Myrkrið eykst á Vesturlöndum.

 

Í forysturíki þess Bandaríkjunum, bjóða hægri menn fram vanvita, í Evrópu eyðir evran  byggðum.

Hvar endar þetta???

Kveðja að austan.


mbl.is Flökurt vegna ræðu Kennedys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Áður en þú segir manninn vanvita ættir þú kannski að kynna þér aðeins betur það sem hann segir. Fréttir af Santorum og öðrum hérlendis eru iðulega afar furðulegar og teknar úr samhengi. Má maðurinn ekki standa á sannfæringu sinni og segja sína skoðun?

Hefur þú kynnt þér aðför Obama að trúuðum í USA?

Bandaríkjamenn eru búnir að margbiðjast afsökunar á þessari brennu sem var slys en ekki ætlunarverk. Veistu hvernig það kom til að þessar bækur voru brenndar?

Santorum og fleiri hafa bent á að ekki hafi Afganar beðist afsökunar á þeim fjölda tilvika þar sem lögreglumenn, hermenn og fleiri sem eiga að heita bandamenn USA skjóta upp úr þurru ameríska hermenn sem eru að þjálfa þá og aðstoða. Af hverju eiga Bandaríkjamenn að láta fanga fá Kóraninn eins og þeir gera? Til að æsa enn meira upp í þeim hatur á Vesturlöndum og öfgaskoðanir?

Er Santorum vanviti fyrir að vera trúaður eða er hann vanviti yfir því að standa á sinni sannfæringu og láta hana í ljós?

Er Obama vanviti að þínu mati?

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 10:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi, vanviti er maður sem hefur svona almennt séð vit og getu til að halda þræði í rökhugsun og dregið almennar ályktanir út frá samhengi eða atburðarás, en gerir það ekki.  Sbr. van-vit.  Á ekkert skylt við líffræðilegar takmarkanir sem við kennum við þroskahamlanir eða skerðingu eða hvað sem þetta kallast í dag.

Annað gott orð yfir vanvit er forheimska, tilbrigði við þetta er svo til dæmis lýsing sem ég nota um stóra bróður minn þegar ráðríki hans fer í pirrur mínar en þá kalla ég hann heimskasta mann sem ég þekki, miðað við greind, og ég og miðbróður minn er alltaf ákaflega sammála þessari lýsingu, en líklegast útskýrir það aðeins hvað sá stóri er ráðríkur.

Vanvit hefur ekkert með skoðanir að gera, hvort sem þær eru mínar eða þess sem fer nógu mikið í pirrur mínar til að ég kalla hann vanvita.  Ég er til dæmis ákaflega ósammála lífsskoðunum Gingrich en mun seint kalla hann vanvita.  Vissulega bullar hann því það er partur af prógramminu hjá Rebúblikunum en maðurinn er rökfastur og skarpgreindur.  Stórhættulegur andstæðingur  framtíðar barna okkar því hann er málaliði þjófa og ræningja.  Sem rændu bandarískan almenning og bandarískan efnahag inn að beini.

Obama er ekki vanviti, hann veldur rökhugsun.

Vanviti getur sagt eitthvað að viti, það er ekkert sem hindrar það.  Það er samhengi hlutanna, hvernig þeir fara með staðreyndir, hvernig þeir tengja sem ræður hvort menn flokkast í þann hóp.

Ég reikna með Helgi að þú takir upp hanskann með Santorium því þú átt einhverja samleið með skoðunum hans.  En gættu að því að ef vitleysingar eins og hann komast til valda í kjarna hins vestræna lýðræðis, að þá eru um út um mannkynið. 

Öfga og einræðisöfl ráða nógu víða þó við missum ekki viðspyrnu hins venjulega manns, lýðræðið, í gin heimskingja sem gera út á lægstu hvatir mannsins.

Og heimurinn þolir ekki þau átök sem af hljótast. 

Svo þeir sem vilja verða afar, þeir láta ekki vanvitið villa sér sýn, þó það taki einn og einn skynsemismola með í forheimsku sinni og lýðskrumi.

Svo einfalt er það.

Og að lokum, það er inntak kristinnar trúar sem gerir menn kristna, ekki orð þeirra þar um.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2012 kl. 11:50

3 identicon

Sæll.

Ég ætla nú ekki að eyða tíma í að karpa við þig um þetta en þú fullyrðir um t.d. Gingrich út í bláinn. Nú veit ég ekki hve vel þú hefur kynnt þér stefnu Santorum en er hún eitthvað verri en stefna Obama? Er Santorum vanviti af því að hann er strangtrúaður?

Hvað er svona vanvitalegt við þessi ummæli mannsins?

Kynntu þér aðeins hvernig þessa brennu bar að, hún var slys og klaufaskapur en ekki úthugsuð aðgerð og lýsir handarbakarvinnubrögðum nokkurra einstaklinga (sennilega ungra hermanna) en ekki stefnu þjóðar eða flokks.

Veistu hvernig þetta bar að eða hvers vegna þetta efni var brennt? Af pistli þínum að dæma veistu það ekki og hefur ekki haft fyrir því að kynna þér það.

Santorum finnst skjóta skökku við að biðjast margoft afsökunar á þessu og að Afganar skuli ekki biðjast afsökunar á því þegar starfsmann yfirvalda þarlendis skjóta upp úr þurru ameríkana sem eru að vinna með þeim. Annars ætla ég ekki að svara fyrir hann en finnst eigi að síður mikilvægt að halda til haga ákveðnum atriðum sem fjölmiðlar hér hafa auðvitað ekki greint frá. Hérlendis er það reglan að líta á rebúblikana sem sauði og öfgamenn og fréttaflutningur miðast oftast við að skjóta rótum undir þá skoðun.

Hverju hafa allar þessar afsökunarbeiðnir skilað? Sennilega enn meiri æsingi.

Hrun efnahags á Vesturlöndum hefur ekkert með bankamenn að gera. Hefur þú ekki spurt þig að því hvaðan allir peningarnir komu sem allt í einu var hægt að lána hér og erlendis? Af hverju voru allt í einu til miklir peningar sem hægt var að lána? Hvaðan komu þeir?

Já, margt af því sem Santorum segir höfðar til mín en það er ekki ástæða þess að ég ákvað að skrifa athugasemd. Ég gerði það vegna þess að mjög margir fara að tjá sig um hitt og þetta án þess að hafa kynnt sér málin almennilega. Þú hefðir gjarnan mátt rökstyðja mál þitt betur.

Annars veit ég ekki alveg hvort þú ert að setja út á orð hans um að biðja Afgana ekki afsökunar á brennunni eða vegna þess að hann vill ekki aðskilja ríki og kirkju? 

Hafðu það gott :-)

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 14:26

4 identicon

''Hrun efnahags á Vesturlöndum hefur ekkert með bankamenn að gera. Hefur þú ekki spurt þig að því hvaðan allir peningarnir komu sem allt í einu var hægt að lána hér og erlendis? Af hverju voru allt í einu til miklir peningar sem hægt var að lána? Hvaðan komu þeir?''

Þú hefur svo sannarlega dæmt sjálfan þig endanlega úr leik í allri rökrænni umræðu það sem eftir er af þínu lífi með þessum ummælum Helgi.

Svo ég vitni nú í hann Ómar hér að ofan þá ert þú ''forheimskur vanviti'' eins og hann Rick Santorum félagi þinn.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 16:26

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Uss og suss, það hefur enginn vanviti vit á að koma inná þessa síðu og ræða málin Jón. 

Virðum persónur hvers annars þó rökin takist hart á.

Helgi, kem inn síðar, er ennþá að gera upp við vanvita.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2012 kl. 16:36

6 identicon

Ég er ekkert að óvirða hans persónu Ómar, ég er einfaldlega að nota þína skilgreiningu á vanvita og forheimsku og nota það til að lýsa Helga, þeim ágætispilti.

Því að halda því fram að bankamenn hafi ekkert haft með hrunið að gera er svo sannarlega einhver sú vitfirrtasta og rökleysulegasta staðhæfing sem ég hef heyrt lengi vel og því hlýtur þú að vera sammála.

Ég meina ef ekki bankamenn hverjir þá? Geimverur? Draugar? Máski guð lyganna hann Loki? Helgi kallinn hlýtur að hafa verið sofandi síðan 2008 og hlýtur þá ennþá að lifa í því draumalandi sem Ísland virtist vera fyrir hrun, þar sem bankamenn voru dýrindis marsipan og súkkulaði bangsar sem allir elskuðu í stað þeirra úrþvætta og þrjóta sem þeir reyndust svo vera. 

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 17:41

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, en Jón, hún notast í fjarlægð.  Sem og hitt að mér vitanlega kemur enginn vanviti hér inn, veit ekki af hverju, en þeir láta ekki sjá sig.

Samt er ég sí og æ að skrifa um þá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2012 kl. 17:43

8 identicon

@ Jón Ferdínand:

Þú mættir kannski skjóta inn svari við spurningu minni inn á milli formælinga um mig. Hefur þú aldrei spurt þig þessarar spurningar? Sennilega hafa fæstir spurt sig þessarar spurningar en kjósa frekar að láta stjórnmálamenn og fréttamenn segja sér hvers vegna þetta eða hitt gerðist og matreiða delluna ofan í sig. Ollu útrásarvíkingarnir hér líka hruninu í USA og Evrópu? Flestir leita sökudólga á röngum stöðum.

Ég skal gefa þér vísbendingu: F.A. Hayek fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði 1974 fyrir að sýna fram á ákveðið samhengi sem augljóst er eftir að maður uppgötvar það eða það er útskýrt fyrir manni. Vanvitinn ég er afar þakklátur fyrir að hafa áttað mig á þessu.

Ég er því miður ekki nógu háttsettur í heiminum til að Santorum sé vinur minn. Ef hann verður forseti mun þó efnahagur USA breytast mjög til batnaðar en Obama blessaður er á leið með USA í gjaldþrot - fylgir dyggilega eftir stefnu Bush.

Svo ættir þú að venja þig á að trúa ekki því sem þú lest í íslenskum fjölmiðlum um repúblikana (og ýmislegt annað líka), ég hef sjálfur oft brennt mig á því og reyni því að ráða þér hér heilt. Mér er illa við að láta fjölmiðla matreiða ofan í mig hálfsannleika og flökrar stundum við metnaðarleysinu. Rétt er rétt. 

Hafðu það gott Jón Ferdínand og vonandi gefst þér tími til að skoða þetta með Hayek :-) Ef ekki skal ég með glöðu geði benda þér við tækifæri á annað sjónarhorn :-)

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 22:56

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi og fyrirgefðu hvað ég kem seint inn.

Það er viss mótsögn að vilja ekki karpa og karpa samt við karpara svo ég læt sem svo að þú hafir ekkert meint með fyrstu fullyrðingu þinni.  

Þú veist ekkert af hverju ég fullyrði þetta um Gingrich, ekkert hér að ofan gefur þér tilefni til að geta þér til um það.  En ég skal upplýsa þig svo þú forðist blámann í framtíðinni.  Fyrir mörgum árum síðan var ég mjög hugsi yfir bullinu sem var að yfirtaka pólitíska umræðu í bandaríkjunum.  Hvað aðferðafræði "nýhægrimanna" var um margt keimlík því sem ég fyrirleit mest við áróðurstaktík sovétkomma sem var líka um svo margt keimlík þeim fræðum sem Göbbles fullkomnaði.  Inntakið var að fara mjög frjálslega með staðreyndir, og beinlínis ljúga vitleysu uppá andstæðinginn.  Eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei ganga í lýðræðisríki.  Slíkt gera aldrei heimskir menn, það þarf vit til að blekkja og rangfæra.  Newt Gingrich var einn aðalhugmyndafræðingurinn á bak við þessa taktík.  

En byltingin át börnin sín og fljótlega komu fram menn í bandarískri pólitík sem gerðu út á heimsku og fordóma, til að efla völd sín og áhrif og ekki hvað síst, til að efla ítök og koma að kjötkötlum valdsins hagsmunahópum og fyrirtækjum sem áttu það eitt markmið að ræna og rupla bandarískan almenning, fyrirtæki hans og heimili.

Og þriðja kynslóðin var svo heimsk að hún trúði sínum eigin áróðri, hún var hin algjöra andstæða manna eins og Newt Gingrich sem vissu hvernig þeir hagræddu staðreyndum, sér og sínum í vil.

Hin algjöra úrkynjun bandarískra hægrimanna kom síðan fram í dýrkun fífla eins Palin varaforsetaefnis.  Ég ætla Santorium ekki þessa heimsku, tel hann óvitlausan frá náttúrunnar hendi, hann er því vanviti eins og þeir gerast verstir.

En það er rétt, ég hef lítið kynnt mér Santorium og stefnu hans, maður þarf ekki lengi að hlusta á vanvita til að þekkja þá.  Hafði ekki heyrt minnst á hann fyrr en ég sá klippu af kappræðum sem hann tók þátt í.  Segi því bara eins og Davíð Oddsson, það má efast um dómgreind Rebúblikana þegar keppinautar Gingrich eru hafðir í huga.

En trú Santorium kemur þessu mati ekkert við, tel reyndar líklegt að hann sé lítt trúaður þó stýrð orð hans haldi öðru fram.  

Þú útskýrir ágætlega af hverju þessi tilvitnuðu orð sem höfð eru eftir Santorium lýsa algjöru vanviti, "hún var slys og klaufaskapur en ekki úthugsuð aðgerð og lýsir handarbakarvinnubrögðum nokkurra einstaklinga (sennilega ungra hermanna) en ekki stefnu þjóðar eða flokks. ", á svona gjörð sem móðgar trúarsannfæringu heimamanna, er beðist afsökunar og úskýrt að ekki sé um stefnu bandarískrar stjórnvalda að ræða eða þá hún lýsi viðhorfi bandarísku þjóðarinnar til menningu framandi þjóða.  Heiðarleg afsökunarbeiðni er sett fram til að koma í veg fyrir stigmögnun átaka, átaka sem meðal annars kosta líf bandarískra hermanna að ekki sé minnst á líf saklausra heimamanna.

Og þegar þetta vanvit, að ýta undir stigmögnun átaka, er borið saman við óhjákvæmilegar afleiðingar þess ef það kemst til valda í voldugasta lýðræðisríki heims, það er eyðingu mannkyns, þá er ljóst að tilefnið er ærið að benda á tilvist þess, og berjast gegn því, það er ef maður vill verða afi Helgi, eitthvað sem þú ættir að hafa bak við eyrað ef sú löngun blundar þér í brjósti.

Að lokum þetta með Hrunið og bankamennina, ég veit alveg af hverju þú ert að ýja.  Ég hef lesið svona goðsagnir áður, hef líka náð í skottið á mönnum sem hafa trúað þeim.  Ég hafði enskukennara sem lét sér ekki segjast fyrr en hann gat ekki afneitað morðunum í Kambódíu, hann kyngdi menningarbyltingunni og öllum óhæfuverkum Maós formanns og hans viðkvæði var alltaf, "það sem fór úrskeiðis, það var ekki kommúnismanum að kenna, það var kerfinu".  Hann áttaði sig ekki á samhengi þess að kerfið var óhjákvæmileg afleiðing þess að reyna þröngva kommúnísku þjóðfélagi á frjálst fólk.  Þá var nú gamli Stalínistinn betri sem sagði það hrein út við mig að mistök Stalíns hafi verið þau að hafa ekki drepið nógu marga af andbyltingarsinnum og hin meintu fórnarlömb hans hafi allt verið stórbændur og burgeisar sem áttu alveg skilið að vera slátrað.

Það sem þú gætir ekki að Helgi er að seðlabankastjórarnir sem áttu að hafa skapað Hrunið með stjórnlausri seðlaprentun sinni voru lærisveinar Friedmans og Hayek og þeir tefldu fram stífri peningastjórn gegn NýKeynismanum.  

Goðsögnin um hina stjórnlausa peningaprentun styðst ekki við neina tölfræði, hún er frasi sem vísar í lágt vaxtastig Seðlabanka  Bandaríkjanna í kjölfar hikstans sem varð í litla Hruninu um síðustu aldamót.  Og þau viðbrögð voru alveg í anda peningamagnskenningu Friedmans.

En lágt vaxtastig hefur ekkert með peningaprentun að gera, ef svo væri þá væri efnahagur Sviss marghruninn svo dæmi sé tekið.

Hafðu það líka gott Helgi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 00:10

10 identicon

# Helga "Santorum og fleiri hafa bent á að ekki hafi Afganar beðist afsökunar á þeim fjölda tilvika þar sem lögreglumenn, hermenn og fleiri sem eiga að heita bandamenn USA skjóta upp úr þurru ameríska hermenn sem eru að þjálfa þá og aðstoða. Af hverju eiga Bandaríkjamenn að láta fanga fá Kóraninn eins og þeir gera? Til að æsa enn meira upp í þeim hatur á Vesturlöndum og öfgaskoðanir?"

Bandaríkjamenn eru nú ekki í neinni kurteisisheimsókn í Afganistan, þannig að afsökun frá heimamönnum þarlendis er ekki að vænta. Kaninn ætti nú bara að fara heim, og vera þar, í stað þess að glamra með byssur og annað hér og þar. Eins og þeirra er vanin.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 17:46

11 identicon

Sæll.

Já, ætli ég sé ekki kominn í mótsögn við mig varðandi karpið - það er rétt hjá þér. Það er bara svo skemmtilegt að rökræða. Takk fyrir að gefa þér tíma til að ræða við mig :-)

Varðandi Gingrich eru þetta bara almenn ummæli og fullyrðingar hjá þér án nokkurra dæma og rýrir það auðvitað mjög það sem þú segir.

Varðandi seðlabankana veður þú villu og svíma. ECB var nú t.d. nýlega að lána 523 evrópskum bönkum 489 milljarða evra. Hvaðan kemur það fé? Það ýtir auðvitað undir verðbólgu og bjargar bönkum sem eiga að fara á hausinn - gott dæmi um slæm ríkisafskipti. Verð olíu í gulli hefur t.a.m. lítið breyst undanfarið þó verðið hafi rokið upp í pappírspeningum. Verðmæti peninga hefur því einfaldlega snarminnkað vegna peningaprentunar. Verðbólgan erlendis er einnig angi af þeim meiði. ECB er auðvitað að rækja sitt hlutverk með þessum hagstæðu lánum (1%) en hvaðan koma peningarnir? Ekki eiga bankarnir peninga til að leggja inn hjá ECB því þeir standa flestir illa og því stendur spurningin um það hvaðan allt þetta fé komi? ECB hefur einnig verið að kaupa skuldabréf nokkurra ríkja. Hvaðan fær ECB peninga í það?

Friedman og Hayek eru frjálshyggjumenn og gef ég mér að þú þekkir hvað keynsistar vilja gera í verðbólgu og atvinnuleysi en það er allt annað en frjálshyggjumenn vilja gera. Seðlabanki er hugmynd sem ættuð er frá Marx en ekki frjálshyggjumönnum.

Hayek studdi ekki peningaprentun Seðlabanka enda sýndi hann fram á skaðsemi hennar og lágs vaxtastigs sem ákveðið er af Seðlabanka, það er því rangt hjá þér sem þú segir um að þeir hafi verið lærimeistarar seðlabankastjóra síðustu ára. Þeir leita flestir ef ekki allir í smiðju Keynes. Heldur þú að ekkert gerist þegar framboð peninga eykst verulega? SÍ afnam bindiskyldu á sínum tíma, þú manst sjálfsagt eftir því og nú fyrir ekki svo löngu viðurkenndi Greenspan að það hefðu verið mistök á sínum tíma að auka svona mikið framboð peninga.

Bandaríski seðlabankinn hefur nú lánað ameríska ríkinu 6 trilljónir dollara en næstir koma Kínverjar með rétt rúmlega eina trilljón. Hvaðan koma peningarnir sem ameríski seðlabankinn lánar ameríska ríkinu? Kanarnir hafa látið peningaprentvélarnar ganga stíft - þú kannast án efa við QE1 og QE2, ekki satt? Það sem þú segir er því rangt. Hvaðan komu þeir peningar? Sú stefna er auðvitað í anda Keynes en hans stefna varð gjaldþrota á 8. áratug síðustu aldar og enn og aftur sést hve illa hún virkar í samtíma okkar. Með réttri hugmyndafræði væri hægt að snúa þessa kreppu sem herjar á heiminn niður á um 18 mánuðum eða svo og höfum við sögulegt dæmi því til sönnunar (Harding). Keynes og hans kenningar eru stór hluti vandans sem og tilvist Seðlabanka með sín óeðlilegu inngrip og fáránlegar ákvarðanir á stýrivöxtum. Friedman var einnig á móti tilvist Seðlabanka líkt og margir frjálshyggjumenn enda býr sá banki til vandamál eins og Hayek sýndi fram á.

Bernanke er ekki lærisveinn Friedman eða Hayek sama hvernig það er togað til enda búa gjörðir Bernanke til vandamál þó hann skilji það ekki sjálfur. Bernanke notast við kenningar Keynes en ekki Friedman. Friedman hafði aðrar hugmyndir varðandi peningamagn í umferð en nú eru uppi og því ekki rétt hjá þér það sem þú segir um hans kenningar. Friedman hefur einnig sagt að hann vilji leggja niður ameríska seðlabankann.

Orðin sem þú eignar Santorum eru mín, afsakið ef það var ekki nógu skýrt. Ég las í erlendum fjölmiðlum hvernig þessi brenna kom til og það er ekkert í líkingu við það sem margir hér halda enda kannski ekki skrýtið vegna lélegs fréttaflutnings hérlendis. Afsökunarbeiðni ameríkananna er auðvitað sett fram til að koma í veg fyrir stigmögnun átaka en það virkaði ekki eins og augljóst er. Segir það ekki líka mikið um Afganana? Með þetta í huga má auðvitað spyrja hvaða tilgangi ítrekaðar afsökunarbeiðnir þjóna. Biðjast múslimar afsökunar á framkomu sinni við aðra trúarhópa? Er þá ekki tvískinnungur af þeirra hálfu að vilja afsökunarbeiðni frá öðrum ef þeir telja sig verða fyrir móðgun, afsökunarbeiðni sem í praxis er ekki tekin gild? Þó Santorum sé kannski vanviti eru alltaf tvær hliðar á öllum málum, ekki satt?

Hægri- og vinstrimenn eru auðvitað misjafnir - sumir meiri vanvitar en aðrir en kannski er það leti að kalla fólk vanvita? Þá þarf maður ekki að kynna sér almennilega hugmyndafræði þeirra. Ég viðurkenni fúslega að ég hef oftar en best væri látið fjölmiðla plata mig varðandi eitt og annað en ætla mér að láta af því eins mikið og hægt er.

Það er mjög gaman að eiga við þig orðastað um þessi málefni og önnur en það er mjög miður þegar þú ferð ekki rétt með staðreyndir og gerir það augljóslega erfitt að eiga við þig vandaðar rökræður. Það sem þú segir rímar ekki við veruleikann sem við okkur blasir. Ég læt því staðarnumið.

Hafðu það gott :-)

Helgi (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 19:08

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi.

Auðvita er það mat mitt að Gingrich sé greindur en Santorium vanviti, ég skilgreini meira að segja sjálfur í hvaða samhengi ég nota orðið vanviti.  Santorium gæti þess vegna verið það fífl sem hann lítur út fyrir að vera en ég reikna með að þá hefði hann ekki átt þann feril sem hann á.   Og hvernig heldur þú að ég komi með dæmi um mat mitt á Gingrich, mat sem ég mótaði mér fyrir um aldarfjórðung síðan.  En ég skal upplýsa þig um að þá spáði ég töluvert í stjórnmál og ég fór eftir þeirri gullnu reglu að vanmeta ekki óvininn.  Og trúðu mér, Gingrich er hættulegur óvinur því hann er ekki heimskur þó pólitík hans geri út á heimsku.  Og áður en þú hleypur til skaltu átta þig á að gagnrýni á hann getur jafnt komið frá vinstri sem hægri, en barátta íhaldsmanna við frjálshyggjuna er a.m.k. yfir 200 ára gömul, rökin sem slík hafa ekki mikið breyst frá því að tekist var á um þrælahaldið á breska þinginu frá því um aldamótin 1800.

Þú hleypur aðeins á þig þegar þú last of hratt yfir orð mín um af hverju Santorium væri algjör bjáni samkvæmt tilvitnuðum orðum, þú aðgætir ekki að orð hans koma fram í fréttinni sbr. "Santorum gagnrýnir Barack Obama forseta fyrir að biðjast afsökunar á því að hermenn í herstöð í Afganistan hafi brennt Kóraninn.  .....Santorum sagði að Obama hefði sýnt veikleika með því að biðjast afsökunar á því að bandarískir hermenn í Afganistan hefðu brennt Kóraninn." Ég vitnaði hins vegar í þig þar sem ég gat ekki orðað það betur af hverju maðurinn talaði eins og bjáni.  Og ég endurtek, ég hef engu við að bæta við þau orð sem ég skástrikaði.

En þetta var bara smá hlaup hjá þér, öllu verra var andsvar þitt við andsvari mínu við spurningu þinni sem hljóðaði svona:

"Hrun efnahags á Vesturlöndum hefur ekkert með bankamenn að gera. Hefur þú ekki spurt þig að því hvaðan allir peningarnir komu sem allt í einu var hægt að lána hér og erlendis? Af hverju voru allt í einu til miklir peningar sem hægt var að lána? Hvaðan komu þeir?".

Þú getur sagt þér það sjálfur að aðgerðir eftir Hrun valda ekki Hruni aftur á bak.

Og ég þekki til QE talna þó ég geti seint talist sérfræðingur í þeim enda er grunnurinn áratuga gamall og lítt haldið við í rás tímans.  En ég fullvissað þig um það að Greenspan gamli prentaði ekki peninga og þú mátt alveg tékka á þeim tölum ef þú vilt, þarft ekki að segja mér niðurstöðuna, ég veit hana.  Og þú ferð rangt með bakgrunn Ben Bernanke, hann er þinn maður.  En hann er líka einn helsti sérfræðingur heims í kreppufræðum og það er talin megin ástæða þess að þínir menn völdu hann til starfa.  

Nota bene, þínir menn, þínir menn velja sína menn í allar lykilstöður.

Og þessi meinta seðlaprentun sem þú vísar í, ákvörðun um hana var líka tekin af þínum mönnum, Obama var ekki tekinn við embætti þegar ameríska bankakerfið hrundi.

Það var ekki fyrr en þeir voru valdalausir og ábyrgðarlausir sem þeir hleyptu fíflunum lausum.  En nái þeir völdum þá munu þeir gera það nákvæmlega sama.  Ég get fullvissað þig um það, og þarf ekki að vera spádómslega vaxinn til að geta mér til um það.

Eitt enn, QE tölurnar hafa ekki vaxið óeðlilega þrátt fyrir seðlaprentun Ben, hann kom með fé á móti samdrætti, sem þýðir á mannamáli að ef það lekur úr tíu lítra fötu, til dæmis tveir lítrar á viku, þá er jafnmikið í fötunni eftir vikuna ef þú bætir þessum tveim lítrum við í stað þess sem lak út.

Mundu að Ben veit sínu viti og fáir eru taldir hans jafnokar í heiminum í dag þegar kemur að viðbrögðum við svona alvarlegu fjármálahruni.  Já, og þú getur líka athugað þessar tölur, ég gerði það síðast núna í haust, trúi ekki að þær hafi versnað mjög mikið síðan.  Enda er hættan verðhjöðnun, ekki verðbólga, það er ennþá.

Mundu að ég er ekki að djóka þegar ég bendi þér á að grunnur skoðana þinna er áróður, goðsögn sem stenst ekki rýni raunveruleikans.

Þú segir mér nýjar fréttir um Friedman, játa að ég spái lítt í kall nema út frá hugmyndafræðilegum ágreiningi, en ég lærði nú samt peningamagnskenningu hans á sínum tíma.  Og ég man ekki betur en microfræði hans hafi byggst á peningastjórnun og mér vitanlega þá er slíkt illmögulegt nema í gegnum miðstýrðan banka sem þiggur vald sitt frá ríkisvaldinu.  Gætir ekki verið að þú værir að slá saman Hayek og Friedmanni????

Mistök Greenspan voru mörg og snúa allar af fjármálakerfinu og þau eru tilkomin vegna hagsmunaþrýstings þeirra afla sem náðu völdum með því að gera út Nýfrjálshyggjuna, því á bak við orðagjálfrið um frelsi þetta og frelsi hitt, var sá blákaldi raunveruleiki að menn höfðu hag að algjöru frelsi á fjármálamarkaði og græddu óheyrilegar fjárhæðir á því frelsi.  Svona alveg þar til kerfið hrundi vegna gjörða þeirra.

Og það var fjármálakerfið sem bjó stjórnlaust til peninga með bóluhegðun sinni, það er frjálst í þeirri merkingu að það á sig sjálft og lýtur ekki boðvaldi ríkisins.  

Ef það er einhver huggun fyrir þig Helgi þá voru flest meginafglöpin ákveðin á valdatíð Bill Clintons svo þú sérð að dæmið er flóknara en svo að hægri vinstri skilgreiningar útskýri það.

En eftir stendur að það var markaðurinn sem framdi sitt Hari Kari, ekki hið miðstýrða peningavald.

Það segja staðreyndirnar, það segir tölfræðin.

Svo þakka ég þér fyrir væntuþykkjuna í minn garð og það sem þú lagðir á þig að eiga við mig vandaðar rökræður.

Ánægjan var ekki síðri mín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.2.2012 kl. 23:04

13 identicon

Sæll.

Hér sérðu greinilega hve miklir peningar hafa verið prentaðir í USA. Enn á ný var ECB að lána bönkum hundruðir milljarða evra sem eru prentaðir (hvaðan eiga þeir annars að koma?).

Þetta er eitt af nokkrum atriðum sem þú hefur einfaldlega rangt fyrir þér varðandi. Þetta er frá Fed í St. Lous:

http://research.stlouisfed.org/fred2/graph/fredgraph.png?graph_id=13008

Hér sérðu aðeins um evruprentunina, af hverju ætti hún að vera öðru vísi en dollaraprentunin?:

http://www.marketoracle.co.uk/Article32265.html

Annars gengst þú nú allt í einu við peningarpentun Ben að ofan? Mér sýnist þú ekki átta þig á hvað er átt við með QE.

Út frá þessu er líklegara að grunnur þinna skoðana sé byggður á sandi. Vonandi útskýrir þú þessar staðreyndir ekki í burtu fyrir sjálfum þér svo þú getir enn haldið í þínar skoðanir, það er þægilegt en ekki vænlegt til árangurs.

Þú er maður meiri fyrir að loka ekki á mig, hef lent í því fyrir það eitt að vera ósammála eiganda síðu nokkurrar og rökstyðja mínar skoðanir með staðreyndum. 

Hafðu það gott og vonandi getum við átt orðastað um önnur málefni seinna eða þetta.

Helgi (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 12:38

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Vilt þú kannski fræða mig um QE og þróun þess frá því cirka 1985????

En áður en ég svara þessum áþreifanlegum gögnum sem þú peistaðir á mig þá vil ég benda þér enn og aftur á rökvillu þína.  Peningaprentun Bens seðlabankastjóra eftir Hrun, útskýrir ekki það sem gerist fyrir Hrun, tímalína atburðarrásar er fram á við, ekki afturábak.  

Auðvita prentaði Ben Benanke peninga haustið 2008 og hefur gert það síðan, þegar hann hefur talið þörf á.  Og hann útskýrði það mjög vel í viðtali í 60 mínútum á CBS, hann benti á hinn valkostinn, hrun bandarísks efnhagslífs, þess vegna samþykkti ríkisstjórn George Bush viðbrögð hans, hinn valkosturinn, hrunið var ekki valkostur í þeirra huga.  

Sama rökvilla hrjáir þig þegar þú peistar upplýsingum um seðlaprentun Evrópska seðlabankans, hún er tilkomin eftir á, ekki fyrir.

Fyrra grafið þitt um aukningu peningamagns, hvað á það að sýna???

Er ris í peningamagni ávísun á Hrun???

Ef svo hefði verið þá hefði Hrunið komið miklu fyrr því risið mikla hófst 1985 en það er tímapunkturinn sem miðað er við að peningamagnskenning Friedmans hafi tekið yfir USA federal.  Og þannig séð gekk dæmið til 2007.  Greenspan var seðlabankastjóri lunga þess tíma (1987-2006), harður Friedmanisti og framfylgdi kenningu hans með harðri hendi.

Samt jókst peningamagnið svona mikið. 

Skýring þess er margflókin, á sama tíma tekur fjármálamarkaðurinn gjörbreytingum og umsvif allskonar fjármálagjörninga margfaldast.  Þetta er blómatími Wall Street, háborgar bandaríska kapítalismans, og þannig séð var USA federal ekki með boðvald yfir fjármálamarkaðnum.  USA er ekkert sovétríki.

En kallinum tókst glettilega vel til, ef peningamagnið er skoðað í samhengi við aukningu GDP þá sérðu sama risið á grafinu.  Sjá  http://www.data360.org/dsg.aspx?Data_Set_Group_Id=230 

Berðu þetta saman við töflur um peningamagn í umferð, það er "seðlamagn", M1 og M2.  http://en.wikipedia.org/wiki/File:Components_of_US_Money_supply.svg

Þá sérðu að mesta aukningin er á M2 sem eru fjármálagerningarnir.  Ef þú skoðar graf yfir prósentubreytingarnar http://en.wikipedia.org/wiki/File:Changes_in_US_Money_supply.svg  þá sérðu að það er ekki neitt óeðliega meira flökt á dögum Greenspan og Fridmans.

Frávikið frá GDP má skýra með verðbólgu, ef eitthvað væri hæft í goðsögninni þá hefði hún átt að springa út 1985 og vera í hæstu hæðum eftir það sbr risið á grafinu sem þú sendir mér en sannleikurinn er sá að verðbólgan var í jafnvægi allan þennan tíma en ef þú skyldir vera búinn að gleyma því þá er ekki æskilegt að hún sé í núllinu.  http://www.global-rates.com/economic-indicators/inflation/consumer-prices/cpi/united-states.aspx

Þú opnar gröfin með því að feitletra linkana og hægrismella.  Firefxoinn minn lefyir ekki eitt klikk, ætli hann sé ekki hræddur við amerísku einkaleyfiströllin.

Ég hefði fundið QE fyrir þig líka því ég las linka um þá á bloggi Gunnars Rögnvaldssonar en skjalavarslan er svona svona og ég nenni ekki að leita skipulega af þeim bloggpistli og lesa mér aftur til um hann.  Geri það samt ef þú kemur aftur með eitthvað sem segir ekki einu sinni hálfa sögu.

En Gunnar gaf mér link á skemmtilegan kall sem heitir Fabius Maxiums, virðist vera forn Rómverji miðað við mynd.  Þar fékk ég skemmtilega grein sem ég skal peista hluta sem fjallar um þessa voðalegu peningaprentun Bens síðustu misserin.   Lestu þér til fróðleiks Helgi, þú verður ekki verri af.

Hvað annað sem við höfum rætt þá sé ég að þú ert búinn að kveikja á af hverju Santorium er vanviti, þú sérð að þú afgreiddir hann sjálfur sem slíkan.  Menn láta ekki mistök ungra hermanna valda togstreitu og átökum sem geta kostað fjölda mannslífa, menn biðjast afsökunar á mistökum sínum.

Ég veit ekki Helgi hvort þú ætlar að halda þig við að skýringar Hrunsins megi reka til óhóflegrar peningaprentunar manna sem eru dyggir fylgismenn Friedmans.  En mig langar að lokum að peista til þín orð meistarans um hvað eigi að gera þegar samdráttur blasir við. 

David Laidler: Many commentators are claiming that, in Japan, with short interest rates essentially at zero,  monetary policy is as expansionary as it can get, but has had no stimulative effect on the economy. Do you have a view on this issue?

Milton Friedman: Yes, indeed. As far as Japan is concerned, the situation is very clear. And it’s a good example. I’m glad you brought it up, because it shows how unreliable interest rates can be as an indicator of appropriate monetary policy.

During the 1970s, you had the bubble period. Monetary growth was very high. There was a so-called speculative bubble in the stock market. In 1989, the Bank of Japan stepped on the brakes very hard and brought money supply down to negative rates for a while. The stock market broke. The economy went into a recession, and it’s been in a state of quasi recession ever since. Monetary growth has been too low. Now, the Bank of Japan’s argument is, “Oh well, we’ve got the interest rate down to zero; what more can we do?”

It’s very simple. They can buy long-term government securities, and they can keep buying them and providing high-powered money until the high powered money starts getting the economy in an expansion. What Japan needs is a more expansive domestic monetary policy.

Viltu hafa þetta eitthvað skýrar???

En takk enn og aftur fyrir að hafa gaman að rökræða við mann sem byggir hús sitt á sandi.  Það er ekki öllum gefið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 16:07

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Hér er peistið á Maxium.  Athugaðu að gröfin sýna ekki þessa voðalegu peningamagnsaukningu sem bandaríska hægrivanvitið reynir að telja sínu fólki í trú um. 

Þau benda frekar til verðhjöðnunar.

 

Update on the inflation hysteria, the invisible monster about to devour us!

15 April 2011
tags: inflation
by Fabius Maximus

Summary:  The boomers lust for inflation.   Conservatives fan this fear for political gain.  The government hopes for gentle inflation to deleverage the US economy.  Evidence suggests that disappointment lies ahead for all.  Here we review the evidence.

Most were too young, too poor, too inexperienced to get rich during the Great Inflation of the 1970′s.  Some benefited by inheriting their parents’ gains.  But for most boomers this is their last chance to win the life lottery.  Loaded with debt but able to borrow, ignorant of economic theory and history but eager to speculate, they hysterically warn of the Big Bad Ben causing inflation.  Please don’t throw us in that inflation patch they cry, while buying gold and silver — holding short-term debt, buying that third rental property with 10% down, and investing in foreign debt.  Most of all, the magic of inflation is their only way to shed debt without drastic cuts to their standard of living in retirement.

Governments use unanticipated inflation as their magic sauce for policy.  Slowly accelerating inflation played a big role in evaporating the massive US WWII debt, reducing it from 108% of GDP in 1946 to 25% in 1975.

Now we’re primed and ready for it.  Probably to be disappointed, since anticipated inflation has none of the magic we and the government hope for.  See this post for an explanation why.

This is an update of the 22 February post More invisible signs of looming US inflation!  The situation remains unchanged.  Hysteria with little factual basis.  Before we start, some important notes about this complex subject:

  • There are good reasons to worry about future inflation.  And future deflation.  That’s a difficult aspect of our situation.
  • No known metric reliably forecasts future inflation; data must be evaluated with respect to the overall context of macroeconomic conditions.  These things are complex.
  • Inflation is a monetary phenomenon.  Rising raw material prices are not inflation.  Also, raw materials are only a small fraction of end prices (e.g., raw food is only one-third of food costs, approx).
  • Wages are a large fraction of end prices, and in real terms, they’re falling!  Serious inflation is almost impossible without rising wages (people cannot pay the rising prices without more income).
  • Increased private sector borrowing typically accompanies inflation.  Outstanding consumer credit is flat (only education loans by the government are rising, much of which are the new subprime — almost worthless courses by for-profit schools).   Bank credit is flat.
  • The combination of rising sector prices, flat wages, and tight money is deflationary.  As it was in 2008 (remember the big inflation scare, ending in a bust).  We have the first two today; QE2 prevents the third.   Without wage growth, rising food and energy consume more of people’s budgets — so expenditures on other things must drop.  This looks like America today.  For more see this post and this post.
  • Inflation is rising in the emerging world, becoming a serious problem.  That’s natural, as they’re growing rapidly (we wish we had such problems!), and many of these nations keep their currencies undervalued (see this explanation by Dave Altig at the Fed) .  This divergence between the developed and emerging nations could force the long-expected decoupling, and perhaps a new world order.  For more see this post.

Some indicators that can warn of inflation

  1. Monetary measures
  2. Is the Fed printing money?
  3. Measures of the money multiplier and velocity
  4. Watch the dollar drop in value!
  5. Energy Prices
  6. Direct measures of inflation
  7. Why the hysteria about inflation?
  8. For more information

(1)  Monetary measures

In 1976 Milton Friedman was awarded the Nobel Prize for ”for his achievements in the fields of consumption analysis, monetary history and theory and for his demonstration of the complexity of stabilization policy”.  Most importantly this, from The Counter-Revolution in Monetary Theory (1970):

Inflation is always and everywhere a monetary phenomenon in the sense that it is and can be produced only by a more rapid increase in the quantity of money than in output. … A steady rate of monetary growth at a moderate level can provide a framework under which a country can have little inflation and much growth. It will not produce perfect stability; it will not produce heaven on earth; but it can make an important contribution to a stable economic society.

Friedman’s insight laid the foundation for modern analysis of inflation.  It’s widely ignored in laypeople’s analysis of inflation, of the sort now flooding the media.  Let’s look at some measures of the money supply.  First, a reminder of some vital details:

  • The supply of money is a concept; it’s not like counting apples.  There is no one right way to measure it.  Like the blind men examining an elephant, we must view it from different perspectives.
  • Experts construct alternative versions of these measure to produce new perspectives.
  • Private home-cooked versions abound of these measures.  IMO most are worthless.
  • These variables vary with statistical noise.  Only the longer-term moves have meaning (at least, meaning that we can understand).
  • Put these numbers in context; compare them to US GDP of $15 trillion per year, and global GDP of roughly $62 trillion per year.

As Friedman explains, the money supply must increase as the economy grows, despite the oft-hysterical warnings that the money supply has increased to a new high.  Over time, growth of the money supply should be proportionate to the economy’s rate of growth (in the real world this is a lumpy process).  Compare changes in the money supply to that of US GDP:  in 2010 M2 was up 3.3% while nominal (current-dollar) GDP increased 3.8% (real GDP grew 2.9%, per the BLS).  Totally normal.

(a)  The adjusted monetary base

The adjusted monetary base is the monetary measure over which the Fed has the most control.  Down 0.3% in 2010; up 142% during the last 3 months (seasonally adjusted, annualized rate).  The Fed’s QE2 program frantically pumps money into the economy.  So far most of it remains idle in bank reserves (for confirming evidence see the money multiplier and monetary velocity below).

(b)  The narrow money supply, aka Money of Zero Maturity (MZM)

Money of Zero Maturity (MZM) is up 1.9% in 2010; up 4.6% during the last 3 months (seasonally adjusted, annualized rate).  Quite appropriately growing at the rate of nominal GDP (the economy cannot grow without money).

(c)  M2

The M2 was up 3.3% in 2010, roughly the same as nominal GDP.  Up 4.2% during the last 3 months (seasonally adjusted, annualized rate).  Quite appropriately growing at the rate of nominal GDP (the economy cannot grow without money).

(2)  Is the Fed printing money?

We’re told that the Fed’s wildly printing money, causing inflation throughout the $62 trillion global economy.  As shown in this graph showing the result, a gentle rise in the size of the Fed’s balance sheet.  A few hundred billion since QE2 started — at that rate the Fed will have flooded the world with dollars – in a generation or so.

This expansion of the Fed balance sheet may have had (and be having) large effects on US domestic financial markets.   As for the effect on world markets, the relevant measure to watch is the aggregate (total) action of the major central banks.  Including the big one, the People’s Bank of China.

(3)  Measures of the money multiplier and velocity

Increases in the monetary velocity and money multiplier are indicators of inflation, although explaining them is beyond the scope of this already too-long post.  They’re now falling, suggesting deflation (data from the Fed).  These might be the most important metrics to watch!

The first graph is biweekly through 6 April; the second is quarterly through Q4 of 2010 (expect Q1 to continue the decline of Q4).  The M1 multiplier is the ratio of M1 to the St. Louis Adjusted Monetary Base.

Fed definition:  “Velocity is a ratio of nominal GDP to a measure of the money supply. It can be thought of as the rate of turnover in the money supply–that is, the number of times one dollar is used to purchase final goods and services included in GDP.”

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 16:11

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, gröfin komu ekki inn.  Hér eru linkarnir. (2)  Is the Fed printing money?

 http://fabiusmaximus.files.wordpress.com/2011/04/20110414-fed-assets.jpg

 (3)  Measures of the money multiplier and velocity

 http://fabiusmaximus.files.wordpress.com/2011/04/20110406-fed-m2mm1.jpg

 http://fabiusmaximus.files.wordpress.com/2011/04/20101001-fed-velocity.jpg

Njóttu ef þú vilt líka byggja á sandi staðreynda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 56
  • Sl. sólarhring: 744
  • Sl. viku: 5264
  • Frá upphafi: 1328077

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 4723
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband