki stuðningur hennar sem skýrir að stjórnvöld þurfa ekki að koma til móts við neyð heimilanna eða geta óáreytt komið sýndarviðskiptum krónubraskarana yfir á almenning í formi evruskuldabréfs. 

Til hvers ætti Ögmundur að fella ríkisstjórnina þegar nóg er af sjálboðahækjum á þingi sem kæmu í stað hans????

Mér vitanlega hefur aðeins ein manneskja á þingi risið upp gegn ógnarvaldinu sem ætlar að koma þjóð sinni í skuldaþrældóm ICEsave og krónubraskara.  En fólkið sem er á Móti, það getur ekki stutt hana því hún hrópar ekki spilling gjammandi um öll tún, hún talar aðeins um það sem þarf að gera svo börnin okkar endi ekki sem skuldaþrælar.  

Og hún talar um lífið, um það þjóðfélag sem við viljum að líf okkar erfi.

Nei, Ásthildur, það eru fáir með hreinan skjöld í dag en margir með gott hjarta.  Það eitt skiptir máli því Bylting lífsins ætlar að breyta framtíðinni, ekki fortíðinni.  

Eina skilyrðið er að fólk rísi upp, hætti að skríða fyrir Hrunverjum og AGS.  Hætti að láta spila með sig og fari að gera það sem þarf að gera.  

Höfum eitt á hreinu, að hinir hreinlífu munu ekki frelsa heiminn því hver og einn af þeim telur hina ekki nógu hreina.  

Fólk með hjarta mun hinsvegar frelsa heiminn.  Það þarf bara að átta sig á því.

Tíminn sem við höfum er hinsvegar knappur.  

Þess vegna er ég að biðja fólk um hætta að skríða, að rísa upp, að láta sinn innri mann ráða för.  

Við erum fleiri en okkur grunar.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 00:38

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Með þeim orðum og hvatningu frá þér Ómar,vil ég árétta ósk okkar allra um samstöðu. Eiga flokkar að sundra okkur? Menn fælast ef ehv.er gamall "Allaballi,Sjalli,eða Frammari. Ég er alltaf að vona að fólk sjái að á þessum tímum ógnar,,skiptir það ekki máli,heldur hvernig við snúumst til varnar. Íslandi allt.

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2012 kl. 03:06

6 identicon

"Mér vitanlega hefur aðeins ein manneskja á þingi risið upp gegn ógnarvaldinu sem ætlar að koma þjóð sinni í skuldaþrældóm ICEsave og krónubraskara.  En fólkið sem er á Móti, það getur ekki stutt hana því hún hrópar ekki spilling gjammandi um öll tún, hún talar aðeins um það sem þarf að gera svo börnin okkar endi ekki sem skuldaþrælar."

Höfum það á hreinu, að sú eina manneskja á þingi sem hefur risið upp og sem Ómar vísar hér til,

er Lilja Mósesdóttir.  Það þarf kraft, dug og þor til að rísa upp gegn ógnarvaldinu og þola fyrir það stöðugt níð og bakstungur frá hinum hræsnisfullu valdhöfum.  Ef Ögmundi og Guðfríði Lilju líður vel með það, að horfa upp á eineltið sem Liljka hefur orðið fyrir, þá verður svo að vera.  Þá eru þau ekki merkilegri manneskjur en það.  Bæði vita þau að VG er kasúldið vörumerki, kasúldið hræ, sem bíður þess eins að verða kastað á ruslahauga sögunnar,

en Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar, byggður upp af heiðvirðu og vænu fólki úr öllum flokkum, mun stækka og dafna, því við vitum flest að Lilja er hagfræðingur lífsins, eins og Ómar hefur orðað það svo vel.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 03:38

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Ég held að hlutskipti Guðfríðar og Ögmundar sé ekki öfundsvert og bak þeirra þakið rítingsstungum samherja.  

Mín skoðun er þekkt, ég tel að bylting lífsins hefjist á að fólk rísi upp líkt og fuglinn Fönix, úr eldi til endurlausnar.  

Byltingarmaður á sér enga fortíð, það er vilji hans til góðra verka og ístað hans gegn ógnaröflum auðræðisins sem ræður mikilvægi hans fyrir framtíð barna okkar.

Það erum ekki við sem dæmum, það er framtíðin.

Og ég veit að ef ég styð óvininn eina í hjarta mínu, þá ýti ég undir dilkadrætti í hreyfingu lífsins.  Og ýti undir þá hugsun að við sem komum fyrst séum á einhvern hátt betri en þau sem koma seinna.  

Að hreyfing sem berst gegn mismunun sé sjálf að mismuna.  

Því þá erum við ekki afl sem óvinurinn eini þarf að óttast.  

Sagan um fuglinn Fönix varð ekki til að ástæðulausu, hún er forsögn um upphaf byltingarmannsins, um endurlausnina, um hið annað tækifæri sem lífið bíður okkur öllum. 

Því segi ég, rísum upp, skrið er vont fyrir hnén.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 09:56

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Við munum snúast til varnar Íslandi Helga. 

Við eigum ekkert val.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 4175
  • Frá upphafi: 1338874

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3742
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband