Hann ætti kannski að tala við forstjórann.

 

Sá getur talað við forstjórann.

Það ætti að einfalda samtalið og yfirvinna alla tungumálaerfiðleika að yfirmaður þeirra beggja er sami maðurinn.

Og vonandi redda þeir málunum sem fyrst því annað er stórgreiði fyrir ríkisstjórn upplausnar og úlfúðar.  

 

Ég hef í fyrri pistlum gert dulítið grín að viðbrögðum Samherja við svíningunni úr Seðlabankanum.  Mætti halda að Þorsteinn Már væri trénaður í ellinni, léti örfáa kerfiskalla vaða yfir sig og fyrirtæki sitt á skítugum skónum.

En aldrei grunaði mig að hann hlustaði á vitgranna ráðgjafa, spurning hvort hann noti sama almannatengil og ESB gullið.

 

Eitt er að ræða alvarleika málsins, annað að beita hótunum.

Fyrir að utan að vera heimskt, þá er þessi hótun vitamarklaus.  

Og það sem verra er, verði grátur og gnístra tanna á Dalvík þá mun reiði fólks beinast að Samherja, ekki stjórnvöldum.

 

Aðförin að Samherja var skipulögð í þeim tilgangi að bæta við öðru Essi í blóraböggulhópinn sem útskýrði af hverju hið liðónýta kvótafrumvarp gufaði upp við þinglok.  Aðförin var áróðursbragð þar sem treyst var á gunnhyggni kvótaandstæðinga, að þeir stykkju á Samherja því eftir að Guggan var afguluð þá hefur Samherji verið táknmynd þeirrar byggðareyðingar sem kom í kjölfar kvótaframsalsins.

En jafnvel framsýnasti atburðasmiður hefur ekki getað séð fyrir þau viðbrögð Samherja að hóta rothöggi á sína eigin fiskvinnslu.

Sem sannar að besta uppskeran liggur í hinu ófyrirséða.

Rothöggið á Dalvík er því eins og gullmedalía frá fórnarlambi stjórnsýsluspillingar til þess sem skipulagði þá stjórnsýsluspillingu.   

Svo ég ítreka, forstjórinn ætti að tala við forstjórann og greiða úr málum og misskilningi.

 

En alvöru kallar, sem kunna að heilsa að sjómannasvið, láta ekki dverga komast upp með skítavinnubrögð sín.  Kastljós lifir á því að hafa ekki ennþá skitið á  þá sem kunna að verja hendur sínar.

Samt mun koma að því og þá mun allt ESB gull heimsins ekki ná að bjarga Sigmari og hyski hans.

Það verður enginn ríkur til lengdar að selja sálu sína.

 

Ekki á Íslandi, ekki í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Rothögg að fá ekki fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 973
  • Sl. viku: 5509
  • Frá upphafi: 1338396

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 4857
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband